Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 39 Valið stendur á milli þröngsýni Vökumanna eða víðsýni vinstrimanna eftirBirnu Gunn- laugsdóttur og Björk Vilhelmsdóttur í Morgunblaðinu 15. febrúar sl. mátti lesa töluverðan kosninga- skjálfta út úr viðtali við núverandi formann stúdentaráðs og Vöku, Eyjólf Sveinsson. Aftan við saman- tekt á stefnuskrá Vöku skýtur hann skoti út í myrkrið; að Félag vinstri- manna (FVM) sé samræðuklúbbur um sósíalisma og annað ekki. Það hefur ekki farið fram hjá formann- inum að FVM hefur áskotnast mikill liðsauki á undanfömum vik- um. Stúdentum stendur sýnilega ekki á sama um forystuleysi í hags- munamálum okkar, og er yfirklór þar til lítils. Auk þess að fylgja málum sínum fast á eftir hefur FVM það sér- kenni öðrum fremur að rúma breiðan hóp fólks með mismunandi pólitískar áherslur. Hvemig þeir kraftar nýtast best í hagsmunabar- áttu stúdenta og hvaða leiðir skuli velja er ekki ráðið á stefnuskrárráð- stefnu á einum degi, eins og „lýðræðissinnunum" í Vöku virðist nægja. Þess vegna hefur FVM byggt upp t\'íþætt starf. Annars- vegar er innra starf þar sem nýliðum er kynnt staðan í baráttu- málum stúdenta, sem síðan er endurmetin í hópnum. Hinsvegar beinist starfíð út á við, þar sem við setjum stúdentapólitíkina í vítt sam- hengi, m.a. með fundaröð um félagshyggju á íslandi í dag, um bakgrunn vinstrimanna og sam- band þjóðar okkar við framfarabar- áttu út í heimi. Einangrun eða ábyrg afstaða? FVM er ekki á þeim vökubuxun- um að stúdentapólitík sé þjóðfélags- lega einangrað fyrirbæri. Enda er ótrúlegur bamaskapur í því falinn að halda því fram að fólk sem stund- ar nám við æðstu menntastofnun ínndsins ereti svo gott sem sagt sig úr samfélaginu. Sem aænu Hunavatnssýslur: Óvenju mikið um umferð- aróhöpp Blönduós. ÞRÁTT fyrir hagstætt tíðarfar það sem af er þessu ári, hefur verið óvenju mikið um umferð- aróhöpp í Húnavatnssýsslum. Síðastliðinn sunnudag valt Range Rover jeppi við Eystri Varns- dalsveginn og er hann talinn ónýtur. í bílnum var einn maður og komst hann heill frá þessu óhappi. Þessi bílvelta er 23. umferðaró- happið frá áramótum en í febrúar einum hafa orðið 15 umferðaró- höpp. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi em umferðaróhöpp í Húnavatnssýslu óhemju mörg í byijun þessa árs og eru þau af ýmsu tagi. Ekið hefur verið á hross og kindur, bílar hafa oltið og mikið verið um árekstra. Slys á fólki urði í þremur tilfellum og var um bflvelt- ur að ræða í öll þau skipti. Að sögn lögreglunnar er full ástæða til að minna ökumenn á að þótt aksturs- skilyrði virðist góð getur víða leynst hálkublettur og ef ógætilega er ekið getur leiðin út af veginum reynst stutt, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Jón. Sig. Birna Gunnlaugsdóttir „Þegar að lánamála- baráttunni kemur er frávísun við þjóðfélags- legt samhengi öliu erfiðari. Því grípur Vaka þar til þagnarinn- ar, sjálfri sér sam- kvæm.“ nefna að á síðastliðnu sumri lögðu vinstrimenn í stúdentaráði fram ályktun þar sem lýst var yfír fullum stuðningi við kjarabaráttu BHMR. Stór hluti háskólastúdenta á eftir að fara í þetta stéttarfélag og kenn- arar okkar eru þar nú. Nei, að mati Vökumanna er kjarabarátta BHMR allsendis óviðkomandi stúd- entum og því vísuðu þeir ályktun- inni frá. Þessháttar afstaða Vöku er jafnframt megineinkenni á bar- áttuleysi meirihlutans í okkar málum. Viðræður við ráð- herra eða öf lug hagsmunabarátta? Þegar að lánamálabaráttunni kemur er frávísun við þjóðfélagslegt samhengi öllu emoári. ÍVÍ £TÍ™2T Vaka þar til þagnarinnar, sjálfri sér samkvæm, en viðmið lánanna við lægstu laun í landinu er staðreynd. Þegar Iánin voru 1.000 kr. lægri en lágmarkslaun þótti það frétt- næmt, nú eru þau 4.000 kr. lægri. Þögnin er dýrkeypt. Félagi formaður hefur tekið að sér að leysa deiluna um Lánasjóðinn á þægilegum fundum með fulltrú- um stjórnarflokkana. Það hljómar til að mynda mjög ósannfærandi