Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 52
82 MÖRGOWBtAÖÍÖ' 'LAÐGARDÁGtJS'lSWf‘fé^f Afleikirnir voru dýrir í New York Skák Margeir Pétursson Það voru há verðlaun í boði í öllum styrkleikaf lokkum á New York Open skákmótinu í síðasta mánuði. Hæstu verðlaun í efsta flokki voru 20.000 dalir, eða því sem næst áttahundruð- þúsund ísl. krónur og verð- launasjóðurinn í heild nálgaðist átta milljónir íslenskar. Þó þessar fjárhæðir séu með því hæsta sem þekkist á skákmót- um, þykja þær þó ekki sérlega umtalsverðar vestra, þar sem margfalt hærri verðlaun eru veitt á golf- og tennismótum. Markmið mótshaldarans, Jose Cuchi, innflytjanda á spánskum varningi til Bandaríkjanna, er að verðlaunasjóðurinn verði ein milljón Bandaríkjadaia, eða tæpar fjörutiu milljónir ísl. króna. Þrátt fyrir að það Cuchi eigi langt í land með að ná því mark- miði nýtur mót hans mikilla vinsælda hjá skákmönnum, sem sézt bezt á því að af 92 þátttak- endum í efsta flokknum voru hvorki meira né minna en 45 stór- meistarar. Jafnmargir slíkra hafa ekki áður teflt saman á móti, ef Ólympíumót eru undanskilin. Það var því hart barist um verðlaunin og jafnvel heimsfrægir stórmeist- arar, svo sem Portisch og Smyslov, unnu ekki til neinna verðlauna. Átta íslendingar tóku þátt í mótinu, við Helgi Ólafsson í efsta flokki, þar sem tefldu skákmenn með 2400 stig og hærri, fimm tóku þátt í flokki 2200-2400 stiga og Þráinn Vigfússon tók þátt í 1600-1800 stiga flokknum þar sem hann vann 1200 dali, sem dugði vel fyrir ferðakostnaðinum. Keppnin í efsta flokki ein- kenndist af því að keppendur á efstu borðunum voru ófúsir til að taka áhættu. Þar sem stigahæstu þátttakendumir áttust við var því fullmikið um stutt jafntefli. Helgi Ólafsson byijaði vel á mótinu, en eftir afskaplega klaufalegt tap fyrir júgóslavneska alþjóðameist- aranum Damljanovic náði hann sér ekki á strik. Ég byijaði hins vegar illa en hrökk að lokum í gang eftir margra mánaða óstuð og fékk sex vinninga úr sjö skák- um. Til þess þurfti talsverða heppni, t.d. vann ég gjörtapaða skák af Damljanovic, ef hann hefði ekki verið í tímahraki hefði ég verið búinn að gefast upp. Þetta fleytti mér alla leið upp í efsta sætið þegar tvær umferðir voru eftir af mótinu. í næstsí- ðustu umferð tókst mér að halda jafntefli í erfiðri skák gegn Sax frá Ungveijalandi, en landi hans Adoijan náði aleinn forystunni með því að vinna afskaplega furðulega skák af Murei frá ísra- el, þar sem mátti ekki á milli sjá hvor væri taugaóstyrkari. Þó Ad- oijan hafi áður fallið í yfirlið við slíkar aðstæður hélt hann nú ró sinni og með jafntefli í síðustu umferð við Christiansen tryggði hann sér efsta sætið. Ég hafði vonast eftir að fá hvítt gegn Ad- oijan í lokaumferðinni, en fékk hins vegar aftur svart, nú gegn Bandaríkjameistaranum Yasser Seirawan. Hann hafði af og til sparað kraftana með stuttum jafnteflum á meðan ég tefldi allar skákir í botn og er skemmst frá því að segja að mér tókst ekki fyllilega að jafna taflið, þótt litlu hefði munað. í endataflinu sýndi Seirawan síðan sína sterkustu hlið og vann sér inn 15 þúsund dali, eða jafnvirði 600 þúsund ísl. króna, en ég féll niður í hóp þeirra sem skiptu á milli sín 9-14. verð- launum. Röð efstu manna: 1-2. Adotjan (Ungveijalandi) og Seirawan (Bandaríkjunum) 8 v. af 11 mögulegum. 