Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Að tærri vitund eftir Ara Halldórsson TM-tæknin (Transcendental Meditation technique) hefur verið kennd hér á landi frá árinu 1975 undir heitinu innhverf íhugun. Þótt margir hafi lært og iðki þessa tækni sér til gagns og gleði hef ég orðið var við ýmiss konar misskilning um eðli og iðkun hennar. Þennan mis- skilning má rekja til þess hversu sérstök hún er og til þess að hún hafí ekki verið kynnt sem skyldi á undanfömum árum. Misskilningur manna er af ýms- um toga spunninn, en oft byggist hann á fyrirframhugmyndum um það sem kallað er íhugun eða hug- leiðsla (meditation). Menn telja gjaman að slíkar iðkanir krefjist mikillar einbeitingar og langrar þjálfunar áður en árangur náist og því sé það aðeins á færi fárra út- valdra og helst sérvitringa að stunda þær. Mörgum kemur jafn- framt í hug trúariðkanir af ein- hvetju tagi og að menn hljóti að gangast inná eða undir eitthvað með því að stunda íhugun. Ég ef einnig orðið var við þann misskiln- ing að TM-tæknin sé einungis fyrir „stressað" fólk til að slaka á. Vilji maður skilja í hveiju TM- tæknin er fólgin og hvers vegna hún hefur svo mikið hagnýtt gildi fyrir allt venjulegt fólk er vísast að varpa öllum þessum hugmyndum fyrir róða, því TM-tæknin felur ekki í sér einbeitingu af neinu tagi, né heldur krefst hún áreynslu eða langrar þjálfunar áður en árangur næst. Þaðan af síður er TM-tæknin líkamsæfingar, sérstakt mataræði eða trúariðkun. Iðkun TM-tækninn- ar felur ekki í sér neina breytingu á lífsskoðunum eða lífsvenjum og hún er ekki sérstaklega fyrir stress- að fólk — ekki fremur en matur er neitt sérstaklega fyrir þá sem þjást af næringarskorti. En fyrst TM-tæknin er ekkert af þessu, hvað getur hún þá verið? Vökul hvild Nú í morgun, eins og aðra morgna, settust nokkrar milljónir manna í stól heima hjá sér eftir að hafa risið úr rekkju, lokuðu síðan augunum og fylgdu nokkrum ein- föidum Ieiðbeiningum um iðkun TM-tækninnar. Því næst hélt þetta fólk til sinnar daglegu vinnu eins og aðrir. Það sem gerir líf þess frá- brugðið er semsagt einungis það að verja tuttugu mínútum á morgn- ana og tuttugu mínútum eftir að vinnu lýkur á daginn til að endur- næra huga sinn og líkama og stuðla þannig að örum vitundarþroska, góðri heilsu og meiri árangri og ánægju í daglegu lífi. Á þessum tuttugu mínútum, sem tækninni er beitt, kyrrist öll huglæg starfsemi, án þess að nokkuð sé reynt til þess (ekki reynt að útiloka hugsanir, engin einbeiting!) Vegna hinna nánu tengsla hugar og líkama hægist jafnframt sjálfkrafa á líkamsstarfseminni. Hjartsláttur og andardráttur verða hægari, efna- skipti líkamans lækka. Hvíldar- ástand líkamans verður dýpra en þegar best gerist í svefni. Þessi hvíld er þó gerólík hvfldinni í svefni, því hugurinn er fullkomlega vak- andi. Þetta ástand hugans og líkam- ans, meðan á iðkun stendur, er svo ólíkt venjulegu vökuástandi, draumsvefni og djúpsvefni, að því hefur verið gefið heitið „vökul hvfld". Þetta ástand er ekki hægt að mynda með öðru móti, hvorki með því að „slappa af“, fara í heitt bað eða hlusta á góða tónlist, svo eitthvað sé nefnt. Það að fá reglubundið reynslu af „vökulli hvfld" hefur meiri áhrif á hugann, líkamann og daglegt líf en unnt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Þessi