Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Friðrik Sophusson, 1. maður D-listans í Reykjavík: „Það á enginn fyrirfram heimting’u á ráðherrastól“ FRIÐRIK Sophusson, varaform- aður Sjálfstæðisflokksins skipar nú 1. sæti D-listans í Reykjavík, eftir að Albert Guðmundsson dró nafn sitt til baka af D-listanum í fyrradag og ákvað sérframboð á vegum Borgaraflokksins. Morgunblaðið ræddi í gær við Friðrik um þá stöðu sem nú er komin upp í Sjálfstæðisflokkn- um, eftir þessar sviptingar í íslenskum stjórnmála og hveijar horfurnar væru að hans mati hjá D-listanum nú. — Hvert er þitt álit á þeim ástæðum sem Albert Guðmunds- son tilgreinir fyrir sérframboði sínu? „Ég vil fyrst minna á að Albert Guðmundsson ákvað sjálfur að segja af sér sem iðnaðarráðherra og óskaði þá eftir því að halda áfram sem 1. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavík. Frambjóðendur flokksins í efstu sætunum studdu þá ósk hans. Það sem virðist hafa gerst síðan er að Albert hafi látið undan þrýstingi þeirra sem vildu stofna sérstakan flokk til höfuðs Sjálfstæðisflokkn- um, og því ákvað hann að draga nafn sitt til baka af listanum. Það var enginn ágreiningur um þá ák- vörðun Alberts að hann segði af sér ráðherradómi og það er enginn málefnalegur ágreiningur á milli hans og okkar. Þess vegna er eng- inn grundvöllur fyrir sjálfstæðis- menn að ganga til liðs við Albert, þegar hann hefur nú hlaupist undan merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Það er skiljanlegt að tilfinninga- hiti hafi hlaupið í þetta mál. Það reynir á taugamar, þegar sam- starfsmenn og vinir skilja með þessum hætti, en við sjálfstæðis- menn munum hins vegar reyna að beina okkar tilfinningum í þann farveg að þær leiði til góðra verka fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við mun- um í kosningabaráttunni leggja áherslu á málstaðinn - þær hugsjón- ir sem við eigum sameiginlegar." — Telur þú að yfirlýsing Þor- steins Pálssonar í títtnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2, þess efn- is að ekki kæmi til greina að Albert Guðmundsson yrði ráð- herra í næstu ríkisstjórn hafi verið pólitískt röng? „Nei, ég held að Þorsteinn hafi talið að það væri eðlilegt að hann greindi frá þessu, enda mun þetta hafa komið upp í samtölum hans við Albert, áður.“ VEÐUR — Þú segir að Þorsteinn hafi talið þetta eðlilegt - hvert er þitt mat á því? „Ég tel satt að segja að formað- urinn sé sá eini sem getur gefíð svona yfirlýsingu. Það liggur fyrir að þingflokkurinn hefur samþykkt að formaðurinn hafl tillögurétt um ráðherra í næstu ríkisstjóm, ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að slíkri stjóm. Hitt er svo annað mál að ég tel að allar umræður um þetta séu ótímabærar á meðan við vitum ekki hvort við eigum aðild að ríkis- stjóm, né heldur með hveijum og ekki heldur hvaða ráðaherraemb- ætti falla í skaut Sjálfstæðisflokks- ins. í þessu sambandi vil ég minna á, að þegar við mynduðum þá ríkis- stjórn sem nú situr, var ég vara- formaður flokksins og sat í öðra sæti á listanum hér í Reykjavík. Þá vora þrír Reykvíkingar valdir í ráðherraembætti af þingflokknum: Albert Guðmundsson, sem var í 1. sæti, Ragnhildur Helgadóttir, sem var í 5. sæti og Geir Hallgrímsson, sem var í 7. sæti. Það sýnir að það er ekki sjálfgefið að menn séu tekn- ir eftir ákveðinni röð, þegar þeir era valdir ráðherrar. Það á enginn fyrirfram heimtingu á ráðherra- stól.“ — Hveija telur þú vera vígstöðu Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík fram að kosningum? „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessa stundina virðist Albert Guðmundsson njóta samúðar margra, en þegar frá líður, er ég sannfærður um að menn skilja að stjómmálamenn era ekki kjömir til þess að stjóma landinu af samúð Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrsti maður D-listans í Reykjavík. einni saman. Það sem skiptir auð- vitað öllu máli er málstaðurinn og málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er ákaflega sterk um þessar mund- ir. Við sáum það á Landsfundinum, þar sem mikil eining ríkti. Við get- um bent á árangur Sjálfstæðis- flokksins á þessu kjörtímabili. Almenningur kann að meta þá festu í efnahagslífinu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur skapað og aukið fijálsræði sem birtist í ýmsum myndum í