Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 58
58 9* MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Blöðin eru sífellt að segja frá óheiðarlegn fólki svo við ákváðum að taka með okkur peningaskápinn þegar við lokum á kvöldin. HÖGNI HREKKVÍSI Með morgunkaf&nu ást er... .. . samband sem tímans tönn vinnur ekki á. TM R«q U.S. Pat. Off.-all rights resarved 01986 Los Angeles Times Syndicate Víkverji skrifar Bréfritari er óánægður með stefnu Kennarasambands íslands varðandi réttindalausa kennara eða leið- beinendur. Opið bréf til Kennarasambands íslands Nú er sá tími kominn að búið á að vera að ráða kennara til grunn- skóla landsins. Ráðningatímabilið er frá 1. ágúst til 1. ágúst á næsta ári. Þegar þessar línur eru skrifaðar er samt sem áður ástandið þannig að mjög margir skólar eru í stök- ustu vandræðum vegna þess að réttindakennarar fást ekki til að sækja um þessar stöður. Það skal tekið fram að þetta á aðallega við um landsbyggðina. Allir vita að kennaraskortur á rætur sínar að rekja til of lágra launa. Nú hafa hins vegar kennt um árabil í þessum sömu skólum kennarar, sem eftir lögvemdun starfsheitis kennara kallast leið- beinendur, margir hverjir við góðan orðstír. Nú hefur Kennarasamband Islands komið því til leiðar að þess- ir sömu leiðbeinendur fá ekki að kenna við þessa skóla jafnvel þótt enginn réttindakennari hafi sótt um þessar stöður og sums staðar er ástandið svo slæmt að ekki er ann- að sjáanlegt en að loka þurfí skólum. Undirritaður hefur eindregið þá skoðun að best væri að réttinda- kennarar kenndu við alla skóla Iandsins og hefur fulla samúð með launa— og réttindabaráttu kennara. Nú fínnst mér hins vegar einum of harkalega að málum staðið af hálfu K.í. og ég held að fólkið sem býr úti á landi hafi litla samúð með þessum aðgerðum, enda hefur kennaraskorturinn komið harðast niður á þeim, og kennarar haft lítinn skilning á þörfum lands- byggðarinnar eins og svo margir aðrir. Ég vil biðja formann K.í. að svara eftirfarandi: Hvers vegna að neita leiðbein- endum um þessar stöður þegar ekki fást réttindakennarar til að sækja um þær? Landsbyggðin á kröfu á sömu menntunarmöguleikum og þéttbýlið og ekki réttlætanlegt að landsbyggðin sé blóraböggull launabaráttu kennara. Hvers vegna er svona erfítt að fá réttindakenn- ara til að starfa úti á landi? Til hvers er klausan um laun leiðbein- enda í nýju samningunum ef ekki á að ráða leiðbeinendur þó svo að engir réttindakennarar fáist? Er þetta réttlætanleg framkoma við fólk sem hefur bjargað íslenska menntakerfínu úti á landsbyggð- innií fjölda ára? Ég segi nei! Ég var að kenna við skóla þar sem danskur kennari (mikill ágætis- maður) var sérstaklega fenginn til landsins til að bjarga því neyðar- ástandi sem skapast hafði. Enginn íslenskur réttindakennari fékkst til að bjarga málunum. Hvenig rétt- lætið þið þessar aðgerðir fyrst réttindakennarar vilja ekki kenna? Er hægt að neita leiðbeinendum um að bjarga skólamálum í sinni heima- byggð? Skyndilega eru óskir skóla- nefnda og skólastjóra hundsaðar. Ég skora á Kennarasambandið að endurskoða hið snarasta afstöðu sína í þessu máli, því að þótt mennt- un og réttindi séu mikilsverðir hlutir, þá segir það ekki alla sög- una. Annað hvort verða kennarar að