Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 56
/ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 56 Kveðjuorð: Tómas Sigurgeirs■ son, Reykhólum Fæddur 18. apríl 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Þegar ég var unglingur heyrði ég eldra fólk stundum spyija eitt- hvað á þessa leið er ókunnan gest bar að garði: Hver er maðurinn? Hvaðan kemur hann? Hvert er ferð- inni heitið? Þetta kom mér í hug er ég tók að rifla upp minningabrot um Tóm- as Sigurgeirsson, Reykhólum. En hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. febrúar síðastliðinn. Vorið 1926 kom nýr ábúandi í Miðhús í Reykhólasveit, Þórarinn Ámason ættaður héðan úr sveit- inni, en hafði um skeið haft á leigu skólabúið á Hólum í Hjaltadal. Kona hans var Steinunn Hjálmarsdóttir, dóttir hjónanna Kristínar Þorsteins- dóttur og Hjálmars Þorlákssonar Þorljótsstöðum í Vesturdal, Skaga- fírði. Með þeim kom ungur búfræðing- ur frá Hólum, hér öllum ókunnur. Hver var hann? Hvaðan var hann? Hvað ætlaðist hann fyrir? Þannig var spurt en fátt um svör. Maðurinn vakti strax athygli. Hann var allur hinn karlmannleg- asti; hann söng og dansaði og tók strax fullan þátt í ungmennafélagi sveitarinnar. Hann bar með sér framandlegan blæ. Hann talaði með öðrum málhreim en hér þekktist og orðaval hans var að nokkru frábrugðið breiðfírskri málvenju. Brátt varð nágrönnum það ljóst að þessi farandsveinn var í betra lagi liðtækur til allra starfa. Hann var hagvirkur og átakagóður. Auk þess kunni hann nokkra þá hluti sem hér voru lítt eða ekki þekktir. T.d. kunni hann að spinna á vél. En hvaðan var hann? Frá Stafni í Reykjadal var sagt. Engir hér höfðu borið þann stað augum eða heyrt hans getið. Nú vita allir fulltíða sveitungar mínir nokkur deili á þeim stað. Fyrir um þijátíu árum kvaddi ég dyra á Stafni, eða öllu heldur Vall- holti, hjá Ingólfí bróður Tómasar og konu hans Bjargeyju Arngríms- dóttur. Þetta var sfðsumars seint að kveldi í rigningu og dimmviðri. Mætti reyndar flokka þetta tiltæki mitt undir frelq'u eða jafnvel ósvífni að ryðjast inn á ókunnugt heimili með konu og þijú böm. Auðvitað gerði ég þetta í blóra við Tómas, enda hafði hann tekið loforð af mér að koma við í Stafni í ferð minni til Mývatns. Skal það ekki orðlengt frekar en þama var tekið á móti okkur af alúð og rausn. Eftir ágæta nótt litaðist ég nokk- uð um garða í Stafni. Við blöstu víðlend tún, snyrtimennska og mikl- ar byggingar svo að líkara var þorpi en afskekktu sveitabýli. Einhver hefír sagt mér að um skeið hafí verið sex lögbýli þar, er þeir Stafns- bræður stunduðu búskap á. „Römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til.“ Þess munu þó færri dæmi að jafn fjölmennur hópur einnar fjöl- skyldu bindist æskustöðvunum eins sterkum böndum og Stafnsbræður. Ekki skal ég um það dæma hversu glöggt mitt gestsauga var. En frá Stafni fór ég með þá vit- und að þar myndi heimafenginn baggi fullkomlega metinn til jafns við aðfenginn. Tómas var einn af átta bræðmm fæddur 18. apríl 1902. Sonur hjón- anna Kristínar Ingibjargar Péturs- dóttur og Sigurgeirs Tómassonar í Stafni og sá eini er hlaut staðfestu víðsflarri æskustöðvum. En það mun engan veginn hafa verið ætlan hans er hann hleypti heimdraganum og fór í Hólaskóla. í minningargrein um Pétur, bróð- ur Tómasar, ritar Páll H. Jónsson rithöfundur svo: „Heimilið var til þess fallið að þroska ástundun, áhuga og félags- hyggju. Próf úr þeim heimilisskóla hafa þeir Stafnsbræður staðist með ágætum." En hvað hugðist Tómas fyrir á vordögum 1926? Hann hafði kennt vanheilsu vet- urinn áður og taldi sig ekki færan til allra verka. Það