Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 58
rrr t' 58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Ljósmynd/BS Tónleikar í kvöld verða Rauðir fletir og Síðan skein sól aðalnúmerin á tón- Ljósmynd/BS leikunum á Borginni. Rauðir fletir hafa verið hljóðir um skeið en Síðan skein sól hefur verið þeim mun duglegri við að spila. Er enda með skemmtilegri tónleikasveitum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum í Tónabæ um daginn, þar sem fram komu Bláa bílskúrs- bandið, Síðan skein sól og Stuð- kompaníið. Megas Að undanförnu hefur Megas verið í almagnaðri hljómleikaför um landið, en nú er farið að síga á seinni hluta hennar. Nú í kvöld leikur hann á Akra- nesi, en á morgun, föstudag, mun hann koma fram í Stapanum í Njarðvík. Hann verður þó ekki einn þar, því Bubbi Morthens hyggst taka lagið með honum. Daginn eft- ir mun Bubbi taka þátt í ævintýri á gönguför og kyija í tilefni af- mælis síns, en þá verður hann 31 árs. Tónleikaför Megasar lýkur í Casablanca á laugardagskvöld. Er vart að efa að menn fýsi að sjá meistarann einan með gítarinn, enda langt um liðið síðan það var gerlegt. Heyrst hefur að Sniglabandið Hljóðrita, hér væri um að ræða sé í þann veginn að gefa út ylvolgt efni, eða „Hot Stuff“, eins plötu. Enn ku vera leyndarmál og hann orðaði það. hvað hún heiti, en þó er vitað Að undanfómu hafa hjómsveit- að á plötunni, sem verður stór armeðlimir leikið undir hjá Sverri og 45 snúninga, eru fjögur lög. Stormskeri og kalla sig þá Storm- Kunnugir herma að Snigla- sveitina. Hversu lengi það stendur bandið hafi ekkert gefið eftir er enn óvíst, en platan kemur út í hressleika, enda um hrað- um miðjan júní. í framhaldi af skreiða hljómsveit að ræða. því mun bandið þeysa um landið Sagði einn vildarvina Rokksíð- í hópreið og halda tónleika vítt unnar, sem er gáttaþefur í og breitt. Um klám og vöntun á því Stormskerið þverskorið Morgunblaðið/Sverrir SVERRIR Stormsker sendi ný- verið frá sér plötuna „Ör-lög“, en þar er á ferðinni þriðja plata kauða. Venju fremur kennir ýmissa grasa á skifunni, sérstak- lega í textagerð. Sverrir sýnir ennfremur og sannar að hann á melódíur í búntum, sem hann hristir síðan fram úr ermi — að því er virðist fyrirhafnarlaust. Undirritaður telur hins vegar að útsetningar og annað í þeim dúr gætu verið mun betri. Til þess að forvitnast um Sverri og plöt- una var hann dreginn á kaffihús og krafinn svara. Þar tók hann sólgleraugun niður og ræddi málin af hreinskilni. Sverrir, af hverju ertu svona mikill dóni? „Tja, fyrsta platan mín var af allskonar fólki, jafnt útvarpsmönn- um sem valinkunnum sæmdar- mönnum, stimpluð hreint klám. Það var hún ekki fyrir sent, en samt vildi þessi áfellisdómur loða við hana. Þessvegna vildi ég sýna hreinsveinum þessa lands hvemig alvöruklám væri. Það skal þó tekið fram að þrátt fyrir ýmsa tvíræðni er „Tyrkja-Gudda" samt eina alvöru klámið á plötunni. Annars eru ís- lendingar komnir úr öllum „kon- takti" við grófleikann eftir að lögruglan fjarlægði bláu spólumar. Kannski þessvegna hef ég orðið var við vöntun á orðafarslegu „kyn- ferðiskikki" og ég tók það á mínar herðar að fullnægja þessari þörf eftir fjölda áskorana fólks á öllum aldri, úr öllum flokkum, öllum stétt- um, hvaðanæva af landinu, sem grátbað bað mig um að gegna þess- ari ljúfu skyldu." En hvemig er það með lag eins og „Létt-væn “, sem gengur einung- is út á ítrekaða áfengisneyslu og mér