Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 40

Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 + Sjávarlóð Til sölu sérlega vel staðsett sjávarlóð á Stór- Reykjavíkursvæðinu fyrir einbýlishús. Öll gjöld greidd. Tilbúin til byggingar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lóð — 6430“ fyrir 10. júlí nk. Heimsnýjung áfUANTX! I Borgartúni 28 Tölvufræðslan mun í haust endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin voru í haust og vetur. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuað- ferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölva sem nú eru orðnar ómissandi á öllum skrifstofum. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námskeið hefst 7. september 1987 Nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Frábær árangur Jóhanns í Moskvu Skák Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson náði mjög góðum árangri á sterku alþjóð- legu skákmóti í Moskvu sem lauk um síðustu helgi. Jóhann varð í þriðja til fimmta sæti af fjórtán keppendum með sjö og hálfan vinning af þrettán mögulegum. Margeir Pétursson varð í ellefta sæti með fimm og hálfan vinn- ing. Sigurvegari á mótinu varð sovézki stórmeistarinn Mikhail Gurevich. Hann hefur aldrei teflt á Vesturlöndum en varð Sovét- meistari árið 1985 og hefur staðið sig mjög vel upp á síðkast- ið. Hann sigraði t.d. á minningar- mótinu um Paul Keres í Tallinn í marz og varð í öðru sæti á af- mælismóti sovézku byltingarinn- ar í Leningrad í maí. Sovétmenn hafa aldrei verið auðveldir viðureignar á heimavelli og að þessu sinni stilltu þeir upp níu stórmeisturum gegn útlending- unum fimm í A-flokki. Árangur Jóhanns kom því mjög á óvart og er með þeim betri sem „gestur" hefur náð á þessu árlega móti. Það blés þó ekki byrlega hjá honum í upphafi mótsins, hann var sælu peði yfir gegn Romanishin en hrika- legar ofsjónir kostuðu hann mann og skákina. Þetta víir eina tap Jó- hanns, hann fékk oft erfiðar stöður en bjargaði sér með mikilli seiglu. í næstsíðustu umferð tryggði hann sér síðan verðlaunasæti með því að vinna stigahæsta keppandann og nýbakaðan stórmeistara, Vladimir Malanjuk frá Sevastopol. Ég byijaði vel og endaði vel, en það dugði ekki til því um mitt mót tapaði ég hvorki meira né minna en fjórum skákum í röð. Það var þó nokkur sárabót að mér tókst að vinna tvo sovézka stórmeistara, þá Razuvajev og Vasjukov. Það tók 130 leiki að yfirbuga þann fyrr- nefnda í skák þar sem ég var 65 fyrstu leikina í krappri vöm. Það tók mestallt mótið að tefla skákina, því Sovétmenn hafa þá reglu að tefla biðskákir aðeins á dögum þeg- ar ekki eru tefldar umferðir. Að lokum urðu þeir að gera undantekn- ingu frá þeirri reglu svo skákinni lyki ömgglega fyrir mótslok. Það var afskaplega skemmtilegt og fróðlegt að vera með á móti í höfuðborg skáklistarinnar. Skák- lega séð var mótið mjög lær- dómsríkt og vonandi gott veganesti á næstu mót. Eftir þennan frábæra árangur verður fróðlegt að fylgjast með Jóhanni á millisvæðamótinu í Ungveijalandi sem hefst eftir hálf- an mánuð. Ég hef heldur aldrei teflt á móti sem hefur verið jafn þaulskipulagt. Keppendur bjuggu og tefldu á hinu þekkta „Hótel Sport“ þar sem m.a. var tefldur hluti af einu einvígi Karpovs og Kasparovs. Var rækilega séð fyrir því að við, gestimir, þyrftum ekki að hafa áhyggjur af neinu öðm en taflmennskunni, enskumælandi túlkar greiddu götu okkar hvar- vetna og Volga með bflstjóra var til staðar ef við þurftum að bregða okkur af bæ. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Malanjuk (Sovétríkjun- um) Spánski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - Rd4!? Þessi leikur, sem kenndur er við gamla enska meistarann Bird, hefur reynst svarti nokkuð vel upp á síðkastið. 4. Rxd4 — exd4 5. 0-0 — Bc5 6. Df3 - Re7 7. d3 - c6 8. Bc4 - d5 9. Bb3 — 0-0 10. exd5 — cxd5 II. Bg5 - f6 12. Bf4 - a5?! Jóhann hafði undirbúið leikað- ferðina með Df3 fyrir skákina, en hún heppnaðist ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og ef svart- ur hefði strax leikið 12. — Be6 mætti hann vel við una, því hvítur á erfitt með að þróa stöðu sína. Sérstaklega yrði þá erfítt að finna verkefni fyrir riddarann á bl, en nú eignast hann sælureit á b5. 13. a4 - Be6 14. Ra3 - g5 15. Bd2 - Dd7 16. Rb5 - Bb6 17. Hfel - Hf7 18. c4! Svartur hefur lagt töluvert mikið á stöðu sína og veikt sig kóngsmeg- in og það em eðlileg viðbrögð hvíts að opna stöðuna. Nú vinnur hvítur eftir 18. — dxc4? 19. Hxe6! 18. — dxc3 (framhjáhlaup) 19. Bxc3 - Hd8 20. h3 - Rg6 Stúdíó SG tekur til starfa NÝ ÆFINGASTÖÐ hefur tekið til starfa í Furugrund í Kópa- vogi, Stúdíó SG. Stöðin býður upp á leikfími og púltíma fyrir konur karla og stend- ur innritun jrfir næstu daga. Hver tími er 50 mínútur og æfingakerfíð byggist upp á hitunaræfingum, þoli, styrkjandi æfíngum og teygjum. í september hefst kennsla í jazz- ballett í bama- og unglingaflokk- um. Kennari er Sigríður Guðjohnsen. Hún lauk danskennaraprófi 1983 sem viðurkennt er af alþjóða dans- ráðinu, ICBD, og er félagi í Félagi fslenskra danskennara. Undanfarin 9 ár hefur Sigríður starfað hjá JSB og dansað með dansflokki JSB í 7 ár. Síðustu sumur hefur Sigríður sótt námskeið hjá „Pineapple" í London til að kynna sér það nýj- Frá kennslustund í Stúdíói SG í Furugrund í Kópavogi. asta í dans- og leikfimikennslu. inni Sólskini, til húsa í Fumgmnd Stúdíó SG er, ásamt heilsurækt- 3 í Kópavogi. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! mm v&xo og þu flfgur t gegnum daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.