Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Umæskutrú rit- stjóm Þjóðviljans eftirMagnús Þórðarson Laugardaginn 23. maí birtust slitrur úr blaðamannsviðtali við mig í helgarblaði Dagblaðsins/ Vísis (DV). Allt var það fremur í léttum dúr, eins og ætlast mun vera til í svona blöðum. Eitthvað hrærði það þó upp í hinum sósíalíska hluta heilabúsins í gömlum kunningja mínum, Áma Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans. Fimmtudaginn 28. maí skrifar hann um þessi viðtalsbrot í blað sitt, „málgagn sósíalisma, þjóð- frelsis og verkalýðshreyfingar" í þessum einkennilega, gamansama geðvonskutóni, sem honum er löngu orðinn eiginlegur. Helsta aðfínnslu- og áhyggjuefni Áma er, að ég skuli enn hafa sömu skoðan- ir á ýmsum hlutum og fyrir tuttugu ámm. „Magnús Þórðarson stígur og fram í þessu viðtali sem sá maður, sem er sæll í sinni æskutrú og ætlar sér að vera það.“ „Ekki sér hann eftir neinu“. „Þegar Re- agan forseti er heldur á flótta . . ., þá heldur Mangi fast við sinn keip.“ Eg kannast ekki við að hafa öðlast neina „æskutrú", en hafi svo verið ætla ég að hún ha.fi dugað mér betur en æskutrú Áma, sem hann reynir enn að halda dauða- haldi í, þótt á ýmsu hafí gegnið. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir hugsandi mann eins og Árna, sem fylgist með atburðum á hverj- um tíma, að halda áfram að aðhyllast sósíalisma. Slíkt afrek hlýtur að flokkast undir trú en ekki skynsamlega myndaða skoð- un. Ég sagði „afrek“, en kannske ætti fremur að kalla það illvirki við_ eigið sálarlíf og ævistarf. I æsku og raunar alla ævi kom- ast menn ekki hjá því að mynda sér skoðanir og taka afstöðu. Sem betur fer sleppa menn við að þurfa að taka afstöðu til allra hluta, til dæmis tel ég ekki brýna nauðsyn á því, að ég taki persónulega af- stöðu til kvótakerfis á fiskveiðum, landbúnaðarstefnu norska Verka- mannaflokksins eða gatnagerðar á Akureyri. Onnur mál sleppur eng- inn við. Eng^um er sama um það í hvers konar þjóðfélagi hann vill búa. Æskumenn hafa skörp augu til að skyggnast eftir misfellum á samfélaginu og sterkan vilja til að slétta úr þeim hið fyrsta. Bjart- sýni, óþol og reynsluleysi æsku- manna veldur því stundum, að þeir grípa feginshendi við einföld- um og róttækum skyndilausnum, allsheijar-patentlausnum á hinum mikla vanda, sem þeim sýnist hijá heimabyggð sína og reyndar heimsbyggðina alla. Á æskuárum okkar Árna var sósíalisminn fyrir- ferðarmestur fyrir sjónum þeirra, sem leituðu að einni mannkyns- lausn. Þótt ég hafi alltaf talið það skort á snerpu í hugsun að ímynda sér, að slík allsheijarlausn sé til, hef ég aldrei dregið í efa heiðar- leika þeirra, sem slíku geta trúað og leita lausnarinnar. Það er ung- um mönnum og öllum mönnum áskapað og eðlilegt að vilja bæta mannlífíð. Hitt þótti mér einkenni- legt og sorglegt, hve margir ungir menn skyldu geta fallist á, að só- síalisminn væri hin endanlega lausn. Þar námu þeir staðar í sann- leiksleitinni, hinir ungu menn á morgni lífsins. Lausnin var fundin, aðeins útfærslan og framkvæmdin eftir. Það er harmsefni, hve marg- ir æskumenn, sem vel vildu, skyldu ánetjast hinu rígskorðaða hug- myndakerfi sósíalismans, festast þar og staðna. Margir breyttu sem betur fer síðar um skoðun eða trú. Aðrir kusu ekki að fara færar leið- ir skynseminnar til þess að bæta þjóðfélag sitt, heldur eru þeir enn að veija og beijast fyrir illum málstað. Þeir hafa enn sína æsku- trú. Þeirra á meðal er Ámi Bergmann. Fyrir síðari heimsstyijöld var allt vitað um kenningar sósíalis- mans og nægilega mikið um framkvæmd þeirra (í Ráðstjóm- arríkjunum) til þess, að unnt var að hafna honum sem framtíðarsýn mannkyns. Upp úr stríðinu komst ég ekki hjá því frekar en aðrir að mynda mér skoðun og taka af- stöðu. Engin „trú“ kom þar við sögu. Um svipað leyti hefur Ámi væntanlega verið að taka afstöðu. Ekki veit ég hvemig hann hefur farið að því, en miðað við það, sem síðar hefur gerst, fínnst mér, að það hljóti fremur að