Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 13
T8ei ÍHÚL .82 flUOAaUTMMT? .ölðAJamiOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 sr 13 „ Afvopnunsamningar risaveldanna mögulegir eftir Reykjavíkurfundinn“ AFVOPNUNARVIÐRÆÐUR Bandaríkjamanna og Sovét- manna komust á nýjan skrið eftir utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík, hinn 11. og 12. júní siðastliðinn. Meðal þeirra, sem unnu að undirbúningi fundar- ins og höfðu hönd í bagga við að semja ályktun hans, var George W. Jaeger, yfirmaður í stjórnmáladeild Atlantshafs- bandalagsins. Að fundi loknum lagði hann mat á niðurstöður hans, framvindu samskipta austurs og vesturs, kjarnorku- vopnalaus svæði og stöðu íslands í Atlantshafsbandalag- inu. Hver eru helstu viðfangsefni Atl- antshafsbandalagsins nú? „Aðaltakmörk bandalagsins eru óbreytt: Að gæta sameigin- legra öryggishagsmuna okkar í hvívetna, en að gaumgæfa einnig öll raunhæf tækifæri til þess að minnka spennu milli austurs og vesturs og að beita sannreynan- legum afvopnunarsamningum til þess að leiðrétta hið kvíðvænlega ójafnvægi, sem er milli vfgbúnað- ar Varsjárbandalagsins og okkar heija. Þessi tvíþætta stefna kom gleggst í ljós við þá ákvörðun bandalagsþjóðanna að koma ann- ars vegar fyrir Pershing- og stýriflaugum til þess að svara hemaðaruppbyggingu Varsjá- bandalagsins og einhliða uppsetn- ingu SS-20 flauga þeirra, og hins vegar að bjóðast til þess að taka þær niður jafnharðan og Sovét- menn fjarlægðu sínar. Þessi tilhögun: að sýna ákveðni banda- manna og að leggja jafnframt fram afvopnunartilboð, hefur bo- rið góðan ávöxt. Rætt við George W. Jaeger, yfir- mann í stjórn- máladeild NATO. Það er sérstakt ánægjuefni að nú, eftir að ráðherramir komust að samkomulagi hér í Reykjaík, skuli afvopnunarsamningar milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, loks vera mögulegir — sérstaklega ef Sovétríkin fallast á eftirlitsá- kvæði til að tryggt sé að samning- ar séu haldnir. Hér ræðir um samninga sem um munar, því þá yrðu bæði skamm- og meðaldræg- ar flaugar í Evrópu upprættar. Einnig hafa mál í Genf þróast á þann hátt að nú er rætt um að koma öllum efnavopnum fyrir karttamef. Eins og reyndar er gefið til kynna í yfirlýsingu ráð- herranna hér í Reykjavík, vinnur bandalagið einnig að því hörðum höndum að leita leiða til afvopn- unar á sviði hefðbundinna vopna, en yfirburðir Sovétmanna þar eru mönnum mikið áhyggjuefni. En það er sama hversu mikið við viljum draga úr eða uppræta hinn ýmsa vopnabúnað; við getum ekki gert samkomulag milli aust- urs og vesturs samkomulagsins vegna, ef það vferður á einhvem hátt til þess að draga úr öryggi okkar og sjálfstrausti á alþjóða- vettvangi. Jafnvel þó að mikið verði dregið úr vígbúnaði verðum við að treysta öryggi okkar með nægilegum hefðbundnum vopnum og trúverðugri kjamorkufælingu. Verði það ekki gert munum við eiga óstöðugleika á hættu og verðum mun berskjaldaðri gagn- vart þrýstingi annarra ríkja.“ Hvemig myndirþú meta núver- andi stöðu mála í bandalaginu? „Maður les gjaman að Atlants- hafsbandalagið sé í upplausn, en svo er alls ekki. í lýðræðisríkjum, eins og þeim sem við byggjum, velqa ný málefni að sjálfsögðu fólk til umhugsunar og umræðu, en það þýðir ekki að bandalagið sé í upplausn. Styrkur NATO felst einmitt í þeim hæfileika að geta komist að samkomulagi á skömm- um tíma um hvemig tekið skuli á hveiju vandamáli. Þegar litið er til þeirrar staðrejmdar að allar meiriháttar ákvarðanir banda- lagsins em fýrst ræddar rækilega í höfuðstöðvum NATO og þurfa síðan samþykkt 16 lýðræðislegra ríkisstjóma, sem þurfa að sjálf- sögðu stuðning jafnmargra þjóðþinga, sem em að lokum ábyrg gagnvart kjósendum sínum, er 40 ára afrekaskrá NATO í raun ótrúleg." Á undanfömum vikum höfum við orðið vitni á umtalsverðum