3-8. Spassky (Frakklandi), Christ- iansen, Federowicz, Kudrin (Bandaríkjunum), Spraggett (Kanada) og Sax (Ungveijalandi) 7 '/2V. 9-14. Margeir Pétursson, Miles (Englandi), Barlov (Júgóslavíu), Benjamin, Lein og Rohde (Banda- ríkjunum) 7 v. 15-28. Smyslov (Sovétríkjunum), Portisch og Csom (Ungveijal- andi), Hansen (Danmörku), Gheorghiu og Suba (Rúmeníu), Lobron (V-Þýzkalandi), Murei og Gutman (ísrael), Cvitan og Damlj- anovic (Júgóslavíu), Rodriguez (Perú), Dlugy og Browne (Banda- ríkjunum) 6'/2V. Helgi Ólafsson hlaut 5 vinninga. Við íslendingar áttum mjög frambærilega fulltrúa í flokki 2200- 2400 stiga, en reynsluleysi háði okkar mönnum, nema Sæv- ari Bjamasyni, sem stóð sig frábærlega vel og sigraði ásamt þremur öðrum. I þessum flokki voru fyrstu verðlaunin tíuþúsund dalir, eða nálægt 400 þúsund ísl. krónum og 100 skákmenn, víðs vegar að úr heiminum, vom mætt- ir til leiks. Þar á meðal var fjöldi gallharðra atvinnuskákmanna, til marks um það 20 alþjóðlegir skákmeistarar í keppendahópn- um. Sævar hlaut ö'Avinninga sem gaf tæpa flmm þúsund dali í aðra hönd. Jafnir honum vom þeir Salazar, Chile, Edelman, Banda- ríkjunum og Ljubisavljevic, Júgóslavíu, en sá síðamefndi náði að snúa vonlausu endatafli í vinn- ing í síðustu umferð, er taugar andstæðingsins bmgðust. Þegar Sævar Bjarnason sigraði í B- flokki á New York Open skákmótinu um páskana. teflt er um háar fjárhæðir og lítill tími eftir á klukkunni er stundum hægt að vinna í lottóinu á strætó- miða. Af hinum íslendingunum í þessum flokki er það að segja að þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jón Garðar Viðarsson og Jóhann Þórir Jónsson hlutu þijá og hálfan vinning, en þeir Jón Kristinsson og Ásgeir Þór Ámason þijá vinn- inga. Jóhann Þórir má vel við sinn árangur una, því samkvæmt íslenskum skákstigum hefði hann átt að tefla í lægri flokki, en hin- ir ollu vonbrigðum. Sævar Bjamason var sá íslendinganna sem reið feitustum hesti frá New York mótinu. Verðlaun hans em líklega þau hæstu sem íslenskur skákmaður hefur fengið á einu skákmóti. Síðan Sævar varð al- þjóðlegur meistari árið 1985 hefur hann ekki náð sér á strik, en er nú líklega farinn að venjast titlin- um. Hann teflir ekki mjög hvasst en hefur ávallt haft auga fyrir fmmlegum möguleikum til að bæta stöðuna. Skákin sem hér fer á eftir var tefld í næstsíðustu umferð og það var því mikið í húfí. Andstæðingur Sævars er kunnur ungverskur alþjóðameist- ari, sem er afar vel lesinn í bytjanafræðunum. Hann reyndist lflca vel heima í frönsku vöminni og fékk þægilega stöðu, en þegar þurfti að fara að tefla taflið reynd- ist Sævar algjör ofjarl hans. Ungveijinn gróf sína eigin gröf með því að kviksetja drottningu sína á a4 þar sem hún varð að- eins áhorfandi að bardaganum. Sannaðist þar hið fomkveðna að betra sé að tefla lélega stöðu vel en góða stöðu illa. Hvítt: Perenyi (Ungveijalandi) Svart: Sævar Bjarnason Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 — c5 5. a3 — Bxc3+ 6. bxc3 - Re7 7. Dg4 - 0-0. Sævar hættir sér ekki út í flækjumar sem koma upp eftir 7. - Dc7 8. Dxg7 - Hg8 9. Dxh7 — cxd4, sem er mun algeng- ari leið. 8. Rf3 - Rbc6 Nýtt tízkuafbrigði er 8. — f5 9. exf6 — Hxf6 10. Bg5 — Da5!?, þannig tefldi t.d. Þröstur Þór- hallsson með svörtu gegn Dan Hansson í einvígi þeirra um Reykjavíkurmeistaratitilinn í ár. 9. Bd3 — f5 10. exf6 (fram- hjáhlaup) Hxf6 11. Bg5 - Hf7 12. Bxe7 - Hxe7 13. Dh4 - h6 14. 0-0 - c4 15. Bg6 - Df8?! Það er eðlilegra að reyna strax að létta á stöðunni með uppskipt- um, sbr. skákina Kuindzhi-Dvor- etsky, sovézku 1. deildarkeppn- inni 1973 sem tefldist: 15. — Bd7 16. Hael - Be8 17. Dg3 - Bxg6 18. Dxg6 — De8 og svartur jafn- aði taflið. 16. Hael - Df6 17. Dg3 - Bd7 18. Re5 — Be8 19. Bxe8 — Hexe8 20. Rxc6? Opnun b línunnar gefur svarti kost á mótspili, en Ungveijinn ofmat næsta leik sinn. í staðinn hefði hvítur haldið þægilegri stöðu með þvi að leika 20. He3. 20. - bxc6 21. Dd6 - Hac8 22. f4 - De7 23. Db4?! Hvítur hefur misst fmmkvæði sitt og hefði átt að sætta sig við 23. Dxe7 - Hxe7 24. Hbl. 23. - Hb8 24. Da4? Hvítur kviksetur drottningu sína með þessum óheppilega leik. Enn var jafntefli að hafa með 24. Dxe7 - Hxe7 25. f5. Þar fuku fimmþúsund dalir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiöholtsskóla kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðsfélags- fundur þriðjudagskvöld. Félags- starf aldraöra miðvikudagseftir- miðdag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Messa kl. 14.00 í Kópavogs- kirkju. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómorgan- isti leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 14. Ástráður Sigur- steindórsson guðfræðingur prédikar. Sr. Jón Isfeld þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skírn. Guðspjallið í myndum. Smá- barnasöngvar og barnasálmar. Afmælisbörn boðin sérstakiega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smíd. Guðsþjón- usta kl. 14. Fermd verður Áníta Rut Ásmundsdóttir, Lækjarási 4, Reykjavík. Altarisganga. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn organistans. Kvenfélags- kaffi í Oddfellow-húsinu að lokinni messu. Mánudagur 18. maí: Tónleikar í Fríkirkjunni kl. 20.30. Félagar í Alouette-tríóinu frá New York leika tónlist eftir Telemann, Hovaness, de Bois- mortier, Persichetti og Gordon Jacob. Stella Amar leikur á óbó og enskt horn og Andrew Cordle á fagott. Leikið verður á selló í Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Sending heilags anda. einu verkanna. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Aðalfundur Grensássókn- ar verður mánudaginn 18. maí í safnaðarheimilinu kl. 18. Sr. Hall- dór S. Gröndal. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kaffisala kvenfélagsins verður í Domus Medica kl. 15. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Arni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. (Vinsamlegast athugið breyttan messutíma.) Prestur sr. Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga (ath. sumartími). Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Laugardag: Félags- starf aldraðra. Lagt af stað í Keflavíkurferðina (í dag) kl. 11.30 frá kirkjunni. Sunnudag: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11 árdegis (ath. breyttan messutíma). Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Ólafur Finnsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 (ath. breytt- an messutíma). Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. KIRKJA óháða safnaðarins: Guðsþjónusta kl. 14. Altaris- ganga. Sr. Þórsteinn Ragnars- son. SAFNAÐARRÁÐ Reykjavíkur- prófastsdæmis: Aukafundur verður í safnaðarheimili Bústaða- kirkju sunnudag 17. maí kl. 18.00. Dómprófastur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðurmaður Sam Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. . 20. Ræðumaður Hallgrímur Guð- mannsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. í maímánuði verður stutt bænahald eftir lágmessuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- mocca H 11 KFUM & KFUK, Amtmannsst.: Almenn samkoma kl. 20.30. „Nýtt hjarta". Ræðumenn sr. Arnfríður Guðmundsdóttir og Gunnar M. Sandholt. Bænastund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma kl. 11. Ofurstahjónin Runar syngja og tala. Sunnu- dagaskóli kl. 14. Norsk þjóðhátíð kl. 20. Gotfred Runar ofursti og Live kona hans frá Noregi stjórna og tala og fer hátíðin fram á norsku. Nk. mánudagskvöld verður síðasta samkoma með þeim hjónum að þessu sinni. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa á Mosfelli kl. 14. Hesta- menn fjölmenna á gæðingum sínum til messu. Sr. Birgir Ás- geirsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarnefnd. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ingólfur Guð- mundsson messar. Aðalsafnað- arfundur að lokinni guðsþjón- ustu. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Heimsókn Sel- foss-safnaðar. Sr. Sigurður Sigurðarson prédikar og annast altarisþjónustu ásamt sóknar- presti. Kirkjukaffi í Fjarðarseli eftir messu. Sr. Gunnþór Inga- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.