áhrif verður iðkandi TM-tækninnar auðvitað var við. í fyrsta lagi finnur hann fyrir djúpri slökun meðan á iðkun tækn- innar stendur og auknum ferskleika og skýrleika hugsana eftir að iðkun- inni lýkur. Smátt og smátt fer hann síðan að taka eftir jákvæðum áhrif- um tækninnar á daglegt líf sitt. Mönnum varð snemma ljóst, af iðkun TM-tækninnar, að fyrst áhrif hennar voru svo augljós, hlyti að vera hægt að rannsaka þau með hlutlægum aðferðum nútíma vísinda. Fyrstu rannsóknir á TM- tækninni hófust árið 1969 en þær eru nú orðnar um 350 talsins, fram- kvæmdar í 27 löndum við samtals 160 rannsóknarstofnanir. Hér er ekki ætlunin að gera þessum rann- sóknum skil, en meðal þess sem þær gefa til kynna, er hið sérstæða hvfldarástand meðan á iðkun stend- ur, aukið jafnvægi hugar og líkama, aukið viðnám gegn streitu, aukna einbeitingarhæfni, skarpari skynjun o.fl. Rannsóknir á heilsu sýna m.a. jákvæð áhrif á óeðlilegan blóðþrýst- ing, astma, þunglyndi, minni notkun tóbaks, áfengis og ávana- ljrQa. Rannsóknir þessar eru enn í fiillum gangi en margar þeirra hafa birst í kunnum vísindatímaritum s.s. Scientific American, American Joumal of Physiology, Lancet o.fl. Eðli hugans Þessir einstaklingar sem ég sagði að hefðu notið TM-tækninnar í morgun, eiga fátt annað sameigin- legt á yfirborðinu, því þeir búa hvar sem er í heiminum, eru ólíkir að aldri, kyni, uppmna, menningu og trú — andlega sinnaðir og verald- lega sinnaðir. Þetta em jafnframt einstaklingar úr öllum stéttum þjóð- félagsins; kennarar, lögregluþjónar, læknar, listamenn, námsmenn, böm, rithöfundar, sjómenn, prestar, verslunarmenn, blaðamenn o.s.frv. Fyrst svo er, hlýtur TM-tæknin að byggjast á því sem öllum þessum einstaklingum er sameiginlegt. Hún hlýtur m.ö.o. að byggja á eðli hug- ans. Um hugann streyma sífellt ótal hugsanir (skynjanir, tilfínningar). Þetta er svo eðlilegt að við veitum því enga sérstaka eftirtekt, leiðum hugann sjaldan að því að við emm sífellt að hugsa. Enn síður leiðum við hugann að því hvert ferli sér- hverrar hugsunar er, frá því að hún byijar að mótast sem óljós bæring og þar til við uplifum hana sem til- tekna reynslu eða meðvitaða hugsun. Það hvarflar varla að okk- ur að slíkt ferli eigi sér stað. Hugsanir koma jú bara og fara. \ 4: % Ari Halldórsson En það hlýtur að vera eitthvað sem kemur hverri einustu hugsun af stað, eitthvað sem er ábyrgt fyr- ir þessari sífelldu hugsanafram- leiðslu. Jafnframt er eitthvað sem stýrir því hvemig ein hugsun grein- ist frá annarri, hvemig ein hugsun fær merkingu ólíka annarri. Þetta „eitthvað" getum við kallað skapandi greind hugans. „Skap- andi“ vegna þess að um stöðuga nýsköpun hugsana er að ræða og „greind" vegna þess að ein hugsun greinist frá annarri að merkingu eða innihaldi. Hugsanir streyma ekki aðeins áfram, heldur taka þær ákveðna stefnu. Skapandi greind hugans getum við því litið á sem gmnnsvið hugans, sem allar hugs- anir koma úr. Til að skýra þetta frekar mætti lflq'a huganum við tjöm. Yfirborð tjamarinnar er ókyrrt eins og yfir- borð hugans, sem hvarflar frá einni hugsun til annarrar. Dýpstu lög tjamarinnar era hins vegar kyrr og hljóð eins og dýpstu lög hugans. Hugsun sem kemur upp í hug- ann, stígur upp eins og loftbóla af botni tjamarinnar. Ifyrst í stað er hún einungis óljós bæring en verður