Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 17
poo r ttat'Yt ai t'a.a/tt TT»nA*Ma riTrT a TaT/TT^\ar».ír MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Um 50 verknámsbændum frá 30 býlurn víða af landinu var boðið til skólans. Um 500 Sunnlendingar heimsækja Hvanneyri Hvannatúni { Andakíl. UM 500 gestir, bændur og búalið af Suðurlandi, heimsóttu Hvann- eyri á fjórum dögum um síðast- liðna helgi. Góð nýting er á heimavist og veitingaaðstöðu bændaskólans á sumrin. Við hönnun heimavistar bænda- skólans var gert ráð fyrir að nýta megi hana til notkunar jafnt á sumrin sem á vetuma. Mikil gesta- koma var á staðnum um síðastliðna helgi. Á fjórum dögum komu jafn- margir hópar sunnlenskra gesta. Búnaðarsamband Suðurlands skipulagði ferðir bænda og annars búaliðs til Hvanneyrar. Komið var í hádegismat og sagði skólastjóri, Sveinn Hallgrímsson, gestum þar frá starfsemi skólans og öðrum stofnunum á staðnum. Síðan var fólkinu leiðbeint um staðinn. Fyrst og fremst var dvalið við þijá þætti starfseminnar á Hvanneyri, bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, loðdýrahúsin og matjurtatilraunir utanhúss í skjól- belti. Auk þess áttu gestir kost á að skoða fjós, rannsóknarstofu, bókasafn og heimavist eftir því sem tími gafst til. Áður en kaffíveiting- ar voru þegnar var stutt helgistund í Hvanneyrarkirkju. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir flutti bæn og sagði frá sögu kirkjunnar. Þeir sem komu lengst að komu alla leið austan úr Vestur-Skaftafellssýslu. Frá fímmtudegi til laugardags dvöldu á staðnum í boði skólans um 50 manns frá 30 býlum víða af landinu, sem taka nemendur í verklegt nám tengdu bændaskólan- um. Var þeim kynnt ýtarlega starfsemi skólans, tilhögun verk- námsins og ræddar hugsanlegar breytingar á þvf. Um helgina gistu svo hópar 20 og 25 ára búfræðinga staðinn. Margir árgangar gamalla búfræð- inga og búfræðikandídata sækja skólann heim árlega. Þessir hópar færðu skólanum að gjöf plöntu til gróðursetningar. Skólinn á 100 ára afmæli eftir 2 ár og stendur yfír sérstakt átak til fegrunar á staðn- um. Á mánudaginn hélt svo búnaðar- samband Borgarfjarðar sem oftar aðalfund sinn á Hvanneyri. Síðan tekur við orlof húsmæðra á vegum orlofsnefndar í Reykjavík í 6 vikur. Sextíu konur dveljast hér í eina viku í senn. Einu sinni í viku á sumrin gistir hér hópur erlendra ferðamanna sem kalla sig „Focus on life“. Fólkið ferðast um landið og kynnir sér náttúru íslands og atvinnuvegi landsmanna, m.a. bú- skap og rannsóknir í landbúnaði. Állt til 20. ágúst er skólinn upp- XJöföar til XX fólks 1 öllum starfsgreinum! tekinn nema hvað smærri hópar skólastjóri fréttaritara. geta e.t.v. fengið enn inni, tjáði _ D.J. Sunnlenskir bændur og aðrir gestir í Hvanneyrarkirkju þar sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir flutti bæn. ÁRGERDIRNAR KOMA í JÚLÍ í bílunum frá MITSUBISHI þarf ekki að hafa áhyggjur af „aukabúnaöi". — Hann fylgir með í verðinu. Hjá okkur fá ailir bíl við sitt hæfi. Það borgar sig að biða eftir bfl frá MITSUBISHI HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.