Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 25 1932 Mjólkurstöð MR við Snorrabraut tekur til starfa í húsi því sem félagið byggði þar. Bylgjan og verslun Osta- og smjörsölunnar eru þar nú til húsa. Árið 1939 var farið að gæta veru- legs vonleysis vegna hins erfíða árferðis í versluninni. Þá var rætt um að skipta félaginu í þrjú félög: Almennan verslunarreksetur með Liverpool og útibú í sérdeild, rekst- ur húseignarinnar við Hafnarstræti 5 og heildsölu og kommyllu ásamt baéndaversluninni. Ekki varð þó af þessu, en félagið þrengdi að sér í húsinu og leigði meira út. Ljóst er að þegar leið á árið 1939 var láns- traustið minnkandi svo að stjómin ræddi um að selja eignir og fyrir- tæki félagsins. Arið 1940 vora svo ýmsar eignir MR seldar, svo sem verslunin Liverpool, Blóm og ávext- ir og efnagerðin Stjaman ásamt húseign í Keflavík. I framhaldi af samþykkt félagsstjórnar frá 22. des. 1939 var húseignin Hafnar- stræti 5 seld hlutafélagi sem nefndist Kaupangur hf. Allt var selt nema heildverslunin, kommyll- an og bifreiðir. Bændur vildu þó ekki gefa upp alla von og var nú unnið að því að halda utan um bændaverslunina, sem tókst þó með naumindum. Leitað var til félags- manna um ábyrgðir og fjárframlög til bjargar félaginu og þeim rekstri sem eftir var, en menn vora daufír um úrræði. Þann 14. júlí 1941 samþykkti stjóm Mjólkurfélagsins að leggja félagið niður og selja það sem eftir var af eignum þess. Deildarfundir vora haldnir á félagssvæðinu næstu vikumar og öll sund virtust lokuð. Þann 13. september barst til fundar félagsráðs erindi frá Magnúsi Þor- lákssyni á Blikastöðum og fleiri félagsmönnum í Mosfellssveit um að fresta sölu á félaginu. Gerðist nú margt í senn og urðu menn bjart- sýnni, enda hagur bænda ört batnandi við hin miklu umsvif sem stríðið og hemámið höfðu í för með sér. Mjólkursamlag Kjalamesþings var tilbúið að lána Mjólkurfélaginu fé og Búnaðarbankinn var tilbúinn að taka þátt í endurreisn félagsins. Nú var öllum tilboðum um kaup á félaginu hafnað og samþykktum félagsins breytt. Ekki kom til þess að taka þyrfti lán hjá Mjólkursam- laginu, því stuðningur Búnaðar- bankans nægði. Þrátt fyrir alls konar höft og bönn, skömmtun á gjaldeyri ásamt erfíðleikum á aðflutningi til landsins á stríðsáranum, snerist nú allt til betri vegar. Árið 1944 var bókað á stjómarfundi að rekstur félagsins væri í föstum skorðum og var jafn- framt samþykkt að selja hlutabréf MR í Útvegsbankanum, en það var frá því hann var endurreistur á rústum íslandsbanka. Nú mátti greinilega merkja þáttaskil í starfí félagsins. Endurreisn Mjólkurfé- lags Reykjavíkur Árið 1945, þann 24. mars, kom fram á stjórnarfundi að Mjólkurfé- lagið hafði tryggt sér lóð við Laugaveg, næst innan við nýju mjólkurstöðina. Sama haust sagði Eyjólfur Jóhannsson starfi sínu lausu hjá félaginu og var Oddur Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri frá 1. apríl 1946. Eyjólfur var kvaddur með gjöfum og allri sæmd, 1972 Tekin í notkun nýbyggð fóðurblöndunarstöð í Sundahöfn í tengsl- um við Kornhlöðuna hf. sem MR á að ‘/s hluta. enda margt vel unnið fyrir félagið á umliðnum áratugum. Næstu árin varð félagið að hafa bækistöð sína í leiguhúsnæði í Hafnarstræti því ekki gekk greið- lega að fá leyfi til að hefjast handa um húsbyggingu við Laugaveg. Fjárhagsráð dró félagið á leyfí þessu í nokkur ár, þó svo nú væra næg peningaráð til þess að byggja. Á þessum áram lagði félagið ýms- um sveitahreppum á félagssvæðinu lið við byggingu félagsheimila og skóla, og gerðist virkur þátttakandi í byggingu áburðarverksmiðjunnar. A