Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 33 Útgefandi miriUifrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Landgræðsla og belgjurtir Sterkar líkur standa til þess að rúmlega þrjár milljónir hektara gróins lands — eða helmingur þess gróðurlendis sem til staðar var á öndverðri landnámsöld — hafi eyðst frá því byggð festist í landinu. Ástæður þessarar hrikalegu gróðureyðingar eru margar. Sumar náttúrulegar eins og eldvirkni landsins og kólnandi tíðarfar. Aðrar rekja rætur til mannvistar, eins og eyðingar skóga, meðal annars til kola- gerðar, sem var mikil fyrr á öldum, og ofbeitar, einkum á seinni öldum — og enn í dag. Uppblástur kórónaði síðan eyðilegginguna. Auðlindir hefðbundinna at- vinnuvega okkar, fískistofnar og gróðurmold, hafa nýtingar- mörk, sem ekki má yfír fara, án þess að höfuðstóllinn rými. Þessir höfuðstólar geta jafnvel þorrið. Þannig þvarr Norður- landssíldin, sem var einskonar gullkista þjóðarbúsins frá því snemma á þessari öld og fram yfir hana miðja, fyrst og fremst vegna ofveiði okkar og annarra síldveiðiþjóða. Þannig þvarr helft þess gróðurlendis, sem landinu fylgdi þá numið var, meðal annars vegna þess að landsmenn ofbuðu því, þó að fleiri ástæður kæmu til. Landgræðsla ríkisins var sett á fót árið 1907. Allar göt- ur síðan eða í 80 ár hafa íslendingar tekizt skipulega á við gróðureyðinguna. Skóg- rækt ríkisins og skógræktarfé- lög hófu og herferð, sem enn stendur, og hefur lyft Grettis- tökum. Það hefur í raun orðið þjóðarvakning til gróðurvemd- ar og gróðurræktar, en betur má ef duga skal. Ofbeit sauð- fjár og hesta er veruleiki á líðandi stund. Vaxandi umferð ferðafólks ógnar viðkvæmum hálendisgróðri. Og heimavam- arliðið, það er Landgræðslan, Skógræktin og samtök áhuga- fólks, hafa ekki ijárhagslegt bolmagn til að koma upp nauð- synlegum vömum, hvað þá að breyta vöm í sókn. Hér skal ekki lagður dómur á „hertæknilegar" aðferðir til að verjast frekari gróðureyð- ingu og vinna aftur glötuð gróðurlendi. Sýnt er þó að grípa verður til beitarstýringar — ítölu — og jafnvel friðunar landsvæða, þar sem gróðureyð- ing er yfírvofandi. Efla þarf fræ- og áburðardreifingu, bæði úr lofti og með fjöldaframtaki fólks, sem gjalda vill landi sínu sanngjarnan búsetutoll. Enginn vafi er heldur á því að skóg- ræktin á eftir að gegna stóm og vaxandi hlutverki í endur- heimt gróðurlendis, jafnhliða því að vera arðgæf búgrein, þar sem skilyrði til skógræktar em bezt. Hugsanlegt er einnig að nýir landnemar í gróðurríki fjallkonunnar, eins og lúpínan, eigi eftir að fara með stórt hlut- verk bæði í endurheimt gróður- lendis og fóðurframleiðslu. Andrés Amalds, beitarþols- fræðingur, segir í nýlegri Morgunblaðsgrein, að flest bendi til þess að Alaskalúpínan sé bæði ódýr og árangursrík leið til uppgræðslu. Hann segir og athuganir benda til þess „að lúpínan sé álitlegur kostur til fóðurframleislu . .. og kynbætt lúpína gæti orðið til þess að gjörbylta beitarháttum og draga úr ásókn í viðkvæm eða illa farin beitarlönd“. Hinsveg- ar „sé sitt hvað í fari hennar sem þarf að athuga nánar áður en hefja megi almenna upp- græðslu með lúpínu... og stórauka þurfi rannsóknir á því hvernig lúpínan hagar sér í íslenzku vistkerfí“. Með hlið- sjón af þessum ummælum og fleiri slíkum frá fagfólki er ljóst, að veita þarf töluverðu fjármagni til rannsókna á lúpínu og reyndar belgjurtum almennt, „því þær gætu falið í sér lykilinn að fóðuröflun framtíðarinnar“, eins og Andr- és Amalds kemst að orði í tilvitnaðri Morgunblaðsgrein. Við þurfum í