Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 17

Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 17
poo r ttat'Yt ai t'a.a/tt TT»nA*Ma riTrT a TaT/TT^\ar».ír MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Um 50 verknámsbændum frá 30 býlurn víða af landinu var boðið til skólans. Um 500 Sunnlendingar heimsækja Hvanneyri Hvannatúni { Andakíl. UM 500 gestir, bændur og búalið af Suðurlandi, heimsóttu Hvann- eyri á fjórum dögum um síðast- liðna helgi. Góð nýting er á heimavist og veitingaaðstöðu bændaskólans á sumrin. Við hönnun heimavistar bænda- skólans var gert ráð fyrir að nýta megi hana til notkunar jafnt á sumrin sem á vetuma. Mikil gesta- koma var á staðnum um síðastliðna helgi. Á fjórum dögum komu jafn- margir hópar sunnlenskra gesta. Búnaðarsamband Suðurlands skipulagði ferðir bænda og annars búaliðs til Hvanneyrar. Komið var í hádegismat og sagði skólastjóri, Sveinn Hallgrímsson, gestum þar frá starfsemi skólans og öðrum stofnunum á staðnum. Síðan var fólkinu leiðbeint um staðinn. Fyrst og fremst var dvalið við þijá þætti starfseminnar á Hvanneyri, bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, loðdýrahúsin og matjurtatilraunir utanhúss í skjól- belti. Auk þess áttu gestir kost á að skoða fjós, rannsóknarstofu, bókasafn og heimavist eftir því sem tími gafst til. Áður en kaffíveiting- ar voru þegnar var stutt helgistund í Hvanneyrarkirkju. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir flutti bæn og sagði frá sögu kirkjunnar. Þeir sem komu lengst að komu alla leið austan úr Vestur-Skaftafellssýslu. Frá fímmtudegi til laugardags dvöldu á staðnum í boði skólans um 50 manns frá 30 býlum víða af landinu, sem taka nemendur í verklegt nám tengdu bændaskólan- um. Var þeim kynnt ýtarlega starfsemi skólans, tilhögun verk- námsins og ræddar hugsanlegar breytingar á þvf. Um helgina gistu svo hópar 20 og 25 ára búfræðinga staðinn. Margir árgangar gamalla búfræð- inga og búfræðikandídata sækja skólann heim árlega. Þessir hópar færðu skólanum að gjöf plöntu til gróðursetningar. Skólinn á 100 ára afmæli eftir 2 ár og stendur yfír sérstakt átak til fegrunar á staðn- um. Á mánudaginn hélt svo búnaðar- samband Borgarfjarðar sem oftar aðalfund sinn á Hvanneyri. Síðan tekur við orlof húsmæðra á vegum orlofsnefndar í Reykjavík í 6 vikur. Sextíu konur dveljast hér í eina viku í senn. Einu sinni í viku á sumrin gistir hér hópur erlendra ferðamanna sem kalla sig „Focus on life“. Fólkið ferðast um landið og kynnir sér náttúru íslands og atvinnuvegi landsmanna, m.a. bú- skap og rannsóknir í landbúnaði. Állt til 20. ágúst er skólinn upp- XJöföar til XX fólks 1 öllum starfsgreinum! tekinn nema hvað smærri hópar skólastjóri fréttaritara. geta e.t.v. fengið enn inni, tjáði _ D.J. Sunnlenskir bændur og aðrir gestir í Hvanneyrarkirkju þar sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir flutti bæn. ÁRGERDIRNAR KOMA í JÚLÍ í bílunum frá MITSUBISHI þarf ekki að hafa áhyggjur af „aukabúnaöi". — Hann fylgir með í verðinu. Hjá okkur fá ailir bíl við sitt hæfi. Það borgar sig að biða eftir bfl frá MITSUBISHI HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.