Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 37 Sveinn Guðmundsson fæddist 7. júlí 1924, sonur merkra höfðings- hjóna, Ingibjargar Pétursdóttur og Guðmundar Jónssonar skipstjóra á Reykjum í Mosfellssveit. Hann var næstyngstur fimm bræðra sem allir voru glæsilegir mannkostamenn, en lifa nú aðeins þrír eftir. Hann kvæntist ágætri konu. Þau eignuð- ust sex böm og áttu bamaláni að fagna. Sveinn átti alla tíð heima í fæðingarsveit sinni, Mosfellssveit- inni, átti þar og rak garðyrkjustöð um árabil, en lagði það starf til hliðar og hvarf að öðm léttara þeg- ar hreysti hans lét nokkuð undan síga fyrir fáum ámm. Hann stóð ekki í stórræðum allajafna, en var farsæll í störfum. Þess naut Sölufé- lag garðyrkjumanna um langa tíð. í stjóm þess fyrirtækis átti Sveinn sæti í nokkur ár, og reyndist þar sem annars staðar glöggsýnn og tillögugóður, tók mildilega á málum ef mögulegt var, en óragur við að beita festu ef meðfædd réttlætis- kennd hans bauð. Starfsfólk Sölufé- lags garðyrkjumanna frá þessu tfmabili á um hann góðar minning- ar. Þessi kveðjuorð um fomvin minn verða ekki öllu fleiri, og er þó flest ósagt. Mér fer nú sem oftar við svipaðar kringumstæður, að hugsa sem svo: Hversvegna hittumst við ekki oftar. Tómt mál að tala um það, og nú kveð ég Svein Guð- mundsson, þennan glæsilega drengskaparmann með trega og bið honum velfamaðar. Við Hulda sendum konu hans, bömum, tengdabömum og bræðr- um hans hugheilar samúðarkveðjur. Ef það reynist rétt sem margir telja sig vita með vissu að handan þessa jarðlífs sé annað, og þá von- andi betra — og þurfi ég á málsvara að halda þegar þar að kemur þá treysti ég því að einhveijir rétti mér hönd. Og auðvitað verður Sveinn á Reykjum í þeim hópi. Og það munar um hann. Kristján Benjamínsson Sveinn Guðmundsson garðyrkju- bóndi, Reykjum Mosfellssveit, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík þann 27. ágúst sl., 62 ára að aldri. Þar lauk baráttu við erfiðan sjúkdóm er hann kenndi fyrst fyrir allmörgum árum. Með Sveini er nú genginn vinsæll og vel látinn maður sem alls staðar lagði gott til mála þar sem hann kom nærri. Hann verður jarðsettur í dag, þann 6. september, frá Lága- fellskirkju kl. 13.30. Það vill svo til að þennan dag fyrir 40 árum lést faðir okkar, Guðmundur Jóns- son, á sjúkrahúsi í Reykjavík. Sveinn fæddist í Reykjavík þann 7. júní 1924, sonur þeirra hjóna Ingibjargar Pétursdóttur úr Svefn- eyjum á Breiðafirði og Guðmundar Jónssonar skipstjóra, en foreldrar hans voru frá Miðseíi í Reykjavík, Hlíðarhúsa- og Grundarætt, og Gróttu, Engeyjarætt. Sveinn flutti tveggja ára að aldri með fjölskyldunni að Reykjum og átti þar heimili æ.síðan. Sveinn ólst upp í hópi fimm bræðra og tveggja uppeldissystra, en þau voru Pétur skipstjóri, sem nú er látinn, Jón Magnús bóndi á Reykjum, Andrés Hafliði lyfsali í Reykjavík og Þórður vélstjóri í dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur að Reykjum. Þær syst- ur voru dætur Ólínu móðursystur, Lóa og Rósa Ólafsdætur. Það var glaðvær og samhentur barnahópur- inn á Reykjum, og eru þá meðtalin frændsystkinin á hinu heimilinu, böm Ástu föðursystur og Bjama. Sveinn hafði strax í æsku aðal- lega tvö áhugamál önnur en leik og nám, en það vom garðyrkjan og sauðféð á bænum. Garðyrkjan varð ævistarf hans en sauðfjárrækt stundaði hann í hjáverkum alla tíð með mjög góðum árangri. Menntun Sveins var auk barnaskóla, próf frá Flensborgarskóla í Hafiiarfirði 1940 og Iþróttaskólanum að Laug- arvatni árið eftir. Hann lauk