stjómarfundi þann 27. maí 1952 kom fram að Fjárhagsráð heimilaði félaginu að hefjast handa um byggingu verslunar- og verk- smiðjuhúss á Laugavegi 164. Starfsemi félagsins komst inn í húsið vorið 1953 og fögnuðu menn mjög þeim áfanga og því að félagið væri nú aftur komið í eigið húsnæði. Ferill félagsins síðan er flestum eldri mönnum vel í minni, en skemmst er frá því að segja að mikið og gott hús reis við Lauga- veg, og síðan annað við Brautarholt, þar sem komið var fyrir kommyllu og blöndunarverksmiðju. í félaginu var rætt að koma upp afgreiðslu- stöðvum úti í deildunum, en horfið var frá því. Á stjómarfundi þann 12. nóv- ember 1963 mætti nýr maður til starfa. Það var Leifur Guðmunds- son þáverandi fulltrúi hjá Eggert Kristjánssyni hf. Hann var ráðinn til þess að taka við forstjórastörfum af Oddi Jónssyni sem hafði þjónað félaginu dyggilega í 40 ár. Var miðað við að Leifur tæki við 1. jan- úar 1964 og var Oddi haldið veglegt samsæti og honum þökkuð vel unn- in störf. Hinn nýi forstjóri tók nú til við að endumýja vélakost í verksmiðju félagsins, enda voru nú í uppsigl- ingu ýmsar tækninýjungar í fram- leiðslu fóðurblandna, einkum við kögglun kjamfóðurs. Húsinu við Brautarhólt var lokið og það tekið í fulla notkun. Jafnframt var byijað að hyggja að meira því félagið sótti um Ióð á Ártúnshöfða. Var þá verið að stefna að byggingu fóðurtuma til þess að taka við heilum skips- förmum í lausu fóðri, en með því mátti spara mikla fjármuni. 1954-1958 Húsið á Laugavegi 164, fóðurblöndunarstöð og skrifstofur, byggt og tekið f notkun. Þar er MR-versIunin enn og skrifstofur fyrir- tækisins. landinu. Á þessum áram fór sam- keppni á íslenskum fóðurmarkaði harðnandi, enda var innflutningur á blönduðu fóðri gefínn fijáls. Þær aðgerðir og samkeppnin, sem því fylgdi, leiddu til þess að fóðrið varð betra og hagkvæmni við framleiðsl- una var beitt til hins ýtrasta. í kjölfar þessara framkvæmda reisti MR fyrst allra fyrirtækja hér á landi mjög fullkomna tölvustýrða fóð- urblöndunarstöð. Þegar verksmiðja félagsins var flutt í Komgarð 8 árið 1972 vora ekki lengur not fyrir húsið í Braut- arholti og var það selt Mjólkursam- sölunni til notkunar við ísgerð. Stundum hafa Mjólkurfélags- menn nefnt árin frá 1965—1980 Leifstímabil MR, því mikið af fram- kvæmdum og aðgerðum náðu fram • að ganga meðan hann var fram- kvæmdastjóri og forstjóri. Leifur lét af störfum árið 1980. Þá tók við Sigurður Eyjólfsson, sem verið hafði skrifstofustjóri um langt ára- bil og aðstoðarframkvæmdastjóri síðustu fjögur árin sem Leifur starf- aði. Sigurður Eyjólfsson hélt áfram endurbótum í fóðurverksmiðjunni eftir því sem tækni á þessu sviði miðaði áfram. Þá keypti hann vélar til framleiðslu á þakjárni og aflaði félaginu umboða á alls konar þak- efnum í tengslum við þessa fram- leiðslu þakjáms. Sú starfsemi kom til á sl. ári og lofar mjög góðu. Nú hefír verið undirbúið í Sunda- höfn að reisa vörageymslu til þess að mæta þörfinni fyrir fjölbreytta fóðurframleiðslu, sem nú er algjör nauðsyn. Þessi framkvæmd dróst þó um hríð vegna viðræðna fóður- innflytjenda um vissar hagræðingar og hugsanleg makaskipti á húsum og lóðum. Jafnframt var Fóður- blandan hf. seld fyrir þremur áram og kom til greina að kaupa hana, en úr því varð ekki svo sem kunn- ugt er. Hins vegar kom á daginn að heildverslun Guðbjöms Guðjóns- Forystuhlutverk í inn- flutningi og blöndun kjarnfóðurs Þegar kom fram um 1970 hafði undirbúningur að byggingu mót- tökuaðstöðu fyrir laust fóðurkom tekið nýja steftiu. Félagið hugðist fá aðstöðu við hina nýju höfn