Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Bandaríkjaf orseti: Aðstoð við skæru- liða bar á góma — á fundi með Fahd, konungi Saudi-Arabíu Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandarikja- forseti sagði á miðvikudag, að Fahd, konungur Saudi-Arabíu, hefði vakið máls á stuðningi stjórnar sinnar við skæruliða i Nicaragua á fundi í Hvíta húsinu fyrir tveimur árum. Marlin Fitz- water, talsmaður Bandaríkjafor- seta, sagði i gær að innan veggja Hvíta hússins hefði aldrei verið litið svo á að það bryti í bága við bann Bandaríkjaþings við hernaðaraðstoð við kontra- skæruliða að mælast til þess að þriðji aðili legði fram fé. Reagan sagði fréttamðnnum, að hann hefði ekki beðið Saudi-Arabíu- konung að aðstoða skæruliða. „A það mál var ekki minnst fyrr en Fahd skýrði sjálfur frá því, að stjóm hans hefði sent skæruliðum fé,“ sagði Reagan. Robert McFarlane, fyrrum ör- yggisráðgjafí, sagði við yfirheyrslur á mánudag, að land 2 eins og hann nefndi það og almennt er talið vera Saudi-Arabía, hefði sent skærulið- um eina milljón dollara á mánuði eftir að Bandaríkjaþing bannaði aðstoð við þá. Neitaði hann því, að Bandaríkjastjóm hefði haft milli- göngu um aðstoðina en sagði, að Reagan hefði fagnað fréttinni þegar hann fékk hana. Fitzwater sagði við blaðamenn í Hvíta húsinu að aldrei hefði verið „iitið á það sem ólöglegt að hvetja eitthvert þriðja ríki til að aðstoð, hvort sem hún var hemaðarleg eða í mannúðarskyni". Hann sagði að í Hvíta húsinu væri talið að lög hefðu ekki verið brotin. Fitzwater neitaði því jafnfram að Reagan hefði nokkm sinni hvatt eitthvert þriðja ríki til að aðstoða kontra- skæraliða og honum hefði ekki verið kunnugt um að starfsfólk sitt hefði mælst til slíks. Feminists gain positions in iceiana REYKJAViK, lceland (Af') IVirnc Miníiilw 8»efiiftri«»uf Hcniiannsson <>n «Snrvl;iy coiicwied dcfcat »n lcdftiid a g«.n<ta| elw'lion, Íeavmg kft vviug feministí. Lifcdy ío )u>ld L*al«r.<i* of twwer in negnhatiotiK »<> u>rrn >i nuw gnvci nmeni ■ Thc center nct.l nnilHion Ht5r»nA»»sson s I i.igti'sstttt l and Uie conservattve lntlei>m<im:e Party wncrgwl * i»H *»l ieatj, in»he63 seat AlUnng. Icdand a ^rtiarnenl. 'jjje {'tto partiihi hdd a toial a» .y» ácath m outgimg oarliamcm, whic»i al ihat tmie l oniamed <>«> u>mr> 1 Herrmanri&ion <o;u-wle<i sliortiy Udore uli v»U'» frotn •y*uí tlay s deetion were connlwl <»f »hts> ^arih Aflantie islaiul na»t< n .-> 940 nix) neoolí’ t <>i <XK» were cligihle tn vdo. . *‘I cxpect I >iil i>c bandmg m my rcsignation oft T iicsday. Herniannssott«<»»<!rcj>or»ers. Hwnnimswm ran tnoslly ‘»> an ecotinmtojdoth.nn. «»>•( H crwlit for bríngini* inflation «iown frotn I K> P<:»**n» »» ‘**5'3 u* u ^ThHeHwmg'woínens AHianec doabted iu> huhlmg U* si* :srats and smd it won U.c right 1» euícr the goveTOtnen ■ *adcr» d maior partieri acknowlwigwi tbc rt inmiHis wwild likety bold jj* ííilance of }x>wcr íu ncgnliatioiis IkMwcwi centnr xigW ami icli wing jwtliwi. Ewninisis wct c johilUtnt Siutdny , ••Tbe }>eoi>lo h;»'Cdwnawlwl tlial ihc t Vt*m*.wi »' Ali.am c cnlua povtmmtw." KrWto ltolMnrs'ltilíir snafccswnman lor B wtticli morto HMH 1» 19« wl«> >1 11« l.ml "We wiii consiiior ftvory mfvr, Imt u :& ioo ivnly to t* II vfcliat fcmu of sov<?mn>t'".l v iil'l'i' tonnml.” f.!s !tal!<íors<l«nr The fcmintHÍs whtisc 10 poreent of H»c vo?e >a.-> dou»>k U»wr sliarr in t!