Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 48
Tjón á 250 bifreiðum á tæpri viku SEX bifreiðar skemmdust í árekstri í Ártúnsbrekku í gær. Fjölmargir árekstrar hafa orð- ið i Reykjavík í þessari viku og giskar lögreglan á að ekki færri en 250-300 bifreiðar hafi skemmst frá þvi á mánudag. Áreksturinn í Ártúnsbrekku varð með þeim hætti að Bronco- bifreið sem ók niður brekkuna var hemlað harkalega þegar ökumaður uppgötvaði að bifreiðamar fyrir neðan hann í brekkunni vom kyrr- stæðar. Þegar bifreiðinni var snögghemlað snerist hún á vegin- um og skall utan í Range Rover- bifreið. Ekki stöðvaðist bifreiðin við það, heldur lenti aftan á Lada- jeppa, sem kastaðist áfram, lenti utan í Volvo-bifreið og síðan á Skoda-bifreið. Skoda-bifreiðin skali aftan á Mazda-bifreið. Fleiri slys urðu í umferðinni í gær. Lítil fólksbifreið lenti aftan undir pallbifreið, en engan sakaði og kona varð fyrir bifreið á Elliða- vogi. Morgunblaðið/ Jón Páll Asgeirsson FOR- VITINN BANGSI Áhöfnin á Eldborgu HF-13 varð fyrir þeirri óvenjulegu reynslu fyrir stuttu að rekast á forvitinn ísbjörn, sem var á rölti á isjaka um 47 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Jón Páll Ásgeirsson, skipveiji á Eld- borgu, tók þessa mynd af bangsa, þar sem hann er að gægjast fram af brún ísjakans. Að sögn Jóns Páls varð birainum mjög star- sýnt á bátinn og áhöfnina, sem aldrei áður hafði séð ísbjöra í sinu nátt- úrulega umhverfi. Nokkrir skipveij- anna fóru í gúmbáti að ísjakanum og var myndinni smellt af þegar björninn horfði niður á þá í bátnum. Skeiðará vex enn: Hlaup að hefjast í Súlu? ORKU STOFNUN lét mæla rennsli í Skeiðará á fimmtudag og reyndist það vera 1100 rúm- metrar á sekúndu. Venjulegt rennsli á þessum tima árs er inn- an við 100 ma /sek. Áin vex enn, hægt og sígandi. I gær urðu menn í Oræfunum varir við að vatnsmagn væri að aukast í Súlu, og benti margt til þess að aftur væri að hefjast hlaup i ánni. Að sögn Áma Snorrasonar, deild- arstjóra vatnamælingadeildar, þýða niðurstöður mælinganna á Skeiðará að vöxtur hennar er mjög svipaður og í hlaupunum árið 1982 og árið 1976. Ragnar Stefánsson, þjóð- garðsvörður í Skaftafelli, sagði að þessi mæling væri sennilega of lág, honum virtist sem áin væri þegar orðin vatnsmeiri en hún var 1976. Ragnar hefur fylgst með Skeiðarár- hlaupum frá því á þriðja áratug aldarinnar. Viðskiptaviðræður við Rússa í næstu viku: Óvissa um útflutn- ing á síld og ull ÁRLEGAR viðræður Sovétmanna og íslendinga um framkvæmd við- skiptasamnings ríkjanna hefjast í Reykjavik nú á mánudag, og standa þær til föstudagsins 12. september. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins verður megináhersla lögð á það, af hálfu íslensku nefndarinnar, að ná stuðningi þessarar nefnd- -*^ar utanríkisviðskiptaráðuneytis Sovétríkjanna við það að gengið verði frá síldarsölusamningi á milli síldarútvegsnefndar og sovéska fyrirtækisins Prodentorg hið fyrsta. Gunnar Flovenz framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar sagði í gærkveldi í samtali við Morgun- blaðið að hann vildi ekkert um samningaviðræður við Sovétmenn segja, hvað varðar síldarsölu, fyrr en að þessum viðræðum við Sovét- menn í næstu viku loknum. Auk þess munu viðræðumar m.a. snúast um olíuviðskipti íslands við Sovétríkin og kaup Sovétmanna á ullarvamingi héðan, sem drógust verulega saman á þessu ári, þannig að Sovétmenn keyptu aðeins brot þess vamings sem kveðið er á um að þeir skuli kaupa í fimm ára rammaviðskiptasamningi landanna. Rammasamningurinn kveður á um að Sovétmenn skuli kaupa ullar- vaming árlega fyrir lágmark 5 milljónir dollara og hámark 6,5 milljónir dollara. Á þessu ári hafa þeir hins vegar einungis keypt ullar- vaming fyrir tæpa milljón dollara. Síðastliðið ár keyptu þeir fyrir 4,5 milljónir dollara. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, að hann vonaðist til þess að þessar viðræður leiddu til þess að niður- staða fengist um það hvenær ullarvöruseljendur geta farið til Moskvu, til þess að semja um sölu á ullarvamingi. Kvaðst Ingjaldur vonast til þess að það yrði sem fyrst. Sjá nánar á bls. 2. Tannlæknafélag Islands: ’Ætla að nota eigin viðmiðunargjaldskrá FÉLAG tannlækna ákvað á fundi I fyrrakvöld að notast við kvittanaeyðublöð, sem gefin eru út af heilbrigðisráðuneytinu, en fundarmenn ákváðu hins vegar að styðjast við eigin viðmið- unargjaldskrá, en ekki ráðuneytisins. Birgir J. Jóhannsson, formaður Tannlæknafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að rúmlega 100 tannlæknar hefðu mætt á fundinn og hafí verið sam- þykkt nær samhljóða að taka ekki upp gjaldskrá heilbrigðisráðu- neytisins, heldur nota áfram viðmiðunargjaldskrá Tannlækna- félagsins. Birgir sagðist vantrúaður á að nokkur tannlæknir færi eftir gjaldskrá ráðuneytisins, en fram hefur komið í Morgunblaðinu að 38 af 130 tannlæknum skiluðu reikningum samkvæmt þeirri gjaldskrá. Birgir kvartaði einnig undan eyðublöðunum, sem tann- læknar hafa samþykkt að fylla út fyrir sjúklinga sem æskja end- urgreiðslu, og sagði hann eyðu- blöðin meingölluð. Hann sagðist þó vongóður um að leysa mætti þessa deilu tann- lækna og ráðuneytisins innan skamms og sagði hann að allir væru af vilja gerðir til að koma málinu í höfn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HAUSTIÐ KOMIÐ Víða fennti i fjöll í gær og fyrradag og brá mörgum Reykvik- ingum í brún við að sjá Esjuna skarta vetrarklæðum í gærmorg- un. Á Akureyri var sömuleiðis fremur kuldalegt um að litast í fyrradag, en.hiti fór þar niður fyrir frostmark aðfaranótt föstu- dagsins og snjóaði í Hlíðarfjalli. Spáð er björtu veðri í Reykjavik i dag, en búast má við smáskúrum síðari hluta dags. Hiti verður á bilinu 8 til 12 stig. Norðanlands verður bjart yfir og úrkomu- laust í dag, en búist er við að norðanátt verði aftur ríkjandi á sunnudag. Af myndinni að dæma er ekki langt í að Hlíðarfjall á Akureyri verði skíðafært. Myndin var tekin á Akureyri í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.