Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 61 Pétur Ásbjörnsson „tjaldbúi“, til vinstri, tók við peningrinum fyr- ir hönd Rrýsuvikursamtakanna. 7 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Asgeir Ingimundarson formaður Þroskahjálpar Suðurnesja, til vinstri, tók við peningagjöfinni fyr- ir hönd Þroskahjálpar. Með honum eru Guðmundur Halldórsson gjaldkeri Óðins, í miðjunni, og Kristján Ingibergsson formaður Óðins, til hægri. Lionsklúbburinn Óðinn: Gáfu 580 þúsund tíl líknarmála Keflavik. LION SKLÚBBURINN Óðinn gaf tæplega 600 þúsund krónur til líknargjafa nýlega. Þeir aðil- ar sem þessar peningagjafir fengu, voru Þroskahjálp Suður- nesja, Krýsuvíkursamtökin og elliheimilið Hlévangur í Keflavík. Fjárhæð þessi var afraksturinn af nýstárlegu happdrætti sem þeir Lions- félagar gengust fyrir um jólin. Þroskahjálp fékk 300 þúsund krónur og verður þeirri fjárhæð varið til að koma upp aðstöðu utan þéttbýlis fyrir þroskahefta þar sem þeir geta dvalið einhvem tima. Kiýsuvíkursamtökin fengu 200 þúsund krónur, en samtökin beita sér fyrir að koma upp með- ferðarheimili fyrir unga vímu- efnaneytendur í Krýsuvíkurskóla. Við þetta tækifæri sagði Birgir Asgeirsson, fulltrúi Krýsuvíkur- samtakanna, að menn væru að vonast til að geta opnað staðinn í haust. Elliheimilið Hlévangur fékk svo 80 þúsund krónur til kaupa á sófasetti. Aðalvinningurinn í happdrætt- inu var bifreið og auk þess tvö myndbandstæki. Gefnir voru út 1.000 miðar sem seldir voru á 1.000 jcrónur og seldust þeir allir upp. A undanfömum árum hafa félagar í Óðni beitt sér sérstak- lega til að hjálpa þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu eða hafa orðið fyrir skakkaföllum af ýms- um ástæðum. Má þar nefna að um hver jól taka þeir sig til og aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda. BB Minning: Bjarnþór Þórðar- son kennari Fæddur 3. september 1912 Dáinn 24. apríl 1987 Ég kynntist Bjamþóri Þórðarsyni fyrst fyrir utan sýningargluggann á Gamla bíói. Hann var þar með Astu Sigurðardóttur, sem hann kallaði lærisveinku sína. Sjálfsagt hefur ekkert okkar átt fyrir bíó svo við tókum tal saman. Bjamþór fæddist 3. september 1912 á Grenj- um í Álftaneshreppi á Mýrum. Hann var sonur Þórðar bónda þar og síðar hótelhaldara í Borgamesi, Þórðar- sonar á Hömmm í Hraunhreppi Benediktssonar. Móðir hans var Þórdís Bjamþórsdóttir, Bjamason- ar, sem lengi bjó í Knarramesi, og Sesselju Soffíu Níelsdóttur. Listamenn em margir í ættum Bjamþórs, í móðurætt er hann fjórði ættliður frá Guðnýju frá Kömbmm og systursonur Ásgeirs Bjarnþórssonar listmálara. Hann stundaði tungumálakennslu mikinn hluta ævinnar en var þó ekki kenn- aramenntaður en tók stúdentspróf utan skóla. Fór orð af því hversu vel hann talaði frönsku svo um það mynduðust þjóðsögur. Hann varð túlkur hjá enska hemámsliðinu þeg- ar það kom hingað og seinna því ameríska. Hann starfaði í franska sendiráðinu á þeim tíma sem Hemy Voillery stjómarfulltrúi réð þar ríkjum. Hann fékkst nokkuð við þýðingar og þýddi m.a. Á valdi vínguðsins, eftir Charles Jackson, sem Helgafell gaf út 1948 og má þar sjá hversu orðhagur hann var. Hann kunni ógrynni ljóða og var sjálfur hagmæltur og sló þá á létta strengi. Hann