Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐB), MIÐVTKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Bára Matreiðslumenmrnir Hrafn Guðbergsson, Tyrfingur Tyrfíngsson og Elias B. Gíslason með grœnmetisréttina sem Potturinn og pannan býður upp á f hádeginu. Potturinn og pannan: Réttir frá framandi löndum Veitingahúsið Potturinn og pannan býður nú upp á sérstaka rétti f hádeginu. Réttirnir eru ætt- aðir frá Mexíkó og Vfetnam og fleiri framandi stöðum. Blaðamönnum var kynnt þessi nýj- ung fyrir skömmu og fengu þeir að reyna nokkra rétti. Ber þá fyrst að nefna mexíkanskar pönnukökur (enchiladas) með kryddaðri fyllingu. I fyllingunni var meðal annars kúm- en, coriander, chili, paprika og baunir. Bragðsterkur og óvenjulegur réttur. Með þessu var borið fram bökuð kart- afla með sýrðum ijóma og kanel- kryddað eplamauk. Næsti réttur var hunangsgljáður smokkfiskur á vfet- namska vísu, borinn fram með hrísgijónum. Þetta var einfaldur létt- ur réttur, með skemmtilegu sætu ívafí. Þriðji rétturinn var laukbaka, fyllt með miklum söxuðum lauk og borin fram með bakaðri kartöflu. Fjórði rétturinn var grænt pasta með kryddjurtasósu blandaðri gráðosti, sem gaf sérstakt bragð. Flotbryggja Akraborgar komin á land Enn er óvist hvenær ferðir Akraborgar geta hafist að nýju FLOTBRYGGJA Akraborgar var hífð upp á land i gærmorg- un og kom í (jós að hún var lítíð skemmd, aðeins festingar höfðu skemmst. Akraborgin sigldi sem kunnugt er á bryggj- una á sunnudaginn. Þar sem áður hafði verið ákveð- ið að taka skipið upp f slipp nýttu forráðamenn skipsins sér þetta sjálfgefna tækifæri til þess. Þar fer það f almennt viðhald eins og málun, yfírferð á vél og annað. Vegna þessa er óvíst hvenær ferð- ir Akraborgar geta hafíst að nýju. Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Flotbryggja Akraborgar komin á land á Grófarbryggju. Við bryggjuna standa þrir piltar úr starfs- fræðslu, sem unnu að þessari frétt. Þeir eru talið frá vinstri: Þorsteinn Guðmundsson, Þorsteinn Daviðsson og Sverrir Elefsen. Þekktur trúarpredikari talar á samkomum Trúarpredikarinn og bókahöf- undurinn Chris Panos er væntan- legur til fandsins i dag frá Bandaríkjunum i boði Vegarins — kristins samfélags. Nýlega var gefin út hér á landi bók hans Njósnarinn (Gods spy). „Sem forstöðumaður starfsins sem hann stofnaði til, „Release the World for Christ, Inc.“, hefur Panos ferðast um allan heim, einkum þó til þeirra landa sem lokuðust eru fyrir boðskap fagnaðarerindisins. Á predikunar- Sala Borgarspítalans: Starfsmenn vilja svæfa málið fram yfir kosningar „VH> vonumst tíl að Borgarspít- alamálið verði svæft að minnsta kosti fram yfír kosningar enda þykir okkur harla ólíklegt að það náist inn á þing fyrir þingslit,** sagði Sigrún Knútsdóttir, formað- ur starfsmannanefndar Borg- arspftalans, f samtali við Morgunblaðið f gær. „Starfsmannanefridin átti vinsam- legar viðræður við forsætisráðherra fyrir nokkru um málið og eigum við von á fundi með fjármálaráðherra von bráðar. Borgarstjóri hefur hins- vegar ekkert viljað við okkur tala,“ sagði Sigrún. Hún sagði að borgar- stjóri væri búinn að lýsa því yfír að spítalinn yrði ekki gerður að sjálfs- eignarstofnun eins og reyndar starfs- menn hafa vonast til að yrði niðurstaðan, en borgarstjóm ætti eftir að flalla um málið þótt Davíð hefði á sinn hátt fjallað einn og sér um það. „Við erum ennþá að reyna að halda í sjálfstæði spítalans og viljum vera sveitarfélagsspítali þó við séum á föstum fjárlögum. Borgarstjóri hefur hinsvegar verið hræddur um að sitja uppi með halla af rekstrin- um, en okkur fínnst að reyna megi á það hvort borgin geti áfram rekið spítalann þó hann sé á föstum fjár- lögum án þess að til komi halli. Eftir ár eða svo yrði hægt að meta það hvort þetta fyrirkomulag gæfíst vel. Við vonumst til að ekki verði gert neitt í bráðræði. Ef þetta fyrirkomu- lag gengur ekki, vonumst við til að farið verði að líta á heilbrigðiskerfíð í stærra samhengi og þá með tilliti til þess að öll sjúkrahús færu undir stjóm ríkisspítalanna og allar heilsu- gæslur undir sljómir sveitarfélag- anna, eins og reyndar forsætisráð- herra tók undir í