í Vatnagörðum eða í Sundum sem nú fékk nafnið Sundahöfn. Þetta leiddi til þess að þijú fóð- urblöndunarfyrirtæki sameinuðust um þetta mál undir forystu Mjólkur- félagsins. Auk MR vora þetta Fóðurblandan og Fóðurvöradeild SÍS. Stofnað var hlutafélag, en stjómina mynduðu forstjórar þess- ara félaga, þeir Leifur Guðmunds- son fyrir MR-fóður, Hjörleifur Jónsson fyrir Fóðurblönduna og Hjalti Pálsson fyrir búvöradeild SIS. Þetta sameiginlega átak bless- aðist vel og var Komhlaðan hf. tekin í notkun árið 1971 til mikilla hagsbóta fyrir fóðuriðnaðinn í sonar vildi selja eignir sínar í Sundahöfn. Stóðu viðræður um kaup nokkuð á annað ár, en að lok- um samdist og MR keypti eignimar í ársbyijun 1987 og tók við öllum rekstri þann 1. mars sl. Byggingu vörugeymsluhússins í Sundahöfn er haldið áfram þrátt fyrir þetta, en sú breyting verður á að skrifstof- ur félagsins verða fluttar í húsnæði sem heildverslun Guðbjöms Guð- jónssonar hafði í Komgarði 5 og húsnæðið á Laugavegi verður að hluta til í sölu. Ekki era enn teknar fullnaðarákvarðanir um það mál, en staðurinn er talinn mjög góður til smásöluverslunar og era tvær verslanir reknar á jarðhæð, MR- búðin og Tómstundabúðin sem hefur haft þetta húsnæði á leigu í nokkur ár. Hinn dugmikli forstjóri Sigurður Eyjólfsson hefír staðið vel í ístaðinu í þessum sviptingum á fóðurmarkaðnum, en svo sem kunn- ugt er hefur innflutningur á kjam- fóðri dregist veralega saman vegna skattlagningar og þeirrar stefnu stjómvalda að minnka framleiðslu landbúnaðarvara. Á þessum tíma- mótum MR er gott að minnast liðinna ára og rifja upp það sem á dagana hefur drifíð sl. 70 ár. Félag- ið hefur lánið með sér nú sem áður, enda þótt á stundum hafí syrt í álinn. Þann 28. mars nk. verður Mjólk- urfélag Reykjavíkur 70 ára. Þann sama dag verður haldinn aðalfund- ur eða fulltrúaráðsfundur félagsins á Hótel Sögu. Að þessu sinni er fundurinn haldinn um einum mán- uði fyrr en venja er til og er ástæðan að hluta til afmælisdagurinn en einnig hitt að skrifstofa félagsins hefír verið tölvuvædd og uppgjöri lýkur því fyrr en ella. Stjóm og forstjóri hafa unnið að þvi að unnt væri að gera sér nokk- um dagamun þennan laugardag, en deildarfulltrúar sem kosnir hafa verið úti í deildunum era nú 43 talsins úr 14 deildum á Suður- og Suðvesturlandi. Aðalfundurinn hefst kl. 11.00, er stjómin hefír lokið fundi sínum þennan sama morgun. Gert er ráð fyrir að fundur- inn standi til kl. 14.30 með hádegis- verðarhléi. Að því loknu verður farið í hin nýju húsakynni í Komgarði en þar hefir stjórn félagsins mót- töku fyrir fulltrúa, stjóm og starfs- menn fundarins. Þá verður öllu starfsfólki boðið og nokkram vel- unnuram félagsins öðram. Þess er einnig vænst að þeir félagsmenn sem era á ferðinni í Reykjavík sjái sér fært að koma við í Sundahöfn og taka þátt í afmælisfagnaðinum. Þar er kjörið tækifæri til að gleðj- ast með vinum og samhetjum og fagna nýjum húsakynnum á þessum ákjósanlega stað, en í Komgarði verður nú aðalbækistöð félagsins og rekstrar þess. Höfundur er alifuglabóndi í Mosfellssveit og stjórnarform- aður Mjólkurfélags Reykjavík- ur. Triple Lock þorskanet Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar gerðir af þorskanetum með þreföidum hnút frá Japan No. 12.774“ 32md girni No. 10.71/4“ 32md kraftaverkanet No. 10.7“ 36md kraftaverkanet No. 10.7“ 36md girni No. 10.6“ 40md girni No. 10.61/4 40md girni No. 10.6V2 40md girni No. 9.6“ 40md girni MARCO HF. Langholtsvegi 111 — 124 Reykjavik P.O. Box 4330 - Símar 687970 687971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.