Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra: Tilboð sem ekki erhægt að hafna „ÞETTA ER tilboð sem ekki er hægt að hafna hver sem í hlut á,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son, fjármálaráðherra og formaðurAlþýðuflokksins. „Hrun Útvegsbankans þýddi að ríkissjóður yfirtók skuldir bankans upp á 764 milljónir auk lífeyris- skuldbindinga bankans. Ákveðið var að breyta bankanum í hlutafé- lag og selja á almennum markaði. Fiskveiðisjóður hefur þegar keypt hlut í nýja bankanum upp á um 200 milljónir. Nú hefur Sambandið gert ákveðið tilboð sem er í samræmi við þá skilmála sem settir voru í hlutafjárútboðinu. Það er ljóst að bankakerfið þarfn- ast róttækrar endurskipulagningar. Við þurfum færri og stærri banka. Hlutafjárbanka þar sem rekstrar- ábyrgð er skýr án ríkisábyrgðar. Ef þessi breyting sem nú er í vænd- um leiðir til samruna, í fyrsta kasti þriggja banka, með hlutaaðild er- lends viðskiptabanka í leiðinni, eins og rætt er um, þá er það þróun í rétta átt. Aðrir, sem hafa lýst áhuga á að gera þetta, eins og ýmis hagsmuna- öfl í sjávarútvegi, geta sjálfum sér um kennt. Það var augljóst að þetta ástand gat ekki varað. Málið verður rætt í ríkisstjóminni á þriðjudaginn en mér finnst yfirgnæfandi rök hníga að því að þessu tilboði eigi að taka. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra: Þetta tilboð er athyglisvert „ÞETTA tilboð er athyglisvert,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra um tilboð Sambandsins: „Það er gert á grundvelli útboðs ríkisins frá þvi í vor og miðast við þau kjör sem þá voru boðin.“ Jón Sigurðsson sagði að tilboðið væri athyglisvert af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi vegna þess að það virðist geta stuðlað að fækkun banka og aukinni hagkvæmni í bankakerfínu, sem er stefna ríkis- stjómarinnar. Og í öðm lagi vegna þess að með því væri hægt að draga úr ábyrgð og afskiptum ríkisins af bankarekstri. „Þetta gæti verið byrjun að uppstokkun í bankakerf- inu sem talað hefur verið um í 20 ár,“ sagði Jon og bætti við: „Auk þessa er það mikilvægt að létta af skattþegnum þessa lands þeim íjár- skuldbindingum sem ríkið tók á sig fyrir þeirra hönd vegna Útvegs bankans í vetur." Ráðherra sagðist ætla að skoða tilboðið á næstu dög- um og taka afstöðu til þess. Jón Sigurðsson benti á að þama væru tengd fyrirtæki sem sumir líti á sem einn aðila að ná mikilvægum tökum á banka, en það liggi í hlutar- ins eðlis að möguleikamir séu ekki margir hér innanlands að fá svo mikið hlutafé. „Ég hef tilhneigingu að líta á bankarekstur fyrst og fremst sem atvinnurekstur og lít á þetta tilboð í því ljósi. Ég veit af þessum sjónar- miðum og lít ekki fram hjá þeim, svaraði Jón Sigurðsson þegar hann var spurður að því hvort það væri gleðiefni fyrir Alþýðuflokkinn að Sambandið eignist meirihluta í Út- vegsbankanum þegar það hafi þegar mikil áhrif á rekstur Búnað arbankans og einhver áhrif í rekstur Landsbankans, eins og margir haldi fram. „Ég tel hins vegar að fjárhagsleg bankasjónar- mið eigi fyrst og fremst að ráða æssari ákvörðun. Það er hugsanlegt að þessi bankaítök og viðskipti sem þú nefndir í öðmm bönkum flytjist milli banka, en um það skal ég engu spá. Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar að leggja alltof mikið upp úr þessu, þar sem )að er hennar yfírlýsta stefna að draga úr pólitískum áhrifum í bönk- unum og fækka þeim," sagði Jon Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Sigurður Einarsson for- stjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja: Ákveðið áfall ,ÞETTA eru stórfréttir og líka ákveðið áfall,“ sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. „Ég hafði gert mér þær vonir að fyrirtæki í sjávarútvegi myndu sameinast um að kaupa bankann, eftir að ákveðið var að breyta hon- um í hlutafélag. Maður átti síst von á að Sambandið myndi vilja kaupa Útvegsbankann. Ég er frekar uggandi. Útvegs- bankinn er eini bankinn sem er með útibú í Vestmannaeyjum og það er jafnframt stærsta