hafa verið byggt á trú en skoðun. Og hvor okkar hafði rétt fyrir sér og hvor rangt? Hef ég nokkra ástæðu til þess að breyta áliti mínu á Sov- étríkjunum? En Ámi? Látum söguna dæma. Frá heimsstyijaldarlokum hefur sósíalismi verið reyndur í fram- kvæmd á fólki í mörgum löndum til viðbótar Sovétríkjunum. AIls staðar reynist hann eins í öllum undirstöðuatriðum mannlegs lífs: Allar tegundjr af frelsi mannsins em afnumdar með öllu eða þá svo stórlega takmarkaðar, að eftir stendur skrípamynd í spéspegli, engum frjálsbomum manni sam- boðin. Ég nefni af handahófi félagafrelsi, trúfrelsi, stjómmála- legt frelsi, efnahagslegt frelsi éinstaklingsins, prentfrelsi og allt tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og _ at- vinnufrelsi (og þetta hefur Ámi raunar stundum hálfvegis viður- kennt á prenti, þegar betri helm- ingur heilabúsins stýrir pennanum). Það blasir við hveijum manni, að þetta er óhjákvæmilegur fylgifískur sósíalisma. Þetta er aðalmálið, Ámi. Og þetta er engin tilviljun; svona hlaut að fara. Þetta er innbyggt í sósíalismann. Reynt var að gera gælur við hugmyndir um ýmsar tegundir af „þjóðlegum sósíalisma" í mörgum sósíalist- aríkjum, en frelsissviptingin var alls staðar sameiginlegt einkenni. Á henni þekkist sósíalismi. Þar að auki bætist við annað óhjákvæmi- legt einkenni: Efnahagslífíð hrein- lega gengur ekki. Sósíalistalöndin geta ekki einu sinni brauðfætt sig sjálf. Sem sagt: Sósíalisminn gengur ekki. Hvorki í aðalatriðunum né í nokkm aukaatriði. Þó er það opin- ber og margyfírlýst stefna ríkis- stjóma í alræðisríkjum sósíal- ismans, að hann muni að lokum flæða yfír alla heimsbyggðina. Það sé óhjákvæmileg og söguleg þróun, sem ekki tjói að spoma við. Þær séu bara að reka á eftir mannkyns- sögunni með spjótum, og því eigi fijálsir menn að leggja skildi sína niður. Sósíalistar geta ekki viðurkennt Magnús Þórðarson „Það er harmsefni, hve margir æskumenn, sem vel vildu, skyldu ánetj- ast hinu rígskorðaða hugmyndakerfi sósíal- ismans, festast þar og staðna. Margir breyttu sem betur fer síðar um skoðun eða trú. Aðrir kusu ekki að fara færar leiðir skynseminnar til þess að bæta þjóðfélag sitt, heldur eru þeir enn að verja og berjast fyr- ir illum málstað.“ staðreyndir um trú sína og fram- kvæmd hennar í verki. Nýjar tilraunir skulu gerðar, þótt það kosti tugi milljona mannslífa í við- bót. Þótt það kosti hungur og harðrétti, andlega og líkamlega niðurlægingu, eyðileggingu millj- óna mannsæva, skal samt knýja sósíalismamaskínuna áfram — þó að hún gangi fyrir mannablóði og styðjist eingöngu við tortímandi hervald. Áfram skal ekið þessari bölvavél jrfír mannkynið allt, vél sósíalismans, sem mestu böli hefur valdið í samanlagðri mannkyns- sögunni, bæði „kvantitativt" og „kvalitativt". Ég nota fyrra orðið, af því að aldrei fyrr í sögu mann- kyns hefur ein kenning tortímt jafnmörgum mannslífum, og ég nota síðara orðið meðal annars vegna þess að aldrei hefur jafn- ónothæf kennig fangað hugi jafnmargra. Kenning, sem á að boða frið, auð og frelsi, flytur and- hverfu sína. Þeir, sem halda, að þeir séu friðflytjendur með sann- leiksraust, eru í raun þrælar í herbúðum harðstjórans og blása í lúður lyginnar. Þettar er kjarni málsins, Ámi. Nei, ég þarf svo sannarlega ekki að sjá eftir neinu, þótt Áma þyki það sjálfsagt einkennilegt, þegar hann lítur í eigin barm eða skoðar fyrri skrif sín. Allt, sem ég hef sagt eða skrifað um sósíalisma, Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Kúbu, Víetnam o.s.frv., hefur stað- ist dóm sögunnar alveg fullkom- lega, (en hvað um Áma?). Sagan hefur sannað orð mín, ekki hans. Þetta er ekki af neinu yfírlæti mælt; þetta er aðeins það, sem hver skynsamlega hugsandi og sæmilega læs maður gat sagt sér sjálfur, væri hann laus undan æskutrú Áma Bergmanns. Annað ekki. Ekkert fram yfír það. Engin trú eða vitrun í æsku, heldur lestur og athugun. Allar fræðilegar hug- myndir um sósíalisma og útlistanir á honum hafa lengi