skýrari og skýrari því nær sem dregur yfirborðssviði hugans. Þar verður hún fyrst að tiltekinni reynslu eða meðvitaðri hugsun. Þetta gæti litið svona út á mynd. Venjulega emm við því ekki meðvituð um upphafsstig hugsana okkar. Þegar TM-tækninni er beitt, fær hugurinn reynslu af hugsunum nær uppmna sínum, hið meðvitaða svið hugans víkkar út og spannar sífellt stærri hluta hugsunarferils- ins. Hugurinn fer inn á við (þess vegna er nafnið innhverf fhugun til komið), fær reynslu af fingerðustu stigum hugsana og getur jafnvel farið handan við allar hugsanir. Tær vitund Reynsla af vitundinni án nokk- urra hugsana er reynsla af tærri vitund, uppsprettu hugsana eða skapandi greind hugans. í þessu ástandi er vitundin ekki vitund um eitt né neitt annað en sjálfa sig, hún er fullkomlega vakandi innan sjálfrar sín — vitund um vitund. Þetta upplifir iðkandinn sem full- komna kyrrð hugans (engin hugsun). Þetta er jafnframt frels- is-, gleði- og vellíðunartilfinning, sem hann heldur með út í lífið eftir hveija iðkun. Reynslan af tærri vit- und myndar þetta ástand hugar og líkama sem ég nefndi áður „vökula hvfld". Þótt reynslan af tærri vitund sé fólki yfirieitt ekki töm, er hún hug- anum mjög eðlileg. Oft segir fólk í fyrsta skipti sem það beitir TM- tækninni: „Þetta hef ég oft upplifað áður — sem krakki!" Reynslan er gamalkunn því hún felst ekki i neinu öðm en að uplifa hljóðari svið sinnar eigin vitundar, sitt eigið sjálf. Þetta hlýtur því að hafa gerst áður, án þess að nokkurri tækni væri beitt. Sumir einstaklingar em frá náttúmnnar hendi þannig gerð- ir að þeir upplifa þetta ástand án nokkurrar tækni. Oft em þetta svo- nefndir „andans menn“ sem síðan hafa lýst reynslu sinni á dulspeki- legan, skáldlegan eða heimspekileg- an hátt. Bókmenntir og listir hafa að geyma mörg dæmi um reynslu af tærri vitund, sem menn kjósa oft að lýsa sem dulrænni eða guð- legri reynslu, algleymi o.s.frv. Reynslu af tærri vitund getur hver maður öðlast með notkun TM-tækninnar, sem leiðir athygli hugans kerfisbundið að upphaflegri stigum hugsunarferilsins. Þetta gerist áreynslulaust, því hugurinn leitar sjálfkrafa inn á við af sinni eigin löngun í meiri fullnægju og gleði, fái hann tækifæri til þess. Fyrst þetta er huganum eðlilegt og gerist áreynslulaust, má spyrja hvað valdi því að til þarf sérstaka tækni. Þessu veldur streita eða óeðli í taugakerfi manna. Það sem TM-tæknin gerir, er að veita reynslu af tærri vitund þrátt fyrir streituna. Við þetta kemst ekki ein- ungis jafnvægi og skipulag á starfsemi hugans, heldur gerir hvfldin, sem líkaminn fær, það að verkum að starfsemi taugakerfisins færist í eðlilegra horf. Við hina djúpu hvfld fær taugakerfið m.ö.o. tækifæri til að losa sig við streituna sem hindrar eðlilega starfsemi þess — sem hindrar að hugurinn hafi greiðan aðgang að sinni eigin upp- sprettu. Fmmástæðan fyrir óreiðu- kenndri hegðun, óskýrri hugsun og mistökum, er sú að einstaklingurinn nýtir ekki að fullu möguleika hug- ans. Meðvitað svið hugans spannar aðeins órólegt yfírborð hans (sjá mynd) en skortir reynslu af eða tengsl við gmnnsviðið. Iðkun TM-tækninnar stuðlar að því að hugurinn hafi greiðan að- gang að sinni eigin uppsprettu í daglegu lífi. Hún stuðlar að því að hin hijóðari svið hugans séu stöðugt meðvituð, jafiivel meðan á