Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 19
noor tt/Tt'Yt ti o <tt t 0 A rrT TT> ^T <rTrT ^TTrr * TorT>rTT»~>rT/TTr MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 ðt 19 Smiðjuvegi 30 € Kópovogi Símor: 77066. 78600 G.R. PtTURSSON Hf UMBOOS- OG MÖIDVÍASIUN Það hefur orðið að samkomulagi hjá G.Á. Péturssyni hf. og Gunnari Ás- geirssyni hf. að fyrrnefnt fyrirtæki taki við Briggs & Stratton umboðinu og munu vörur frá því verða seldar í Sláttuvélamarkaðnum framvegis. Gamlir og nýir viðskiptavinir vel- komnir. KAUPFÉLÖGIN í LANDINU AF ERLENDUM VETTVANGI -- -*tXÐÓru j, RAFNAR Sárt, en nauðsynlegt að horfast í augu við fortíðina FÁIR atburðir hafa komið jafn mikið við þjóðarsál Frakka á undan- förnum árum eins og réttarhöldin sem nú standa yfir i Lyon yfir Klaus Barbie, sem var yfirmaður þýsku leynilögreglunnar í borg- inni, á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Hann hefur tvívegis verið dæmdur til dauða af frönskum dómstólum að sér fjarstöddum og er nú sakaður um glæpi gegn mannkyninu. Rúm 40 ár eru liðin frá þessum tíma, margir af þeim sem yngri eru vita lítið um striðsárin og þeir sem eldri eru hafa flestir reynt að gleyma þeim. Réttar- höldin hafa vakið upp umræður og deilur sem ekki eiga sér hliðstæðu i frönsku samfélagi. Hvernig brugðust Frakka við gyðingaofsóknum nasista, reyndu þeir að aðstoða gyðinga við að komast undan eða studdu þeir aðgerðir Þjóðveija? Sviku aðilar innan andspyrnuhreyf- ingarinnar félaga sína i hendur Þjóðveijum? Þessum spurningum og fleiri svipuðum hefur verið varpað fram og leitað er við þeim svara. n kólanemendur hafa verið j^fræddir um ástandið í landi þeírra á árum sfðari heimsstyijald- arinnar og flölmiðlar hafa einnig fjallað ítarlega um þetta tfmabil. Ymsir málsmetandi menn s.s. Ray- mond Barre, fyrrum forsætisráð- herra og Jacques Chaban Delmas, núverandi þingforseti, hafa hvatt til þess að málin yrðu krufin til mergjar, en jafnframt lagt á það áherslu að franska þjóðin, sem heild, þyrfti ekki að skammast sfn fyrir það sem gerðist á stríðsárun- um. Þá hefur Mitterrand, forseti, sagt að hann vonaðist til þess að unga kynslóðin myndi nú geta gert sér grein fyrir því hvílíkur hrylling- ur hefði fylgt stefnu nasista. Verjandi Barbie, Jacques Verges, sem þekktur er fyrir störf sín sem lögmaður ýmissa hryðjuverka- manna, lýsti því yfir áður en réttarhöldin hófust að hann myndi færa sönnur fyrir því að margir Frakkar hefðu aðstoðað Þjóðverja í ofsóknum þeirra á hendur gyðing- um. Einnig að svo mikil átök hefðu verið innan frönsku andspymu- hreyfingarinnar að meðlimir and- staeðra fylkinga hefðu ítrekað svikið félaga sína f hendur Ijóðveija. Sagði Verges að hann og Barbie myndu nafngreina ýmsa aðila í þessu sambandi. Þá hélt hann því fram að Frakkar sjálfír hefðu fram- ið þvílík voðaverk m.a. í Alsír og Indókfna að siðferðislega séð gætu þeir ekki dæmt Barbie. Verges hefur þó ekki staðið við þessi stóru orð. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og fyrir skömmu þegar verjandi átti þess kost að leiða fram vitni, minnt- ist hann ekki einu orði á andspymu- hreyfinguna. Þegar hann ætlaði að ræða um styijaldir Frakka í Alsír og Indókína stöðvaði André Cerd- ini, dómari, Verges og sagði að þær kæmu málinu ekki við. Hafi Verges einhver spil á hendinni hefur hann ekki sýnt þau enn. Réttarhöldin tóku óvænta stefnu á þriðja degi þegar Klaus Barbie lýsti því yfir öllum til mikillar furðu að hann myndi ekki svara