senn að lifa í sátt við náttúm landsins og á gögnum þess og gæðum. Við eigum hinsvegar landinu stóra skuld að gjalda vegna gróður- eyðingar af mannavöldum. Þjóðarvilji stendur til þess að sú skuld verði greidd í áföngum en refjalaust. Þess er því að vænta að þau fyrirheit í stefnu- yfírlýsingu ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar að „gerð verði áætlun um nýtingu landsins, sem miði að því að endur- heimta, varðveita og nýta landgæði á hagkvæman hátt..." verði anriað og meira en orðin tóm. Bandarísk skólabpm mót- mæla hvalveiðum Islendinga — vinsælt kennsluefni í grunnskólum leggur grunninn að herferðinni Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. EHBASSY 0F ICELANO 2022 Connectlcut Ave. N.U. Uashlngton, D.C. 20009 HE THE UNDERSIGNED SCH00L CHILDREN *•«? THCIR PAIEHTS OF __________________________ PUBLIC SCHOOL IN . THE ------- ----------------------------- ILLIN0IS REQUECT THAT/rOUR C0UNTRY ST0P NOW AND FOREVER, THE KILLING OF ALL WHALES. THE WORLD'S WHALES BELONG TO EVERYONE TO SEE AND ENJOY. They should be free to roah the oceans WITHOUT the CRUEL, INHUMANE SLAUGHTER THAT YOU N0W IMPOSE ON THEM. IN THIS M0DERN AGE THIS PRACTICE IS BARBARIC. Y0UR COUNTRIES ATTITUDE ABOUT WHALE HUNTING IS WRONG AND COULD LEAD TO THEIR EXTINCTION. The ruthless, selfish whaling interests in your country COULD CAUSE A L0SS IN INCOME AS THE PE0PLE 0F OTHER NATIONS TURN AWAY FR0M YOU.'TV.cCHILDREN ARE THE FUTURE LEADERS OF OUR COUNTRY AND WE URGE VOU T0 CEASE THE KILLING OF WHALES NOW liyndi JToy i, 4-rt rv\» l'. C s o. Un *> Einn fjölmargra undirskriftalista, sem íslenska sendiráðinu í Washington bárust frá börnum í Frankfort Square-skólanum. I áskoruninni segir: „Við undirrituð skólabörn og foreldar okkar í Frankfort Square-skólanum í Frankfort, Illinois, förum fram á að land yðar hætti öllum hvalveiðum, nú þegar og til langframa. Hvalir heimsins eru eign allra og allir eiga rétt á að sjá þá og njóta þeirra. Þeim á að vera fijálst að synda um heimshöfin án hinnar ruddalegur, ómannlegu slátrunar, sem þér framkvæmið á þeim. Á þessari nútímaöld er slíkt athæfi villimannlegt. Afstaða lands yðar til hvalveiða er röng og gæti leitt til útrýmingar hvala. Hinar miskunnarlausu og eigingjörnu hvalveiðar lands yðar gætu leitt til tekjutaps er aðrar þjóðir snúa við yður bakinu. Börnin eru leiðtogar framtíð- arinnar í landi okkar og við hvetjum ykkur til að hætta hvaladrápinu strax og að eilífu. h C/glu C»lumbii» Dnp.»lili/8und,iy. Julv 12. >9S7 ■ THANK YOU WENDY’S For NOT Buying Cod Fish From lceland, Norway or Japan AN 0PEN LETTER T0 WENDY'S EMP10YEES, STOCKHOLDERS AND CUST0MERS In Mirth 1987, Wendy't Internetlontl advertHed on Chlcago tret rtdlo itatlons thtt It used cod fllh from lceltnd in itt fi*h ttndwichet. It i* known that the lceltnd fisheries thtt tell cod flth to the U.S. tlto kill whales. Iceltnd, Norway and Jtptn htve openly defied the I.M.C. eiorttorluni on whale hunting. These three countries htve repeatedly lied tnd htve been intentiontlly deceptive to the United Stttet about everything from lllegtlly huntlng whtlet to driftnet abuses (See TIHC HA0A7INC. June 29, 198/. page 9). No U.S. company or fast food restaurant chtln thould ever consider purchasing fish products from these countries elther DIRECTLY or INDIRECTLY through fish markettng wholestlers (i.e. blind purchtslng). Confronted by the UHALC PR0TECTI0N FEDERATION tnd other whale protection groups regtrding the Iceland fish purchase advertisements. t Wendy's