bótum á samskiptum austurs og vesturs, sérstaklega hvað varðar takmörkun vígbúnaðar. Hversu mikið er hægt að þakka Sovétríkj- um Gorbachevs þennan árangur? „Við skulum gera okkur það alveg ljóst að það vom lýðræð- isríkin í vestri sem í fjölmörg ár hvöttu Sovétríkin til þess að taka þátt í alvarlegri afvopnunamm- ræðu, virða mannréttindi eigin ríkisborgara og til þess að opna rifu á hið lokaða samfélag sitt. Gorbachev hefur nú svarað með margs konar framkvæði, sem lo- far góðu. Við fögnum þessu og að vissu leyti má segja að langtimastefna NATO hafi borið árangur. Enn er þó ekki komið á daginn hvort að orð Sovéther- ranna standi á borði, en nýafstað- inn ráðherrafundur hér í George W. Jaeger. Reykjavík sýnir glögglega vilja bandalagsins til þess að halda áfram veginn til jafnvægis og öryggis hvort sem um ræðir hefð- bundin, kjamorku- eða efna- vopn.“ Hvernig myndir þú meta mark- mið Gorbachevs, sérstaklega hvað varðar langtímamarkmið sové- skrar utanríkisstefnu? „Við höfum orðið varir við breytingar á sovéskri utanríki- stefnu eftir að Gorbachev tók við valdataumunum, en það er enn of snemmt að segja til um hvort hér sé um herbragð að ræða eður ei. Það verðum við að sjálfsögðu að meta eftir gerðum Sovét- manna, en ekki orðum einum. Sovétríkin þurfa að leiðrétta það hemaðarmisvægi sem nú ríkir og fallast á afvopnun, sem hægt er að sannreyna og tiyggir öryggi beggja. Rauði herinn þarf að hafa sig á brott úr Afganistan svo að landið verði óháð og fullvalda á ný. Kremlarbændur þurfa að sýna ábyrgð hvað varðar Kambódíu. Síðast en ekki síst þurfa Sovétrík- in að framfýlgja þeim mannrétt- indaákvæðum sem þau gengust undir við undirritun lokasam- þykktar ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Þá og fyrr ekki getum við byijað að ræða um raunvemlegar breytingar á utanríkistefnu Sovétríkjanna." Skoðanakannanir sýna að um 90% íslendinga telja sig hlynnta því að Norðurlönd séu lýst kjam- orkuvopnalaus. Geturþetta komið heim og saman við veru landsins í Atlantshafsbandalaginu? Við undirritun Atlantshafssátt- málans féllust samningsaðilar á það að koma hver öðmm til hjálp- ar ef á einhvem þeirra yrði ráðist. Litið yrði á árás á einn sem árás á alla. Þetta þýðir að menn taka sameiginlega áhættu, þar með talda þá áhættu að kjamorku- vopnum kunni að verða beitt gegn þeim. Eins og reyndar má sjá af tillögum bandalagsins til afvopn- unar vilja bandamenn allir hafa kjamavopn eins fá og mögulegt er með tilliti til öryggishagsmuna þeirra. Það að einstök svæði, hvort sem þau em á Norðurlönd- um eða annars staðar, séu lýst kjamorkuvopnalaus minnkar ekki kjamorkuógnina. í versta falli kynni slík ráðstöfun að hafa þver- öfug áhrif ef Sovétmenn teldu að árás á svæðið fæli í sér mun minni áhættu en annars staðar. Hvers konar kjamorkuvopnalaust svæði innan vamarsvæðis NATO myndi þar að auki flækja allt hemaðar- hlutverk bandamanna og myndi auk þess vekja spumingar um vilja þeirra til þess að axla þá ábyrgð sem samfara er vamar- samstarfí. í stuttu máli sagt myndu kjam- orkuvopnalaus svæði skipta vamarsvæði NATO upp í mismik- ilvæga hluta og auðvelda Sovét- mönnum að reka fleyga meðal bandamanna og þaðan af verri verk.“ Hvert telur þú vera hlutverk smáríkis eins og íslands í banda- laginu? „ísland er elsta lýðræðisríkið í bandalaginu og tekur fullan þátt í pólísku starfi þess. Þrátt fyrir að landið sé ekki með eigin her- afla er það mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju NATO í norðri. Við vonum að svo verði áfram og hér sannast það að þau áhrif, sem ríki getur haft, þarf ekki endilega að vera í samræmi við stærð þess.