Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Egilsstaða- flugvöllur boðinn út í sumar VIÐ gildistöku laganna um flug- málaáætlun þann 1. júli næst- komandi eykst framkvæmdafé Flugmálastjórnar í ár úr 69 miUj- ónum í 140—150 milljónir kr. Á næsta ári verður framkvæmda- féð 240—250 milljónir kr. Egilsstaðaflugvöllur er fýrstur á flugmálaáætluninni. Pétur Einars- son flugmálastjóri segir að 60 milljónum verði varið til fram- kvæmda þar. Hann sagði að haflst yrði handa við völlinn í sumar. í júlí yrðu boðnar út framkvæmdir við burðarlag á 600 metra flug- braut. Hún þyrfti síðan að síga í eitt ár. Reykjavík; Hundaeig- endur í vanskilum FYRSTA aprfl síðastliðinn áttu 150 hundaeigendur eftir að greiða 5.400 króna árgjald til heilbrigðiseftirlitsins vegna hunda sinna. Hundaeigendur fengu viku frest til að greiða gjaldið og sagði Oddur Rúnar Hjartarsson framkvæmda- stjóri heibrigðiseftirlitsins á Reykjavíkursvasðinu að hundaeftir- Iitsmenn hefðu kannað aðstæður hjá um þriðjungi eigenda og yrði því haldið áfram. „Margir hlupu til og greiddu strax gjaldið án þess að til þess kæmi að hundamir væru teknir," sagði Oddur. Tvo hunda þurfti þó að flarlægja til geymslu og fá eigendur tíu daga frest til að gera upp skuld sína. Ef það bregst er hundurinn aflifaður. Alltaf eru nokkur brögð að því að hundar séu ekki skráðir og sagði Oddur að tfu hundar hefðu fundist síðustu vikumar. Launanefnd fundar aft- ur í dag LAUNANEFND ASÍ og VSÍ kom saman til fundar í gærmorgun tfl þess að úrskurða um launa- hækkanir nmfram það, sem kveðið er á um i kjarasamningi aðfla frá því i desember, en vísi- tala framfærslukostnaðar i aprfl fór 1,33% fram úr þeim mörkum, sem gert var ráð fyrir i samn- ingnum. Engin niðurstaða varð af fundi nefndarinnar og hefur annar fundur verið ákveðinn í dag. 1,5% samningsbundin launa- hækkun kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, 1. júní. Launa- nefiid ASÍ og VSÍ hefur það verkefni með höndum að meta verð- lagsþróun og úrskurða um launa- hækkanir, sé verðbólga meiri en reiknað er með í kjarasamningum aðila. Verði niðurstaða nefndarinn- ar sú, að bæta beri hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu, hækka laun um 2,85% um næstu mánaðarmót. Tveir frá hvorum að- ila sitja í nefndinni og hefur ASÍ farið með oddaatkvæði í henni frá upphafi, þar sem ávallt hefur verið samstaða um úrskurði nefndarinn- ar. Þær stúlkur er komust i úrslit. Frá vinstri: Kristín Lúðviksdóttir, sem lenti í þriðja sæti, Þorbjörg Bjarnadóttir, sem lenti í öðru sæti og sigurvegarinn Bertha María Waagfjörð. Lengst til hægri stendur Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Nýs Lifs. Bertha María Waagfjörð kjörín ljósmyndafyrir- sæta Elite og Nýs Lífs BERTHA María Waagfjörð, 16 ára, var kjörin \jósmyndafyrir- sæta Elite og Nýs Lifs i veitinga; húsinu Broadway i fyrrakvöld. í öðru sæti varð Þorbjörg Bjarna- dóttir, 18 ára, og í þvi þriðja lenti Kristin Lúðvíksdóttir, 17 ára. Þetta er í flórða sinn sem Nýtt Líf stendur fyrir vali á ljósmynda- fyrirsætum fyrir hönd Elite. Trudy Tapscott, einn af framkvæmda- stjórum Elite, var viðstödd val stúlknanna að þessu sinni, en und- anfarin þijú ár hefur eigandi Elite, John Casablanca, komið sjálfur til að krýna nýjar ljósmyndafyrirsæt- ur. Magnús Hreggviðsson, sijómar- formaður Nýs Lífs, sagði að Casabianca hefði forfallast að þessu sinni vegna gamalla meiðsla, sem tekið hefðu sig upp á ný. Bertha María mun væntanlega halda utan til Sikileyjar næsta