verklegu garðyrkjunámi hjá Niels Tybjerg á Reylgum á 4 ámm eins og tilskilið var en skólanámi í grein- inni í Columbus Ohio 1946. Sveinn var mjög félagslyndur og stundaði íþróttir og félagsmál, bæði í skólum og utan þeirra. í ftjáls- íþróttum náði hánn bestum árangri sínum á drengjamótum fyrir stríð, en hann var í liði íþróttafélags Kjós- arsýslu sem vann drengjamót íslands 1940 og í sigurliði Ung- mennasambands Kjalarnesþings sem sigraði á landsmótinu í Hauka- dal 1940. Hann lagði íþróttaskóna á hilluna allt of snemma. Fýrstu æfingu í félagsmálum fékk Sveinn í Flensborgarskóla, en þó einkum á Laugarvatni undir handleiðslu frænda síns Bjama á Laugarvatni. Vettvangur hans var aðallega í Ungmennafélaginu Aft- ureidingu framan af, en seinna í félögum garðyrkjumanna, svo sem Sölufélaginu og víðar. Innan við tvítugt varð hann formaður Ung- mennafélagsins Aftureldingar og dreif félagið upp bæði fjárhagslega og félagslega og hófst þá mikið blómaskeið Aftureldingar. Hann gegndi stöðunni frá 1943-1945, er hann fór utan. Sveinn var einn af stofnendum Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ing- ólfssonar í Kjósarsýslu og starfaði þar mikið, einkum í sambandi við kosningar, framboð og skipulagn- ingu á kosningaskrifstofum. Einkum þar þótti hann laginn og góður starfskraftur því hann var þannig maður að hann átti greiðan aðgang að háum sem lágum í þjóð- félaginu og virtist, að manni fannst, þekkja alla. Kaupfélag Kjalamesþings lenti í margháttuðum erfíðleikum um 1955. Stjóm þess fékk Svein til þess að taka að sér formennsku í félaginu. Þar tók hann til hendinni og reisti félagið og íjárhag þess við á skömmum tíma. Hann sagði síðan af sér eftir aðeins tvö ár og taldi ekki þörf fyrir sig lengur. Síðan hefur félagið og verslun þess geng- ið með ágætum. Sérkenni Sveins var einmitt þetta, að vera boðinn og búinn til starfa, en annað hvort á fullri ferð eða ekki. Hann sóttist aldrei eftir vegtyllum og leit félags- mál öðmm augum en ýmsir aðrir. Sveinn hafði verulega ánægju af því að grípa í spil og var hann snjall bridsmaður. Einnig tók hann oft veiðistöngina og veiddi bæði lax og silung víða um land. Eitt áhugamál er enn ótalið hér sem ávallt var þó í fyrsta sæti í Fædd 20. september 1904 Dáin 31. ágúst 1986 Útför tengdamoður minnar, Coru Sofíe Baldvinsen, fer fram í dag kl. 14.00 frá Blönduóskirkju. Hún lést að morgni sunnudags, 31_ ágúst, og hafði þá átt við heilsu- leysi að striða um árabil. Cora Sofie fæddist í Gibostad í Senja í Noregi 20. september 1904 og hefði því orðið 82 ára í þessum mánuði. Foreldrar hennar voru Paul Pettersen útvegsbóndi og fyrri kona hans, Cecelie Martinsen, en hún lést 1908 þegar Cora var fjögurra ára. Þau systkinin voru þijú, tvö eldri en Cora, Peder, sem lést 1985, en elsta systirin, Borghild, býr í Fauske í Noregi. Faðirinn kvæntist síðar Jensine Andreasen og með henni átti hann fímm böm. Káre, hálfbróðir Coru, býr nú á bemskuheimili þeirra. Cora ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Er hún var um tvítugt fór hún til heimilisstarfa hjá ljósmóður í Kveíjord. Þar kynntist hún ungum íslendingi og þar með vom örlög hennar ráðin. Eiginmaður hennar, Jóhann Daní- el Baldvinsson vélstjóri, hafði þá átt heima í Noregi í nokkur ár. Þegar hann sá hina ungu stúiku í fyrsta sinn var hún að hengja út þvott til þerris. Hreifst hann svo mjög af léttleika hennar og þokka að ekki var um annað að ræða en stofna til kunningsskapar við hana. En það var ekki auðhlaupið að því, því