sagði hann undirrituðum oftar en einu sinni, að eiginlega hefði ekki verið gert ráð fyrir öðru en hann aðstoðaði Þórarin við bú- ferlaflutninginn og dveldi svo eitthvað frameftir sumrinu, eða allt sumarið eftir ástæðum, einkum varðandi heilsu hans sjálfs. En vefur örlaganna er marg- slunginn og þættir hans óræðir lítt skyggnum huga. Tómas átti eftir að lifa og starfa hér full sextíu ár og verða virkur þátttakandi í framvindu héraðsins á þessum breytingatímum. Hann náði fljótlega fullri heilsu en Þórarinn tók að kenna þess meins er dró hann til dauða suma- rið 1929, þá 37 ára gamlan. Steinunn stóð þá uppi ekkja með fímm böm á aldrinum tveggja til sjö ára. Ekki veit ég hvaða hræringar hafa bærst í bijósti Tómasar á þess- um erfíðu tímum. Hitt er ég sannfærður um, eftir áratuga kynn- ingu, að ekki hefur hvarflað að honum að yfírgefa heimilið við slíkar aðstæður. Það hefði strítt gegn drengskap- arvitund hans. Fljótt á litið gæti það hafa verið umhugsunarefni fyrir ungan hæfí- leikamann með ótal möguleika innan seilingar að axla þessa ábyrgð. Það var ekki auðleyst dæmi í upphafi kreppunnar að taka við fjárvana búi í ótryggri ábúð og eiga að sjá farborða stórri fjölskyldu. En þama steig Tómas sitt gæfu- spor. Hann eignaðist traustan lífsföm- naut þar sem Steinunn var, en þau gengu í hjónaband síðla árs 1930. Bömum hennar varð hann ham- ingjuvaldur og tryggur forsvars- maður. Tómas og Steinunn voru um margt ólík, en samheldni þeirra, ást og virðing í sambúðinni samhæfðu krafta þeirra þann veg að kostir beggja nutu sín til fulls. Böm Steinunnar og Þórarins eru: Lilja húsmóðir, Gmnd, Reykhóla- hreppi, Þorsteinn jámsmiður, Reykjavík, Hrefna húsmóðir, Kópa- vogi, Anna húsmóðir, Kópavogi, Hjörtur framkvæmdastjóri sunn- lenskra sveitarfélaga, Selfossi. Steinunn og Tómas eignuðust tvö böm: Kristínu Ingibjörgu yfírljós- móður, Reykjavík, og Sigurgeir bónda, Mávavatni, Reykhólum. 1939 misstu þau hjón ábúð á Miðhúsum og fengu þá hálfa Reyk- hóla til ábúðar. Þar stunduðu þau búskap óslitið meðan kraftar iejrfðu og vel það. Aður er það fram komið að Tóm- as var fæddur og uppalinn á traustu menningarheimili, þar sem félags- hyggja og samhjálp sat í fyrirrúmi. Þessa eiginleika drakk Tómas í sig með móðurmjólkinni og þeir fylgdu honum ófölskvaðir til hinstu stund- ar. Heimilisskólinn á Stafni brást honum ekki. Hér var eitt sinn sagt að hann væri eini samvinnumaðurinn vestan Gilsfjarðar. Má vera að einhveijum hafí þótt fullmælt. Hvað um það. Eg fullyrði að enginn var honum einlægari og sannfærðari sam- vinnumaður hér um sveitir. Ekki hirði ég að tína til öll þau trúnaðarstörf er Tómas gegndi. Hvoru tveggja er að mér leiðast slíkar þulur og annað hitt að þulan yrði langtum of löng. Mér líst svo til að hann hafí komið við stjóm vel flestra félagasamtaka er til falla í einu sveitarfélagi. Elín Helga: Fædd 17. febrúar 1907 Dáin 13. febrúar 1987 Einar: Fæddur 13. september 1905 Dáinn 16. mars 1987 Afí minn, Einar Hjörleifsson, var jarðsunginn í dag frá Fríkirkjunni, en hann lést að morgni 16. mars sl. í Landakotsspítala. Þá hafði amma mín, Elín Helga Sveinbjömsdóttir, horfið á braut einum mánuði áður. Langar mig til að skrifa hér nokkur fátækleg orð sem þakklætisvott fyrir allar þær góðu stundir sern þau gáfu mér. Þau voru mér mjög kær og ekki ýkt þó að ég segi að hjá þeim hafí ég átt mitt annað heimili. Margar stundimar skrapp ég til ömmu og afa á Melabraut 40 og var ávallt mjög vel tekið. Og mér er óhætt að segja að þaðan fór ég aldrei svöng. Það kom líka oft fyrir að ég gisti þar í vikutíma og stundum lengur. Ohætt er að segja að þau