bankaútibúið ut- an Reykjavíkur. Þar em heldur ekki nein fyrirtæki sem selja í gegn- um Sambandið og einu ítök þess í Vestmannaeyjum er lítið kaupfélag. Maður veit ekki hvort þetta á eftir að breytast ef af þessu verður." Jónas H. Haralz, banka- stjóri Landsbankans: Tilefni til meiriháttar breytinga á ríkisbönkum „MÉR virðist það vera umhugs- unarvert hvort þessi uppstokkun, ef af henni verður, eigi ekki að verða tilefni til meiriháttar breytinga á skipulagi ríkisban- kanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans,“ sagði Jónas H. Haralz bankastjóri Lands- bankans þegar hann var spurður um álit hans á tilboði SÍS í hluta- bréf Útvegsbankans. „Ég tel eins og oft hefur komið fram að mikil þörf sé á breytingum, samanber grein Þorvaldar Gylfa- sonar, prófessors um bankamál í Morgunblaðinu í gær.“ Jónas hefur oft fært rök fyrir því að breyta eigi ríkisbönkunum í hlutafélög og að hlutabréf verði seld á nokkmm ámm, a.m.k. í öðmm bankanum. Að öðm leyti vildi hann ekki að sinni segja frekar um málið. Guðmundur Hauksson, bankastjóri Utvegsbankans: Góð fjárfesting „Ég skil mjög vel að Sambandið vilji kaupa hlutabréf því þetta er góð fjárfesting,“ sagði Guð- mundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbanka íslands hf. „Bankinn er öflugur og á góða framtíð, þannig að þetta er sterkur leikur." Guðmundur sagði að því öflugri og stærri sem bankastofn- anir væm því betur gætu þær sinnt sínu hiutverki og hafði þar í huga áform um að sameina Útvegs- bankann og Samvinnubankann og hugsanlega Alþýðubankann. Baldur Guðlaugsson, bankaráðsmaður í Útvegsbankanum: Þetta er ekki undrunarefni „ÞAÐ var ekki vonum fyrr að einhver tæki við sér, þegar í boði eru hlutabréf í banka sem hefur þá möguleika sem Útvegs- bankanum hefur," sagði Baldur Guðlaugsson, ritari bankaráðs Útvegsbankans hf. þegar hann var spurður um álit hans á til- boði SÍS. „Frá byijun var það ætlun ríkis- ins sem hafði fmmkvæði að því að stofna hlutafélag til jrfírtöku á Út- vegsbankanum, að selja hlutabréf- in. Hér er um gamalgróin banka að ræða með víðtæk bankasambönd og sem nýtur trausts og tiltrúar um allt land þrátt fyrir undangeng- ið erfiðleikatímabil. Það er því ekkert undmnarefni þó aðilar eins og Sambandið sækist eftir að eiga hlutabréf í slíkum banka," sagði Baldur Guðlaugsson. Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SIF: Ekki óeðlilegt aðSÍSviIji tryggja stöðu sína á fjármagns- markaðinum „ÞAÐ ER ekkert óeðlilegt að SÍS vilji tryggja sér sterka stöðu á fjármagnsmarkaðinum. Þeir eru að gera fyrir sjálfa sig það sem ég hefði viljað sjá sjávarútveginn gera,“ sagði Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda. „Eins og komið hefur fram þá höfðu aðilar innan sjávarútvegsins áhuga á að eignast stóran hlut í Útvegsbankanum og var málið til umræðu í vor. Þessi umræða hægði á sér í sumar en ég held að menn hafi almennt ætlað sér að kanna betur þegar líða tæki á sumarið hvort ekki væri hægt að ná saman nægilega stómm hóp innan sjávar- útvegsins til þess að framkvæma þessar hugmyndir. Það var ljóst að ef til þess ætti að koma þyrfti breiða samstöðu. Það má segja að samstaðan hafi ekki verið nægilega ákveðin til þess að menn gætu lok- ið þessu og því tók þetta lengri tíma. Niðurstaðan er sú að kominn er nýr kaupandi og ekkert við því að segja. Mín persónulega skoðun er sú að æskilegt hefði verið fyrir sjávar- útveginn að sameinast um eignar- aðild á nýjum banka með mikil erlend viðskipti og sambönd. Það hefði verið styrkur fyrir sjávarút- veginn, í ljósi hins aukna frelsis í gjaldeyris- _og lántökumálum, að geta keypt Útvegsbankann og verið í sameiningu með þessi tengsl sem munu í framtíðinni þróast milli íslenskra og erlendra lánastofnana. Það er gott að vera með góð tengsl við það sem er að gerast í fjármála- heiminum og því hefði verið gott að eignast svona þjónustustofnun. Lærdómurinn sem sjávarútveg- urinn verður að draga af þessu máli er að efla sína innri samstöðu til að geta byggt sig vel upp.