Internationtl corportte spokesmtn. Hr. Denny Lynch, Vice-Presldent of Corporate Communlcttlons, ctllcd the HIDWEST U.S.A. UHALC PR0TECTI0N FEDERATION tnd sttted "The Wendy't Iceltnd Cod Fish Stndwlch rtdio comme'cltl was 1n error.. .Wendy's does not know- ingly buy its cod fish or tny other fish from lceland...Wendy's only buys its fish from domestic fish mtrket suppliers...who tre in turn supplied by U.S. and Canadtan flshermen." Hr. lynch emphtsiaed thtt "No Wendy's corportte officitl(s) approved of Iceltndic cod fish purchaset or htve tny knowledge of such purchtses. Accordlng- 1y, Wendy's does not, nor would they, buy fish products from whale hunting count- rles. Wendy's sincerely believes that all of of its fish comes from honest U.S. tnd Ctntditn North Atlantic flshermen tnd not from thc illegal whale huntlng countrles.' The WHAtE PR0TECTI0N FEDERATION thanks Wendy's for its truthful tnswers tnd slncere intent to purchtse only froo honest domestic U.S. tnd Ctntdian fishcrmen and fish market wholestlers that do not ^j*h products derived from the whafe Kuntinq countries'. THeUHAL'E' Þft&TECTlÖN fEoEftATION tlso thanks Wendy's 757'(rs " ourchase of 100< pure domestic fresh beef used 1n its hamburgers, rtther thtn froien beef imported from countries engtged 1n rtinforest destruction. We feel thtt Wendy's has acted in t very responsibie manner. WE URGE EVERY0NE T0 PATR0NI2E THE WENDY'S RESTAURANTS F0R PUTTING WHALES, AHERICA, AND THE WORLD'S EC0L0GY FIRST MITH THE FINEST AN0 FRESHEST F00D SELECT10NS FR0M D0MESTIC S0URCES. mY’S - THANK M1 TRUCK DRIVERS-SECRETARIES-SHIPPING CLERKS—FISH PR0DUCT HANDLERS— AND ALL NHALE PR0TECTI0N SYKPATHIZERS Ue need your help to stve whties. The WHALE PR0TECTI0N FEDERATION 1s intereste^l 1n obttining photo copies of documents such ts; bills-of-ltdlng. invoices, memos or other correspondence thtt links or offers proof of purchtses from ICELANO, NORWAY or JAPAN by Fish Market Wholestlers, Restaurants, Food Store Chains or any END - USERS of’ these products. Persons furnishing this informttion ctn be tssured thtt •11 correspondence sources for such infonution will be kept strictly confidentiti, Your fintncitl tnd mortl support for whtTe protection wouid be tpprecitled. Tht MIDUEST U.S.A. WHALE PR0TECT10N FEDERATI0N is not-for-profIt with voTunteer help onTy. 100X of tny contribution goes towtrd whtTe protectton. MIDWE8T U.8.A. WHALE PROTECTION FEDERATION P.O. BOX 0 PALOS PARK, ILLINOIS 00464 NO COUNTRY AND NO FISHING ÍNDUSTRY HAS THE ttORAL OR LE6AL SHU »1? H'fi'flðR ÖWMMíí MIDWEST U.S.A. Whale Prolection Federation P.O. Box 9 Palos Park, lllinois 60464 July 23, 1987 Harris W. Fawell, tteaber oí Congreoa U.S. House of Representativeo Washington, D.C. Dear Congressoan Fawells It wao a pleaeure to meet personally with you to diecues the problems of tbe Japaneee driftnet and whale abuse issues. We appreciate your concern and interest to look into these mattera as our elected representative. Thece iseuoa are very iaportant to many of your constituenta. The MIDWE6T U.8.A. WHALE PROTECTION FEDERATION is pleased that you will accept the attached petitions fron the entire student body of the Frankfort Square Elenentary School in Frankfort, Illinois proteating the illegal whaling policiea of Iceland, Norway and Japan. We appreciate your personal interest in enauring their delivery to the respective enbassies in Waehington under cover of your own letter of concern. We praise and applaud your action on our behalf. The WHALE