Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 37

Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 37 Spánn: Gítarsnillingur- inn Segovia látinn Madrid, Reuter. ANDRES Segovia, hinn frægi spænski gitarleikari, lést í Madrid í gær 94 ára að aldri. Segovia kom fram í fyrsta skipti opinberlega þegar hann var 15 ára. Síðasta tónleikaferð hans var til Bandaríkjanna fyrir tveimur mán- uðum. Þar fékk hann viðurkenning- ar frá fjórum háskólum. Segovia fékk margar aðrar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf sín, meðal ann- ars frá Spánarkonungi. Hann hóf gítarinn til vegs og virðingar sem konserthljóðfæri og breytti mörgum verkum eftir Moz- art, Bach, Haydn og Scarlatti fyrir gítar. Einnig sömdu nokkur tón- skáld sérstaklega fyrir hann. * Norður-Irland: Ferja strand- ár í niðaþoku Larne, Norður-írlandi. Reuter. FERJA frá Townsend Thoresen- skipafélaginu strandaði i gær í svarta þoku, skammt fyrir norð- an Belfast á Norður-írlandi, enginn mun hafa meiðst. I marsmánuði hvolfdi feijunni Herald of Free Enterprise, sem var í eigu þessa sama skipafélags, fyrir utan höfnina í Zeebrugge í Belgíu, um 200 manns fórust í því slysi. I gær voru 42 farþegar, flestir vöru- flutningabflstjórar, um borð í feijunni, Ionic, sem siglir daglega á milli Skotlands og Larne á Norð- ur-írlandi. Reyna átti að ná skipinu á flot á flóðinu í gærkvöldi. Einn farþeganna, er fluttur var í land útataður í olíu, sagði við fréttamann Reuter-fréttastofunnar að hann hefði orðið mjög skelkaður er skipið strandaði, en allir hefðu haldið ró sinni um borð og björgunaraðgerðir hefðu gengið mjög greiðlega. Chernobyl: Kvikmynda- gerðarmaður látinn vegna geislavirkni Moskva, Reuter. SOVÉSKUR kvikmyndagerð- armaður, Vladimir Shevc- henko, sem vann við kvikmyndagerð i Chernobyl, aðeins nokkrum dögum eftir kjarnorkuslysið sem varð þar á síðasta ári, lést úr geislunar- veiki fyrir tveimur mánuðum. Sovéska vikublaðið Nedelya, sem greindi frá þessu nýlega, sagði að tveir kvikmyndatöku- menn sem unnu með Shevc- henko væru nú á sjúkrahúsi. Shevchenko og menn hans voru fyrstir til að kvikmynda í Chemobyl eftir slysið en þeir dvöldu þar frá maí og fram í ágúst á síðasta ári. Þegar unnið var að klippingu myndarinnar var Shevchenko með háan hita en hélt samt áfram að vinna. Myndin sem hann tók var sýnd á kvikmyndahátið í Tiblisi í síðustu viku. Hún hafði sterk áhrif á áhorfendur. Þegar hún var sýnd mátti sjá geislavirkar agnir á tjaldinu enda vann Shevchenko mjög nálægt kjarnaofninum sjálfum. Opinber tala látinna í kjarn- orkuslysinu í Chemobyl er 30 manns og hefur hún ekkert breyst frá síðasta sumri. „Ég varð að ijúfa þennan víta- hring“ sagði Segovia. „Það voru engin tónverk samin því það voru engir til að leika þau og engir gítar- leikarar því tónverkin vantaði.“ Segovia giftist fjórum sinnum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og einn son. í upphafí ferðar sinnar til Bandaríkjanna sagðist Segovia hafa lifað reglusömu lífi og helgað sig fjölskyldu sinni og tónlist og að það væri lykillinn að langlífi hans. Uzbekistan: Dauðadómur yfir fyrrum flokksleiðtoga Reuter Hinn virti gítarleikari Andres Segovia. Moskva. Reuter. FYRRUM háttsettur embættis- maður kommúnistaflokksins í Sovétlýðveldinu Uzbekistan, hefur verið dæmdur til dauða og verður skotinn af aftöku- sveit, að því er Tass fréttastof- an tilkynnti í gær. Tass sagði að Hæstiréttur Sov- étríkjanna hefði fellt dauðadóm yfir Abduvakhid Karimov, fyrr- um fyrsta ritari flokksins í Bukhara-héraði, er gerst hefði sekur um að þiggja mútur og bera fé á menn á meðan hann sat í embætti. Karimov var rekinn úr embætti í janúar 1984, tæpum þremur mánuðum eftir dauða Sharaf Rashidov, flokksleiðtoga í Uzbekistan. Miklar hreinsanir hafa staðið yfir í flokknum og embættismannakerfi lýðveldisins eftir dauða Rashidov og hefur fjöldi manna verið rekinn úr starfi og refsað fyrir ýmis konar mis- ferli. Sofandahóttur iakstrí héma megin... ...getur þýtt langan svefn hinum megin! VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umfoxö. uslysa) SAMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.