“ Gísli Ólafsson, bankaráðsformaður Útvegsbankans: Hagkvæmt tilboðfyrir SÍS „ÉG TEL þetta vera hagkvæmt tilboð fyrir SÍS og dótturfélög þess,“ sagði Gísli Olafsson, for- maður bankaráðs Útvegsbank- ans. „Sambandið á þegar einn banka fyrir og ef af þessum kaupum verð- ur á það eflaust eftir að styrkja stöðu sína í þjóðfélaginu. Það liggur þó ekki fyrir hvemig og til hve langs tíma eigi að greiða eftirstöðvamar. Um það virðist ósamið samkvæmt fréttatilkynningu Sambandsins. Viðskiptaráðherra hefur tilkynnt mér að hann muni ekki taka af- stöðu til þessa tilboðs fyrr en á þriðjudaginn en fundur hefur verið kallaður saman í bankaráðinu á miðvikudaginn." Jón Ingvarsson stjórnar- formaður SH: Kemur veru- lega á óvart „ÞETTA kom okkur óneitanlega verulega á óvart vegna þeirrar afstöðu Sambandsins, sem kom fram á sínum tíina, að það hefði ekki áhuga á hlutafjárkaupum," sagði Jón Ingvarsson, stjórnar- formaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. „Við höfum hinsvegar, ásamt einkaaðiium og fyrirtækjum, eink- um í sjávarútvegi og verslun, rætt um verulega þátttöku margra aðila við kaup á hlutafé. Það hefur verið unnið að þessu að undafomu og töldum við okkur hafa frest til haustsins. Þess vegna kemur þetta okkur á óvart." Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum: Sambandið getur farið að stilla okkur upp við vegg „ÞAÐ ER vissulega ánægjuefni að loksins skuli einhver taka sig til og bjóða í hlutafé Útvegs- bankans," sagði Magnús Krist- insson útgerðarmaður i Vestmannaeyjum. „Aðilar í sjáv- arútvegi eru búnir að hafa ár til þess að bjóða í hlutaféð, en ekk- ert aðhafst. Hins vegar hlýtur maður að óttast það sem er að gerast." Magnús taldi að útgerðarmenn og fiskverkendur hefðu aldrei boðið í meira en 50% hlutaíjár, þannig að afgangurinn hefði verið eftir óseldur. Aðspurður kvaðst hann ekki eiga von á því að þessir aðilar tækju nú kipp og byðu í hlutaféð. I fyrsta lagi væri ríkisstjóminni vart stætt á því að selja aðeins hluta hlutaíjárins, enda viðbúið að Sam- bandið kærði sig ekki um að kaupa, hefði það ekki meirihluta, í öðru lagi fæli tilboð Sambandsins í sér mikla hagræðingu í bankakerfínu og í þriðja lagi væri örðugt að sjá arðsemina í því að bjóða betur en Sambandið. Magnús kvaðst hafa verið á móti því að gera bankann að hlutafé- íagi; eðlilegra hefði verið að seija eignir bankans og skipta viðskipt- um hans upp á milli hinna ríkis- bankanna; ríkið hefði þannig uppskorið um milljarð króna. Ekki hefði verið hlustað á þessar hug- myndir, heldur hefði ofuráhersla verið lögð á að gera bankann að hlutafélagsbanka. „Frjálshyggju- gauramir súpa nú seyðið af þessari þráhyggju sinni og nú sitjum við Vestmanneyingar uppi með það að stór einvaldur tekur yfír „okkar" banka og getur að vild farið að stilla okkur, samkeppnisaðilum sínum, upp við vegg." Ólafur Stefánsson, varaformaður starfsmannafélags Útvegsbankans: Starfsmenn ættuekkiað hafa áhyggjur „Útvegsbankinn verður mjög stór og öflug eining ef af þessum kaupum verður og varla nema gott eitt um það að segja,“ sagði Olafur Stefánsson varaformaður starfsmannafélags Útvegsbank- ans í tilefni af tilboði Sambands- ins í hlutabréf Útvegsbankans. „Samkeppnisaðstaða bankans ætti að batna og yrði þetta hon- um væntanlega til góðs. Ólafur kvað þessa fregn vera það nýja, að lítii tækifæri hefðu gefíst til þess að ræða þessi mál hjá starfs- mannafélaginu. „Margir stjómar- manna í félaginu em í sumarfríi, en við sem eftir erum munum líklega funda í kvöld." ólafur sagði að almennur fundur hjá starfs- mönnum ekki yrði fyrr en endanleg ákvörðun í málinu lægi fyrir af hálfu ráðherra. Hann kvað starfs- menn bankans líklega ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þetta bitnaði á þeim; hagræðing í starfs- mannahaldi myndi líklega fara þannig fram, að fækkað yrði á nokkram áram með þvi ráða ekki nýtt starfsfólk; slíkt ætti að taka skamman tíma, enda væri mikil hreyfíng á bankastarfsfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.