PROTECTIQN FEDERATION ie also attaching an infor- nation packet regarding the Japanese driftnet abuses and urges your involvenent into this issue. We also urge you to deny renewal of any new drifnet or fishing pernits to Japan. Japan'a blatant disregard for narine life, overharvesting, incidental kills, castaway driftnets and the ocean'e ecology denands sone serious response fron our goveronent. We alao urge your aupport to inpose trade sanctions against the Toshiba Corporation. Sincerely, Edward ttorlan Director • liflhl lo be Iim liom cpture hi Bréf til bandaríska þingmannsins Harris W. Faw- ell, þar sem hann er beðinn að beita sér fyrir banni á hvalveiðar íslendinga, Norðmanna og Japana og einnig reknetaveiðar Japana. í bréfinu er einnig farið fram á stuðning þingmannsins við refsiaðgerð- ir gegn japanska Toshiba-fyrirtækinu. Bréfið er undirritað af Edward Morlan fyrir hönd hvala- verndunarsamtaka hans, og því fylgdu undirskrifta- listar skólabarna á borð við þann, sem er sýndur með þessari grein. Mr. James Nlar, President Wendy's International P.O. Box 256 4288 West Dublin Granville Rd. Dublin, Ohio 43017 Exaaple copy of . typicel petitioa/ from school cNÍldren. S6RADE oa * GRADE AT THE &e.k. /L/-'**>/<. n WE THE UNDERSIGNED CHILDREN OF THEi r/)U>S Ixiís.i'_________PUBLIC SCHOOL IN ILLÍNOIS RESPECTFULLY REOUEST THAT WENDY'S INTERNATIONAL STOP BUYING FISH FROM ILLEGAL FISHERIES IN ICELAND, NORWAY OR JAPAN. These COUNTRIES ARE ENGAGED in THE UNLAWFUL, INHUMANE KILLING OF WHALES. THE WORLD'S WHALES BELONG TO EVERYONE INCLUDING US. WE WANT TO SAVE THESE PRECIOUS GENTLE GIANTS FROM EXTINCTION FOR OUR GENERATION AND FUTURE GENERATIONS. NO COUNTRY AND NO COMPANY HAS THE RIGHT TO PUT PROFIT, CAPITAL GAINS OR MARKET POSITION AHEAD OF THE WORLD'S ECOLOGY OR AT THE PRICE OF EXTERMINATING A SPECIES, WE URGE YOU TO PLEASE STOP BUYING FROM ILLEGAL AND UNLAWFUL COUNTRIES AND COMPANIES, BUY INSTEAD FROM HONEST AMERICAN AND CANADIAN FISHERIE íLrmy OU'j'Jy COMPANIES i [yq 2m 1 ¥ z -----(Lmy 'm'j'il' _________ ^ qoYftynjQ. Ti*r Student petitiona to a major 1 /' r h r4ataurant chain to refrain fro* _____1 / v-7 *t purohaaing fiah from whaling 1V\ i k pPl cou°tiT *our°'* [ 1 «\ VT L i / u» c « -» y j Wií I? i JnoMj Gaotrfh —(V—— M $ g)ki^i<-i K e - ITúc >ei icr/jC—----- qrfAhr ret U L P A..X01? j í on i c k cwá ^_____ (W/y/Vje ,■ QwvMt'WÝr__ 1 LQbfl. \\ 'XÝÝ2&KAI ret Mn ^ " Auglýsing, sem samtök Morlans birtu til þess að þakka Wendy’s veitingahúsakeðjunni fyrir að kaupa ekki fisk frá hvalveiðiríkjum. Þar segir að vitað sé, að sömu fyrirtækin og selja fisk til Banda- ríkjanna, stundi einnig hvaladráp. Bréf til Wendy’s, þar sem fyrirtækið er hvatt til að kaupa aðeins fisk frá „heiðarlegum kanadískum og bandarískum fyrirtækjum" en ekki af lögbijót- unum íslendingum, Norðmönnum og Japönum. Krakkar í grunnskóla í miðju landi í Bandaríkjunum safna undirskriftum og peningum til að mótmæla hvaladrápi á ís- landsmiðum. Þau eru á aldrinum átta til ellefu ára og auk þess að safna undirskriftum allra í skólanum fá þau fólk í hverfinu til að skrifa undir og þær rúm- lega 5.000 krónur sem safnast afhenda þau hvalavinasamtökum til baráttu gegn hvaladrápi. Hvemig stendur á því að banda- rískir krakkar, sem búa í miðju landi og hafa aldrei séð hvali, fá svo geysilegan áhuga á því að koma í veg fyrir hvalveiðar Islendinga? Fyrsta skrefið var að 8 til 12 ára krakkar í Frankfort Square-skólan- um í Illinois-fylki lærðu um sigling- ar, náttúruvemd og hvalaskoðun allan