mæta til kennslu í öllum grunn- skólum landsins eða þá að hleypa þeim leiðbeinendum að sem vilja vinna þeirra störf á þessum lágu launum. Við hljótum öll að vera sammála um að skólunum má ekki undir nokkrum kringumstæðum loka og renni kennurum ekki meira blóðið til skyldunnar en raun ber vitni þá er ábyrgðarhluti að neita þeim sem það gera um þessar stöð- ur. Með vinsemd og virðingu Gústaf Gústafsson Patreksfirði UUtlendingur sem hér var á ferð og ætlaði að aka um landið á bílaleigubíl hafði orð á því við Víkverja á dögunum, að sér þætti einkennilegt, að ekki væri unnt að nota greiðslukort á bensínstöðvum. Fyrir bragðið væri nauðsynlegt að hafa alitaf töluvert af peningaseðl- um í vasanum og mönnum væri misjafnlega við það. Bandaríkja- menn eru raunar orðnir vanir því að ganga aldrei með annað en kort- in á sér, þegar þeir ferðast. Fleygar eru sögur um það, að í Ameríku líti afgreiðslufólk á hótelum þá hom- auga, sem borga fyrir sig með seðlum — hafí jafnvel samband við lögreglu og segi henni frá ferðum dularfullra manna. Víkveiji selur þær sögur ekki dýrara verði en hann keypti, en vill taka undir með hinum erlenda viðmælenda, að andstaða olíufélaga við greiðslukort er sér- kennileg. Af eigin reynslu veit Víkveiji, að á mörgum bensínstöðvum til dæmis í Belgíu er ekki unnt að nota kort á hinn bóginn er hægt að keyra um allt Bretland á eigin bíl og fylla hann af bensíni hvar sem er og nota kort. Hið sérkennilega við ástandið hér er, að það eru samantekin ráð hjá olíufélögunum að láta eins og greiðslukortin séu ekki komin til sögunnar. Þessi íhaldssemi minnir á hina miklu samtryggingu olíufélag- anna og þá staðreynd að ríkið sér þeim í raun fyrir helstu söluvörunni og bannar þeim að kaupa af öðrum en Rússum. í Sovétríkjunum fá menn ekki bensín á bílinn sinn nema hafa skömmtunarseðla frá ríkinu. Sem betur fer erum við ekki á því stigi! XXX Vakið var máls á því í Velvak- anda á dögunum, hvort ein- staklingar gætu komið í veg fyrir, að skýrt væri frá því í sérstökum dálki DV um ættir, afmæli og andl- át, að þeir ættu afmæli. Sagðist bréfritari hafa rætt við DV og mælst til þess, að ekki yrði sagt frá af- mæli hans í þessum dálki. Kom fram, að blaðið hefði yfírleitt samband við fólk, áður en það tilkynnti um af- mælisdag þess en þó ekki alltaf. Víkveija fínnst þetta álitamál at- hyglisvert. Allir geta keypt sér þjóðskrána og kynnt sér fæðingar- daga þeirra, sem þar eru skráðir. Ekki er litið _á slíka daga sem neitt leyndarmál. Á hinn bóginn getur það í sumum tilvikum komið sér illa fyr- ir einstakling, að skýrt sé frá stórafmæli hans. Margar ástæður geta verið fyrir því, að menn kjósi að gera sem minnst með afmælis- daga sína — jafn margar og hjá þeim sem efna til stórveislu, jafnvel á hveiju ári. Víkveija er ekki kunnugt um neinn lagabókstaf, sem verndar ein- staklinga beint fyrir því að gefa lesendum dagblaðs kost á að hnýs- ast í einkahagi þeirra með þeim hætti, sem gert er í þessum sérkenni- lega ættfærsludálki DV. Á hinn bóginn ætti það að teljast almenn kurteisi og hæfileg virðing fyrir ein- kalífí fólks, að leyfa því sjálfu eða vinum og vandamönnum að hafa frumkvæði að því að tilkynna um stórafmæli á opinberum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.