Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 35.ÞÍNG NORÐURLANDARÁÐS Norðmenn leita stuðnings við selamálið Helsinki frá Karii Blöndal blaðamanni Morgnnblaðsins. NORÐMENN hafa rætt þann mikla fjölda sela sem nú er und- an Noregsströndum í almennum umræðum á þingi Norður- landaráðsins I Helsinki. Þeir vilja stórauka rannsóknir á lifnaðarháttum sela. Bjame Mörk Eiden, sjávarút- vegsráðherra Noregs, sagði í ræðu sinni í gær að „innrás sela“ sem hluti af íbúum á Noregs- ströndum hefðu orðið fyrir væri í beinu samhengi við lífsskilyrði í hafínu. „Ójafnvægi hefur komist á í lífríki hafsins í Norðurhöfum og þetta hefur leitt til þess að selastofnar hafa leitað til Noregs- stranda. Sé nauðsynlegt að auka selveiðar til að auðveldara verði að koma á jafnvægi í hafínu. í því sambandi verður að efla rann- sóknir á selastofnum og einnig verður að vinna að því að selaaf- urðir verði aftur seljanlegar á alþjóðlegum markaði. Haraldur Ólafsson sem situr í efnahagsmálanefnd sagði í ræðu sinni á þinginu í gær, að hann styddi tillögu Norðmanna um auknar rannsóknir: „Norðmenn eru miður sín vegna selagangna- veiði við norsku ströndina. Þar má greina ýmis merki þess að líffræðilegur harmleikur sé í upp- siglingu, sem verður að rannsaka til að komast fyrir orsakimar." Haraldur kvaðst þó vilja áminna viðstadda um að íslendingar hefðu viljað fá að vita af samkomulagi Norðmanna við Sovétmenn um síldveiðar í Barentshafí frá fyrstu hendi í stað þess að lesa um sam- komulagið í blöðum. „Hleypi- dómalausar rannsóknir í Norðurhöfum geta ekki farið fram án hreinskilni." Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gerði selamálið að umræðuefni í ræðu sinni á þinginu í gær. Hann sagði að í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn í fyrra hefði hann bent á nauðsyn þess að koma á formlegu samstarfi milli Norðurlanda um auðlindir hafsins, og fískveiðar. Lagði hann þá til að skipuð yrði embættis- mannanefnd um fískimál. Halldór sagði að lagt hefði verið til að samstarfíð hæfíst á því að menn gerðu sér grein fyrir þeim rann- sóknum sem fram hefðu farið á alþjóðlegum grundvelli, með sér- stöku tilliti til þeirra efna, sem snerta Norðurlönd. Hann kvaðst sannfærður um að með þeim hætti. gætu Norðurlönd fengið heildarmynd af hinu flókna lífkerfi hafsins. „í þessu efni vil ég nefna tvo hluti, í fyrsta lagi hið mikilvæga hlutverk sjávar- spendýra í lífríki hafsins og f öðru lagi þá hættu sem öllu lífi í hafínu stafar af aukinni mengun. Nauðsynlegt er að jafnvægi haldist milli dýrategunda í hafínu. Bæði selir og hvalir skipta miklu máli til þess að æskilegt jafnvægi haldist í lífríki hafsins. Hvalveiðar íslendinga hafa verið í brenni- depli undanfarin ár og við höfum þurft að veija hvalveiðar okkar í vísindaskyni fyrir umheiminum," sagði Halldór. Hann kvað vísinda- menn hafa lagt til við litlar undirtektir að sameiginlega fari fram talning á hvölum í Norður- Atlantshafí. Þetta gæti gerst í sumar og haft mikið að segja varðandi hvalastofna á þessu haf- svæði. Ráðherranefnd Norðurlanda- ráðs hefur ákveðið að veita fé til að reka eitt rannsóknarskip af sjö eða átta sem þátt taka í talningu á hvölum. Sjávarútvegsráðherra sagði að hér væri um einstaka rannsókn á hvölum að ræða, sem ekki hefði verið möguleg án frum- kvæðis Norðurlanda og samvinnu. Halldór sagði að hinn mikli fjöldi Grænlandssels sem verið hefði við Noregsstrendur í vetur, bæri því vitni hversu nauðsynlegt væri að auka þekkingu okkar um sjávarspendýr og hlutverk þeirra í lífkeðju