Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 „Flestir foreldrar gera sér þó fulla grein fyrir mikilvægi þess að sér- menntaðar fóstrur sinni börnum þeirra á meðan þeir eru á vinnu stað. Spurning er því á hvern hátt foreldrar geti best veitt sér- menntuðum fóstrum meiri stuðning. Því hefur verið haldið fram að erfiðleikar bama séu eingöngu sök áhugalítilla og afskiptalausra for- eldra. Það er ekki alveg rétt, því veldur margt fleira. Má þar nefna skilnaði foreidra. Skilnaðir koma mjög ilia niður á ungum börnum, bæði tilfinningalega og ekki síður íjárhagslega. Móðirin fær í flestum tilfellum umráðaréttinn yfir börn- unum eða barni og verður hún undantekningarlítið að fara út á vinnumarkaðinn til tekjuöflunar, hvernig sem aðstæður eru heima fyrir. Annar hópur bama hefur alist upp við óeðlilegar heimilisaðstæður, þ.e. þau eiga foreldra sem em í skammtímasambúð. Það lífsform er viðurkennd staðreynd í þjóðfélag- inu, en fyrir börnin hlýtur að fylgja því mikið öryggisleysi. Það em fleiri atriði sem áhrif hafa á líf bama. Eitt af þeim er viðhorf atvinnurekenda til mæðra ungra bama. Þegar kona hér á landi á von á bami er henni mikill vandi á höndum. Hún hefur þriggja mán- aða bamsburðarleyfi en hún verður, í flestum tilfellum, að koma til starfa á ný að þeim tíma liðnum, vilji hún halda starfinu (sem stétt munu kennarar hafa möguleika á að fá eins árs launalaust leyfí). Móðir sem tekur sér frí frá störfum í lengri t;ma á því á hættu að missa starfið. Hún fer þá því oft mun fyrr út á vinnumarkaðinn en hún myndi gera, ef henni stæði til boða að ganga að starfi sínu aftur, eftir að bamið er komið af viðkvæmasta skeiði. í sumum Austur-Evrópulöndum geta konur fengið launalaust leyfi frá störfum í allt að 2 ár eftir bams- burð. Að þeim tíma liðnum geta þær gengið inn í störf sín á ný. Þetta lítt sveigjanlega kerfi sem við búum Hver verður fram- tí ð í slenskra bama? eftir Margréti Þorvaldsdóttur íslendingum hefur oft verið lýst sem miklum bjartsýnismönnum en ekki á sama hátt framsýnum eða raunsæjum. Þessi lýsing er senni- lega rétt. Við treystum yfirleitt mun meira á „heppni" í ákvarðanatökum í stað þess að líta á staðreyndir og ; vega og meta rök áður en ákvarðan- ir em teknar. Oheppilegar afleiðing- ar hugsum við ekki um fyrr en neyð hefur skapast. í viðhorfum okkar til bama hefur þetta komið hvað skýrast fram. I þjóðfélaginu hefur gætt mikils tóm- lætis í málefnum sem snerta beint þarfir barna og unglinga. Þau em raunvemlega sá hópur þjóðfélags- þegna sem hefur beinlínis verið settur til hliðar þegar rætt hefur verið um niðurröðun aðkallandi þjóðfélagsverkefna. Islendingar em annars stór- merkilegt fólk á margan hátt. Það er ekki hægt annað en dást að þeim eldmóði sem getur gripið landann, þegar fréttir berast utan úr hinum stóra heimi af vandalausum sem lítils em megnugir, eða þegar ein- hver kemur til landsins „ólöglega" og biður um vemd. Þá er sem þjóð- in fái um stund eitt stórt tilfinning- aríkt hjarta sem ekki óréttlæti þolir. Þá skortir menn ekkert baráttu- þrekið. Dögum saman em fjölmiðl- ar, útvarp, blöð og sjónvarp, gjömýttir í þágu málefnisins. Fréttamenn krefja viðmælendur um skoðun innstu sálarkima og ef ekki eru allir jábræður er miskunnar- iaust spurt: „Hvers konar menn emm við Islendingar eiginlega?