Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 3
 r T 7 r r n l t r < 'f > Aí MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 <> 3 Cerðu Góðan Bíl Betri Með MARSHAL Dæmi um Hagkaupsverð: 155X12 kr.1999 165X13 kr.2199 175/70x13 kr.2499 175X14 kr.2699 Þorski „breyttu í ýsu eða ufsa? Sjávarútvegsráðuneytið ber saman fiskkaup og útflutning fiskvinnslustöðva NOKKUR dæmi eru um það, að á undanförnum misserum hafi þorski verið landað sem öðrum fisktegundum og þann- ig farið í kringum reglur um Sveinafélag rafeindavirkja: Verkfall aflamark. Vinnslustöðvar hafa þá keypt þorskinn, sem hefur verið skráður á hráefniskaupa- nótur til dæmis sem ýsa eða ufsi, en fluttur út undir réttu nafni. Þessi misbrestur hefur komið fram í könnun sjávarút- vegsráðuneytisins á samræmi hráefniskaupa og útflutnings fiskvinnslustöðva, sem nú stendur yfir. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur niðurstaða í einstaka dæmum komið nokkuð á óvart og sagt er að dæmi séu um það, að bátar hafi fískað þorskkvóta sinn sem aðra físk- tegund og síðan selt öðrum þorskinn á sporði. Ennfremur eru sögð dæmi þess, að þó nokkur munur hafí verið á keyptum þorski til vinnslu og seldum þorskafurðum. Þorskurinn skilar mönnum oftast beztri afkomu og því reyna menn frekast að kom- ast framhjá reglum um veiðita- kmarkanir á honum. Ýsan kostar svipað upp úr sjó og ljær þorskin- um því nafn sitt, þegar á þarf að halda. Einnig getur komið til greina að þorskur „verði að“ ufsa, ef þörf krefur. Morgunblaðið leitaði staðfest- ingar á þessu hjá sjávarútvegs- ráðherra, Halldóri Asgrímssyni. Hann sagðist hvorki geta né vilja staðfesta þetta. Hins vegar stæði yfír könnun á þessum málum á vegum ráðuneytisins. Henni hefði meðal annars verið hleypt af stokkunum vegna orðróms um misferli. „Við fórum í gang með nýjar aðferðir í eftirlitinu og þeirri athugun er ekki lokið. Við getum ekki liðið það, að ein- hveijar sögusagnir séu í gangi. Því er mikilvægt að eftirlitið sé það virkt, að ekki verði komizt framhjá því. Við viljum líka nota þær aðferðir, sem eru vænlegast- ar til að leiða sannleikann í ljós. Þessi aðferð ætti að sýna ótví- ræðar niðurstöður um það hvort menn hafa svindlað á þorskkvót- anum eða ekki,“ sagði Halldór Ásgrímsson. boðaðfrá 22. maí SVEINAFÉLAG rafeinda- virkja hefur boðað verkfall frá og með föstudeginum 22. mai næstkomandi. Þeir félagsmenn, sem starfa hjá Pósti og Síma, Vita- og hafn- armálastjóm og Flugmálastjóm, fara í verkfall 22. maí, en verk- fall frá og með föstudeginum 29. maí verður hjá þeim félagsmönn- um, sem starfa hjá Ríkisútvarp- inu og Ríkisspítölunum. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Miklar líkur á frjálsu fískverði VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins ræddi á fundi sínum í gær möguleika á fijálsu verði á helztu nytjafiskum okkar. Engin niðurstaðan náðist og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu flestir fulltrúar innan ráðsins hlynntir fijálsri verðlagn- ingu, en samþykki allra aðilja þarf til að svo megi verða. Stjóm SÍF samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag, að beina því til fulltrúa sinna í Verðlagsráði að þeir legðu til að fiskverðið yrði gefið fijálst að því tilskyldu, að greiðslum í Verðjöfn- unarsjóð fískiðnaðarins verði hætt. Fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna munu hlynntir frelsinu og fulltrúar kaupenda hafa einnig sagzt vera það. Síðast, þegar ftjálst fískverð var í deilgunni, strandaði það á skilgreiningu á því, hvað fælist í „fijálsu fiskverði". Talsverð- ar líkur eru taldar á, að þeirri hindrun megi ryðja úr vegi á næst- unni, en nýtt fískverð á að taka gildi frá og með næstu mánaðamót- um. ■Hróóleikur og JL skemmtun fyrirháa semlága! FLESTAR STÆRÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.