Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Læknamistök Jón Óttar er óhræddur við að ráð- ast gegn hinum helgu véum samfélags vors. í Eldlínunni réðst hann nú gegn því vlgi er hefur hing- að til verið hvað seinunnast á íslandi, vígi læknastéttarinnar. Að venju ræddi Jón Óttar við ýmiss „fóm- arlömb", hér við fómarlömb lækn- anna blessaðra sem geta vissulega gert mistök eins og við hin. Þá var hóað í nokkra valinkunna einstakl- inga, þá Guðjón Magnússon aðstoð- arlandlækni, Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmann og Karvel Pálmason alþingismann sem hefir eins og alþjóð er kunnugt gengið í gegnum óskaplegar þrengingar sök- um meintra læknamistaka. Persónu- lega fundust mér umræður hinna vísu manna og skýrslur fómarlamb- anna harla fróðlegar, einkum þó hin mikla óánægja er virðist ríkja með hið svokallaða læknaráð. Virðist brýn nauðsyn á að hér sé komið á fót eins- konar kviðdómi skipuðum lögfræð- ingum, læknum, tryggingafræðing- um og fulltrúa hins háa Alþingis. Gæti slíkur kviðdómur frekar sætt menn við orðinn hlut en dómstóll skipaður læknum? Erfiö mál Vissulega em hin svonefndu „læknamistök" afar vandmeðfarin líkt og mannleg samskipti yfírleitt. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir gat þess sérstaklega í sínu spjalli að vandinn væri gjaman sá að sjúklingar settu ákveðna lækna á stall og tryðu síðan vart sínum eigin augum er þeim mistækist við jafn algenga aðgerð og til dæmis botn- langauppskurð en þar væm líkindin á að sjúklingur létist í raun einn á móti þúsund. Þá minnti Guðjón okk- ur á að... kröfur íslendinga almennt til lífsins gæða hefðu aukist á síðustu ámm og því sætti fólk sig síður við mistök hvort sem þau væm af hálfu lækna eða annarra." Karvel Pálma- son kvaðst hafa leitað til íjölmiðla með sína sorgarsögu í því skyni að vekja umræður um þessi mál „... Og ég tel að ég hafi gert rétt... fjöldi fólks hefir haft samband." Jón Stein- ar minnti áhorfendur á þá staðreynd að vonlaust væri að miða hér til dæmis við Bandaríkin „... þar sem menn hugsuðu allt öðm vísi en hér og oft á fáránlegum nótum. Finnum milliveg Ég er alveg sammála Jóni Stein- ari um að það þýðir lítið fyrir okkur íslendinga að miða við Bandaríkin í þessu efni en þar er svo komið mál- um að jafnvel virtir skurðlæknar hætta störfum frekar en greiða tryggingariðgjald er nemur frá 50.000 dollumm á ári. Og svo fitna lögfræðingamir á öllu saman. Þann- ig má svona til gamans geta þess að í dag starfa um 700.000 lögfræðing- ar í Bandaríkjunum, það er einn á hveija 350 íbúa, og málarekstrarlaun þessa herfylkis nema nærri 60 mill- jörðum dollara á ári. Má með sanni segja að lögfræðingastóðið innheimti flárhæð er stæði máski undir ákveðn- um þáttum ríkisrekins spítalakerfis þar vestra. En það er ekki nóg með að há iðgjöld hafi hrakið bandaríska lækna, einkum þó skurð- og fæðing- arlækna, frá störfum heldur fjölgar nú stöðugt skaðabótakröfum á hend- ur sjúklinga er dreifa til dæmis kynsjúkdómum. Og eins og áður sagði græða lögfræðingamir á öllu saman og vafalaust líka tryggingar- félögin þótt þau séu í mun erfiðari aðstöðu sökum hinna fáránlega háu krafna sjúklinganna. Hvemig væri annars, Jón, að rannsaka í Eldlín- unni á næstunni hvemig starfsemi lögmanna og tryggingarfélaga er nú háttað hér á landi? Slíkur þáttur gæti verið fróðlegur fyrir margra hluta sakir. Láttu ekki deigan síga Jón Óttar, við em rétt að komast inn í upplýsingaöldina. Ólafur M. Jóhannesson RÚV Sjónvarp: Kvöldstund með Þuríði Pálsdóttur IHIHB í kvöld verður Q Q 2 5 endursýndur " “samtalsþáttur Jónínu Michaelsdóttur við Þuríði