Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 35
£8 35 mi ÍMílt .5S; HUOAdUTMMTi .Qia/USMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 --------------------------------—-------------------- Reuter Birgðum til TamUa á Norður-Sri Lanka skipað út í indversku höfn- inni Madras í gœr. Indland: Hjálpargögri flutt til tamíla á Sri Lanka Madras, Indlandi, Reuter. INDVERSKT skip hlaðið hjálp- argögnum hélt í gær frá borginni Madras áleiðis til Jaffna-skaga á Sri Lanka. Skipið mun njóta verndar flota Sri Lanka er það nálgast strendur eyjarinnar og hafa skæruliðar tamíla heitið að gera ekki árás á skipin. Skipið mun koma til Kankesant- hurai á Jaffna-skaga í dag. Um borð eru 500 tonn af hrísgtjónum, hveiti, sykur, mjólkurduft og lyf sem dreift verður til tamfla á Jaffna-skaga. Fulltrúar stjómvalda á Sri Lanka könnuðu vaminginn áður en skipið hélt úr höfn. Talsmenn skæmliðahreyfíngar tamfla, sem berst fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra á Sri Lanka, sögðu að aðgerðum gegn stjómar- hemum yrði slegið á frest þar til skipið hefði verið losað og hjálpar- gögnum dreift. Skæmliðar ráða stómm hluta Jafnna-skaga og sagði í tilkynningu þeirra að þeir teystu því að stjómarherinn færði sér ekki vopnahléið í nyt. Stjómvöld á Indlandi og Sri Lanka hafa nú náð samkomulagi um flutninga á hjálpargögnum til tamfla. Stjómarherinn á Sri Lanka hóf stórsókn gegn skæruliðum í síðasta mánuði og afréðu yfírvöld á Indlandi að senda hjálpargögn til tamfla sem sagðir vom líða hung- ur. Smábátar hlaðnir matvælum og hjálpargögnum létu úr höfn á Indl- andi en floti Sri Lanka sigldi í veg fyrir bátana. Gáfu þá yfírvöld á Indlandi flughemum skipun um að varpa hjálpargögnum úr lofti til tamfla og sögðu yfírvöld á Sri Lanka það vera grófa íhlutun í inn- anríkismál. Foreldrar Rusts í sovézku blaði: Sonur okkar var einn og í friðarför Moskva, Reuter. í VIÐTALI við sovézka vikuritið Moskvufréttir, sem kemur út á rússnesku, segja foreldrar flug- mannsins Mathiasar Rust, að hann hafi ekki verið i vitorði með einum né neinum, er hann ákvað að fljúga til Sovetríkjanna og lenda vél sinni á Rauða torg- inu. Faðir piltsins segir, að hann hafi sjálfur hjálpað syninum, að undirbúa flugferð til Færeyja, íslands, Noregs og Finnlands, en þeim hafi verið með öllu ókunn- ugt um, að hann ætlaði víðar. Foreldramir láta í ljós mikla gremju með skrif vestur-þýzkra blaða um atburð þennan og þau skrif geti ekki annað en skaðað son þeirra. Þýzk blöð hefðu fjallað um það í síbylju frá því þetta gerðist, hveijir kynnu að hafa staðið að baki Matthiasi í þessu máli og hveij- ir gætu hafa aðstoðað hann við skipulagningu fararinnar. Viðtalið var tekið á heimili hjón- anna, eftir að þau komu heim frá Sovétríkjunum, en þar fengu þau að hitta son sinn. Þau sögðu að ágætlega væri að honum búið i fangelsinu. Hann sé ánægður með mataræðið og hann fái aðgang að bókasafninu. Hann hafi fengið lán- aða kennslubók í rússnesku og gluggi í hana, því að hann hafí áhuga á málinu. Komið væri fram við hann af stakri kurteisi, að því er hann hefði sagt þeim. Þau ítreka að sovézk stjómvöld reyni að fá það á hreint, hvort ein- hveijir hafí vitað um fyrirætlanir hans, en þau séu þess fullviss að svo hafí ekki verið. „Matthias hugs- aði þetta sem för í þágu friðar í heiminum," segir faðirinn í viðtal- inu. Þau sögðust hafa ákveðið að veita þetta viðtal, vegna þess að þau hefðu áhuga á að sovézkir les- endur gætu lesið frásögn þeirra á sinni eigin tungu. Fréttaritari Prav- da í Bonn hefur í sínum skrifum látið að því liggja, að Rust hafí verið handbendi ótiltekinna pólití- skra afla. í lok viðtalsins segja foreldram- ir, að þeim hafi verið mjög bmgðið, þegar þau fengu fréttimar af því, að sonur þeirra hefði lent á Rauða torginu. Þau skilji vel, að mál hans verði að kanna, en þau séu vongóð. En skrif þýzkra blaða hafi ekki verið uppörvandi, eftir þau fóm að velta sér upp úr hugmyndum um að Mathias hafí verið útsendari ein- hverra. Þær fullyrðingar verði aðeins til að tefja málið og til þess eins fallnar að vekja tortryggni. Framkvæmdastjóri EB: Evrópa á barmi kreppu Brussel, Reuter. Framkvæmdastjóri Evrópu- bandalagsins, Jaques Delors, lét svo um mælt i gær að bandalagið rambaði á barmi kreppu og hót- aði að skera niður útgjöld þess, nema leiðtogar aðildarríkjanna nái stjórn á fyrirsjáanlegum hallarekstri samtakanna. Á fréttamannafundi í gær sagði Delors að ekki væri hægt að láta halla þessa árs reka á reiðanum fram á það næsta. Framkvæmdastjóm bandalagsins hefði í undirbúningi sérstaka fjárhagsáætlun, sem emb- ættismenn telja að gæti sparað allt að 30% í greiðslum til aðildarlanda. „Evrópa rambar á barmi efna- hagskreppu," sagði Delors. „Hvað getum við gert? Haldið áfram að borga og setið uppi með halla, sem svarar til fimm til sex milljarða Evr- ópumynteininga (20-25 milljarða króna)?“ Delors sagði að mikilvægt væri að Vestur-Evrópuríki gætu tryggt efnahagslegt sjálfstæði sitt til þess að standa betur að vígi í viðræðum við austantjaldsríki um öryggismál. comma sími 25260 • i jiall v. .4t! (■éy. jjHi" jj Leisure frístundaborðið 1. Hentug samsetning á tvo vegu. 2. Stöðugleiki, rúmgóð sæti. 3. Stöðugur borðflötur sem hindrar að hlutir renni til. 4. Þægileg afstaða milli borðs og stóla. 5. Staður fyrir sólhlíf. Verð aðeins kr.6.1 90,- Vantar þig sólskýli fyrir verslunina eða húsið þitt? Hafðu samband. Póstsendum um land allt. Heildsala — smásala. v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.