« Íar l 8<:»er«l cfi vlioo i» IIM, >»»■ <<* jUjjM" **» diíal wouldlmhij'.licr pay for woro. o anihinurnvjidío.iafwrviccs Tiic «»vrrr.ii»i cmililion s defval vas noc fcWHfty ,0 ‘t eloction splil in lliií Inrlopcntlitnct' l’iirtv, lcclumi s tarfci-l, 1*'» fiíThencwpi<ív, fmiii'li'iííiý Aiúiri fSutlrwirolssMi.»clinrtiiiMlK viilwan ot !l,i'li ‘lc|>co'lc<icc Carty. chalkcl »«. ««« al «>c . . . t.rt_<_ „vw,.,víA \s.Í!imitft \i'l'f'ti 'iirrstíí AmocíoIuc J Ptom nimnortnra o. Iccland'a lcfl-wlna Wnmetfa AHIance ocl.b.ate Ihetr Kvennalisti vekur athygli á Kyrrahafi FRAMMISTAÐA Kvennalistans í nýafstöðnum Alþingiskosningum hefur víða vakið athygli. í gær barzt Morgunblaðinu úrklippa úr blaðinu Pacific Daily News, sem gefið er út á Kyrrahaf- seynni Guam. Útsíða blaðsins var lögð undir frásögn AP-fréttastofunnar af úrslitum kosn- inganna og var fréttin skreytt með stórri mynd af kátum Kvennalistakonum á sigurstund. Efnahagsbati eykur sig- urlíkur Ihaldsflokksins London, frá Valdimar Unnari Valdimars Hyni, fréttaritara MorgunbiaðsinB. Ihaldsflokkurinn nýtur nú góðs af því í kosningabaráttunni hér í Bretlandi að uppgangur er ótví- ræður á ýmsum sviðum efnahagslí- fsins. Eru það ekki síst nýjustu upplýsingar um fjölda atvinnu- lausra sem gefið hafa íhalds- flokknum byr undir báða vængi. Nýjustu tölur um atvinnuleysi hér í Bretlandi sýna að atvinnulausum hefur nú fækkað tíunda mánuðinn í röð. Eru nú rúmlega 3,1 milljón manna á atvinnuleysisskrá og hefur þeim því fækkað um 36 þúsund síðastliðinn mánuð. Síðastliðið hálft ár hefur breskum atvinnuleysingjum fækkað að meðaltali um 26 þúsund á mánuði, samkvæmt opinberum tölum. Eru íhaldsmenn að vonum ánægðir með þessa þróun og segja hana bera þess glöggt vitni að efna- hagsstefna ríkisstjómarinnar sé farin að skila umtalsverðum árangri. Yo- ung atvinnumálaráðherra sagði á fimmtudag að þessar nýjustu tölur sýndu að atvinnuleysi í Bretlandi drægist nú saman með meiri hraða en í nokkra öðru iðnvæddu ríki. Stjómarandstæðingar segjast taka öllum upplýsingum um atvinnuleysi með varúð þar sem stjómvöld hafa æ ofan í æ breytt þeim reglum sem notaðar hafi verið við útreikninga á atvinnuleysi. Segja talsmenn Verka- mannaflokksins og Bandalags ftjáls- Margaret Thatcher Reuter lyndra og jafnaðarmanna að slíkar breytingar hafi orðið þess valdandi að atvinnuleysi sé stórlega vanreikn- að og sé það í raun mun meira en opinberar tölur gefa til kynna. Einnig segja stjómarandstæðingar að það skjóti óneitanlega skökku við, að ríkisstjómin skuli telja sér það til tekna er atvinnulausum fækkar um einhveija tugi þúsunda þegar ljóst sé að atvinnulausum hafi fjölgað um rúmar 2 milljónir síðan ríkisstjóm Margaretar Thatcher komst til valda, um 20 þúsund að meðaltali á viku hverri. Noregur: Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA laxeldisstöðin Mauran- ger Laks a/s hefur fengið fyrir- mæli um að slátra allri framleiðslu sinni, um einni miljj- ón seiða, vegna nýrnaveiki. Óttast er að veikin, sem er smit- sjúkdómur, kunni að breiðast út og því hefur fyrirtækinu verið settir úrslitakostir. Getur það haft gjald- þrot í for með sér þar sem fyrirtæk- ið fær engar skaðabætur. íhaldsmenn birta kosningastefnu- skrá sína á þriðjudag í næstu viku en sitja auðvitað ekki auðum höndum fram að því. Þessa dagana halda til dæmis skoskir íhaldsmenn flokksþing sitt í Peth í Skotlandi og er ljóst að íhaldsflokkurinn ætlar að nota sér það þing til að hrinda af stað kosn- ingabaráttu sinni á landsvísu. Thatc- her hefur þegar varað flokksmenn við of mikilli bjartsýni og sagt að hún geti komið Ihaldsflokknum f koll, hvergp megi gefa þumlung eftir í baráttunni. Á sama tíma og athyglin beinist að þingi skoska íhaldsflokksins þeyt- ast leiðtogar Bandalags