Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Augiýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Verkföll og uppsagnir heilbrigðisstétta Flest hefur gengið íslenzkri þjóð í haginn síðastliðin tvö ár vegna hagstæðra ytri skilyrða og farsællar stjómar- stefnu, ekki sízt í efnahags- málum. Engu að síður blasa við ýmis óleyst vandamál, ekki sízt í ríkisbúskapnum. Þar blasa við tvö stór vandamál, raunar í skugga þess þriðja. Öll tengjast þau meginmark- miði efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar, þ.e.a.s. að tryggja til frambúðar þann árangur í hjöðnun verðbólgu og jafnvægi í atvinnu- og efnahagslífi, sem náðst hefur. Þessi stóm vandamál em verkföll og uppsagnir heil- brigðisstétta, sem einkum bitna á sjúklingum ríkisspít- ala, og verkfall framhalds- skólakennara, er einkum bitnar á nemendum. Þegar hafa um 90 rúm á Landspítala verið „rýmd“. Ef fram heldur sem horfir þarf að „rýma“ alls um 290 af um 500 rúmum spítalans fyrir bráðasjúklinga um mánaða- mótin, það er eftir þijá daga. Þetta þýðir að nærri 300 sjúklinga — á öllum aldri — þarf að senda til heimahúsa; þar sem í flestum tilfellum er engin aðstaða til að sinna þeim, eins og þörf krefur. Nær öll starfsemi spítalans lamast, nema í þeim tilfellum þar sem nánast er um líf og dauða að tefla. Sama máli gegnir um starfsemi Blóð- bankans, sem tengist flestum þáttuni spítalans og raunar annarra sjúkrahúsa jafn- framt, ekki sízt skurðlækn- ingum. Þar verður nánast sú starfsemi ein eftir sem flokk- ast undir „stórhátíðaþjón- ustu“. Hér verður ekki lagður dómur á málatilbúnað né stöð- una í þessari deilu, en ábyrgð beggja samningsaðila er mik- il. Sjálfsagt eru þeir til, sem telja vandamál af þessu tagi „vatnsfall til virkjunar" í flokkspólitískum tilgangi og „innlegg" í framboðsmál, nú þegar kosningar fara í hönd, en vonandi ráða slík sjónar- mið ekki ferð, heldur fagleg kjarabarátta ein, sem tekur mið af ríkjandi aðstæðum í þjóðfélaginu og heildarhags- munum, þegar til afstöðu kemur. Og samningamenn ríkisins verða að teygja sig eins langt til samninga og frekast er hægt. Sjálfsagt er auðveldara um að tala en í að komast að leysa mál af þessu tagi. Vandinn, sem við blasir upp úr mánaða- mótum, er hinsvegar það víðfeðmur og margþættur, að það er þjóðarkrafa á hendur beggja samningsaðila, að þeir teygi sig frekar en orðið er til sátta — og höggvi á hnút- inn áður en næsta vika er öll. VerkfaU sem bitnar á nemendum Hitt stóra vandamálið, sem við blasir, er verk- fall framhaldsskólakennara, sem bitnar á um 40 skólum og 17 þúsund nemendum. Verkfallið kemur á versta tíma fyrir nemendur og leikur fjölda þeirra mjög grátt, ef ekki verður samið allra næstu daga. Jafnvel þótt prófum verði frestað, til þess að nemendur fái undirbúning við hæfí, hafa þeir þegar orðið fyrir veruleg- um námstöfum. Seinkun prófa þýðir og að framhalds- skólanemar, sem flestir vinna að meira eða minna leyti fyrir sér, komast síðar út á vinnu- markaðinn og að vinnutími þeirra í skólahléi styttist. Það þýðir aftur að fleiri nemendur þurfa að vinna — og vinna meira — með námi næsta vet- ur, ef að líkum lætur. Þannig kemur verkfallið nemum illa með fleiri en einum hætti. Kennarar hafa yfírhöfuð aflað sér mikillar menntunar og sinna mjög mikilvægu starfí. Kennarastarfíð á að vera eftirsóknarvert, einnig launalega. Kennarar þurfa hinsvegar, eins og aðrar starfsstéttir, að taka tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu, og mæta viðsemjendum innan sanngimismarka. Það er og skylda viðsemjenda þeirra. Þetta er annað af tveimur við- blasandi vandamálum, sem leysa verður skjótlega. Reykjavík: Neyðaráætlanir eru að taka gildi á öll- um sjúkrahúsunum SJÚKRAHÚSIN í Reykjavík eru viðbúin því versta: Að uppsagnir fjölmennra starfsstétta taki gildi aðfaranótt miðvikudags. Fyrir- séð er að spítalarnir geti lamast að stórum hluta. Neyðaráætlanir eru að taka gildi og samkvæmt þeim er ekki hægt að taka á móti öðrum sjúklingum en þeim sem þurfa á bráðaaðstoð að halda. Þegar blaðamaður ræddi við starfsfólk þriggja stærstu sjúkrahúsanna í gær bar orðið „neyðarástand" oft á góma. „Spítali er eins og stórt úrverk, vanti eitt tannhjólið stöðvast gangur þess,“ sagði skurðlæknir á Borgarspítalanum. „Við gætum þurft að horfa aðgerðarlausir á dauðvona sjúkling án þess að fá neitt að gert.