Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 42
Frá afmælissýningu Minjasafnsins. Götuleikhús á Akureyri Þýsk-íslensk samvinna BANDALAG íslenskra leikfé- laga í samvinnu við leikhópinn Sögu á Akureyri og Theaterpá- dagogisches Zentrum i Lingen í Vestur-Þýskalandi gangast fyrir viku námskeiði í götuleik- húsi á Akureyri 6.-13. júní. Námskeiðið hefur yfírskriftina „Þjóðsagan á götunni“. Verður unnið út frá þjóðsögu sem þekkt er bæði í Þýskalandi og á ís- landi, hún leikgerð og færð í þannig búning að úr verði sýning sem einungis getur farið fram utandyra. Grímur, stórir búningar og tónlist skipa veigamikinn þátt í vinnunni. Frá Þýskalandi koma 4 kennar- ar auk 13 nemenda á aldrinum 16-20 ára, en íslenskir kennarar verða Valgeir Skagfjörð og Sigrún Valbergsdóttir. 15 íslenskir þátt- takendur verða á námskeiðinu, flestir frá leikklúbbnum Sögu. Föstudagskvöldið 12. júní stendur til að sýna afrakstur námskeiðsins í miðbæ Akureyrar. Leiklistarmiðstöðin í Lingen hefur hug á að skipuleggja nám- skeið í Þýskalandi næsta sumar og bjóða þangað íslenskum þátt- takendum sem verða á þessu námskeiði og öðrum sem tekið hafa þátt í sambærilegu leikstarfi. Minjasafn Akureyrar: Opnar afmælissýningu á 25 ára afmæli sínu AFMÆLISSÝNING verður opnuð í Minjasafni Akureyrar nk. laugardag. Safnið á 25 ára afmæli á þessu ári, en það var stofnað árið 1962 á aldar- afmæli Akureyrarbæjar. Sýningin er í þremur hlutum. Í fyrsta lagi er ljósmyndasýning þar sem sýndar eru ljósmyndir eftir Hallgrím Einarsson ljósmypdara og Önnu Cathrine Schiöth. í öðru lagi eru sýnd ljósmyndatæki Hallgríms sem hann hafði á ljós- myndastofu sipni, tjald, stóll og ljósmyndavél. í þriðja lagi er sýn- ing á kirkjumunum, sem eru í varðveislu safnsins. Hallgrímur Einarsson fæddist árið 1878. Hann lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn á árunum 1894 til 1895 og kom þá fullnuma heim og fluttist til Akureyrar og starf- aði þar til dauðadags, árið 1948. Hann hafði ljósmyndastofu í hús- inu númer 41 við Hafnarstræti. Akureyrarbær eignaðist síðan ljósmyndasafn hans. Þar er að fínna fágætar og ómetanlegar heimildir um Akureyri á liðnum tímum, segir í frétt frá safninu. Anna Cathrine Schiöth er betur þekkt sem einn af frumkvöðlum Lystigarðsins á Akureyri og sem leikkona. Fáir vita að hún rak lengi vel ljósmyndastofu hér í bænum og tók margar myndir sem lýsa Akureyri vel um síðustu aldamót. Anna Cathrine var dönsk að uppruna. Hún fæddist árið 1846 í Kaupmannahöfn en kom til Akureyrar ásamt manni sínum, Hendrik Schiöth brauðgerðar- manni, árið 1868. Anna lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn á árunum 1877 til 1878. Hún rak ljósmyndastofu í Hafnarstræti 23 á árunum 1878 til 1899. Hún lést árið 1921. Stofnendur og eigendur safns- ins frá upphafí eru Akureyrarbær, Kaupfélag Eyfírðinga og Eyja- fjarðarsýsla. En frumkvöðullinn að því að koma safninu á fót var Jónas Kristjánsson fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga. Sveinbjöm Jónsson frá Ólafsfírði átti líka mikinn þátt í stofnun safnsins. Fleiri merkis- menn komu líka þar við sögu. Frá upphafi hefur safnið verið til húsa í húsinu númer 58 við Aðalstræti. Eigendur safnsins keyptu húsið árið 1962 af Baldvini Ryel kaup- manni og konu hans, Gunnhildi. Þau hjónin reistu það kringum 1930. Fyrir um tíu árum var opn- uð ný viðbygging við gamla húsið. í garðinum við Minjasafnið var fyrsta gróðrarstöð Akureyringa. Frumkvæðið að stofnun hans átti Páll Briem amtmaður árið 1899. Þama standa ein hávöxnustu tré Akureyrarbæjar og eitt hæsta birki á íslandi. Þórður Friðbjamarson var safnvörður frá stofnun safnsins fram til ársins 1984, er hann and- aðist. Síðastliðin tvö ár hefur Bjami Einarsson verið safnvörður. Hann