Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 61 + en það var upphaflega teiknað fyrir og það bitnar aðallega á skrifstofun- um þar sem ekki er hægt að minnka upptökuherbergin. Vegna þess hversu skrifstofurýmið er af skom- um skammti geta ekki allir setið við glugga og það lendir helst á laus- ráðnum þáttagerðarmönnum að vinna í miðju húsinu þar sem þeir verða að notst við rafmagnsljós allan daginn. Annars er þetta viða stórfínt og aðstaðan í heildina mjög góð.“ Innréttingarnar íslensk framleiðsla Arkitekt útvarpshússins í Efsta- leiti er Vilhjálmur Hjálmarsson. Hann sagði að við hönnun innrétting- anna í húsinu hefði fyrst og fremst verið tekið mið af notagildi og þæg- indum. „Lýsingin er mjúk og áhersla lögð á hæfllega hljóðeinangrun og þýðan hljómburð. Skilrúmin í skrif- stofurýminu, sem eru íslensk fram- leiðsla, eru sérstaklega hönnuð fyrir þetta hús“ sagði hann. Það sem vekur einna mesta at- hygli á fréttastofunni er sérstakt fréttaborð, þar sem fréttamennimir, sem annars hafa hver sína vinnuað- stöðu við skrifborð, geta setið saman, fylgst með útsendingum og sjón- varpi, og unnið önnur störf þar sem mikilvægt er að vera í góðu sam- bandi við umhverfíð. „Áður en fréttaborðið var smfðað var útbúið tilraunaborð til þess að hægt væri að sníða af ýmsa vankanta og mæta þörfum tilvonandi notenda sem best“ sagði Vilhjálmur. Bein sjónlína er frá fréttasstjóra, við enda fréttaborðsins, gegn um útsendingarherbergið og yfír til tæknimannsins sem stjómar útsendingunni. Vilhjálmur sagði að útsendingar- herbergið væri eins konar „hús í húsinu". Gólfið er steinsteypt en hvílir á gúmmípúðum og er fullkom- lega hljóðeinagrað. Á veggjunum em svokölluð hljómskil; mis harðar plöt- ur, klæddar íslenskri ull, og er hægt að breyta hljómburðinum með því að skipta um skil á veggjunum. í holinu framanvið upptökuher- bergin em sófar og borð. „Þessi aðstaða er hugsuð fyrir þáttagerðar- menn til að undirbúa þætti og slaka á í ró og næði“ sagði Vilhjálmur. „Vatnsniðurinn sem berst frá lindinni f kjallaranum á að skapa þægilegt umhverfíshljóð og þýtt andrúmsloft og koma í veg fyrir að það verði of hljóðbært svo fólk geti talað saman án þess það bergmáli." Enn er ýmislegt ófrágengið í Út- varpshúsinu við Efstaleiti, t.d á eftir að standsetja efstu hæðina þar sem skrifstofumar verða. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að sjónvarpið flytji inn í húsið og verður það þá með upp- tökusali í kjallara. Útvarpsmönnum bar þó saman um að nýja húsið byði upp á stór bætta aðstöðu sem með tímanum hlyti að skila sér f vand- aðri og betri dagskrárgerð. Morgunblaðið/KGA Friðrik Páll Jónsson, fréttastjóri, við fréttaborðið. Pálína Hauksdóttir og Guðmundaur Bragason, tæknimenn, að störf- um við útsendingu. venjast. Það er mikið rýmra um okk- ur og skemmtilegra héma. Þó ég sakni náttúrlega miðbæjarins þá sakna ég engan vegin húsnæðisins. Það var svona heldur óskemmtilegt og oft fískifyla úr nágrenninu." Sakna útsýnisins af Skúlagötunni Inga Thorsteinssen í auglýsinga- deildinni er gamalreynd af Skúla- götunni. Hún var mjög ánægð með nýju aðstöðuna. „Ég sakna nú samt útsýnisins og miðbæjarins. Við erum dálftið inni lokaðar hér í auglýsinga- deildinni, enda geta ekki allir setið við glugga. Annars er mesta fram- förin að tölvuvæðast. Áður en við fluttum urðum við að notast við rit- vélar svo þetta er allt önnur og betri aðstaða sem við höfum til vinnu hér. Annars er ýmislegt sem á eftir að bæta, svo sem eins og strætisvagna- leiðin. Vagninn stoppar nú ansi langt frá húsinu og margir viðskiptavinir kvarta yfir því. En þetta verður væntanlega allt lagfært með tíð og tíma.