þjóðfélaginu. Ég er viss um að fólkið sér að við eram á réttri leið. Það sem enn hefur aukið á bjart- sýni mína er að finna þá einingu og þann mikla styrk sem kom fram á glæsilegum fulltrúaráðsfundi okkar á Hótel Sögu í gærkvöldi og sömuleiðis í miðstjórn flokksins í dag. Sömuleiðis verðum við með áberandi hætti vör við það að unga fólkið flykkist nú til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er sann- færður um að þegar frá líður, og menn skoða málefnastöðuna af raunsæi munum við að fullu endur- heimta styrk Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er eina afl- ið sem er nægilega sterkt til að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hefur. Kjósendur verða að átta sig á því að framboð Alberts Guð- mundssonar verður aðeins eitt af fjölmörgum smáframboðum sem boðið er upp á í þessum kosningum og spyija sig þein-ar spurningar hvort þau séu ekki nægilega mörg fyrir.“ VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Yfir norðvestur-Grænlandi er 1025 milli- bara hæð og grunnt lægöardrag á Grænlandshafi. Yfir Skotlandi er 958 millibara lægð sem þokast austnoröaustur. SPÁ: í dag verður fremur hæg norðanátt á landinu. Dálítil él á annesjum norðan- og austanlands en bjartviðri sunnan- og suðaust- anlands. Frost á bilinu -1 til -4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Suðvestlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda víða um landið. Hiti nálægt frostmarki. MÁNUDAGUR: Gengur í norðaustanátt með snjókomu eða ólja- gangi um norðan- og austanvert landið, breytileg átt austanlands fram eftir degi. Kólnandi veður. TÁKN: O ► Heiðskírt <á Léttskýjað A Gk Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus = Þoka == Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma Akureyri hlti -3 vedur snjókoma Reykjavík -1 léttskýjaö Bergen 3 rigning Helsinki 1 þokumóða Jan Mayen -11 skafrenn. Kaupmannah. 5 þokumóða Narðsarssuaq -1 snjókoma Nuuk -2 snjókoma Osló 1 rigning Stokkhólmur 3 rigning Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 10 alskýjað Aþena 18 skýjað Barcelona 1B alskýjað Berlín 12 skýjað Chicago 4 rigning Glasgow Feneyjar 12 vantar þokumóða Frankfurt 11 alskýjað Hamborg 9 rigning Las Palmas 18 skýjað London 10 rignlng Los Angeles 10 hálfskýjað Lúxemborg 7 rígnlng Madríd Malaga 17 vantar rykmistur Mallorca 1B alskýjað Miami 22 léttskýjað Montreal 4 þokumóða NewYork 9 léttskýjað Parfs Róm 1B vantar hálfskýjað Vfn 14 léttskýjað Washington 10 mistur Winnipeg -1 alskýjað Miðstjórnarfundur Sjálfstæðis- f lokksins í gær; „Algjör samstaða um viðbrögð“ — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins „Á ÞESSUM fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins var rætt um þá ákvörðun Alberts Guðmunds- sonar að yfirgefa Sjálfstæðis- flokkinn. Miðstjórnarmenn voru á einu máli um að það hefði ver- ið brugðist rétt við í þessu máli. Á þessum fundi var algjör sam- staða um þessi viðbrögð,1* sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær, að afloknum fundi miðstjórnar flokksins. Samþykkt miðstjórnar fer hér á eftir: „Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins telur það hafa verið rétta ákvörðun hjá Alberti Guðmundssyni að segja af sér embætti iðnaðarráðherra, en harmar að hann skuli hafa yfirgef- ið Sjálfstæðisflokkinn með því að stofna nýjan stjómmálaflokk. Það er skoðun miðstjómarinnar að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi bragðist rétt við og í fyllsta samræmi við skyldur sínar sem formaður flokksins á öllum stigum þessa máls, er leiddi til afsagnar Alberts Guðmundssonar úr embætti iðnaðarráðherra og nú hefur leitt til þess að hann dregur sig út af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að eigin framkvæði. Miðstjómin skorar á sjálfstæðis- menn um land allt að standa þétt saman um framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Það er þjóðamauðsyn að kosningaúrslit verði Sjálfstæðisflokknum sem hag- stæðust. Sterkur og öflugur Sjálf- stæðisflokkur er eina vörn þjóðarinnar gegn óstjóm og upp- lausnarstefnu vinstriaflanna. Sá árangur sem náðst hefur á síðustu áram með stjómarþátttöku Sjálf- stæðisflokksins er góður, honum má ekki spilla. Sterkur Sjálfstæðis- flokkur er forsenda frelsis, fram- fara og mannúðar á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.