Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 11 Um iingar hugsjónir: Hlægjum og sigrum eftir Eyjólf Konráð Jónsson Þegar sprenglærður hagfræði- doktor var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna varð mér heldur órótt og óttaðist að hann kynni að vera haldinn gömlum kreddukenningum. Raunar hafði fyrirrennari hans lengi strítt mér á því sem hann kallaði ýmist „Eyconomies" eða jafnvel „Ey- koncomic", þegar bent var á leiðina út úr vítahring verðbólgu og kreppu — fyrst fyrir einum átta árum. Nú skrifar Vilhjálmur Egilsson hina athyglisverðustu grein um efna- hagsmál og ekki efa ég að Geir Haarde er honum sammála — og þá ég í flestu, en verð þó að gera athugasemdir. En fyrst get ég þó þess jákvæða. Vilhjálmur segir að „ein af höfuð- meinsemdum efnahagslífsins á undanfömum árum“ hafi „verið lánsfjárskorturinn" og síðan bendir hann á úrræðin og segir: „Þar á meðal verður að lækka bindiskyld- una í Seðlabankanum og þann tilflutning á lánsfé sem felst í henni. „Húrra! Og líka: „peninga- magnið hlýtur að þurfa að vaxa ríflega meðan verið er að safna upp sparifénu á nýjan leik.“ Höfundur telur raunvexti þurfa að vera um sinn „um og yfir 5%“ og segir réttilega: „Betra er þó að þola háa vexti en fá alls enga pen- inga.“ Hann virðist eins og ungir erlendir hagfræðingar kasta fyrir róðra villukenningunni um tak- mörkun „peningamagns í umferð" og gera sér grein fyrir því að inn- lendir peningar eiga ekki að vera neitt annað en ávísun á þjóðarauð- inn. Honum er ljóst að verðbólgunni varð að ná niður fyrir vaxtafótinn og erlenda skuldasöfnunin byggist á langvarandi rangri peningastjórn enda telur hann að tilraunir með samningunum ætli að takast og segir það skipta „mestu máli að spariijáraukningin leiði til minni erlendrar lántöku". Bara að allt þetta hefði verið sagt fyrr, en betra seint en aldrei. Þá er komið að því sem nauðsyn- legt er að gagnrýna. Vilhjálmur segin „Ríkisfjármálin verða að vera í lagi og hallinn verður að fara undir 1% af þjóðarframleiðslunni. Stjómmálamennimir verða að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir útgjaldaaukningu, því umtalsverðar skattahækkanir eða hallarekstur þrengir að atvinnulífinu og getu þess til að standa undir betri lífskjörum. Hallarekstur sem leiðir beint eða óbeint til þess að leita verður á erlendan lánamarkað hefur í för með sér viðskiptahalla og gengisfellingar fyrr en varir.“ Hér finnst mér fræðimennskan bregðast illa enda segir á öðmm stað — og það er rétt: „Mikið hefur Eyjólfur Konráö Jónsson verið rætt um það hvort skynsam- legra sé að hækka skatta eða að reka ríkissjóð með halla. Við þeirri spumingu fæst aldrei neitt einhlítt „Nú þegar við ætlum að lækna verðbólgu- sjúklinginn eigum við ekki að gefa honum hálfan skammt af lyf- inu sem hrífur heldur heilan og fara með krankleikann niður undir núllið. 9% verð- bólga er ekki viðun- andi.“ svar, því skynsemin hlýtur að segja að þetta fari fyrst og fremst eftir aðstæðum hveiju sinni." Um það verður ekki úr þessu deilt að það var rétt ákvörðun á liðnum vetri að ríkið gæfi eftir nokkuð af álögum á borgarana til að koma á heilbrigðum kjarasamn- ingum. Þar var þó fremur of skammt gengið en of langt. Auðvit- að er enginn fræðilegur mælikvarði til á það hve mikill halli eða afgang- ur eigj að vera á fjárlögum. Þannig hefur halli á fjárlögum löngum ver- ið 2—3% í Bandaríkjunum og Þýskalandi og Japan um 6% af þjóðartekjum. Nú þegar við ætlum að lækna verðbólgusjúklinginn eigum við ekki að gefa honum hálfan skammt af lyfinu sem hrífur heldur heilan og fara með krankleikann niður undir núllið. 