“ Hvert rúm skipað mikið veiku fólki Á Borgarspítalanum verða rýmd 160 af 470 sjúkrarúmum fyrir þriðjudagskvöld. „Hjúkrunarstjóm lagði á föstudag fram áætlun um starfsemi spítalans eftir mánaða- mótin. Síðan munum við meta stöðuna eftir hvem dag og gera þær breytingar sem nauðsynlegar verða," sagði Sigurlín Gunnars- dóttir hjúkrunarforstjóri Borg- arspítalans. „Þetta er neyðarástand og ljóst er að við getum ekki starf- að svona nema í mjög skamman tíma.“ Sigurlín sagði að þar sem reynt væri að útskrifa alla þá sem mögu- legt væri að senda heim, yrði hvert rúm skipað mjög veiku fólki. Þetta hlyti að auka álagið á þá starfs- menn sem eftir verða. Hræðsla, kvíði og ör- yggisleysi sjúkling-a Á Geðdeild A-2 urðu fyrir svömm sex sjúkraliðar sem kusu að ræða við blaðamann í sameiningu. Á deildinni er 31 rúm, en aðeins verð- ur hægt að sinna tíu sjúklingum í verkfallinu. Þar er einnig starfrækt bráðaþjónusta, en viðbúið að vísa verði sjúklingum frá þegar starfs- fólkið gengur út. Hræðsla, kvíði og öiyggisleysi vom orðin sem þær völdu til að lýsa viðhorfí sjúklinga á geðdeild- inni til vinnudeilunnar. „Margir þeirra sem útskrifast em einfald- lega ekki allir tilbúnir til þess að fara heim, en það þarf að rýma eins mikið og mögulegt er,“ sögðu þær. „Auðvitað er okkur ekki ljúft að þurfa að grípa til þessara aðgerða. En þegar borgarstjóri hefur gefíð út þá yfirlýsingu að okkur verði ekki sýnd sú virðing að rætt sé við okkur er ekki um annað að ræða,“ sagði ein sjúkraliðanna og stöllur hennar tóku undir þessi orð. Mar- grét Sigtryggsdóttir sagði að uppsagnimar gætu haft áhrif til lengri tíma. Hún væri þegar búin að ráða sig í annað starf og vissi til þess að fleiri sjúkraliðar leituðu vinnu eða væm búnir að fá hana. 33.000 krónureftir 20 ára starf Svala Waage, sem hafði lengstan starfsaldur í hópnum, hefur unnið sem sjúkraliði í 20 ár. Gmnnlaun hennar eru nú 33.000 krónur á mánuði. í samningunum sem Morgunblaðið/Bjami „Eftir helgina verður enginn sjúklingur tekinn inn nema í neyð,“ sagði Logi Guðbrandsson forstjóri Landakotsspítala sem sést hér ásamt Guðrúnu Marteinsson hjúkrunarforstjóra. Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkr- unarforstjóri Borgarspítalans. Grétar Ólafsson yfirlæknir sagði að nú stefndi allt í það að sjúkl- ingar yrðu sendir erlendis í aðgerðir. Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar felldi fyrir skömmu vom sjúkraliðum boðin laun á bilinu 31.000-39.000 krónur, en kröfur þeirra em um 35.000 krónu gmnn- laun. „Þetta em nú öll ósköpin," varð einni sjúkraliðanna á orði. Að þeirra mati mun nú reyna á það í fyrsta skipti hversu brýn þörf- in sé fyrir sjúkraliða, allt frá því að starfsheitið var tekið upp fyrir tveimur áratugum. Bilið milli sjúkraliða og annarra starfsstétta á spítölunum hafí breikkað mikið síðan þá, en mest sé breytingin á síðustu §ómm ámm. „Við emm gmnnurinn, „Hulduher" spital- anna,“ sögðu þær í glettni. Höfum lengi óttast þessa stund „Það eina sem við skurðlæknam- ir munum geta gert er að koma inn á morgnana og drekka kaffi," sagði Jónas Magnússon á skurðlækninga- deild spítalans. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið verð- ur. Við getum ekki sinnt öðm en bráðum sjúkdómum, en þegar Blóð- bankinn lokar verður ekki hægt að bregðast við alvarlegum slysum þar sem blóðgjöf getur ráðið um líf og dauða." Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunar- forstjóri Landsspítalans. Undir þessi orð tók starfsbróðir Jónasar, Jóhannes Gunnarsson. „Gangi meinatæknamir líka út verðum við enn verr staddir því þá er ekki hægt að fylgjast með og taka sýni úr sjúklingum sem em til meðferðar. Við verðum í raun blindir á þeirra líðan. Nútíma lækn- isfræði byggir svo mikið á samspili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.