fijálslyndra og jafnaðarmanna þeir David Owen og David Steel, landshoma á milli. Þeir tvímenningar hafa undanfama daga haft þann háttinn á að sækja heim ýmsar borgir hér í landi, heilsa upp á heimamenn og halda blaða- mannafundi til að kynna stefnu Bandalagsins. Niel Kinnock, formað- ur Verkamannaflokksins, hefur troðið svipaðar slóðir, hafa þessir leið- togar því tekið daginn snemma að undanfömu þótt ekki séu þær alltaf uppörvandi fréttimar, sem blasa við þeim á síðum morgunblaðanna. Þannig vom til dæmis birtar í gær niðurstöður tveggja skoðanakann- ana, sem benda til þess að íhalds- flokkurinn muni vinna með umtalsverðum yfírburðum i komandi kosningum og halda traustum þing- ■ Reuter Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, og kona hans, Glenys, leggja upp i lestarferð í upphafi kosningabaráttunnar í Bretlandi. meirihluta. Munu nýjustu upplýsing- ar um batnandi efnahagshorfur og fækkun atvinnulausra tæplega gera annað en styrkja stöðu íhaldsflokks- ins enn frekar og auka líkur á stjóm- arsetu hans þriðja kjörtímabilið í röð. Milljón sýktra seiða slátrað Tryggingar bæta ekki tjónið þar sem því er fyrirskipað að slátra framleiðslu sinni. Hefðu seiðin hins vegar drepist í keijunum hefði það fengið bætur. Ellefu laxeldisstöðvar við Harð- angursQörð era nú undir ströngu eftirliti vegna veikinnar í Mauran- ger Laks. Enn sem komið er hefur sjúkdómsins ekki orðið vart hjá þeim. Deilt um mál Garys Hart: Kemur kynlíf sljórnmála- manna almenningi við? Washington, Reuter. ÞAÐ HEFUR vakið miklar deilur í Bandaríkjunum að Gary Hart skyldi ákveða að hætta við að sækjast eftir útnefningu Demó- krataflokksins til forsetakosn- inga í Bandarikjunum vegna umfjöllunar fjölmiðla. Deilt er um rétt stjórnmálamanna til að eiga sitt einkalff og mörk lög- mætrar rannsóknarblaða- mennsku. Spurt er hvort kynlíf frambjóð- enda sé þeirra mál, eða hvort réttur almennings til upplýsingar nái inn í svefnherbergið. Einnig hefur verið vakið máls á því hvort blaðamenn geti með rétti njósnað með frambjóðenda. Sú var raunin með blaðamenn dagblaðsins Miami Herald, sem fylgdust með Hart þegar hann hitti ljóshærðu leikkonuna Donnu Rice í húsi sínu í Washington. Hart dró sig út úr slagnum um útnefningu flmm dögum eftir að Miami Herald greindi frá því að harðgiftur frambjóðandinn hefði varið nóttinni með Rice. Hart stað- hæfði að hún hefði farið út um Blaðamenn Miami Herald sátu um þetta hús Garys Hart i Was- hington til að komast að þvi hvort hann ætti sér hjákonu. bakdyr án þess að blaðamennimir hefðu tekið eftir og sofíð annars staðar. En ekkert lát varð á deilunum og steininn tók úr þegar dagblaðið Washington Post sagði að Hart hefði gerst sekur um hjúskaparbrot með annarri konu. Og Hart, sem ætíð hefur borið á móti því að hann sé „flagari", dró sig í hlé. Uppljóstranimar um Hart ganga þvert á þegjandi samkomulag blaðamanna í Washington um að greina ekki frá rekkjubrögðum for- seta eða forsetaframbjóðenda. Blaðamenn í Hvíta húsinu vissu að forsetamir Warren Harding, Franklin Roosevelt, John Kennedy og Lyndon Johnson hefðu haldið fram hjá, en létu það ekki fara lengra. Kynlíf var talið utan dag- skrár og óviðkomandi almennri umræðu. En nú era breyttir tímar. í upphafí stuttrar kosningabar- áttu sinnar var Hart spurður hreint út á blaðamannafundi hvort hann hefði gerst sekur um hórdóm. Þetta var rétt eftir að fréttin um Donnu Rice birtist. Hart kvaðst ekki þurfa að svara þessu og bætti við: „Strákar, til er nokkuð, sem heitir drenglyndi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.