haust ásamt fulltrúa frá Nýju IJfi þar sem úrslitakeppnin fer fram. Þeim fimmtán stúlkum, sem komast í úrslit á Sikiley, mun öllum bjóðast að starfa sem fyrirsætur á vegum Elite. Þær Þorbjörg og Kristin munu fá atvinnutækifæri hjá Elite í París, óski þær þess. Síðasta sumar komst íslenski sig- urvegarinn, Snæfriður Baldvins- dóttir, í hóp þeirra fímmtán stúlkna sem komust í lokaúrslit. Jafnframt fyrirsætustörfum, hefur Snæfríður stundað menntaskólanám. Þær stúlkur, sem hafa komist f úrslita- keppni Nýs Lífs og Elite hingað til, hafa allar unnið sem ljósmynda- fyrirsætur. Morgunblaðið/KGA Sigurvegari keppninnar, Bertha María Waagfjörð, eftir að úrslit höfðu verið kynnt á Broadway ásamt Halldóri Jónssyni gullsmið. Menntamálaráðuneytið: Markviss uppbygging tölvu- væðingar í skólakerfiuu hafin Tölvum komið upp í öllum skólum og kennarar þjálfaðir í notkun þeirra „MEÐ þessum tillögum má segja að markviss tölvuvæðing skólakerf- isins sé hafín, enda ekki seinna vænna,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra á fundi með fréttamönnum, þar sem tillögur um stefnumótun í tölvumálum skólakerfisins voru kynntar. Tillögum- ar gera meðal annars ráð fyrir að komið verði upp tölvum í öllum skólum landsins, uppbygging tölvuvæðingarinnar verði samræmd og tölvunotkun i skólum verði skipulögð þannig að sú þjálfun sem nemendur fá, nýtist þeim beint f atvinnulífinu. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 7 tfl 8 milljónum króna framlagi ríkisins tfl þessara mála, og er miðað við að ríkið standi straum af helmingi kostnaðar á móti sveitarfélögum. Að sögn Sverris Hermannssonar ákvað hann, er hann tók við emb- ætti menntamálaráðherra, að endurskoða þá steftiumörkun í tölvuvæðingu skólanna, sem unnið hafði verið að frá 1982 og var Jó- hann P. Malmquiast, prófessor, ráðinn til þess verks. í október 1986 skipaði ráðuneytið starfshóp til að vera Jóhanni til aðstoðar við tillögu- gerð um stefnumótun í tölvumálum skólakerfisins. í starfshópnum áttu sæti Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Jóhanna Axelsdóttir kennari, Jón Þór Þór- hallsson, forstjóri skýrsluvéla ríkis- ins og Reykjavíkurborgar og Yngvi Pétursson, lektor við Kennarahá- skóla íslands. Starfsmaður nefiid- arinnar var ráðin Agla Sigurðar- dóttir tölvunarfræðingur. Tillögur nefndarinnar liggja nú fyrir og eru í meginatriðum sem hér segin Komið verði tölvum á allar kenn- arastofur þannig að kennarar þjálfist í að nota þær í starfi sínu. Áhersla skuli lögð á tölvuna sem hjálpartæki í kennslu. Aflað verði hugbúnaðar erlendis frá til skoðun- ar og til aðlögunar aðstæðum hér. Gerðar verði frekari tilraunir með notkun LOGO í skólastarfí, en það er forritunarmál, sem er sérstak- lega gert til notkunar við kennslu. Einnig verði kannað með hvaða hætti unnt er að nýta gagnabanka í skólum. Þá er lagt til að kannað verði hvort unnt sé að efla sam- starf heimila og skóla á sviði tölvufræslu. Tölvunotkun í skólum verði skipulögð þannig að sú þjálfun sem nemendur fá nýtist þeim beint í atvinnulifínu. Lagt er til, að menntun kennara í tölvunotkun og tölvufræðum verði efld. Unnið verði markvisst að því að nýta tölvutækn- ina við ýmiss verkenfni tengd sfjómun skóla. Lögð verði áhersla á að ná sem hagkvæmustu kjörum við innkaup á tölvubúnaði. Loks er lagt til að komið verði á fót starfs- hópum til að vinna að framkvæmd tillagnanna og að áætlunin í heild verði endurskoðuð að tveimur árum liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.