starfi og athöfnum stendur. Lokaorð Ég hef lagt á það áherslu að TM-tæknin byggðist á eðli hugar og líkama og væri þess vegna eðli- leg og áreynslulaus aðferð, sem hentaði öllum. TM-tæknin er ekki „ein leið af mörgum" eins og stund- um heyrist sagt. TM-tæknin er alls engin leið eða lífsstefna. Hún hlýtur hins vegar að vera góður gmndvöll- ur þeirra leiða sem menn kjósa að fara. Hveijum og einum er nauð- synlegt að nýta að fullu andlega möguleika sína, losa líkamann við streitu og leggja þannig gmndvöll- inn að fullkominni andlegri og líkamlegri heilsu. íslenska íhugunarfélagið hefur það að markmiði að kynna og kenna TM-tæknina á íslandi en á vegum þess starfar TM-miðstöðin í Reykjavík og akademfan á Hjarðar- bóli í Ölfusi. Höfundur er kennari í TM-tækn- inni í Reykjavík. Krýsuvíkursamtökuniim berast gjafír Krýsuvíkursamtökin, sem hyggjast koma upp meðferðar- heimili fyrir unga fíkniefna- neytendur í Krýsuvík, hafa verið með landssöfnun að und- anförnu til að afla fjár til framkvæmdanna. Þá hafa sam- tökin einnig fengið ýmsar gjafir og nú síðast tölvusam- stæðu. Það var hugbúnaðarfyrirtækið Softver sem færði samtökunum Victor-tölvusamstæðu ásamt prentara og ýmsum hugbúnaði, til dæmis til félaga- og sjúklinga- skráningar. Að auki skuldbatt Softver sig til að veita samtökun- um aðstoð til þróunar á öðmm hugbúnaði sem samtökin telja sig þurfa, fyrir allt að 250 þúsund krónur. Verðmæti gjafarinnar í heild er_ rúmlega 500 þúsund krónur. Ástæðu gjafarinnar sagði Páll Pétursson forsvarsmaður Softvers vera þá, að brýn þörf væri á stofnun fyrir einstaklinga sem þarfiiist tafarlausrar með- ferðar eftir að hafa ánetjast Morpfunblaðið/Bjarni Hugbúnaðarfyrirtækið Softver færði Krýsuvíkursamtökunum gjöf fyrir skömmu. Er það tölvusamstæða af Victor gerð, ásamt prentara og hugbúnaði. Á myndinni eru forráðamenn Softvers, þeir Atli Ólafsson, Magnús Böðvar Eyþórsson og Páll Pétursson, ásamt fulltrúum Krýsuvíkursamtakanna, Lindu Gísladóttur, Guð- laugi Leóssyni, Eiríki Ragnarssyni og Birgi Ásgeirssyni. fíkniefnum. Velgengni fyrirtækis- ins í sölu og dreifingu Allt-hug- búnaðar hafi verið mikil og því tilvalið að láta eitthvað af hendi rakna. Þá kvaðst Páll vonast til að gjöfin yrði öðmm fyrirtækjum hvatning til að styrkja og efla samtökin. Önnur fyrirtæki hafa fært sam- tökunum gjafír og má þar nefna íslenska aðalverktaka, sem gáfu 250 þúsund krónur og Vinnuskól- ann í Kópavogi gaf fyrstu pen- ingagjöfina til samtakanna, 47 þúsund krónur. Þá hafa samtökin sent beiðni um styrki til ýmissa fyrirtækja og félaga og fengið vilyrði fýrir gjöfum og aðstoð við að koma húsinu í Krýsuvík í notk- un. Lionsklúbburinn Víðir í Keflavík hefur t.d. heitið 200 þús- und króna framlagi. Söfnunin, sem hefur staðið yfir um land allt, fór þannig fram að sjálfboðaiiðar gengu í hús og tóku við íjárframlögum. Þá var einnig seld hljómplatan Mirrored Image, sem dúettinn Takk gaf út fyrir skömmu. Takk ákvað að allur ágóði af sölu plötunnar rynni óskiptur til Krýsuvíkursamtak- anna. Ekki verður ljóst fyrr en eftir helgina hve mikið fé hefur safnast. Meðvitað svid huffsana (skástrikað) Ómeðvitað svið hugsana Yfirborðssvið hugans Yfirborðssvið hugans Uppspretta hugsana Tær vitund | Uppspretta hugsana Tær vitund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.