Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 45

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 45 Afmæliskveðja: Þorlákur Jónsson rafvirkjameistari í dag, 23. desember, fðgnum við vinir með Þorláki Jónssyni, rafvirkja- meistara, á áttræðisafmæli hans. Hann hefur unnið í starfsgrein sinni í hálfan sjötta áratug. Heilsan hefur lengst af verið góð þó að veikindi hafi um tíma hin seinustu misseri hijáð hann, eins og ekki er óeðlilegt þegar menn eru að ná áttræðisaldri. Þorlákur Jón, eins og hann heitir fullu nafni, á að baki áratuga starf í bindindishreyfingunni, en þar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem verið æðstitemplar í Eining- unni, lengi verið í forystusveit Þingstúku Reykjavíkur, átt sæti í húsráði templara og verið um árabil formaður skemmtifélags góðtempl- ara, auk annara starfa í þágu IOGT. Uppbygging starfsins í Galtalækjar- skógi og bindindismótið hefur alla tíð notið ómældra starfskrafta hans. Allt hefur þetta að sjálfsögðu verið ákaflega mikils virði. í raun ómetan- legt framlag, unnið af fómfýsi. Þorlákur er Vestfírðingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur á Suð- ureyri og þar ólst hann upp, en foreldrar hans voru Kristín Krist- jánsdóttir og Jón Einarsson, skip- stjóri. Hann stundaði sjómennsku fjrstu starfsár sfn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og hefur búið þar frá því 1928. Hann lærði iðn- grein sína hjá Eiríki Hjartarsyni, rafvirlqameistara, og fékk meistara- réttindi 1937. Hjá Þorláki lærðu menn þessa iðngrein og úr hendi hans fengu 15 rafvirkjar sveinsbréf sitt. Um langt skeið vann Þorlákur við eigið fyrirtæki og sonar síns, og hefur verið farsæll í starfí. Þorlákur hefur ekki frekar en ýmsir aðrir sloppið við áföll og mátt þola hugraunir á lífsferli sínum. Konu sfna, Kristjönu Ömólfsdóttur frá Suðureyri, hina mætustu konu, sem hann giftist 1933, missti hann 1969 og tveir synir hans, Jón og Páll, sem báðir höfðu lært iðngrein föðurs síns, létust um aldur fram fyrir nokkmm árum. Þá andaðist góður vinur hans og félagi, Matthild- ur Guðmundsdóttir, fyrr á þessu ári. Allt þetta hefur auðvitað sett mark sitt á manninn. Þó er sagt að öll él stytti upp um síðir, þvf lífíð heldur áfram hjá þeim sem eftir standa. Sem fyrr greinir hefur Þorlákur verið farsæll í starfi og hið sama má segja um félagsmálin. Þannig hefur hann haft mikil og góð af- skipti af stéttarmálum og átthagafé- lagi sínu. Hann átti sæti í prófnefnd rafvirkja, var um skeið fulltrúi meist- arafélagsins í ákvæðisvinnunefnd, verið varamaður í stjóm Landssam- band rafvirkja. Þá var hann í hópi þeirra sem stofnuðu Súgfírðingafé- lagið á sínum tíma og formaður þess um skeið og einnig átt sæti í stjóm Vestfírðingafélagsins. Þorlákur hefur verið áhugasamur stangaveiðimaður og ljósmyndari í frístundum. Sá er þessar línur ritar minnist ánægjulegra samvemstunda með Þorláki að félagsmálum og við veiðiskap nú seinast sl. haust. Enda þótt aldursmunur sé nokkur verður hans ekki vart, því Þorlákur er eink- ar léttur f lund og sérstaklega góður félagi. Hann ber aldurinn mjög vel. Það er notalegt að vera í návist hans. Fyrir það er ég þakklátur. Víst ber Þorláki Jónssyni mikið þakklæti fyrir fómfúst starf að fé- lagsmálum og heillaríkt starf í þágu bindindishreyfíngarinnar, enda heið- ursfélagi stúku sinnar og Súgfírð- ingafélagsins. Á áttræðisafmæli hans flyt ég honum hugheilar ham- ingjuóskir mínar og minna félaga í IOGT og óska honum alls hins besta á komandi tíð. Þorlákur ætlar að taka á móti gestum í Templarahöllinni, Eiríks- götu 5, í dag milli kl. 15.30 og 24. Einar Hannesson Viðgerda- og varahlutaþjónusta Fáanlegir Raftækja- og heimilisdeild ftriníkiiiitit** ImIHEKLA hf ■yly iniUIIr. |J: -1 Laugavegj 170-172 Simi 695550 :=ICENWOOD^^ ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin / V MAGNEA FRA KLEIFUM TOBÍAS, TlhMA 0(3 AXEL TOBIA5, TIMMA Tobías á frábœrt sumar með Tinnu vinkonu sinni og Sighvati pabba hennar á ferðalagi um landið. En þegar heim kemur á hann að byrja í skóla í fyrsta sinn. „í huga hans hafði skólinn alltaf verið eins og risastórt ógnvekjandi skrímsli, sem lá fram á lappir sínar og opn- aði ginið og gleypti þá sem komu of nálœgt því, hafði þá svo í maganum á sér allan daginn, en spýtti þeim út úr sér, þegar dagur- inn var búinn og kvöldið komið.“ - En þar skjátlaðist Tobíasi œrlega, skólinn var hreint ekki svo slœmur, hann var ekki sá eini sem var feim- inn, - og kennslukonan var með svart tagl eins og Tinna! Hvíta fjöðr- in var líka búin að hjálpa honum að eignast góðan vin sem heitir Axel... TOBÍAS, TINNA OG AXEL er saga sem gerir lífið að litlu œvintýri og erfiðleikana til þess eins að sigrast á þeim, - því að draumar og óskir kosta ekki neitt og geta líka stund- um rœst! Sigrún Eldjárn prýddi bókina skemmtilegum teikningum. IÐUNN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.