Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 37 Spánn: Gítarsnillingur- inn Segovia látinn Madrid, Reuter. ANDRES Segovia, hinn frægi spænski gitarleikari, lést í Madrid í gær 94 ára að aldri. Segovia kom fram í fyrsta skipti opinberlega þegar hann var 15 ára. Síðasta tónleikaferð hans var til Bandaríkjanna fyrir tveimur mán- uðum. Þar fékk hann viðurkenning- ar frá fjórum háskólum. Segovia fékk margar aðrar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf sín, meðal ann- ars frá Spánarkonungi. Hann hóf gítarinn til vegs og virðingar sem konserthljóðfæri og breytti mörgum verkum eftir Moz- art, Bach, Haydn og Scarlatti fyrir gítar. Einnig sömdu nokkur tón- skáld sérstaklega fyrir hann. * Norður-Irland: Ferja strand- ár í niðaþoku Larne, Norður-írlandi. Reuter. FERJA frá Townsend Thoresen- skipafélaginu strandaði i gær í svarta þoku, skammt fyrir norð- an Belfast á Norður-írlandi, enginn mun hafa meiðst. I marsmánuði hvolfdi feijunni Herald of Free Enterprise, sem var í eigu þessa sama skipafélags, fyrir utan höfnina í Zeebrugge í Belgíu, um 200 manns fórust í því slysi. I gær voru 42 farþegar, flestir vöru- flutningabflstjórar, um borð í feijunni, Ionic, sem siglir daglega á milli Skotlands og Larne á Norð- ur-írlandi. Reyna átti að ná skipinu á flot á flóðinu í gærkvöldi. Einn farþeganna, er fluttur var í land útataður í olíu, sagði við fréttamann Reuter-fréttastofunnar að hann hefði orðið mjög skelkaður er skipið strandaði, en allir hefðu haldið ró sinni um borð og björgunaraðgerðir hefðu gengið mjög greiðlega. Chernobyl: Kvikmynda- gerðarmaður látinn vegna geislavirkni Moskva, Reuter. SOVÉSKUR kvikmyndagerð- armaður, Vladimir Shevc- henko, sem vann við kvikmyndagerð i Chernobyl, aðeins nokkrum dögum eftir kjarnorkuslysið sem varð þar á síðasta ári, lést úr geislunar- veiki fyrir tveimur mánuðum. Sovéska vikublaðið Nedelya, sem greindi frá þessu nýlega, sagði að tveir kvikmyndatöku- menn sem unnu með Shevc- henko væru nú á sjúkrahúsi. Shevchenko og menn hans voru fyrstir til að kvikmynda í Chemobyl eftir slysið en þeir dvöldu þar frá maí og fram í ágúst á síðasta ári. Þegar unnið var að klippingu myndarinnar var Shevchenko með háan hita en hélt samt áfram að vinna. Myndin sem hann tók var sýnd á kvikmyndahátið í Tiblisi í síðustu viku. Hún hafði sterk áhrif á áhorfendur. Þegar hún var sýnd mátti sjá geislavirkar agnir á tjaldinu enda vann Shevchenko mjög nálægt kjarnaofninum sjálfum. Opinber tala látinna í kjarn- orkuslysinu í Chemobyl er 30 manns og hefur hún ekkert breyst frá síðasta sumri. „Ég varð að ijúfa þennan víta- hring“ sagði Segovia. „Það voru engin tónverk samin því það voru engir til að leika þau og engir gítar- leikarar því tónverkin vantaði.“ Segovia giftist fjórum sinnum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og einn son. í upphafí ferðar sinnar til Bandaríkjanna sagðist Segovia hafa lifað reglusömu lífi og helgað sig fjölskyldu sinni og tónlist og að það væri lykillinn að langlífi hans. Uzbekistan: Dauðadómur yfir fyrrum flokksleiðtoga Reuter Hinn virti gítarleikari Andres Segovia. Moskva. Reuter. FYRRUM háttsettur embættis- maður kommúnistaflokksins í Sovétlýðveldinu Uzbekistan, hefur verið dæmdur til dauða og verður skotinn af aftöku- sveit, að því er Tass fréttastof- an tilkynnti í gær. Tass sagði að Hæstiréttur Sov- étríkjanna hefði fellt dauðadóm yfir Abduvakhid Karimov, fyrr- um fyrsta ritari flokksins í Bukhara-héraði, er gerst hefði sekur um að þiggja mútur og bera fé á menn á meðan hann sat í embætti. Karimov var rekinn úr embætti í janúar 1984, tæpum þremur mánuðum eftir dauða Sharaf Rashidov, flokksleiðtoga í Uzbekistan. Miklar hreinsanir hafa staðið yfir í flokknum og embættismannakerfi lýðveldisins eftir dauða Rashidov og hefur fjöldi manna verið rekinn úr starfi og refsað fyrir ýmis konar mis- ferli. Sofandahóttur iakstrí héma megin... ...getur þýtt langan svefn hinum megin! VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umfoxö. uslysa) SAMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.