legið fyrir, skýrir stafir á opinni bók til aflestr- ar hveijum, sem slíkt vildi lesa og nennti að standa í því. (Nasisminn lá líka klár fyrir í bók Ádolfs Hitl- er, „Mein Kampf“). Rökleysur sósíalismans em engin leyndar- mál. Hitt er svo annað mál, að mörgum þótti þægilegt að sann- færast á fyrstu blaðsíðunum í sósíalismakverunum og lásu ekki lengra. Jafnvel þót sannfæringin hafí stöðvað hugsanalífíð að þessu leyti á unga aldri, hefði framvinda mannkynssögunnar átt að losa umn stífluna. Fylgist menn sæmi- lega vel með gangi alþjóðamála sjá þeir, að sósíalismanum fylgir aldrei neitt nema böl — og það á öllum sviðum, svo ótrúlegt sem það kann nú að þykja. Það er þó ekki eins ótrúlegt og ætla mætti, ef menn aðeins leggja á sig að gera tvennt: 1) Kynna sér kenningar sósíal- ismans. 2) Kynna sér útfærsluna (fram- kvæmdina) á þessum kenningum. Niðurstaða mín verður því þessi: Ég þarf ekki að draga til baka eina einustu setningu um þessi mál, sem ég hef sagt eða skrifað. Ég þarf ekki að draga úr merkingu eins einasta orðs. Og þess vegna þarf ég ekki að dragast til æviloka eins og Árni Bersmann með þrúgandi farg bet- ur ósagðra orða um sósíalisma og Sovétríkin, orða, sem eru gersam- lega úr gildi fallin, orða, sem stóðust ekki þá og standast ekki nú og munu aldrei standast. Höfundur er framkvæmdastfóri. Listahátíð hefst í Hallgrímskirkj u eftir Þór Jakobsson Svo sem frá hefur verið greint í Morgunblaðinu hefst kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju nk. laugar- dag, 6. júní, kl. 5 e.h. Verður þá flutt hin mikla Jesú-passía eftir Óskar Gottlieb Blarr, en flytjendur eru 200 talsins. Síðan rekur hver merkisviðburðurinn annan dag hvem í vikutíma og degi betur, en hátíðinni lýkur laugardaginn 13. júní með Bach-tónleikum Mótettu- kórs Hallgrímskirkju, kammer- sveitar og söng Margrétar Bóasdóttur undir stjóm Harðar Áskelssonar organista Hallgríms- kirkju. Vatnslitamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar verða sýnd- ar í forkirkju hátíðardaganna og „Leikhúsið í kirkjunni“ mun sýna leikritið um Kaj Munk föstudags- kvöldið 12. júní. Löngu áður en lokið var við Hallgrímskirkju var mönnum ljóst að kirkjan yrði ekki einungis trú- arlífí til örvunar heldur og tónlist- inni. Voldugt kirkjuskipið yrði fullgert, sérstæður hljómleikasalur án síns líka í landinu. Nú hefur Hallgrímskirkja verið vígð og tónar hafa hljómað um stund kirkjugest- um til upplyftingar. Auk tónlistar hefur þar verið lögð stund á aðrar listir. Ef til vill er í vændum ný öld íslenskrar kirkjulistar. í hinni nýreistu kirkju sem ætlað er að standa lengi munu listamenn fá tækifæri til að kynna list sína í tali, tónum og myndum. Hallgrímskirkja verður bólstað- ur listar, sem alla jafna verður í samræmi við háar hugmyndir kristninnar og stundum samtvinn- uð þeim, eins og löngum áður í aldanna rás. Breiðfylking kirkju- listamanna kirkjusögunnar verður íslenskum listamönnum hvatning til dáða. Og hér verða þeir í minn- um hafðir sem upp úr gnæfa, svo sem Jóhann Sebastian Bach og sr. Hallgrímur Pétursson. Hallgrímskirkja Kirkjulistahátíð á vígsluári Hallgrímskirkju er menningarvið- burður. Mikið og fómfúst undir- búningsstarf er að baki. Kemur nú til kasta íslendinga að kunna gott að meta og njóta þess, sem vel er boðið. Sækið Hallgríms- kirkju hina viðburðaríku kirkju- listaviku og hvetjið vini og kunningja að slást í forina. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Listvinafélags Hall- grímskirkju. Tónleikar á Selfossi NORA Kornblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettu- leikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju föstudaginn ö. júní nk. kl. 20.30. A efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lutoslawski, Webem, Schumann, Stravinsky, Beethoven og Snorra Sigfús. Nora Komblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari verða með tónleika í Selfosskirkju nk. föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.