Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Terturá fermingarborðið „Það á að fara að ferma hjá þér. Hvað ætlaður að hafa?“ Oft heyrum við þetta og svarið er jafn- oft: „Ég ætla nú bara að hafa kökur og kaffí um miðjan daginn." — En er þetta nokkuð „bara“? Hvað á betur við en einmitt kaffí, gosdrykkir og kökur um miðjan daginn? Þá getur öll fjölskyldan tekið þátt í fagnaðinum, án þess að bömin þurfí að vaka, og þeim finnst auk þess miklu betra að fá kökuveislu heldur en matarveislu. Annað mál er hvort kökuveisla sé yfirleitt ódýrari, en þar skiptir íburður auðvitað meginmáli, jafnt sem um matar- veisluna. íburðarmiklar kökur em ekkert nýtt fyrirbæri á íslandi. Til gamans birtist hér uppskrift úr Nýrri matreiðslubók Þóm Andreu Nikólínu Jóns- dóttur frá árinu 1858. Uppskriftin er af Spánskum sykurhringjum og þar er ekki verið að spara eggin. „20 harðsoðin eggjablóm skal steyta smátt, hræra svo í sundur í 20 hráum eggjablómum og elta síðan saman við þetta sínu pundinu af hvom, flórmjöli, sykri og þvegnu smjöri, og rifnum berki af 2 sítrón- um. Þegar búið er að elta deigið vel, skal búa til úr því smáhringi, dýfa þeim öðmm megin upp í þeyttri eggjahvítu með stórsteyttu sykri í, og baka svo ljós- brúnar. Verða um 60 kökur.“ Hvemig líst ykkur á? Bara 40 eggjarauður í 60 smáhringjum. Svo seg- ir fólk að við bruðlum. Tertur okkar íslendinga em yfírleitt íburðarmiklar og oft með feitu kremi eða ijóma, en við emm mikl- ir tertumenn, en nú getum við fengið alls konar ferska ávexti og jafnvel fersk jarðarber, og því vel við hæfí að hafa nokkrar ávaxtakökur með. I nýútko- minni bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beijarétt- ir“ er mjög mikið úrval ávaxtaterta og byija ég uppskriftimar í dag með „Köku með kívi og epl- um“, sem tekin er úr þeirri bók. Kívi fáum við núna allt árið. Hann er mjög skrautlegur og góður ávöxt- ur. Athugið að setja aldrei matarlím saman við kívi. Hvatar em í ávextinum sem valda því að matarlím hleypur ekki. Sama gildir um ferskan ananas. Þegar við bökum margar tertur er gaman að hafa þær með ýmsu lagi, en hefur ykkur nokkum tíma dottið í hug að baka tertu í lokinu af steikingarpottinum? Þannig fáið þið óvenjulega tertu, sem gaman er að skreyta líkt og páskaegg, en ekki er langt í páska. Með kívi og eplum 3 egg 100 g sykur (1V< dl) 30 Ritz-kexkökur 100 g heslihnetur 1 msk kartöflumjöl 1 pk suðusúkkulaði, 100 g 3 rauð epli lh msk sítrónusafí úr smáflösku eða plastsítrónu 3 kíviávextir 1 peli ijómi 1. Þeytið eggin með sykrinum. Setjið Ritz-kexið í plastpoka og meijið með kökukefli. Saxið hnet- umar. Setjið þetta hvort tveggja út í eggjahræruna ásamt kartöflu- mjöli. 2. Smyijið springmót, 22 sm í þvermál. Setjið hrærana í mótið. Hitið bakaraofn í 190°C, blásturs- ofn í 170°C. Setjið kökuna í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur. 3. Kælið kökuna örlítið. Takið síðan hringinn af mótinu. Látið kökuna kólna alveg en takið þá botninn af og leggið kökuna á fat. 4. Minnkið hitann á bakaraofnin- um í 80°C. Setjið súkkulaðið á eldfastan disk eða fat inn í ofn- inn. Það bráðnar á 5 mínútum. Smyijið súkkulaðinu yfír kökuna með sleikju. 5. Afhýðið kíviávextina. Skerið í 15 kringlóttar þykkar sneiðar. Skerið einnig eplin í 15 kringlótt- ar sneiðar. Takið ekki börkinn af þeim. Takið kjamahúsið úr. 6. Penslið eplasneiðamar með sítrónusafanum og leggið þétt ofan á súkkulaðið á kökunni. Setj- ið síðan eina kívisneið ofan á hveija eplasneið. 7. Þeytið ijómann og sprautið í kringum kökuna eða berið hann með í skál. Athugið: Eplin dökkna síður ef notaður er safi úr smáflöskum eða plastsítrónum heldur en safí úr ferskum sítrónum. Vínberjakaka Botninn: 300 g hveiti 100 g smjör eða jurtasmjörlíki 100 g flórsykur (2 dl) 2 egg 1 msk mjólk 1. Setjið hveiti og flórsykur í skál. Skerið smjörið smátt og myljið saman við þar til þetta verður komótt deig. 2. Setjið eggin og mjólkina út í. Hnoðið saman þar til þetta verður samfellt deig. 3. Smyijið springmót, 26 sm í þvermál. Þrýstið deiginu á botn- inn og 2 sm upp með börmunum á mótinu. Setjið mótin í kæliskáp meðan þið búið til fýllinguna. Fyllingin: 1 kg blá vínber 3 eggjarauður 75 g flórsykur 1 bikar sýrður ijómi 1 msk vanillusykur 3 msk góð sulta 100 g hesilhnetulq'amar 4. Setjið eggjarauður, flórsykur og vanillusykur í skál og þeytið vel saman. Setjið sýrða ijómann út í og hrærið varlega saman við. 5. Takið springmótið með botnin- um úr kæliskápnum. 