“ Við emm að sjálfsögðu ekki ábyrg fyrir erfíðleikum úti í heimi, en við emm ábyrg fyrir vandamál- um hér heima fyrir. Það er raunar undravert hve baráttugleðin dvín hratt þegar ræða þarf réttlætismál eða erfíðleika okkar eigin unga fólks. Málefni eigin afkomenda ættu þó að standa okkur hjarta næst. Mál þeirra hafa gjaman verið felld undir svokölluð „mjúk mál“, en þau þykja leiðinleg og menn leiða helst hjá sér að ræða þau. Þetta viðhorf er erfítt að skilja, því öllum má vera ljóst áð framtíð þjóðarinnar mun innan fárra ára hvíla á herðum þessa fólks. I stað þess að hlúa vel að uppeldi bama, þroska þeirra og menntun, hafa hlutirnir verið látnir æxlast meira og minna stjómlítið undanfarin ár með afleiðingum sem þegar em famar að koma fram. Við látum samt nægja að fóma höndum í undmn og vandlætingu þegar okkar afskiptalitlu og veglausu böm fá útrás fyrir athafnaþörf sína utan við ramma laganna. Það hafa orðið miklar breytingar í atvinnuháttum í þjóðfélaginu á síðustu áratugum og þeim hefur fylgt nýr lífsstíll. Þessar breytingar hafa orðið án þess að við höfum veitt þeim sérstaka athygli, en fram hjá þeim verður samt ekki litið þeg- ar rædd er staða barna og unglinga í okkar nútíma þjóðfélagi. Fjölbreytni í atvinnuháttum býð- ur upp á meiri möguleika til starfa en áður. Stúlkur afla sér nú fag- menntunar í vaxandi mæli tH jafns við pilta og hafa því sömu mögu- leika til starfa. En þegar að því kemur að stofna skal fjölskyldu, kemur í ljós að böm á íslandi falla engan veginn inn í þjóðfélags- mynstrið. Það hafa því komið upp ótal vandamál þegar samræma á þarfir barna, foreldra og svo þjóð- félagsins. Smælki frá Bretlandseyjum: Lögreglustj órinn og lávarðurinn eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Ýmislegt af því, sem gerist í landi eins og Stóra-Bretlandi, á ekkert erindi í almennar fréttir. Það er engu að síður lýsandi og sérkennilegt fyrir þjóðina og þá menn og konur, sem hún elur. í þessum dálki hyggst ég segja frá ýmsu sérkennilegu, sem gerist í Englandi og Skotlandi, en flýgur sjaldan út fyrir landamærin. Að minnsta kosti þykir fæstum það nægilega merkileg tíðindi, til að birta það í blöðum í öðrum lönd- um. Eg vona, að lesendur verði sammála mér um það, að atvik og atburðir, sem ég hyggst segja frá á þessum vettvangi, lýsi þjóð- inni ekki síður en annað, sem hærra ber. Það er lögreglustjóri í Man- chester, sem heitir James Ander- ton. Hann kemst reglulega í 'fréttir fyrir messur, sem hann les landslýð um siðferði venjulega. Nýlega leiddu tvær yfírlýsingar hans til þess, að innanríkisráðu- neytið kallaði hann á sinn fund beinlínis í þeim tilgangi að hann gætti tungu sinnar á opinberum vettvangi. Nefnd borgarstjómar- innar í Manchester, sem Verka- mannaflokkurinn ræður, lýsti yfír verulegri óánægju og óþolinmæði vegna tiltekta lögreglustjórans. Fyrir löngu síðan sagði hann að klámsalar væru eins og „rusl í mannlífshafinu og væm ekki ánægðir fyrr en næstum allir flytu eins og úrgangur í sama skítahaf- inu“. Og komst í fréttir fyrir vikið. Hann sagði einu sinni um ofbeldisglæpamenn, að rétt væri að húðstrýkja þá, unz þeir grát- bændu um miskunn. Það er rétt að geta þess einnig, að Anderton er á móti dauðarefsingu á þeirri forsendu, að Guð einn geti tekið svo alvarlega ákvörðun. En í síðasta mánuði hélt hann fyrirlest- ur jrfír lögreglumönnum þar sem hann fjaliaði um alnæmi. Þar sagði hann, að kynvillingar „hringsnemst í mannlegum drekkingarhyi, sem væri þeirra eigið verk“. Það þarf engan að furða á því, að leiðtogar borgarstjómarinnar hafí átt erfítt með að kyngja þess- um yfírlýsingum lögreglustjórans