“ TVÆR SYNINGAR 9IIMM Myndlist Valtýr Pétursson Textíl (amerískt) Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á textílverkum í Gallerí Hall- gerði við Laufásveg. Þar er á ferð amerískur textílmeistari og sýnir níu verk, sem gefa hugmynd um tækni hans og listræn vinnubrögð. David B. van Dommelen er prófess- or í listmennt og textíl þar vestra. Hann sýnir hér í boði Textflfélags- ins og Gallerí Langbrókar. Þama er sýnilega á ferð maður, sem kann sitt fag, og verk hans em ágætt sýnishom af list hans, þótt ekki séu þau mikil að vöxtum. Ég hafði sérlega ánægju af tveim verkum á GUM BICROMAT í FÍM-salnum við Garðastræti stendur nú yfir sýning á ljósmynd- um eftir ljósmyndara sjónvarpsins, Björgvin Pálsson. Hann er fram- sækinn ljósmyndari, sem tileinkað hefur sér gamla aðferð við gerð ljósmynda og nær þannig mjög sérstæðri, grafiskri áferð, sem hann notfærir sér á mjög eftirtekt- arverðan hátt. Þessi aðferð nefn- inst Gum Bicromat og fellur sérlega vel að ljóðrænu hugarfari ljós- myndarans. Fuglar virðast uppáhalds fyrir- myndir Björgvins, og em margar myndir hans einmitt af svffandi fuglum, en einnig em nokkur port- rett af þekktum samtímamönnum. í sýningarskrá útskýrir Björgvin myndgerð sína og er óþarfi að end- urtaka það hér. Alls era á sýningu þessari 41 verk og öll em þau mjög vönduð og listræn í eðli sínu. Þess má geta, að nýlega fékk Björgvin starfslaun hjá Kópavogsbæ og er það mikil viðurkenning í sjálfu sér. Þetta er þriðja einkasýning Björgvins, ef ég veit rétt, og án nokkurs efa sú veigamesta og sýn- ir fyrst og fremst, hve vel ljósmynd- aranum hefur tekist að gera tæknina að tjáningarmiðli, sem skilar fyllilega listrænum átökum, sem eiga sér stað hið innra með honum. Þessi sýning er sigur fyrir Björgvin í listrænu tilliti og ljóðræn átök em séreinkenni þessara verka, sem era í sérflokki. þessarí sýningu, en þau vom nr. 2 og nr. 6. Það þjónar engum til- gangi að tíunda þessi verk. Allt er þama til augnayndis, en því miður tókst mér ekki að ná f mynd af neinu verkanna til að birta með þessum lfnum. Flest það, sem sýnt er á þessari litlu sýningu, mun vera applíkerað og ísaumað, og em vinnubrögð til fyrirmjmdar. Eg er ekki vel að mér í saumaskap og læt þetta því nægja um forvitnilega sýningu. KEX (sænskt) Önnur sýning úr KEX-seríunni er nú á ferð í Nýlistasafninu og em sænsk ungmenni höfundar. Sýning þessi er af þeirri stærðargráðu, að einnig varð að taka MÍR-salinn í notkun til að koma henni fyrir, en ég skal játa, að mér nægði að sjá það, sem í Nýlistasafninu er. Þama em á ferð ungmenni, sem em lifandi í andanum og óhrædd við að láta sitt af hveiju frá sér fara, en ekki verður séð, að nokkur reynsla í list- rænum vinnubrögðum liggi að baki verka þeirra. Ekki kom ég auga á neitt sérlega nýstárlegt, en maður er farinn að líta sumt af því, sem gengur undir nafninu nýlist, sömu augum og gömlu akademiin. Það er farið eftir vissum formúlum, og allt er gott, meðan ákveðnum hefðum er stranglega fylgt. En nýjungar sjást varla. KEX-fyrirbærið er ágætt í sjálfu sér, en það mætti vera vandaðra og ftytja sterkari vonir um framtíð þess fólks, sem þar safnast saman, en það er eins og eins konar sértrúarsöfnuð- Verk eftir Rita Lundqvist ur sé þama á ferð. Þegar menn em famir að sjá málverk liggjandi á gólfinu, er framleikinn heldur betur kominn úr böndunum — ungt fólk hefur gaman af því að fara svolítið í taugamar á sér eldra fólki, en svo algengt er slfkt orðið í mjmdlist, að fæstir taka lengur eftir þeirri við- leitni. Þessar línur verða látnar nægja um þessa sýningu, sem hefur enga sýningarskrá, en gefið hefur verið út rit með verkum sýnenda og mörg virðuleg fyrirtæki hafa stutt þá útgáfu ásamt menningarsjóðum hér og þar. Vonandi á eitthvað af þessu fólki eftir að standa undir nafni sem mjmdlistarfólk, þótt mér hafi ekki tekist að finna þeirri von fót í því sem ég hef séð af hinu sænska KEXI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.