“ Safnadeildin þörf nýj- ung í tónlistardeildinni átti enn eftir að koma ýmsu fyrir, enda vantaði hillurými og vom því kassar í stöflum um allt gólf. Jón Öm Marinósson, tónlistarstjóri útvarpsins var nokkuð ánægður með aðstöðu tónlistardeild- arinnar, þó honum þætti plássið í það minnsta. „Aðstaða tónlistadeildarinnar er u.þ.b. einum þriðja stærri en var. Sérstök safnadeild sem geymir upp- tökur og gamalt efni hefur nú fengið sér aðstöðu, en það var löngu orðið tímabært. Safn útvarpsins hefur að geyma margar merkar upptökur sem eiga skilið að vera varðveittar. Safna- deildin hefur nú tekið við þvf hlut- verki og tónlistardeildin sér eingöngu um það sem að dagskrárgerð snýr.“ Jón hefur unnið hjá útvarpinu f 13 ár og kvaðst hann mjög ánægður með aðstöðuna í Efstaleitinu. „Ég myndi ekki vilja fara fara aftur yfir á Skúlagötuna. Ýmislegt hefði þó mátt fara betur héma. Það verður miklu meiri starfsemi hér í húsinu HÁÞRÝSTI- HREINSITÆKI TÆKNI- UPPLÝSINGAR Form G-110 G-112 G-217 VINNUÞRÝST. BAR 150 100 140 150 M/TURBO BAR 180 150 170 180 M/TURBO BAR 180 150 170 180 HREiNSIAFKÖST KW 3,50 2,00 3.03 3.00 VATNSMAGN UMÍN 14 1.2 13 1.6 MÓTOR KW 2,0 2.9 4.9 Gerni Eigum til afgreiöslu af lager hinar sí- vinsælu GERNI háþrýstihreinsidælur. Raf-, bensín- og traktorsmótorar. Mjög meðfærilegar á góðum hjólum. Innilegarþakkirfceri égöllum, vinum ogvanda- mönnum, er minntust min meÖ kveðjum og góöum gjöfum á 80 ára afmceli mínu lö.júni sl. LifiÖ heil. PéturM. Sigurðsson. Hjartanlega þakka ég heillaóskir og stór höfö- inglegar gjafir, er mér bárust vegna 60 ára afmcelis míns 26. maí sl. En fyrst og fremst þakka ég þann mikla hlýhug, sem þarna var á bak við og gladdi mig og fjölskyldu mína. Þannig þakka ég sóknarnefndunum, safnaðar- fólki í Bergþórshvolsprestakalli og öllum, sem meÖ einum eÖa öörum hcetti heiÖruÖu okkur á þessum timamótum. BiÖ ég GuÖ aÖ veita ykkur gleði og farsceld á ókomnum tímum. Páll Pálsson á Bergþórshvoli. SMABATAEIGENDUR STÝRISHJÓL SIGUNGAUÓS ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR BÁTADÆLUR, M.GERÐIR BOTNSIGTI BLAKKIR, M.TEG. KEFAR, FESTLAR BÁTSHAKAR RYÐFRÍIR SKRÚFULÁSAR ÁRAR, ÁRAKEFAR • NÆLONTÓG NÆLONGARN.M.TEG. KEÐJUR, SVARTAROGGALV. DREKAR, AKKERI STÁLVÍR, M. SVERLEIKAR ISUMARBUSTAÐINN OG FERÐALAGIÐ: • («« ÚTIGRILL GRILLTENGUR - GAFFLAR VIÐARKOL—KVEIKILÖGUR GRASFERÐATÆKI OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR OUUOFNAR HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEÐ GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR 1125-2500 gr. SJÓSPÚNAR OG PILKAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL KOLAFÆRIOG VINDUR KOLANET SILUNGANET SILUNGANETSSLÖNGUR BLÝ-OGKORKTEINN GRÁSLEPPUNET NETAFLOT SIGURNAGLAR SKÖTULÓÐAÖNGLAR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRNOGFULLORÐNA SOKKAR MEÐTVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR DÖKKBLÁIR (LOÐNIR AÐINNAN) VINNUHANSKAR LEÐURHANSKAR GÚMMÍHANSKAR GARÐYRKJUHANSKAR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR • KLOSSAR SVARTIR OG BRÚNIR ÖRYGGISSKÓR VINNUSKÓR GÚMMÍSTÍGVÉL VEIÐISTÍGVÉL VÖÐLUR Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855. '1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.