umyrðalaust. Það hefur verið óyfirlýst stefna yfírvalda að gera alnæmi ekki að barefli á kynvill- inga. Ýmsir kirkjunnar menn hafa gengið fram fyrir skjöldu og farið fram á, að landsmenn litu ekki á þennan sjúkdóm sem guðlega refsingu eða bölvun. Lögreglu- nefndin í Manchester reyndi hvað hún gat til að setja ofan í við lög- reglustjórann. En hann var bara ekki undirmaður þeirra heldur innanríkisráðuneytisins. Ef ekki hefði komið meira til, hefðu þessi ummæli sennilega verið látin kyrr liggja. En rúmri viku eftir þetta lét lögreglustjórinn svo ummælt í útvarpsþætti í BBC, að hann liti svo á, að hann væri verkfæri Guðs, hann notaði sig sem spá- mann. En James Anderton hefur verið prédikari um langt skeið meðal meþódista en hefur verið að snúast til kaþólskrar trúar um nokkurt skeið. Eftir þessa yfirlýs- ingu lögðu sumir borgarstjómar- menn í Manchester til, að lögreglustjórinn færi til geðlækn- is. En málið er ekki svo einfalt. Lögreglustjórinn er með fullu viti og veit vel, hvað hann segir. Enda hélt því enginn fram í fullri al- vöru, að hann væri búinn að missa vitið. En ýmsum fínnst það til marks um dapurlegt ástand í þessu ríki, að þegar einhver lýsir því yfír að hann sé verkfæri Guðs, þá sé það fyrsta, sem öllum detti í hug, að hann sé ekki í sálarlegu jafnvægi. En enginn málsmetandi maður hélt þessu þó fram. En fulltrúar borgarstjómarinnar lentu þó í nokkmm þrautum vegna skoðana sinna. Augljósasta spurningin, sem þeir urðu að svara, meðal annars í sjónvarpi, var, hvort þeir væru að ofsækja menn fyrir trúar- skoðanir þeirra. Og það telur enginn vera réttlætanlegt. Að sjálfsögðu neituðu þeir því, en sögðu, að yfírlýsingar lögreglu- stjórans kæmu óorði á lögregluna. Sagt var, að lögreglumenn væru hafðir að háði og spotti og nefnd- ir útsendarar Guðs. Fyrir vikið gengj þeim erfiðlegar að fram- fylgja lögunum. En hvað sem öðru leið, þá var lögreglustjórinn tvisvar kallaður á fund í innanríkisráðuneytið í Lundúnum, þar sem yfírlýsingar hans voru til umræðu og reynt að bera sáttarorð á milli hans og borgarstjómarinnar. Hann heldur enn starfi sínu. í lávarðadeild brezka þingsins situr Avebury lávarður. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins fyrir Orpington í neðri deildinni og nefndist þá Eric Lubbock. Nýlega ákvað hann að ánafna hundaheimilinu í Batt- ersea í Lundúnaborg líkama sinn að sér látnum í því skyni, að hann yrði hlutaður sundur, hakkaður og steiktur og borinn fram hund- unum til matar. Lávarðurinn var svo ákveðinn að fara í hundana, að hann hefur gert það að skilyrði fyrir því að hundaheimilið erfi eigur sínar, að hundamir fái að njóta hans með þessum hætti. Hann segir að þessi ósk sín sé í samræmi við Búdda- trú, sem hann hafí nýlega tekið. Daginn eftir að lávarðurinn gerði þessa ósk sína heyrinkunna vom kjöt^öll Evrópubandalagsins til umræðu í neðri málstofu brezka þingsins. Verkamanna- flokksþingmaðurinn Tony Banks vék þá að þessari frómu ósk lá- varðarins. Forseti deildarinnar stöðvaði hann og var ekki viss, að þetta kæmi málinu við, sem væri til umræðu. Banks svaraði þá, að hann vildi fá tryggingu fyrir því, ef siðurinn breiddist út, að Evrópubandalagið sæti ekki uppi með fjöll af dauðum þing- mönnum Frjálslynda flokksins. Michael Jopling, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði rugl- ið í Avebury lávarði ætti ekki að koma neinum á óvart, sem hefði hlustað á hann í neðri deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.