frekari spumingum. Hefur hann því ekki enn nafngreint samstarfsmenn sína úr röðum andspymumanna. Sagði Barbie að sér hefði verið rænt frá Bólivíu og væri hann því í lagaleg- um skilningi ekki staddur í Frakk- landi. Veijandi hans hélt því fram að lögmenn Barbie í Bólivíu hefðu ráðlagt honum að bregðast svona við, en skjólstæðingar Verges hafa áður beitt svipuðum brögðum. Sam- kvæmt frönskum lögum hefur dómari rétt til að láta færa sak- boming nauðugan til réttarhalda og hefur Cerdini tvívegis látið færa Barbie til dómhallarinnar til þess að vitni gætu borið á hann kennsl. Hertar öryggisráð- stafanir vegna réttar- haldanna Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna réttarhaldanna. Skyttur úr sveitum lögreglunnar em á þökum nærliggjandi húsa þegar Barbie hefur verið leiddur f réttarsalinn, sem útbúinn var sér- staklega fyrir þessi réttarhöld og mikill fyöldi lögreglumanna er allt umhverfis dómhöllina. Vopnuðum manni sem kvaðst ætla að myrða Barbie tókst þó að komast inn í fangelsið þar sem hann er í haldi, en var handtekinn þar. Lögmenn og vitni er tengjast réttarhöldunum hafa fengið lögregluvemd því þeim hafa borist bréf með svívirðingum ogjafnvel morðhótunum frá aðilum er segjast vera nýnasistar. Hafa nýnasistar látið nokkuð til sín taka að undanfömu, svívirt bænahús gyðinga og grafreiti og einnig dreift bæklingum þar sem segjr að útrým- ingabúðimar í Ausehwitz hafí aldrei verið til. Ljóst er þó að þeir njóta lítils stuðnings almennings í Frakk- landi. hendur Barbie Klaus Barbie var dæmdur til dauða í tvennum réttarhöldum árin 1952 og 1954 fyrir að taka af lífi 4.342 manneskjur, handtaka 14.311 og láta flytja 7.591 gyðing í útrýmingabúðir á þeim tveimur ámm sem hann var yfirmaður Gestapo í Lyon og fékk þar viður- nefnið „Slátrarinn frá Lyon“. Þessar sakir eru fymdar og er hann því nú ákærður fyrir að bera ábyrgð á: 1) handtöku 44 bama og 7 kenn- ara þeirra, sem flutt voru frá þorpinu Izieu til útrýmingabúðanna í Auschwitz, þar sem þau létu öll lífið nema einn kennarinn; 2) hand- töku 86 manna er tengdust samtök- um gyðinga í Lyon og fyrir að fyrirskipa að flestir þeirra væm fluttir í útrýmingabúðir þar sem nær allir þeirra létust; 3) brottflutn- ingi um 300 gyðinga og 300 andspymumanna frá Lyon til Auschwitz og Buchenwald á síðustu dögum stríðsins; 4) ýmsum aðgerð- um gegn andspymumönnum s.s. aftökum, handtökum og nauðung- arflutningum. Réttarhöldunum hefur verið haldið áfram að Barbie fjarstöddum og er búist við að dómur falli 3. júlí. Mörg vitnanna er komið hafa fyrir réttinn em illa farin vegna pyntinga er þau máttu þola á stríðsámnum og einnig em mörg þeirra orðin mjög fullorðin. Hefur því verið sett upp sérstök sjúkrastöð í nágrenni dómhallarinnar. Miklar mannlegar raunir hafa rifjast upp í þessum réttarhöldum og ber þar hæst örlög bamanna í Izieu, er sparkað var upp í flutningabfla snemma á skírdagsmorgun árið 1944 og þau send í gasklefana. Sorg og sálarangist foreldra er sendu bömin sín þijú til Izieu til þess að þau mættu vera óhult er ekki hægt að lýsa. Eins og Nóbels- verðlaunahafínn, Elie Wiesel, er kom fyrir réttinn sagði „Þekkingu er hægt að deila með öðmm, en ekki lífsreynslu". Mörgum spumingum er enn ósvarað, en réttarhöldin og umræð- ur er þau vekja ættu þó að verða núlifandi mönnum víti til vamaðar. Heimildin Reuter, Time og Newsweek. Börnin í Izieu og kennara þeirra grunaði lítt hvað þeirra beið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.