að ljósmóðirin vakti yfir hveiju spori ungu stúlkunnar og leist ekki meira en svo á útlendinginn. En svo fór að þau giftust árið 1927. Hefur því hjónaband þeirra staðið í 59 ár. Jóhann, _ sem lifir konu sína, fæddist í Ólafsfírði 22. júlí 1903. Fór hann skömmu eftir fermingu tómstundum hans, en það var kór- söngur. Mikið var sungið á æsku- heimilinu í uppvextinum og síðar í skólakómm. Fimmtíu ára gamall var Sveinn einn af stofnendum Söngfélagsins Stefnis í Mosfells- sveit 1940. Þetta félag æfði síðan tvo kóra, karlakór og blandaðan kór sem var einnig kirkjukór Lága- fellskirkju. Þegar Sigurður Birkis raddþjálfaði kirkjukórinn 1948 lét hann Sigurð söngstjóra Þórðarson vita um góðan tenór, en það var einmitt Sveinn, og gerðist hann liðs- maður í Karlakór Reykjavíkur. Þar starfaði hann lengur en 20 ár, fór allar utanlandsferðir með kómum og söng alla konserta án forfalla til ársins 1967, er kórinn söng á heimssýningunni í Kanada. Eftir það starfaði hann minna en þó áfram með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur og Pólyfónkómum. m.a. og reyndar ýmsum fleiri kómm sem leituðu til hans en ég kann ekki nægileg skil á til að nefna hér. Sveini lét vel að syngja í kór enda var hann hrifnæmur og bar gott skyn á söng og tónlist. Hann lagði sig ávallt allan fram í söngn- um sem og öðm og hreif aðra með sér. Mönnum þótti gott að standa nálægt honum í kómum, tenórrödd hans var svo tær og svífandi létt á háu tónunum að allt virtist svo auðvelt. Svo sem að líkum lætur kynntist hann miklum fjölda af góðu fólki í söngnum og það var honum mikils virði. Allt þetta fólk sendir honum nú við vistaskiptin hinstu kveðjur og þökk. Sveinn tók við sínum helming af garðyrkjustöðinni að Reykjum í Mosfellssveit árið 1947 og keypti stöðina 10 ámm seinna. Þegar byggðin jókst í sveitinni á sjöunda áratugnum varð honum fljótlega ljóst að hveravatnið, hitagjafinn góði, var nú orðinn of dýr til þess að það borgaði sig að halda rekstri áfram. Menn bmgðust misjafnlega við þessu, og sveitarfélögin, einkum Reylg'avíkurborg, hófu niðurgreiðsl- ur á heitu vatni til gróðurhúsa. Mönnum stóð þetta til boða í Mos- fellssveit, en Sveinn hafnaði því. Á þessum tíma dró hann seglin saman því of seint var að flytja sig um set til Noregs með norskum skipstjóra og var hann á heimili hans og sigldi með honum í mörg ár í Norður- íshafinu. Hefur Jóhann sagt frá þeim viðburðaríku ámm í bókinni „Jói norski", er út kom árið 1972. Cora og Jóhann stofnuðu heimili í Árstein í Gratangen. í Noregi fæddust Qögur elstu böm þeirra, Gunda, f. 1928, Paul, f. 1929, Sig- mund, f. 1931 og Ánne, f. 1933. En árið 1934 flutti fjölskyldan til íslands, til Akureyrar, var yngsta barnið þá þriggja mánaða. í stríðsbyijun flutti fjölskyldan til Svalbarðseyrar. Jóhann var hræddur um að svo kynni að fara að loftárás yrði gerð á Akureyri og taldi hann að öryggi íjölskyldunnar væri betur borgið með því. Á þess- um ámm, og reyndar öll stríðsárin, sigldi Jóhann á togumm til Eng- lands. Cora sagði mér eitt sian að árin á Akureyri hefðu verið með bestu ámm ævi sinnar. Hún eignaðist trygga og góða vini í Heimilissam- bandi Hjálpræðishersins. Þar var hún virkur starfsmaður meðan hún bjó á Akureyri. Hún var ákafiega söngelsk og söng oft og raulaði. Einnig var hún mikil handavinnu- kona og nutu þessir hæfileikar sín ekki hvað sist í Heimilissamband- inu. Geta má nærri að mikið hefur hvílt á herðum hinnar ungu konu á þessum ámm. Eiginmaðurinn Iangtímum saman að heiman á haf- inu