hafsins. „Miklu skiptir að nú verði hafnar víðtækar rann- sóknir á þessu sviði. Það er við hæfí að Norðurlönd standi saman að þessum rannsóknum, því að þær eiga við um öll Norðurhöf." Fiskveiðar Norðmanna við þann hluta strandlengjunnar sem selavöðumar hafa haldið sig við hafa dregist mjög saman. Sjó- menn sem byggja afkomu sína á fískveiðum eiga nú erfítt upp- dráttar. Norðmenn veiða nú nokkur þúsund seli en það er ekki nema hluti af þeim fjölda sem þeir veiddu áður fyrr þegar selja mátti selsskinn. Umhverfísvemd- arsamtök hafa með áróðri sínum gegn selveiðum gert það að verk- um að selskinn eru nú orðin verðlaus. Allflestir ræðumenn Norðmanna hafa minnst á sela- málið og nauðsyn þess að auka rannsóknir á stofnum sela. Norð- menn hafa leitað stuðnings meðal Norðurlanda og virðist svo sem Pæreyingar og Grænlendingar séu sammála þeim um auknar rannsóknir sem og íslendingar. Guðrún Helgadóttir sem situr í samgöngumálanefnd og ritstjóm- amefnd Nordisk kompakt, vék máli sínu að mengunarmálum. Hún sagði að lífríki hafsins í Norð- ursjó, Eystrasalti og í danskri lögsögu væri allt að því að falli komið vegna sýnilegrar og ekki síst ósýnilegrar mengunar frá landi, úr ám og frá skipum. Hún nefíidi þar úrgang frá verksmiðj- um, sýrur, olíu, þungamálma, geislavirkt kælivatn og fleira. Hún kvað þungamálma og geislavirkni safnast fyrir í fískum og sjávar- spendýrum sem fengju sár bæði inn- og útvortis. Sjávarafurðir yrðu af þessum sökum óæskilegar til neyslu ef ekki hreint og beint hættulegar heilsu manna. Einnig væri lífí á vissum hafsvæðum stefht í hættu vegna súrefnis- skorts. Að auki kæmi mikil olíumengun frá skipum og víða við strendur dræpust mörg þús- und fuglar af þeim sökum. „Skilyrði fyrir því að hægt verði að gera breytingu þar á og snúa til betri vegar er að samborgarar okkar á Norðurlöndum, stjóm- málamenn, iðnjöfrar og embættis- menn fái stöðugar og góðar upplýsingar um stöðu mála. Þess- ar upplýsingar verða að vera skiljanlegar og veita góða yfír- sýn.“ Hún sagði að íslenska sendinefndin legði því til ásamt öðrum í tillögu um að berjast gegn mengun sjávar og stranda í norðri, að gerð verði samnorræn áætlun um að hafa hemil á og draga úr mengun hafsins. „Við viljum einnig efna til raunveru- legrar samvinnu um að veiða af sameiginlegum auðlindum okkar. Norðmenn leita nú stuðnings okk- ar við rannsóknir á selastofninum. En loðnukvóti Sovétmanna í físk- veiðilögsögu Norðmanna, Bar- entshafi, var ekki rædd við íslendinga. Sömu sögu er að segja um þorskveiðikvóta Evrópu- bandalagsins í hafínu við Græn- land. Ef við ætlum að vinna saman að nýtingu auðlinda hafsins verð- ur að virða hagsmuni allra," sagði Guðrún Helgadóttir. Ekkert ákveðið án samráðs við Atlantshafsbandalagið - segir Stemgrímur Hermaiinsson um hug- myndina um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd Helsinki, frá Karli BlöndaJ, blaðamanni Morgnnblaðsins. Forsætisráðherrar Norður- landa héldu fund f Helsinki í gær. Var þar rætt um skipun ernbættismannanefndar til að fjalla um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum og hvort banna skuli viðskipti við Suður-Afríku. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, stendur helst upp á íslendinga f viðræðun- um um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Sagði hann, að ráðherramir hefðu ákveðið, að ákvörðun um hvort nefndin yrði stofnuð skyldi tekin á fundi utanríkisráðherranna á íslandi 25. mars nk. Steingrímur sagði, að skipun nefndarinnar hefði frestast vegna efasemda íslendinga en ekkert yrði ákveðið með kjamorkuvopna- laus Norðurlönd án samráðs við Atlantshafsbandalagið. Þá hefði því einnig verið hreyft á fundi ráðherranna hvort viðræðumar um kjamorkuvopn og Norðurlönd væm ekki komnar á annað stig eftir leiðtogafundinn í Reykjavík. Málin horfðu nú öðru vísi við vegna þeirra tillagna, sem þar hefðu komið fram um afvopnun. Forsætisráðherramir ræddu einnig um viðskiptaþvinganir gegn Suður-Afríku til að mót- mæla aðskilnaðarsteftiunni. Steingrímur sagðist hafa upplýst á fundinum, að viðskipti íslend- inga við Suður-Afríku væm lítil sem engin en aftur á móti hefðu Svíar dregið á eftir sér lappimar í þessu máli. Hann sagði, að rætt hefði verið hvort setja ætti lög á öllum Norðurlöndum og banna viðskipti við Suður-Afríku en slíkt myndi aðeins hafa táknrænt gildi hvað íslendinga varðaði. Á fundi forsætisráðherranna var einnig rætt um þær hræring- ar, sem nú eiga sér stað í Sov- étríkjunum. Sagði Steingrímur, að ráðherramir hefðu virst sann- færðir um, að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, starfaði af heilindum. Hann benti á, að Finnar teldu, að í Sovétríkjunum ætti sér stað mjög jákvæð þróun. Einnig vitnaði forsætisráðherra í Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, sem sagði, að Vesturlandabúar ættu að ýta undir aukið ftjáls- lyndi í Sovétríkjunum og láta ekki efasemdimar verða til að að draga úr möguleikum Gorbachevs til að koma á endurbótum. Steingrímur kom til Helsinki frá París þar sem hann var á fundi stjómamefndar samtaka ftjáls- lyndra flokka. Voru þar ýmis mál til umræðu en aðalmálið var þó undirbúningur fyrir þing samtak- anna í haust. Þess má geta, að Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Noregs, komst ekki á forsætisráð- herrafundinn í gærmorgun en í hennar stað sótti hann Knut Fiyd- enlund, utanríkisráðherra. NATO: Bernard Rogers hættir í sumar Brtissel, AP. BERNARD Rogers, yfirmaður heija Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, lætur af starfi í júnUok, að því er tilkynnt var í höfuðstöðvum bandalagsins í gær. Talsmaður NATO sagði að fallizt hefði verið á beiðni Ronalds Reag- an, Bandarflqaforseta, um að Rogers yrði veitt lausn í sumar. Rogers verður 66 ára 16. júlí nk. Hann hefur verið æðsti maður sam- eiginlegra heija NATO í Evrópu um átta ára skeið. Heimildir herma að John Galvin, hershöfðingi, yfírmaður suðurheija Bandaríkjanna, verði eftirmaður Rodgers. Gengi gjaldmiðla London. AP. GENGI doilarsins hækkaði i gær Reuter Bemard Rogers gagnvart flestum helstu gjald- miðlum og er það rakið tíl samkomulagsins, sem fulltrúar iðnríkjanna sex gerðu með sér um að koma meiri kyrrð á gjald- eyrismálin. GulUð lækkaði aftur á móti í verði. Vegna samkomulagsins var doll- arasala minni en ella hefði mátt búast við og varð það einnig til að styrkja hann, að James Baker, ijár- málaráðherra Bandaríkjanna, kvað enga ástæðu til að ætla, að aðrar Suður-Ameríkuþjóðir færu að dæmi Brazilíumanna og frestuðu vaxta- greiðslum af sumum erlendum lánum. í gærkvöld fengust fyrir dollarann 153,79 japönsk jen en 153,55 á mánudagskvöld. Breska pundið stóð í 1,54 dollurum og hafði ekkert breyst frá deginum áður. Fyrir dollarann fengust í gær: 1,8396 v-þýsk mörk (1,8300). 1,5565 sv. frankar (1,5467). 6,1345 fr. frankar (6,0900). 2,0825 holl. gyll. (2,0665). 1.311,25 ít. lír. (1.300,62). 1,3297 kan. doll. (1,3312). í London fengust í gærkvöld 401,90 dollarar fyrir gullúnsuna en 403,75 I fyrrakvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.