þegar Eyjólfur segir: „ ... lögð verði áhersla á það að upphæð námslána verði komin í eðlilegt horf og framfærsluviðmiðuninni verði framvegi aðeins unnt að breyta af hlutlausum aðilum". Það hlýtur að vera spurt hvar meiri- hluti stúentaráðs hefur barist fyrir því? Til þess hefur hann haft eitt ár, en í viðræðum námsmanna við stjómvöld undanfama mánuði hef- ur ekki verið minnst á að lágmarks- laun í landinu em fyrir löngu orðin miklu hærri en reiknuð framfærslu- þörf námsmanna. Fundarsetan hefur aðeins verið til að semja um hækkað endurgreiðsluhlutfall sem felur í sér „niðurskurð" að námi loknu. Þeir hafa því snúið hags- munabaráttu námsmanna úr sókn í hálfa vöm. Með eða á móti fjárveitingavaldinu? Vinstrimenn taka undir orð Eyj- ólfs „ .. fyárskortur er alvarlegasti vandi Háskóla íslands". Þar eram við sammála, en ólík í því að meiri- hlutinn lét hjá líða að mótmæla sem Björk Vilhelmsdóttir nokkra næmi að á fjárlögum var 0 kr. varið til framkvæmda við há- skólann. Það virðist ekki vera í anda þeirrar forystu sem hefur far- ið með hagsmunabaráttu náms- manna að virkja þá til að láta í sér heyra þegar að stúdentum er vegið. Lítið fer fyrir árangri, enda svo sem í anda fijálshyggjunnar að reka háskólann alfarið á happdrætti. Félagsleg þjónusta eða gróðahyggja? Vaka hefur hampað því að und- anfömu „að hinar ýmsu rekstrar- einingar Félagsstofnunar (FS) eigi að standa undir sér“. í raun hefur þessi stefna meirihlutans þýtt minnkun á félagslegri þjónustu til stúdenta þar sem þeir hafa lagt niður þær rekstrareiningar sem ekki skila gróða, s.s. matstofunni og stúdentakjallaranum. Það er aft- ur á móti stefna Vinstrimanna að gróði einnar rekstrareiningar vegi upp tap annarrar. Þannig er hægt að halda uppi allri þeirri félagslegu þjónustu sem stúdentum er þörf á. í orði eða á borði? Stúdentar hafa löngum veitt því athygli að stefnuskrár FVM og v«Vn oni ekki eins ólíkar og ætla r vn» - • *e mætti, enda er forsenda beggja re- laganna hagsmunamál stúdenta. Þegar að framkvæmd kemur hefur hins vegar annað borið við. Skemmst er að minnast þess er lánasjóðsfulltrúi Vöku hafði sam- starf við ráðherra gegn meirihluta- vilja stúdenta. Formaður Vöku er greinilega uggandi um að andlitslyfting fé- lagsins og þegjandi þögnin muni ekki duga þeim til að halda fylgi sínu í komandi kosningum. Samn- ingaleið þeirra í lánamálabaráttunni endaði aðeins í minniháttar átökum milli stjómarflokkanna án þess að þær skiluðu námsmönnum nokkra. Framtíð þess jafnréttis-vígis sem LÍN er, er jafn óviss eftir sem áður. Það dugar skammt að ætla að læða flokkapólitískum stimpli á andstæðinginn og reyna að gera „sósíalisma" að skammaryrði án minnstu skírskotunar í þær raun- hæfu baráttuaðferðir sem náms- mönnum hafa reynst happadiýgst- ar. Þeir ættu að líta sér nær. Við vitum mætavel hug þingmanna Sjálfstæðisflokksins til laganna um Lánasjóð ísl. námsmanna, er ætlun Vökumanna að kjósa samkvæmt flokksskírteinunum í vor? í háskólanum era stúdentar greinilega komnir í kosningaham. Þeir hafa valið milli þröngsýnna Vökumanna eða víðsýnna vinstri- manna í baráttuhug. Höfundar eru stúdentaráðsliðar Félags vinstrimanna ÍHáskóla ís■ lands. VEGURINN Kristið samfélag auglýsir tvaer samkomur með vakningarprédikar- anum og bókahöfundinum Chris Panos („Njósnar- inn“) í kvöld kl. 20.30 í húsnæði okkar að Þarabakka 3, Rvk. Einnig annað kvöld (fimmtu- dag) kl. 20.30 í Frfkirkjunni f Reykjavík. Vertu með í svellandi lofgjörð og lifandi boðun sem breytir lífi fólks. Allir velkomnir JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 2. mars Þjálfari Þóroddur Þórhallsson. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. Júdódeild Armanns Ármúla 32. Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR KOPAVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Laufbrekka o.fl. Sóleyjargata Meðalholt Stórholt Lindargata frá 39-63 o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.