þar sem úði og grúði af kafbátum og tundurduflum. Hún útlendingur og bömunum Qölgaði. En Drottinn var henni hæli og styrkur og ömgg hjálp í nauðum. Samfélagið í Heimilissambandinu veitti henni gleði og sál hennar næringu. Skömmu eftir að stríðinu lauk ákvað Jóhann að fara í land. Líklega til annarra hitasvæða þar sem verð á heita vatninu var lágt eða nánast einungis virkjunarkostnaður. Þegar kom fram yfir 1970 fór Sveinn að taka að sér ýmis önnur störf og reyndist hvarvetna hinn traustasti starfsmaður og eftirsótt- ur. Um þetta leyti fækkaði hann einnig fénu en hann var mikill rækt- unarmaður á sauðfé og var á stundum kvaddur til sem dómari á sýningum. Þá átti Sveinn síðustu árin einn eða tvo reiðhesta, en fén- að sinn hirti hann í samstarfi við aðra hér á heimilinu af mikilli kost- gæfni. Það var honum mikil gleði er yngsta syninum tókst að gera toppgæðing úr hryssunni hvítu sem hann átti nú, og fylgdist hann ræki- lega með tamningunni. Sveinn sérhæfði sig í ræktun á nellikum og var þekktur að því að framleiða alltaf fyrsta slokks vöru. Á fyrstu árunum leyfði hann sér að fást við lítilsháttar tilraunir í ræktuninni og skilaði það nokkrum árangri. Hann var þá hvattur til þess að taka þátt í sýningu í Hels- inki í Finnlandi árið 1949 sem íslenskir garðyrkjumenn tóku þátt í. Þar var hann heiðraður fyrir góð- an árangur í ræktun á nellikum og sæmdur gullverðlaunum. Honum þótti vænt um þetta en vildi aldrei mikið um það tala, enda var hann mjög hlédrægur maður og lítið fyr- ir að trana sér fram. Þegar kom fram um 1980 hætti Sveinn alfarið öllum rekstri heima og seldi garðyrkjustöðina á leigu, enda var hann þá farinn að kenna lasleikans sem var upphafið að þeim lokum sem nú eru staðreynd. Hann æðraðist hvergi og bar sig ávallt vel, en dró sig út úr öllu utan heimil- isins. Hann starfaði síðustu árin sem húsvörður í Reykjalundi og átti þar góða vinnufélaga sem hann mat mikils. Sveinn kvæntist Þuríði Sigur- jónsdóttur þann 4. desember 1948 og settu þau bú sitt saman að Bjargi, sem var íbúðarhús starfs- manna við garðyrkjuna á Reykjum, og þar bjuggu þau alla tíð. Þeim Systu og Svenna varð 5 bama auð- ið, en hann ættleiddi son Systu, Jón Eirík, er hún átti áður en þau giftu er að Cora hafi haft þar áhrif á, búin að fá nóg af ótta, hræðslu .og einmanaleika öll stríðsárin, þá á Svalbarðseyri. Fluttu þau þá til Skagastrandar, þar sem Jóhann tók að sér vélstjóm frystihúss þar. AIls voru bömin orð- in sjö. Kristine f. 1936, Oddný f. 1939 og Thorleif Káre f. 1945 höfðu bæst í hópinn, en ungan son misstu þau á Svalbarðseyri, sem einnig hét Thorleif Káre. Þegar verðandi eiginmaður minn, Paul, kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni sumarið 1956, bjuggu þau á Skagaströnd. Voru þau nýflutt þangað aftur eftir fímm ára dvöl í Noregi. Þetta sumar fórum við sam- an í skemmtilegt ferðalag til Raufarhafnar. Var tjaldað á áning- arstöðum og undir slíkum kringum- stæðum kynntist fólk nokkuð vel. Mikið var sungið og Sigmund, mág- ur, tók sig til og orti brag um ferðina. En hann og Helga Olafs- dóttir, kona hans, voru einnig með í þessari eftirminnilegu ferð. Við hjónin bjuggum í Svíþjóð í mörg ár. Minnisstætt er sumarið 1965 er tengdaforeldrar mínir dvöldu hjá okkur í sumarbústað okkar í tæpa tvo mánuði. „Onkel“ Peder kom frá Noregi til að heilsa uppá systur sína, en þau systkinin sig. Jón Eiríkur er búsettur í Banda- ríkjunum og starfar sem tölvuverk- fræðingur. Fyrri kona hans var Hanný Inga Karlsdóttir og eiga þau þijú böm sem öll eru uppkomin. Seinni kona Eiríks er Eygló Stef- ánsdóttir. Annar sonurinn, Sveinn, starfsmaður við gufubor Orkustofn- unar, er kvæntur Bergrósu Þorgrímsdóttur og eiga þau tvö böm. Sigríður er gift Guðmundi Bjömssyni, en fyrri maður hennar var Andrés Bjamason. Vigdís á tvær dætur, en maður hennar er Þorkell Snædal og em þau við nám og störf í Danmörku. Guðmundur Ingi og Kristinn Már em enn í heimahúsum. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka sem við vinir og ættingjar viljum nú sameinast um. Sveinn var hreinn og beinn í öllum viðskiptum, sann- gjam og heiðarlegur og það sem kallað hefir verið drengskaparmað- ur. Á unga aldri átti hann sér kjörorð sem ýmsir aðrir hafa reynd- ar notað, en það var: „Gjör rétt, þol ei órétt.“ Við bræður bjuggum hér í nánu sambýli hvor með sinn búskap og hagsmuni í 40 ár. Mér finnst nú að aldrei hafi borið skugga á það samstarf og átti hann stærstan þátt í því. Eg get vart hugsað mér drengilegri mann að eiga dagleg viðskipti við, og þó vissu það kunn- ugir að skapið var mikið og ólgandi. Framan af hafði hann ef til vill ekki fullt vald á þvi en snemma náði hann tökum á tilfinningum og heitu skapi og beislaði þennan kraft til eflingar persónuleika sínum. Svo mikið er vfst að menn tróðu ekkki illsakir við hann og hann lét fljótt finna hvar mörkin voru ef því var að skipta. I umræðunni um menn og málefni heyrðist aldrei orðinu hallað, en ætíð haldið á lofti því sem var af hinu góða. Um okkar samstarf þarf ekki mörg orð, en ég held ég geti tekið mér þau orð í munn er Grettir Ás- mundsson hafði um Illuga bróður sinn, að „berr er hverr að þaki nema sér bróður eigi“. Minningin um góðan dreng lifir. J. M.G. höfðu ekki sést í mörg ár. Sumarið var einstaklega gott og fagurt. Flestra máltíða var neytt úti t garði. Á kvöldin var kveikt upp f ami og telpumar okkar þijár, Guðrún Edda, Steinunn Jóhanna og Ásdís, og við fullorðna fólkið sungum við gítarundirleik. Oft var tekfð í spil og skemmt sér vel. En Jóhann er mjög snjall í spilum. Áður en þau fóru aftúr til íslands skrifaði Cora í gestabók okkar — að þetta væri það besta sumarleyfí, sem þau hefðu átt. Ekki get ég hugsað mér yndis- legri manneskju að hafa á heimili en tengdamóður mfna. Hógværð, látleysi og sérstök ljúfmennska ein- kenndu hana. Það var mannbæt- andi að umgangast hana. Var sem hún laðaði fram það besta í fólki. Eins og áður sagði var hún mjög söngelsk. Söngelsku fólki fylgir oft glaðværð, en hún var glöð og létt í iund. Hún var afkastamikil handa- vinnukona og allt sem hún vann bar merki listrænna hæfileika og vandvirkni. Því miður átti hún við veikindi að striða um skeið, en þrátt fyrir það leið varla sá dagur að ekki væri gripið í pijóna. Síðustu ár ævinnar dvöldust þau hjónin á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Var aðdáunarvert að sjá elsku og umhyggju Jóhanns fyrir konu sinni hin sfðustu ár er heilsu hennar hrakaði. Böm þeirra sjö eignuðust öll eigin heimili og böm og munu afkomendur þeirra nú vera á milli sextíu og sjötíu. Hryggum huga kveð ég elsku- lega tengdamóður með þökk fyrir allt sem hún var mér persónulega svo og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu hennar. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sómu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilifa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (Ingemann - M. Joch. Tengdadóttir Minning: Cora S. Baldvinsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.