viðræðum okkar," sagði Sigrún. Chris Panos ferðum sínum hefur hann leitt fjölda fólks til Jesú Krists og fyöldi fólks hefur læknast. Milljónir í Banda- ríkjunum sækja samkomur hans og fylgjast með vikulegum sjónvarps- þáttum hans og hlusta reglulega á útvarpsþætti hans. Panos gefur út blaðið „Far East Reporter" og stjóm- ar útgáfufyrirtækinu Auxousia Books,“ segir í frétt frá Veginum. Vegurinn — kristið samfélag stendur að heimsókn Chris Panos og verða samkomur með honum í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrstu samkomumar verða í húsnæði Vegarins í Þarabakka 3 í Reykjavík í kvöld kl. 20.30 og fímmtudagskvöld í Fríkirkjunni kl. 20.30. Athugasemd frá Ama Gunnarssyni Til ritstjóra Morgunblaðsins. í Morgunblaðinu í dag, 24.2. ’87, er frásögn af fundi, sem sjálfstæðis- menn héldu á Akureyri sl. laugardag. Þar er greint frá því í rammaklausu, að Halldór Blöndal, alþingismaður, hafí sagt á fundinum, „að Ámi Gunn- arsson, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, hafi þrívegis ymprað á því við sig að þeir gæfu út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þeir vildu starfa saman eftir kosningar". Þessi frá8ögn var einnig í hádegisfréttum Rfkisútvarpsins á sunnudag. Um þessi ummæli Halldórs Blöndal \dl ég taka fram eftirfarandi: Halldór Blöndal hefur hér farið heldur geyst í frásagnargleði sinni um nokkurra mínútna einkasamtöl á Akureyrar- flugvelli og stuttaraleg orðaskipti við önnur tækifæri, þar sem pólitísk staða stjómmálaflokkanna í Norður- landslgördæmi eystra hefur verið til umræðu. Mér væri í lófa lagið að lýsa því yfir eftir þessi orðaskipti, að Halldór Blöndal væri andsnúinn skógrækt í Hrisey, myndi standa gegn jarðgöngum um Ólafsflarðar- múla eða vildi afnám byggðar austan Húsavíkur. Með svipuðum rétti og Halldór gæti ég lýst yfir því á flokks- stjómarfundi Álþýðuflokksins á Akureyri um næstu helgi, að Halldór Blöndal hefði í þrígang tjáð mér, að ekki kæmi til greina að Sjálfstæðis- flokkurinn færi í stjóm með öðrum fíokki en framsókn eftir næstu kosn- ingar. Rétt er og satt, að ég hef lýst yfír því við Halldór Blöndal, að talsverður áhugi, jafnvel mikill áhugi, væri á því í flokkum okkar beggja, að stefnt yrði að samstarfi þeirra eftir kosning- ar. Þetta þarf varla að koma á óvart og var m.a. helsta niðurstaða í frétta- skýringu Morgunblaðsins fyrir nokkru um Alþýðuflokkinn, þar sem rætt var við nokkra tugi manna úr bláðum flokkum. Ég hef jafnframt orðað þá skoðun mfna við Halldór, að það væri mun ærlegra gagnvart kjósendum, ef stjómmálaflokkar greindu frá því fyrir kosningar með hveijum þeir vildu starfa að kosningum ioknum. Ég fer heldur ekkert dult með þá skoðun mína, að miðað við núverandi aðstæður í íslenskum stjómmálum er ekki um að ræða marga kosti í stjomarmyndun eftir næstu kosning- ar. Tæknilegir möguleikar eru á samstjóm Alþýðuflokk, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafnað þessum kosti. Þá kemur gamla við- reisnarmunstrið til greina, en formað- ur Sjálfstæðisflokksins og aðrir fory8tumenn hans, þar á meðal Hall- dór Blöndal, hafa lýst yfir því, að Alþýðufiokkurinn sé höfuðandstæð- ingur Sjálfstæðisflokksins í þeirri kosningabaráttu, sem nú er hafín. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið í látlausri vöm fyrir núverandi ríkisstjóm, og beint og óbeint boðað áframhaldandi stjómar- samstarf þessara tveggja flokka. Sjálfstæðismenn hafa purkunar- laust leitað færis á að koma höggi á Alþýðuflokkinn og forystumenn hans, og má benda á árásir þeirra á for- mann flokksins og Jón Sigurðsson. Ef Halldór Blöndal telur.að hann geti með tilvitnunum í einkasamtöl og útúrsnúningi, skaðað kosninga- baráttu Alþýðuflokksmanna í Norð- urlandslgördæmi eystra, þá slær hann vindhögg. Hann getur haldið sig við hugsjónina um stjómarsam- starf við Framsókn og látið eiga sig að gera gælur við Alþýðuflokkinn á þann hátt.sem hann gerði á fundinum á Akureyri á laugardag. — Fram- vegis mun ég gæta þess að tala aðeins um veðrið við Halldór Blön- dal, nema þar sem við tökumst á um stjómmálin og fleiri heyra til en við tveir. Arni Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.