síðasta vetur. Þetta var hluti af vísindanámi, sem byggist á því að nota sérstakt mynda- og tölvu- forrit, sem nefnist „Sjóferðin á skútunni Mimi". „Þetta er besta kennsluefni sem ég hef kynnst," sagði Karen Pmd- ik, skólastjóri Frankfort Square- gmnnskólans, í viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins. „Krakkamir læra um vistfræði, siglingar, hvem- ig menn komast af í sjávarháska og þau læra að leita að hvölum. Megintilgangurinn er að kynna bömum á þessum aldri hugtök í vísindum og stærðfræði, með því að segja þeim sögu sem þau eiga auðvelt með að skilja." Nemendur við Frankfort Square-skólann eru á aldrinum 7 til 12 ára og em um 400 talsins. Það er Bank Street-kennaraskól- inn í New York sem framleiðir þetta kennsluefni um sjóferðina á Mimi og starfa 20 manns hjá deildinni sem annast gerð þessa kennsluefn- is. Frá upphafi Mimi-deildarinnar, árið 1984, hafa verið gerðir tveir hlutar af sjóferðinni á þessu' ævin- týraskipi, Mimi. Fyrri hlutinn, sem Frankfort Square-skólinn keypti, fjallar um sjávarlíffræðinga sem rannsaka hvalina undan ströndum Maine-fylkis í norðaustanverðum Bandanícjunum. Lorin Driggs, sem stjómar Mimi-deildinni, áætlar að þetta kennsluefni sé notað í um 2.000 skólum í Bandaríkjunum. Þetta em 12 myndbönd sem fjalla um ævintýralegt starf vísinda- manna og ungra aðstoðarmanna þeirra. Þar skiptast á leiknir kafl- ar, eins og þegar skipstjórinn á Mimi fellur fyrir borð í ískalt hafið, og hinsvegar raunverulegt vísinda- starf, það er að segja rannsóknir vísindamanna á líkamlegum áhrif- um ofkælingar í sjó. Tilfinningabönd „Við kusum að sýna leiðangur í leit að hvölum, vegna þess að böm- um þykir afskaplega vænt um þessar skepnur og það er auðvelt að vekja áhuga á þeirra á skyldum hlutum," sagði Lorin Driggs í við- tali við fréttaritara Morgunblaðsins. „Við vildum virkja þessar tilfinning- ar og beina áhuga krakkanna að vísindum. Þau eiga fyrst og fremst að læra að skilja hvemig vísinda- menn standa að verki." „í Bandaríkjunum fer þeim fækkandi sem leggja stund á nám í vísindum og við viljum stemma stigu við þeirri þróun. Við reynum að sýna hvemig venjulegir vísinda- menn nálgast verkefni sín og vinna úr þeim. Námið á að veita bömum réttan skilning á vísindastarfi, í stað ýmiss konar skemmtiefnis í sjón- varpi og blöðum, sem oft gefur krökkum þær hugmyndir að vísindamenn séu illvirkjar sem búa til ógeðsleg efnasambönd." Með myndböndunum fylgir bæði prentað efni og tölvuforrit. Prent- málið hvetur krakkana til að láta hendur standa fram úr ermum og nýta þá þekkingu sem þau afla sér á sjóferðinni með Mimi. Raunar er ekki tekin afstaða með eða móti náttúmvemd eða hvaladrápi, enda er megintilgangurinn sá að vekja áhuga krakkanna á vísindunum. Tölvuforritið kennir krökkunum að nota tæki um borð í skipi, eins og áttavita, ratsjá og fleira. Enn- fremur öðlast krakkamir reynslu í þvi að leita að hval sem hefur týnst. Karen Pmdik, skólastjóri Frankfort Square-skólans, sagði stolt að krakkamir í sínum skóla hefðu staðið sig svo vel í náminu allt síðasta skólaár, að þau hefðu sigrað í keppni við aðra skóla um kunnáttu byggða á „Sjóferðinni á Mimi". Jafnframt sýningum í skólum hafa langflestar almenningssjón- varpsstöðvar (Public Broadcasting) sýnt þættina tólf. Þættirnir hafa verið seldir til annarra landa, til dæmis Bretlands, írlands, Ástralíu og Mið-Austurlanda. íslenskar sjón- varpsstöðvar hafa ekki sýnt þessu efni áhuga, en á hinn bóginn heim- sóttu þrír Islendingar Bank Street- kennaraskólann í vor, til að kynna sér aðferðimar við gerð þessa kennsluefnis. Hvaðan kemur þessi ofboðslegi áhugi á hvalavernd? Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að viðleitni bandarískra stjómvalda til að fá Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra til að fallast á minnkandi hvalveiði- kvóta á sér öflugan og útbreiddan stuðning meðal bandarísku þjóðar- innar. Saga Melvilles um hvíta hvalinn Moby Dick hefur vakið sam- úð margra Bandaríkjamanna með hvölunum, ennfremur langvarandi barátta umhverfisvemdarmanna fyrir hvalavemd, hinar vinsælu hvalaskoðunarferðir, nú síðast kennsluefnið um sjóferðina á Mimi, og margt fleira. Umhverfisvernd varð mikið tískumál í Bandaríkjunum á sjö- unda áratugnum og á þeim ámm var Craig Van Note blaðamaður í Kalifomíu. Craig veitir núna for- stöðu Monitor, sambandi banda- rískra hvalavinafélaga, með aðsetur í höfuðborginni Washington. „Áhugi minn og annarra vaknaði vegna greinar Scott McVay í tíma- ritinu Scientific American árið 1966, þar sem hann sýndi fram á að hvalastofnamir í höfunum væm í mikilli hættu," sagði Craig Van Note. Bandarískir umhverfisvemdar- menn ræddu hvalavemd í þaula á þessum árum og létu til skarar skríða, meðal annars með þeim árangri að Nixon forseti gekkst fyrir samþykkt laganna um vemd sjávarspendýra árið 1972. Sama ár héldu Sameinuðu þjóðimar um- hverfisráðstefnu í Stokkhólmi, þar sem Bandaríkjamönnum tókst að vekja mikla athygli á hvalavemd en ráðstefnan samþykkti samhljóða tillögu um 10 ára hvalveiðibann. Flestir fulltrúar Bandaríkjanna í Stokkhólmi héldu rakleiðis til Lond- on á fund Alþjóða hvalveiðiráðsins í júnflok 1972 og kynntu hvala- vemdarstefnu ríkisstjómar sinnar. Þá áttu 13 þjóðir aðild að hvalveiði- ráðinu og 9 þeirra vom hvalveiði- þjóðir. „Hypjið ykkur út,“ voru viðbrögðin að sögn Craigs Van Note. Við svo búið upphófst mikil herferð í Bandaríkjunum undir lq'ör- orðinu „Björgum hvölunum". Fólk var hvatt til að kaupa ekki japansk- ar vömr og árið 1974 sendi bandaríski viðskiptaráðherrann staðfestingarkæra til forsetans vegna hvalveiða Japans og Sovét- ríkjanna. Andóf bandarísks almennings gegn hvalveiðum smitaði út frá sér til annarra landa og bar að mati Craigs Van Note þann árangur að aðildarríki Alþjóða hvalveiðiráðsins tóku að fylgja þeim kvótum sem ráðið hafði ákveðið, í stað þess að leggja fram formleg mótmæli og veiða síðan að vild. Ennfremur olli þrýstingur frá hvalavinum því að heildarkvótinn, sem var 47.000 hvalir á þessum ámm, lækkaði um tvö til fimm þúsund hvali á ári, þar til lagt var blátt bann við hvalveið- um í atvinnuskyni. Edward Morlan o g and- ófið gegn kaupum á íslenskum afurðum Þegar áhugi krakkanna í Frank- fort Square-skólanum á hvalavemd hafði vaknað áttu þau auðvelt með að afla sér meiri upplýsinga. Nokkr- ar milljónir Bandaríkjamanna eiga aðild að ýmsum samtökum, eins og Greenpeace, Mannúðarsamtökun- um, Dýravemdarstofnuninni og Hvalavinafélaginu. Kennari við skólann fékk að beiðni nemenda Edward Morlan rafverkfræðing til að halda erindi. Edward er 49 ára gamall, býr í nágrenningu og hefur á undanfömum ámm rækilega kynnt sér rannsóknir á hvaldýmm. Hann hefur varið sumarfríum í ferð- ir á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna til að skoða hvali og kynna sér háttemi þeirra. „Mér hefur alltaf þótt vænt um hvali," sagði Edward Morlan í við- tali við fréttaritara Morgunblaðsins. „Ég sendi peninga til Greenpeace og annarra samtaka, eins og þús- undir nágranna minna í miðfylkjum Bandaríkjanna hafa gert. En bæði vegna skorts á virkum