fannst vera eins og blanda af Megasi og Gylfa Ægis; ertu kominn út í sjómannapoppið? „Hvað segirðu, sjómannapopp? Ég get sagt þér það að ég bauð Samtökum um vímulausa æsku þetta lag til útgáfu, en af einhveij- um ástæðum óskuðu þeir því út í hafsauga. En ég var nú kannski ekki alveg sáttur við sándið á því lagi, það er rétt. Tilfellið er neftii- lega það að maður getur verið með gott lag í höndunum, en svo klúðr- ast það í átt til Gylfa Ægis og hins vegar getur lag eftir Gylfa Ægis orðið prýðilegt með réttri útsetn- ingu." Já, ég var einmitt ósáttur við útsetningarnar, sem voru alfarið í þínum höndum, og fannst vera hljómborðsleikarakeimur af þeim. Stundum var jafnvel greinilegt að trommur og bassi eltu píanóið. Hvað er málið? „Ég er náttúrulega píanóleikari og þannig áttu útsetningamar að vera.Ég er með það fastmótaðar hugmyndir um lögin að ef ég fylgdi þeim ekki frá vöggu til grafar yrði um hugarfóstureyðingu að ræða. Það hefur verið nefnt við mig að ég skyldi fá einhveija „proffa" til þess að útsetja, en við slíku segji ég þvert nei og verður ekki af í bráð. Eftir fyrstu plötuna var mér ráðlagt af allskonar vitringum að ég skyldi ekki koma nálægt texta- gerð, lagasmíð, píanóleik, tónlistar- flutningi almennt, stúdíóupptökum og plötuútgáfu. Helst átti ég ekki að koma nálægt íslandi! Hefði ég tekið mark á þessum samanfisjuðu mönnum væri ég væntanlega farinn að selja kattakjöt hjá hinum rang- sýna pulsusala. Ég hafði hins vegar rænu á að trúa á sjálfan mig og vissi að ég var á réttri leið. Eg er sannfærður um það að lýðurinn hefur aðeins rétt fyrir sér þegar hann játar að hafa rangt fyrir sér. Þegar hann segir mig vera á villu- götum veit ég að ég er á réttri leið. Eg heyri gagnrýni, en hlusta ekki á hana því ég veit hvað ég er að gera. Þetta hljómar að sjálfsögðu Qarska hrokafullt, en er samt satt.“ En hefurðu eitthvað upp úr þessu? „Já, viðtöl." Er þetta þá bara sýngimi sem þú svalar? „Bæði og ... en ef þú átt við peningahliðina þá er því til að svara að enn _sem komið er hef ég efni á lífínu. Ég lifí á tónlistinni. Tónlist- inni minni, vel að merkja. Ég er hræddur um að ég dræpist fljótt ef ég hlustaði á annarra manna tónlist.“ Hver em helstu takmörk þín í lífínu? „Betri bflar, yngri konur, eldra viskí, meiri pening." Áttu þér einhverja áhrifavalda í tónlist eða textagerð? „Nei, það held ég ekki, að minnsta kosti vil ég að það komi skýrt fram að ég hvorki undir áhrif- um frá umhverfí mínu né samferða- mönnum. — Hlustaðu nú: Ég endurtek mig ekki og eigin leiðir fer. Ég er aðeins undir áhrifum frá mér. Hvað er framundan? Á að halda áfram að vera frumlegur í texta- gerð og útliti? „Sko, annað hvort eru menn frumlegir eða ekki. Sá sem rembist og þembist mun ávallt koma upp um rembu sína og þembu. Annars þá er ungskáldahyskið í bænum síkvartandi undan því að ég brúki stuðla og höfuðstafí og fínnst það bera vott um ófrumleika. Hin sorg- lega staðreynd er sú að þetta lið hefur ekki snefíl af þekkingu til þess að fást við bundið mál. Ljóð- stafír eru tæki, sem notuð eru til áhrifaauka og skrauts, tala nú ekki um þegar textagerð er annars veg- ar. En hvað er frumlegt við hátt- leysu? Hún hefur verið „normið" í meira en hálfa öld. En hveiju skipt- ir það? Oscar Wilde hafði rétt fyrir sér „Annað hvort yrkja menn vel eða illa — það er allt og sumt.““ Og þú yrkir vel? „Fer það milli rnála?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.