6. Smyijið sultunni yfír botninn. Saxið hnetumar frekar fínt og stráið yfír sultuna. 7. Takið 30 vínber frá til skrauts en skerið hin í helminga og fjar- lægið steina. Stráið þeim síðan yfír hnetumar. 8. Hellið eggjahræranni yfír. 9. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið botninn í ofninn og bakið í 30 mínútur. Yfir kökuna: 3 eggjahvítur 1 tsk flórsykur 1 tsk sítrónusafí 10. Setjið eggjahvítur og sítrónu- safa í skál og þeytið mjög vel. 11. Stráið flórsykrinum út í. Þey- tið saman við. 12. Takið mótið með kökunni úr ofninum. Hafíð hröð handtök og sprautið eggjahvítunni yfír botn- inn. Setjið eggjahvítuna í sprautu- poka með stóra gati og sprautið fyrst rendur langsum með 2 sm bili og síðan aftur yfír eins rendur þversum. 13. Setjið heilu vínberin sem þið tókuð frá í götin sem era í eggja- hvítunetinu. 14. Setjið kökuna aftur í ofninn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. 15. Kælið kökuna örlítið. Skerið síðan niður með mótinu og losið hringinn af. Kælið kökuna síðan alveg og losið botninn frá. Athugið: Gott er að bera ís með kökunni en það þarf ekki. Kanilkakaí mörgnm lögnm 225 g smjör eða jurtasmjörlíki 225 g sykur (2‘/2 dl) 225 g hveiti (4 dl) 2 lítil egg 1. Hrærið smjör og sykur þar til það er alveg jafnt. Hrærið síðan eitt egg í senn út í. 2. Sigtið hveitið og hrærið var- lega í deigið. 3. Leggið disk á bökunarpappír, u.þ.b. 22 sm í þvermál. Teiknið síðan hring utan um diskinn. Reynið að hafa a.m.k. 2—3 hringi á hverri plötu. 4. Smyijið deiginu á hringina. Þetta eiga að verða 8 botnar. 5. Hitið bakaraofninn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið í miðj- an ofninn og bakið í 5—6 mínútur. Kælið botnana á kökugrind. Þið getið lagt þá í kökukassa með smjörpappír á milli. Fylling i botnana: 2 pelar ijómi 2 tsk vanillusykur 2 tsk kanill 100 g makrónukökur 6. Setjið makrónukökumar í plastpoka og meijið með köku- kefli. 7. Þeytið ijómann með kanil og vanillusykri. Setjið makrónu- mylsnuna út í ijómann. Smyijið ijómanum á botnana. Einnig yfir efsta botninn. Leggið botnana saman. Ofan á kökuna: 50 g suðusúkkulaði nokkrar pecan- eða valhnetur 8. Rífið súkkulaðið gróft. Setjið ofan á ijómann á efsta botninum. 9. Raðið hnetukjömunum eftir brún kökunnar. 10. Látið kökuna standa í 30—40 mínútur áður en hún er borin fram. Hindberjaterta Byijið á að taka 150 g af hind- beijum úr frysti og láta þiðná. Botnarnir: 5 eggjarauður IV2 dl sykur (140 g) IV2 dl hveiti (100 g) 1 tsk lyftiduft 1 dl heslihnetukjamar 5 eggjahvítur 1. Hrærið eggjarauður með sykri þar til það er ljóst og létt. 2. Malið hnetumar fínt. Sigtið hveiti og lyftiduft. Setjið saman við hnetumar. Hrærið þetta síðan út í eggjahræruna. 3. Þeytið hvítumar og blandið út í deigið með sleikju. 4. Smyijið springmót, 23 sm í þvermál. Setjið deigið í mótið. 5. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið botninn í ofninn og bakið í 25—30 mínút- ur. 6. Takið mótið úr ofninum og hvolfíð á kökugrind. Látið standa þannig í • 10 mínútur. Losið þá hringinn af, kælið kökuna alveg og losið þá botninn af. 7. Kljúfíð botninn í þrennt með brauðsög eða tvinna. Inn í kökuna: V2 pundskrakka hindbeijasulta V2 dl einhver beijalíkjör 8. Hrærið sultuna með líkjömum. Smyijið síðan á tvo botna og legg- ið saman. Ofan á kökuna: 3 dl flórsykur 2V2 msk beijalíkjör (sá sami og er í sultunni) 200 g frosin hindber (eða fersk) V2 peli ijómi 9. Hrærið flórsykur út með Iíkjömum. Þetta á að vera það mjúkt að gott sé að smyija því. 10. Smyijiðglassúmumyfírefsta botninn. 11. Þeytið ijómann. Setjið í ijómasprautu og sprautið toppa ofan á kökuna. Setjið hindber í hvem ijómatopp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.