samtökum á staðnum og óska þriggja gmnn- skóla eftir erindum um hvalina, ákvað ég að hella mér útí þetta. Ég stofnaði „Hvalavemdarsamtök miðfylkjanna" sem byggjast algjör- lega á sjálfboðaliðum og láta alla peninga úr söfnunum renna til hvalavemdar. Núna hef ég haldið hátt á fimmta tug erinda hjá fjöl- mörgum skólum, bókasafnshópum, söfnuðum og öðmm og held áfram í vetur. í stað þess að fara í sumar- frí á næsta ári tek ég sumarleyfið út með þessu móti, ég er ekki viss um að fyrirtækið gefí mér meira félagsmálafrí." Rafverkfræðingurinn Morlan fékk heimild yfírmanns hjá efna- verksmiðjunum þar sem hann vinnur, til að stunda félagsmála- störf í hluta af vinnutímanum síðastliðinn vetur. Þessi háttur er ekki óalgengur hjá stærri fyrirtækj- um í Bandaríkjunum. Morlan viðaði að sér gögnum frá allskyns samtök- um og kynnir þau nú í erindum sínum, þar á meðal bæklinga frá Sea Shepherd-samtökunum, en út- sendarar þeirra sökktu hvalbátun- um í Reykjavíkurhöfn i fyrra. Morlan er kunnugt um aðgerðir Sea Shepherd og kvaðst „vona að eng- inn maður meiðist í deilunum um hvalveiðar". „En við gerumjjað ekki að gamni okkar að valda Islendingum efna- hagslegum búsifjum og við ætlum ekki að segja ykkur fyrir verkum. Tilmæli okkar em einfaldlega þessi: Vinsamlega hættið hvalveiðum. Það segjum við með því að hætta neyslu á íslenskum fiski þar til ís- lendingar hætta hvalveiðum," sagði Edward Morlan, sem segist reyndar sjálfur borða fisk — annan en íslenskan — þrisvar í viku. Aðspurð- ur hvað mundi fá hann til að hætta baráttu gegn kaupum á íslenskum fiski, sagði Morlan: „Ef þið hættið hvalveiðum algjörlega og í eitt skipti fyrir öll.“ Veitingahúsakeðjan Wendy’s rekur hundmð útibúa í öllum fylkj- um Bandaríkjanna og hefur til skamms tíma keypt talsvert magn af tveggja punda pökkum af íslenskum fiski í brauðraspi frá verksmiðju Sambandsins, Iceland Seafood Corporation í Pennsylvan- ia-fylki. Þegar Wendy’s auglýsti íslenskan þorsk í mars síðastliðnum rauk Edward Morlan upp til handa og fóta og mótmælti þessari hneisu. Talsmaður Wendy’s, Denny Lynch, sagði Morlan, að rangt hefði verið farið með í auglýsingunni, ekki væri vitað til þess að fyrirtækið keypti íslenskan fisk og það væri heldur ekki ætlunin. Þetta telur Edward Morlan árangur í viðleitni sinni til að fá fólk til að hætta að kaupa íslenskan fisk úr því að íslendingar drepi hvali. Hann segist enga reynslu hafa af stjómmálastarfi, hann hafi kosið Ronald Reagan í forsetakosn- ingum, en vonist reyndar til þess að næsti forseti verði skeleggari í átökum við hvalveiðiþjóðimar. Enn- fremur segist Morlan vona að afstaða bama og fullorðinna í Bandaríkjunum verði ekki til þess að skaða ímynd íslands til frambúð- ar. En fram til þess að íslendingar hætta hvalveiðum ætlar Edward Morlan að segja bandarískum skólabömum og öðram þeim sem áhuga hafa, hvað þau geti gert til að knýja fram varanlegt og algjört bann við hvalveiðum í heimshöfun- um. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir og Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri skoða sögusýninguna í anddyri Reiðhallarinnar. Stærsta landbún- aðarsýningin til þessa opnuð í gær VTGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands opnaði landbúnaðarsýn- inguna Bú '87 við hátíðlega athöfn i Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Var margt um manninn við opnunina og enn fjölgaði fólki þegar sýningin var opnuð al- menningi klukkan 18.00. Athöfnin hófst með að Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og formaður