Pálsdóttur, ópem- söngkonu, frá í fyrra. Þuríður hefur lengi verið í fremstu röð söngvara hér á landi og kennir nú söng við Söngskólann í Reykja- vík. Þuríður er dóttir Páls ísólfssonar, tónskálds og rifjar hún m.a. upp minn- ingar sínar af honum, auk annarra af lífsleiðinni. Þuríður hefur átt við- burðaríka og áhugaverða ævi, eins og sést af því að Þuríður Pálsdóttir og Jónína Michaelsdóttir í sjón- varpssal. viðtalsbók Jónínu við hana var metsölubók síðustu jóla. Þá er þess að geta að í þættinum syngur Þuríður nokkur sönglög af alkunnri snilid. Stöð tvö: Þriðja heimsstyrjöldin Reykjavíkurfundur með öðru sniði Á dagskrá Q Q 20 Stöðvar tvö í kvöld verður sýndur seinni hluti banda- rísku sjónvarpsmyndarinn- ar „Þriðja heimsstyijöld- in“. Myndin hófst í desember árið 1987 þegar 40 sové- skir fallhlífaliðar lenda í Alaska með það fyrir aug- um að eyðileggja olíuleiðslu sem þaðan liggur suður á bóginn. Með því hyggjast Sovétmenn tvöfalda það magn eldsneytis sem Bandaríkin þurfa að kaupa að utan, en jafnframt þrýsta á að Bandaríkin af- létti komsölubanni á Sovétríkin, en hungur er farið að sverfa að þar. Á meðan öllu þessu fer fram hittast Bandaríkja- forseti, sem Rock heitinn Hudson leikur, og aðalrit- ari Sovéska kommúnista- flokksins, sem Brian Keith leikur, á laun í Reykjavík. Báðum er umhugað um að halda friðinn þar sem þeim er ljóst að vopnuð átök þeirra geta leitt til heim- styijaldar og gereyðingar mannkyns. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 6.45 Veðurtregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fjörulalli" eftir Jón Viðar Guðlaugsson. Dóm- hildur Sigurðardcttir les (8). (Frá Akureyri.) 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin. Umsjón: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir 11.03 (slenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur. 11.18 Morguntónleikar: a. „Cockaigne", forleikur eftir Edward Elgar. Ríkis- hljómsveitin í Dresden leikur; Neville Marriner stjórnar. b. Fiðlusónata eftir William Walton. Steven Staryk og Heléna Bowkun leika. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn" sagan um Stefán (slandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (3). 14.30 Segðu mér að sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suöraenum slóðum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir 17.03 Síödegistónleikar a. Rapsódía eftir Sergej Rakhmaninoff. Vladimir Ashkenazy leikur á píanó með Sinfóníuhljómsveit Lundúna; André Previn stjórnar. b. lan Hobson leikur Svitu úr Partítu í E-dúreftir Johann Sebastian Bach og „Lilacs" op. 21 nr. 5 eftir Sergej Rakhmaninoff. 17.40 Torgiö — Nútímalifs- hættir. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðlarabb. Guðrún Birg- isdóttir flytur. Tónleikar. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 At tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Létt tónlist. 21.20 Áfjölunum. Fimmti þátt- ur um starf áhugaleikfélaga. Umsjón: Haukur Ágústs- son. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 9. sálm. 22.30 Hljóö-varp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlust- endur. 23.10 Djassþáttur SJÓNVARP jQt. MIÐVIKUDAGUR 25.febrúar 18.00 Úr myndabókinni — 43. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón Agnes Johansen. Kynnir Sólveig Hjaltadóttir. 19.00 Prúðuleikararnir — Valdir þættir 21. Með Bob Hope Brúðumyndasyrpa með bestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jims Henson og samstarfsmanna hans. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spurt úr spjörunum Spyrlar: Ómar Ragnarsson og Kjartan Bjargmundsson. Dómarar: Baldur Her- mannsson og Friörik Ólafs- son. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingarogdagskrá 20.40 I takt við tímann Blandaður þáttur um fólk og fréttnæmt efni. 21.35 Sjúkrahúsið í Svarta- skógi — Lokaþáttur Þýskur myndaflokkur sem gerist meðal lækna og sjúkl- inga í sjúkrahúsi í fögru héraöi. Aðalhlutverk: Klaus- jurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, llona Grubel, Angelika Reissner og Karin Hardt. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.20 Seinni fréttir 22.25 Kvöldstund með Þuríði Pálsdóttur — Endursýning Jónína Michaelsdóttir ræðir við Þuríði Pálsdóttur óperu- söngkonu sem einnig syngur fáein lög. Þátturinn var frumsýndur vorið 1986. 23.30 Dagskrárlok c 0 STOÐ2 MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar §17.00 Flækingurinn (Ragg- edy Man). Bandarísk kvik- mynd um lífið í smábæ í Texas. Aðalhlutverk leikur Sissy Spacek. §18.30 Myndrokk. 19.00 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lina. Bryndís Schram stjórnar opinni línu að þessu sinni og hefur með sér gest. Áhorfendur geta svo hringt í síma 673888 og spurt þessa persónu spjörunum úr. 20.15 Bjargvætturin. Banda- riskur sakamálaþáttur. §21.00 Húsið okkar (Our House). Bandariskur fjöl- skylduþáttur. §21.50 Tíska. Þáttur í um- sjón Helgu Benediktsdóttur. §22.20 Þriðja heimsstyrj- öldin (World War III). Seinni hluti bandarískrar kvikmynd- ar frá 1984 með David Soul, Rock Hudson, Brian Keith og Katherine Hellman i aðal- hlutverkum. í desember 1987 freista Sovétmenn þess að á tangarhaldi á Bandaríkjamönnum með þvi að sölsa undir sig olíuleiðsl- una miklu frá Alaska. Á sama tima þinga leiðtogar stórveldanna leynilega í Reykjavík og allt virðist stefna i óefni. 00.00 Dagskrárlok. - Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Frá alþjóðaskákmóti Reykjavik. Jón Þ. Þór flytur skákskýringar. 00.15 Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meöal efnis: Plötupottur, gestaplötusnúður og get- raun um islenskt efni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliður. Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 16.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Þáttur í tali og tónum í umsjá Ernu Arnardóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónli8tarkvöld Rfklsútvarps- ins (útvarpað um dreifi- kerfi rásar tvö). 20.30 Píanótónleikar André Watts á tónlistarhá- tíðinni í Schwetzingen 25. maí sl. Tónlist eftir Franz Liszt. Kynnir: Þórarinn Stef- ánsson. 22.30 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir verk eftir þrjá kornunga Ástralíu- menn, Nigel Westlake, Michael Smetanin og Ger- ard Brophy og ennfremur eftir Tyrkjann Betin Gúnes. 23.16 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTYARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héðan og þaöan. Frétta menn svæðisútvarpsins fjalla um sveitarstjórnarmál og önnur stjórnmál. BYL G J A N MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskriftir og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík siðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. 19.00—21.00 Hemmi Gunn í miðri viku. Létt tónlist og þægilegt spjall eins og Hemma einum er lagið. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas son á miðvikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá í umsjá Elinar Hirst fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA Krl*tlle| Étw^titM. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur meö lestri úr Ritningunni. 14.00 Kristileg skólasamtök Stutt kynning á KSS. 15.00 Tónlistarþáttur. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.