Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 21 ARASIN A FARÞEGAÞOTUNA A KARACHI-FLUGVELLI Zia Ul- Haq for- dæmir verkn- aðinn Harare, Zimbabwe, AP. ZIA UL-HAQ, forseti Pakist- ans, fordæmdi verknaðinn og sagði árásina vera „alþjóðleg-a glæpastarfsemi". Zia lét þessi ummæli falla í sjónvarpsviðtali við bresku frétta- stofuna Visnews þar sem hann var staddur á fundi óháðra ríkja í Harare í Zimbabwe. Sagði hann stjóm sína fylgjast grannt með gangi mála og vera í stöðugu sambandi við Kýpur en þangað hugðust árásarmennimir láta fljúga flugvélinni. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að vera svo fjarri heimalandi sínu þegar slíkur hörmungaratburður gerðist. „Stjóm mín er fullfær um að tak- ast á við vandann," sagði Zia Ul-Haq í viðtalinu við sjónvarps- mennina. Fjórir hryðjuverkamenn tóku fjögur hundruð gísla: Boejng 747-þotan frá Pan Am-flugfélaginu á flugvellinum f Karachi. Árásarmennimir tóku farþegana, sem voru tæplega 400, gislingfu og kröfðust þess að dæmdir hryðjuverkamenn araba á Kýpur fengju frelsi á ný. Réðust um borð dulbúnir sem flugvallarstarfsmenn Karachi, Pakistan, AP. FJÓRIR menn vopnaðir hríðskotabyssum tóku á sitt vald Bo- eing 747-breiðþotu bandariska flugfélagsins Pan Am með tæplega 400 farþega innan borðs á flugvellinum í Karachi í Pakistan i gær. Hryðjuverkamennimir kröfðust þess að vél- inni yrði flogið til Kýpur og kváðust hafa komið sprengiefni fyrir um borð. Þeir skutu bandarískan farþega í áhlaupinu á vélina og vörpuðu honum úr vélinni. Mennimir fjórir óku í sendi- maður flugmálastjómarinnar í ferðabíl upp að breiðþotunni eftir Pakistan, sagði. að hún kom frá Bombay nokkmm klukkustundum eftir miðnætti í gær. Þeir vom klæddir einkennis- búningum gæslumanna á flugvell- inum. Fjöldi manns var í þann mund að ganga um borð í þotuna og að minnsta kosti þrjátíu far- þegar flúðu skelfmgu lostnir þegar hryðjuverkamennimir tóku á rás upp landgöngubrúna. Þeir skutu í allar áttir þegar þeir réð- ust um borð og særðust þá tveir hlaðmenn. Fékk annar þeirra skot í höfuðið. Skutu í allar áttir Flugvélstjórinn og báðir flug- menn vélarinnar flúðu út um neyðardyr á flugstjómarklefanum þegar hryðjuverkamennimir tóku vélina. Mennimir skildu eftir poka full- an af handsprengjum og skot- fæmm fyrir utan flugvéiina. Tveimur klukkustundum eftir að þeir tóku flugvélina á sitt vald hófli þeir skothríð og særðu starfsmann flugmálastjómar Pak- istans. Verðir, sem stóðu við hlið Bo- eing 747-þotunnar, sögðu að . nokkm síðar hefðu skothljóð heyrst inni í flugvélinni og særð- um farþega verið varpað út á flugvélarstæðið. Embættismenn og læknar sögðu að maðurinn, Bandaríkjamaður af indverskum uppmna, hefði látist í sjúkrahúsi, en starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins hafa ekki getað staðfest það. Hryðjuverkamennimir lofuðu að láta farþegana lausa ef þeir fengju áhöfn til að fljúga far- þegavélinni til Kýpur, að því er Khurshid Manwar Mirza, yfir- Leiðtogi þeirra, sem kvaðst heita Mustafa, heimtaði að vinir sínir í fangelsum á Kýpur yrðu látnir lausir, að því er haft er eft- ir pakistönskum embættismönn- um. Arásarmennirnir töluðu arabísku við starfsmenn í flug- tuminum, sem höfðu túlk sér til aðstoðar. Mirza sagði að flugáhöfn Pan Am