ferðaðist til Frakk- lands 1966 og lét vel yfir þeirri för og sjálfsagt hefur hann ekki verið í vandræðum með frönskuna. Bjamþór bjó í Þingholtsstræti 28, sem kallað var „Hússtjóm", þegar það brann til kaldra kola á aðfangadagskvöld 1957 og varð hann þá fyrir sámm skaða. Hann var ekki heima um kvöldið en missti eigur sínar, þar á meðal bækur sínar allar. Bjamþór Þórðarson var hár mað- ur og grannur og bar sig fyrirmann- lega og hélt því þó elli sækti hann heim nokkuð snemma. Hann var ætíð vel búinn. Maður hitti hann oft á leið um miðbæ Reykjavíkur eða þá á kaffihúsum, annað hvort á Adlon, en á þessum ámm áttu Silli og Valdi aðra hverja veitinga- stofu í bænum og hétu allar Adlön — eða þá á Laugavegi 28B, þar sem hann sat löngum. Manni fannst hann vita alla hluti milli himins og jarðar. Hann var ljúfmenni í sjón og raun og einn þeirra manna sem settu svip á bæinn. Síðustu árin hafði hann minna þrek til að vera á ferli og minnið var ekki jafn gott og áður, en ef hann fékk heimsókn rifjaði hann oft upp vísur og sló ekki hendinni á móti vindli með kaffínu. Hann lést 24. apríl á elli- heimilinu Gmnd í Reykjavík. Jóhann Már Guðmundsson V Krossar á leiði Framleiði krossa á leiði. Útvega skilti ef með þarf. Uppl.ísíma 73513. Hótel Saga Síml 12013 Kveðjuorð: Erlingur E Hjaltested 24. apríl síðastliðinn var afí okk- ar, Erlingur Eysteinn Hjaltested, jarðsunginn í Dómkirkjunni. Hann fæddist í Reykjavík 10. janúar árið 1907. Afi var sonur hjónanna Bjama Hjaltested prests og kenn- ara og konu hans, Stefanie Önnu Hjaltested, sem bjuggu við Suður- götu 7 í Reykjavík. Afi lauk námi í jámsmíðaiðn í vélsmiðjunni Héðni árið 1929 en hóf síðan störf hjá íslandsbanka, sem skömmu síðar var breytt í Útvegsbanka íslands. Þar starfaði afí samfle}d.t til 1. febrúar 1967 sem bankaritari. Árið 1933 kvæntist hann eftirlif- andi ömmu okkar, Guðríði Sigur- björgu Hjaltested. Byggðu þau síðan sitt eigið heimili í Karvavogi 43 í Reykjavík og býr amma þar enn. Afí var góður afi og mikill bama- vinur. Eftir vinnu hjá Útvegsbank- anum helgaði hann sig garðinum sínum í Karfavogi þaðan sem við krakkamir höfum margar minning- ar að geyma um afa okkar og hve vænt honum þótti úm garðinn ásamt ömmu. Afi hafði mikinn áhuga á knatt- spymuiðkun okkar krakkanna og studdi okkur mikið því hann hafði miklar taugar til Knattspymufé- lagsins Víkings, en þar stunduðum við okkar áhugamál með stuðningi frá afa. Við kveðjum afa okkar í góðri trú um að dauðinn og ástin séu vængimir sem bera góðan mann burt, og amma, Guð blessi þig og varðveiti því að söknuðurinn er þér og okkur mikill. Bamabömin í Huldulandi 5 Mig langar að minnast Erlings E. Hjaltested, en hann var einn góðvina foreldra minna. Gaman var að koma á heimili hans og Lóu, konu hans. Þau voru einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Það kom stundum fyrir að ég færi þangað ásamt móður minni og manninum mínum og nutum alls hins besta á heimilinu. Vil ég þakka þeim hjónum Lóu og Erlingi fyrir það traust og vináttu sem þau jafn- an sýndu móður minni. Fjölskyld- unni votta ég og eiginmaður minni innilega samúð. Ágústa Blóm og skreytingar við öll tœkifœri V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.