hefur nú nýlega fengið námsleyfí og mun Aðalheiður Steingrímsdóttir gegna störfum hans á meðan hann er í burtu. A þessu ári kemur líka út rit um sögu Minjasafnsins á Akur- eyri. Sverrir Pálsson skólastjóri, sem sat lengi í stjóm þess, ritar söguna. Stefnt er að því að ritið komi út síðla sumars. Afmælis- sýningin opnar kl. 15.00 á laugardaginn og stendur til 15. september. Hún er opin á dagleg- um opnunartíma safnsins, frá kl. 13.30 til kl. 17.00. Stakfell í sinn fyrsta róður sem frystiskip Dalvík: Hjálparsveit skáta bygg- ir yfir starfsemi sína Dalvík. STAKFELL ÞH 360 frá Þórs- höfn fer að öllum líkindum í sína fyrstu veiðiferð nú fyrir helgina eftir að skipinu hefur verið breytt í frystiskip. Kostnaður við breytingamar mun vera um tíu milljónir króna. Breytingarnar hafa tekið fímm vikur. Vélsmiðjan Atli hefur unnið að breytingunum ásamt mönnum frá Jámtækni og Kæliverki. Settar voru í skipið fískvinnsluvélar frá Bader. Skipið, sem er 470 lestir að stærð, getur nú fullunnið afla sinn um borð og verður honum skipað í frystigáma á Þórshöfn sem flytur fiskinn beint á markað erlendis. Stakfellið er í 52% eigu Kaup- félags Langnesinga. Hraðfrystistöð Þórshafnar á 23% í skipinu og Þórs- hafnarhreppur sama eignarhlut og Svalbarðs- og Sauðaneshreppur á 2% í skipinu. Skuldir skipsins nema nú 230 milljónum króna til Ríkis- ábyrgðarsjóðs og Byggðasjóðs. Grétar Friðriksson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Norður-Þing- eyinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri hægt að sjá fram á að hægt yrði að standa í skilum. „Þetta var erfið ákvörðun og ekki allir á einu máli um nauð- syn breytinganna. Við töldum hinsvegar nauðsynlegt að breyta skipinu í frystiskip til að tryggja áframhaldandi rekstur skipsins og veru þess í byggðarlaginu. Ljóst er að þetta mun koma niður á atvinnu- lífínu á Þórshöfn að einhveiju leyti, en næsta skref útgerðarfélagsins og heimaaðila hlýtur að vera það að leita eftir öðru skipi til að tryggja atvinnu fiskverkafólks í landi." FYRSTA skóflustunga var tekin í dag að nýju húsi sem Hjálpar- sveit skáta á Dalvík ætlar að byggja undir starfsemi sína. Húsið verður 300 fm og byggt á Gunnarsbraut 8 á Dalvík. Fyrir- hugað er að gera húsið fokhelt í haust og verður það að veru- legu leyti byggt í sjálfboðavinnu skáta. Það var forseti bæjarstjómar á Forseti bæjarstjórnar á Dalvík, Trausti Þorsteinsson, tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsi sem Hjálparsveit skáta á Dalvík ætlar að byggja undir starfsemi sína. Dalvík, Trausti Þorsteinsson, sem tók fyrstu skóflustunguna. Margt manna var samankomið á lóð fé- lagsins til að fagna þessum áfanga Hjálparsveitarinnar á Dalvík en nú þing Landssambands Hjálparsveita skáta stóð þá yfír á Akureyri. í tilefni dagsins buðu skátamir viðstöddum til veglegs kaffísam- sætis í Víkurröst en sveitin á um þessar mundir 5 ára afmæli. Við það tækifæri kvaddi formaður Landssambands Hjálparsveita skáta, Tryggvi Aðalsteinsson, sér hljóðs og óskaði afmælisbaminu til hamingju með þennan áfanga í fé- iagsstarfínu og færði því að gjöf fullkomnar sjúkrabörur. Aðalsteinn Hauksson framkvæmdastjóri Hjálp- arsveitarinnar á Dalvík afhenti öllum formönnum hjálparsveita sem viðstaddir voru afmælisfána félags- ins. Fréttaritari Gunnar Ragn- ars endurlqör- innforseti bæjarstjórnar GUNNAR Ragnars, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjóm Akureyrar, hefur verið endur- kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Freyr Ófeigsson, Alþýðu- flokki, var kosinn fyrsti varafor- seti bæjarstjórnar í stað Áslaugar Einarsdóttur, Alþýðu- flokki, og Sigurður Jóhannesson, Framsóknarflokki, var kosinn annar varaforseti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.