Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 55 Glatt á hjalla í Lundúnum Þorrablót íslendingafélagsins Frá Kristni Ingvarssyni í Lundúnum. Hátt á þriðja hundrað manns komu saman á St. Ermins- hótelinu í Lundúnum hinn 7. desem- ber sl. til þess að blóta þorrann. Það var íslendingafélagið þar í borg, sem stóð fyrir blótinu. Steinþór Ólafsson, formaður Is- lenedingafélagsins, bauð gesti vel- komna en fól að því loknu Jóhanni D. Jónssyni hjá Flugleiðum veislu- stjómina. Sá sem átti heiðurinn af þorramatnum var Úlfar Eysteinsson "^i'Hno-amaður, en undanfarin tólf ár vc... ^*1 1 "n/iiínn hefur hann farið utan tn uuuuu..., gagngert til þess að sjá um mat- föngin á þorrahátíðum félagsins. Þar áður var maturinn í höndum breskra matreiðslumeistara, sem ekki kunnu betur til verka en svo að rófustappan ku hafa verið borin fram í súpuformi og annað eftir því. Er fólk hafði skolað niður góðgæt- inu með íslensku brennivíni var fjöldasöngur undir stjóm séra Jóns E. Baldvinssonar næstur á dagskrá. Vora sungin gömul og góð lög, sem allir kunnu og eins og nærri má geta var Þorraþrællin efstur á blaði. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Guðfinna Rúnarsdóttir kunni vel að meta skyrið sitt. Hvort skyldi þetta nú vera Karla- kórinn Vísir eða Theódór Júlíus- son, leikari. RAFMOTORAR ENDURSELJENDUR Austurland: Rafmagnsverkstæöi Leifs Haraldssonar, Seyöisfiröi Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum Suöurnes: Rafiön, Keflavík Vestfiröir: Póllinn, ísafirði Norövesturland: Rafmagnsverkstæöi Kf. — Sauðárkróki Z/M* RÖNNING »/# w SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 ☆ ☆ ☆ Hér gefur að líta hið glæsilega hlaðborð Úlfars Eysteinssonar, en það bókstaflega svignaði undan kræsingunum. Því næst brá Theódór Júlíusson, leikari frá Akureyri, sér í gervi Karla- kórsins Vísis frá Siglufirði, við mikla hrifningu viðstaddra. Enn var söng- urinn í hávegum hafður, en í þetta sinn vora það nokkrir stúdentar, sem fluttu valin erlend lög. Komu ung- menni þessi tvisvar fram um kvöldið og kunnu áhorfendumir vel að meta söng þeirra. Að venju vora flutt minni kvenna og karla. Það var Guðrún Sveinbjam- ardóttir, fomleifafræðingur, sem flutti minni karla, en Ásgeir Frið- geirsson, fréttaritari ríkisútvarpsins, flutti minni kvenna. Að þessu loknu var komið að nokkram enskum dönsuram, sem dönsuðu við undirleik Stuðmanna áður en almennur dans var stiginn. Þessi almagnaða hljómsveit var, líkt og Úlfar, gagngert komin til Lundúna til þess að skemmta þorrablótsgest- um, en hún hélt uppi stuðinu til klukkan hálftvö. Er óhætt að fullyrða að flestir hafí horfíð inn í drauma- landið — eða á vit frekari næturævin- týra — með bros á vör. ☆ ☆ ☆ ÞORSKABARETT Hwáf Sýndur öii föstudags- og laugardagskvöld. íslenska kabarett landsliðið er mætt til leiks í fjör- ugum og eldhressum Þórskabarett ásamt bandaríska stórsöngvaranum Tommy Hunt. Fær Hemmi Gunn liðið til að bylgjast um af hlátri? ÆtliÓmarRagnarsson Stikli um salinn og kitli hláturtaugarnar? Hvaðagestirlendaíklón- um á bandariska stór- söngvaranumTommy Hunt? Skyldi Raggi Bjarna enn vera með sömu taktana? Haldið þið að Þuríður Sig- urðar syngi kattadúett- inn? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Munið að panta borð tímanlega vegna mikillar aðsóknar. Borðapantanir í síma 23333 og 23335 mánudaga—fóstudaga milli kl. 10.00 og 18.00 og laugardaga eftir kl. 14.00. Santos sextettinn ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnars- dóttur leika fyrir dansi. Hvort sem menn vijja kalla hljómsveit þessa Stuðmenn eða Strax, þá er ljóst að hún kom stuði í menn — strax. Þórskabarett í Þórscafé — lykillinn að ógleymanlegri kvöldstund. Snyrtilegur klæðnaður — Aldurstakmark 20 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.