sýningarstjómar flutti ávarp. Hann bauð gesti velkomna og sagði m.a. að þessi sýning væri haldin til þess að kynna bændum nýjungar og framfarir í tækni, ræktun og fleiru. Einnig væri hún haldin til þess sýna hvar land- búnaðurinn stendur í dag og til að kynna almenningi og neytendum í þéttbýli hvers landbúnaðurinn er megnugur. Litið væri til baka og sýnd hver þróunin hefur verið. Þá minntist hann á nauðsyn þess að auka samvinnu dreifbýlis og þétt- býlis. „Þekkingin eykur skilning og skilningur eykur velvilja. Það er þjóðinni mikilvægt að skilningur ríki milli allra þjóðfélagshópa," sagði hann. Búnaðarmálastjóri sagði að kjör- orð sýningarinnar „Máttur lífs og moldar“ ætti að minna á hver er og verður undirstaða lífs á jörð- inni. Hann talaði um vanda land- búnaðarins og að bændur gerðu sér grein fyrir að vandamálin væm mörg og margþætt, en oft þætti þeim skorta á að skilningur ríkti. Hann sagði að hér og í öðmm lönd- um sem ættu við offramleiðslu að stríða væri nú leitað nýrra fram- leiðslugreina og á þessari sýningu skipuðu nýjar greinar veglegan sess. Athygli bænda beindist að þeim, en einnig væri til mikils að vinna í hefðbundnum búgreinum. Að loknu ávarpi Jónasar söng húnvetnski söngflokkurinn Lóu- þrælar en síðan tók Jon Helgason landbúnaðarráðherra til máls. Hann sagði meðal annars að Bú '87 væri stærsta og glæsilegasta landbúnað- arsýningin sem hér hefur verið haldin til þessa. Það væri mikilvægt fyrir bændur að kynnast nýjum tækjum og tækni á sýningu sem þessari. Hann nefndi að nýja Reið- höllin í Víðidal væri sú aðstaða sem gerði kleyft að halda sýningu sem þessa. Sýningin hlyti að vera hvatn- ing, þar sem neytendur fengju tækifæri til að kynnast framleiðslu bænda. Landbúnaðarráðherra sagði að á þessari sýningu væri ekki bara að sjá neysluvörur, heldur einnig þjón- ustu sem bændur bjóða upp á auk landsins sjálfs. Hann sagði að sem betur fer hefði almenningur áhuga á umræðunni sem verið hefur að undanfömu um gróðurfar og upp- græðslu. Reynslan sýndi hvað hægt væri að gera í þeim efnum. Jón Helgason sagði að hann hefði farið fram á það við landgræðslu- stjóra að hann gerði úttekt á þeim svæðum þar sem hugsanlega gætu orðið úttivistarsvæði til úthlutunar fyrir hvem sem vill. Þar gætu þeir, sem annars ættu ekki aðgang að . landi, komið sér upp unaðsreit. Það væri óskandi að fleiri gætu notið sumarsins í dreifbýlinu. Að lokum sagði landbúnaðarráð- herra að það væri viðeigandi að 150 ára afmælis búnaðarsamtaka á Is- landi væri minnst með þessum hætti. Þessi sýning væri í samræmi við vilja bænadastéttarinnar að láta verkin tala. Hann sagðist vona að allir sem legðu leið á þessa sýningu kæmu þangað með opnum huga svo árangurinn yrði sem mestur fyrir sýningargesti og íslenskan land- búnað. Vigdis Finnbogadóttir forseti ís- lands lagði áherslu á mátt þekking- arinnar í ræðu sinni. Hún sagði m.a að við ættum verkreynslu for- feðra okkar að þakka að þjóðin komst af. Einnig minntist hún á að nú blasti ný tækni, hugvitið, alls staðar við. Síðan sagði hún að sér væri það ljúft að lýsa þessa land- búnaðarsýningu opna og óskaði búhöldum um allt iand heilla og farsældar um komandi framtíð. Athöfninni lauk með því að söng- flokkur bænda úr Kjalamesþingi söng nokkur lög og að síðustu tóku sýningargestir undir með kómum og sungu ísland ögmm skorið. í gærkvöldi héldu Vestur-Hún- vetningar héraðsvöku. Morgunblaðið/Sverrir Frá opnunarhátíð Bú '87. Fremst á myndinni er söngflokkur bænda úr Kjalarnesþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.