hafi verið ólíkir persónuleikar, amma og afí, en samt engu að síður mjög samrýnd. Sérstaklega hin síðari ár. Amma var mikill náttúruunn- andi, enda oft farið í bfltúra til að skoða steina, gróður og jafnvel rekaviðardrumba, ef svo bar undir. Það kom því fyrir að hún heillaðist af þessum hlutum, og naut þar dyggrar aðstoðar afa við að koma þeim fyrir í garðinum þeirra. Enda bar hann því fagurlega vitni. Afí var mikill bflstjóri, en hann fékk ökuskírteini nr. 2 í Gullbringu- Nokkurra þátta verð ég þó að geta sérstaklega. Hann var í forystu Búnaðarfé- iags Reykhólahrepps um áratugabil og síðustu árin heiðursfélagi. Yfír Ijörutíu ár var hann forðagæslu- maður. Ég man ekki hvort Tómas var nokkum tíma í stjóm Kaup- félags Króksljarðar. En þeim félagsskap vann hann ærið starf. Hann hafði lengi á höndum ullar- móttöku. Vann við söltun á kjöti meðan sá verkunarmáti tíðkaðist, bæði á Reykhólum og Króksíjarðar- nesi. Þá kom í hans hlut að sjá um móttöku á vörum við Reykhólasjó meðan aðdrættir voru með þeim hætti. Síðan þróaðist þetta í útibú Kaupfélagsins á Reykhólum er Tómas veitti lengi forstöðu. Öll þessi störf leysti hann af hendi af frábærri trúmennsku og ósérplægni og horfði aldrei til eigin launa. Atvikin höguðu því svo til að í fjörutíu ár hefur aðeins skammur húsavegur aðskilið heimili okkar. Sá vegur var mun skemmri væri hægt að mæla samskipti og sam- starf á áþreifanlega mælistiku. Ég tel mig því mæla af nokkurri þekk- ingu í þessum minningarbrotum. Ekki vorum við alltaf samstiga. Hann var virkur og traustur fram- sóknarmaður og heill þar sem annars staðar. Það var ekki minn og Kjósarsýslu, og var keyrandi alla tíð upp frá því. Mér er það til dæmis í fersku minni hvað hann varð ánægður þegar ég kom eitt sinn í heimsókn til þeirra, akandi á fyrsta bflnum mínum, með glænýtt ökuskírteini í vasanum. Fór hann þá strax að miðla mér af þekkingu sinni á því hvemig ég ætti að bera mig að. Svo kom að því að heilsan fór að gefa sig og urðu þau þá að selja húsið og fallega garðinn sem þau höfðu lagt svo mikla rækt við. En þá varð amma bundin við hjólastól og vistaðist því á Reykjalundi í Mosfellssveit. En um það leyti sem hún vistaðist þar höfðu þau keypt sér litla íbúð í húsi aldraðra á Mela- braut 5. Þangað kom amma ávallt um helgar og var þá afí iðinn við að hugsa um hana. Kom það þá stundum fyrir að viljinn varð meiri en getan. Að lokum vil ég enda þessi orð á ljóði eftir Stein Steinar: „Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar innívitundmínsjálfs." (Steinn Steinarr) Ég kveð þau jafnframt með þá vissu i huga mínum, að hvar svo sem sálir þeirra eru, þá séu þær hjá hinum góðu. Elín Vilborg Þorsteinsdóttir + Móöir okkar, amma og langamma, ELÍN EIRÍKSDÓTTIR KULD SÖEBECH frá ökrum, lést í Borgarspítalanum 26. mars. Útför verður auglýst síöar. Sigrföur Söebech, Kristjana Quinn, Sunna Söebech, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og tengdafaöir, ÓLAFUR S. KRISTJÁIMSSON, Hvassaleiti 165, Reykjavlk, veröur jarðsunginn frá Langholtskirkju þriöjudaginn 31. mars kl. 13.30. Anna Ólafsdóttir, Pálml Gunnarsson, Einar Ólafsson, Solveig Vignisdóttir, Tryggvi Ólafsson. + Þökkum hlýhug og samúö viö frófall GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Seljavöllum. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúðlega umönnun. Jón R. Sigurjónsson, Ágústa K. Sigurjónsdóttir, Siguröur E. Marinósson, Ólöf Sigurjónsdóttir, Hákon H. Kristjónsson, Ása Sigurjónsdóttir, Axel Nfkolaison og fjölskyldur. Hjónaminning: Einar Hjörleifsson og Elín H. Sveinbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.