hefði verið send til Karachi frá Frankfurt að beiðni hryðju- verkamannanna. Þeir sögðu að ný áhöfn yrði að vera kominn fýrir tilskilinn tíma, en samþykktu að framlengja þann frest til klukk- an 18 í gær að ísl. tíma (23 að staðartíma). Hálfri klukkustundu áður en fresturinn rann út gerði pakistönsk víkingasveit áhlaup um borð í þotuna. Tvær hreyfingar lýsa yfir ábyrgð Á Kýpur hefur áður óþekkt FLUGLEIÐIN hreyfíng sem nefnist „Líbýsku byltingarsveitimar" lýst yfír ábyrgð á verknaðinum. I Beirút kvaðst hreyfíng að nafni „Jund- ullah" (Hermenn guðs) standa að baki ráninu. Jundullah er öfga- hreyfíng múhameðstrúarmanna, sem hlynntir em írönum. í líbýska útvarpinu í Trípolí var lýst yfir því að Líbýumenn ættu enga aðild að ráninu. Frásagnir um fjölda manna um borð í vélinni vom á reiki. Starfs- menn Pan Am í Karachi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn töldu að um 380 manns hefðu verið um borð. Talsmaður Pan Am í New York segir að 345 far- þegar og þrettán manna áhöfn hafi verið í vélinni. Vélin var að koma frá Bombay og sagði skrif- stofumaður Pan Am þar að 193 Indveijar, 44 Bandaríkjamenn og milli 15 og 22 Bretar hefðu verið um borð. Talsmaður Pan Am í New York sagði að Bandaríkja- mennimir væm flestir Pakistanar og Indveijar, sem fengið hefðu bandarískan ríkisborgararétt. Embættismenn pakistönsku leyniþjónustunnar sögðu að árás- armennimir fjórir hefðu komið frá Bahrain í ágústlok. Einn þeirra héti Momar Hussain og bæri vegabréf frá Bahrain. Líbýumenn vísa ásökunum á buar Nikósía, Kýpur, AP. Nikósía, Kýpur, . LÍBÝA á engan hlut að árásinni á farþegaþotuna í Karachi í Pakistan, að því er ríkisútvarpið i Trípolí segir. í tilkynningu útvarpsins sagði að Líbýumenn væru andvígir hryðjuverkum enda hefðu þeir sjálfir fengið að kenna á þeim frá hendi Banda- ríkj; I amanna. ' tilkynningu Jana hinnar opin- bem fréttastofu Líbýu sagði að Bandaríkjastjóm hygði á frekari árásir á Líbýu og myndi réttlæta þær með tilvísun til árásarinnar á Pan Am-þotuna. Óþekktur maður, sem talaði arabísku með norður-afrískum hreim, hringdi í vestræna frétta- stofu í Nikósíu og sagði hryðju- verkasamtökin „Líbýsku byltingarsveitimar" standa að Pan Am þotan, flug 73, var á leið frá Bombay á Indlandi til New York með millilendingum í Karachi og Frankfurt. baki ráninu. Maðurinn lét þess ógetið hveijar kröfur árásar- mannanna væm. Hann minntist heldur ekki á Bandaríkjamanninn, sem mennimir myrtu og köstuðu út úr flugvélinni. Sagði hann að bandarískir leyniþjónustumenn væm um borð í þotunni og að þeir yrðu teknir af lífí. Michael Austrian, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði þessa ásökun ekki svara verða. Jana bar á móti því að „Líbýsku byltingarsveitimar" bæm ábyrgð á ráninu. Leiðtogi árásarmannanna, sem kallar sig Mustafa, hefur krafíst þess að þrír vinir hans, sem sitja í fangelsi á Kýpur, verði látnir lausir. Að minnsta kosti þrír Arabar og Breti sitja í fangelsi á Kýpur. Tveir Arabanna og Bretinn vom dæmdir í lífstíðarfangelsi í febrú- ar fyrir morð á þremur ísraelum í september á síðasta ári. Bretinn, Ian Allison að nafni, hafði verið meðlimur í Frelsishreyfíngu Pal- estínumanna (PLO) í tvö ár áður en hann var handtekinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.