9% verðbólga er ekki viðunandi. Þess vegna á ríkið enn að „slaka á klónni" eins og þing- flokkur Sjálfstæðismanna ályktaði þegar í ársbyrjun 1981. Þar að auki gætu auðug sveitarfélög eins og t.d. Reykjavík gjaman tekið hluta fjárhagsáætlana sinna að láni hjá borgurunum og aðstoðað þannig við endurreisn efnahagslífsins. Mergurinn málsins er sá að við eigum að ganga glöð til verks og hreinsa til í fjárhags- og efnahags- málum eftir vinstra sukkið. Höfundur er þingmaður Sjúlf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra. Svar til Hlédísar: Staðgreiðsla og verðbólga eftir Stefán Friðbjornarson Undirritaður skrifaði smáhug- leiðingu um skattamál í vikulegan pistil, „í þinghléi", 17. ágúst sl. Greinarstúfurinn fyallaði að megin- efni um skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um meint umfang skatt- svika. Þá var lítillega fjallað um staðgreiðslu skatta og virðisauka- skatt, kosti og galla. í aðfaraorðum að meginefni var vikið að nýútkom- inni skattskrá með þessum orðum: „Árviss „glaðningur", skattseð- illinn, barst landsmönnum um sl. mánaðamót. Viðbrögð hafa að sjálf- sögðu verið mismunandi. Skattsárir tóku „glaðningnum" ekki fagnandi fremur en fyrri daginn. Og viðbúið er að ýmsir, sem lentu í skatt- sveiflu, þ.e. verulegri hækkun skattgreiðslna á síðari helmingi árs- ins, eigi nú við vanda að stríða ...“ Ég er einn þeirra sem lentu i þessari skattsveiflu. Ég er heldur ekki laus við að vera skattsár þegar greiðslubyrði þyngist. Það kom mér hinsvegar í opna skjöldu þegar ég sá reiðilestur Hlédísar Guðmunds- dóttur, geðlæknis, í Morgunblaðinu í gær, vegna — að ég hélt — hóflegr- ar umíjöllunar minnar í tilvitnaðri blaðagrein. Heiðdísi geðlækni er greinilega mikið niðri fyrir — vegna notkunar minnar á orðinu skattsár, sem þó var ekki illa meint, fremur „sláttur" á léttari nótur. Hún gerir því skóna að ég hljóti að vera í hópi þeirra 65% landsmanna, sem bera litla skatta, „hvort sem það stafar af skattsvikum eða sannri fátækt", eins og hún orðar það svo smekk- lega. En Hlédísi er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig á þann hátt sem hún telur sér hæfa. í grein minni tel ég breytingu yfir í staðgreiðslu skatta af hinu góða, að því tilskildu, að jafnframt takist að tryggja stöðugleika í efna- hagslífi okkar, þ.e. að vinna bug á óðaverðbólgunni, sem hér reið hús- mu 1Q71.1Q8Í1 P.or lpvfdi mér hinsvegar að leiða að því líkur, að það væri skattgreiðendum hag- stæðara í mikilli verðbólgu að fá ársgreiðslufrest á tekjuskatti sínum og greiða hann eftir á með veruléga smærri krónum en þegar teknanna, skattstofnsins, var aflað. Stað- greiðsla, að viðbættri nýrri verð- bólguhrinu, gæti því komið skattgreiðendum í koll, nema um- talsverð lækkun skattstigans fylgdi. Þessi orð segir geðlæknirinn „fáráðs-raus“ og feitletrar fullyrð- inguna. Slíkt orð — úr penna geðlæknis — er skrítin háttvísi í rökræðum sem þessum. Stefán Friðbjamarson llOKUM ÁI sym/DAG Þaö er sérstök tilfinning aö sjá þennan kabarett Sambland af dulúð, spennu og grátbroslegri kímni. Shahid Malik,einn fremsti sjónhverfinga- og töframaður heims, tvöfaldur heimsmeistari í listinni, kallaöur„Houdini nútímans". Walter Wasil.jafnvægislistamaðurog loftfimleikakonan Jessica, bæði með æsileg atriði. Barnatrúðurinn Rhubard the Clown og „Stóri karlinn" prófessor Crump. - Allt velþekkt fjöllistafólk sem skapar hinn ógleymanlega kabarett „Commodore Cabarett" á sýningarpalli virka daga klukkan 17,19 oa 21 oa um helaar kl. 15.17.19 oa 21. SÝNING MARKAÐUR SKEMMTUN HeimiliðlBó Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.