Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 9 ÍRNiaS Stuðningur við samninga Fréttir fré Vestfjörðum herma, að í verkalýðs- félögum þar séu nýgerðir kjarasamningar samþykktir. Er Ijóst að álit þeirra, sem þar eiga hlut að máli, gengur þvert á þau sjónar- mið sem hafa sett mestan svip á Þjóðviljann frá því að samningarnir voru gerðir. Hefur blaðið, væntanlega í nafni Alþýðubandalags- ins, haft allt á hornum sér vegna samning- anna, eins og myndin, sem hér fylgir, ber með sór. Þá hafa forystumenn Verkamannasam- bandsins einnig agnúast út í samninginn, þó hefur Karvel Pálmason, varaformaður þess, ekki sagt álit sitt sérstaklega á honum, enda eru það umbjóðendur hans sem alþingis- manns, kjósendur á Vestfjörðum, sem nú eru að samþykkja samninginn, en Karvel er þing- maður fyrir Alþýðuflokkinn frá Vestfjöröum, þótt hann fari ekki alltaf hátt með það. Þjóðviljinn önugnr Forystugrein Þjóðvifj- ans á miðvikudag ber yfirskriftina: Afleitir krataaamningar. Með henni er vfsað til þess, sem samið var um á Vest- fjörðum, en verkalýðs- félögin þar eru i óða önn að samþykkja samning- inn. Af viðbrögðum Þjóðvifjans við Vest- fjarðasamningnum og samningi Sóknar á dög- unum má ráða, að ekkert fari meira i pólitiskar taugar blaðsins nú um stundir en að kjaradeilur séu til lykta leiddar. Virð- ist samkomulag á milli launþega og' vinnuveit- enda ekki vera það, sem alþýðubandalagsmenn tejja æskilegast fyrir sig J stöðunni", svo að notað sé málfar þeirra, sem lita á sljómmál sem einskon- ar kappleik. I fyrr- nefndri forystugrein Þjóðvifjans segir meðal annars: „Vestfirðir eru í mörgu tillitd sérstæðir og Vestfirðingar hafa áður farið eigin leiðir i kjara- málum. Það verður þó ekki séð hvaða sérað- stæður knýja forvfgis- menn verkalýðsfélag- anna fyrir vestan til að sen\ja um kjaraskerðing- ar, og undarlegt að þurfa að sitja sólarhringum saman yfir slíku verki. Enda bendir margt til þess að helstu forkólfar vestra hafi látið undan annarlegum þrýstingi samflokksmanna sinna f ráðherrasætum syðra, þeim sömu og hafa und- anfarið sett á ræður um „nöldur", „sífranda", „heimtufrekju" og „dek- ur“ þegar minnst er á verðhækkanir og kjara- rýmun.“ í fyrri hluta hinna tíl- vitnuðu orða kemur fram næsta hrokafuU afstaða til þeirra, sem stóðu að Rftinningiiniim 4 Vest- fjörðum. Er sá skipunar- tónn sem gætir i leiðaranum er líklega i samræmi við viðhorf nýrrar forystu Alþýðu- bandalagsins tíl verka- lýðsfélaganna. í seinni hluta tilvitnunarinnar er hins vegar látíð i veðri vaka að það séu félagar f Alþýðuflokknum, sem hafi staðið að einhvers konar samsæri gegn vestfirskum launþegum með samningnum, kem- ur sú kenning heim og saman við forsfðufyrir- sögn Þjóðvijjans daginn eftir að Vestfirðingar sömdu. Loks kemur ekki á óvart að Þjóðviþ'inn taki til sfn og sinna manna það sem Alþýðu- blaðið hafði að segja á dögunum um kvartíð og kveinið i þjóðfélaginu. Eins og kunnugt er vijja alþýðubandalagsmenn jafnan vera einskonar samviska þeirra, sem kveina mest. íhugunarefni Afstaða Þjóðvifjans og Alþýðubandalagsins ræðst af pólitísku stöðu- matí. Er það sfður en svo nýtt, að sjá jafn flokks- pólitíska afstöðu tíl ltjarasamninga í leiðara ÞjóðvSjjans og vitnað er til hér að ofan. Þannig hefur blaðið jafnan hag- að sér, þótt þess á milli þykist það taka „fag- mannlega" afstöðu til verkalýðsbaráttunnar. Þetta hefur ekki breyst með nýrri forystu i Al- þýðubandalaginu. Á forsfðu Þjóðviþ'ans er f gær birt mynd af þeim Guðmundi J. Guð- mundssyni, formanni Verkamannasambands- ins, Karvel Pálmasyni, varaformanni þess, og Bimi Grétari Sveinssyni, formanni vekalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn f Homafirði, sem er ný- kjörinn tíl æðstu starfa f Álþýðubandalaginu. Undir myndinni stendur: „Rýnt f Vestfjarðasamn- ingana á framkvæmda- stjómarfundi Verka- mannasambandsina f gær. Guðmundur J. og Björa Grétar Sveinsson frá Höfn hafa báðir lýst yfir efasemdum um gildi samningsins. Karvel Pálmason varaformaður VMSÍ og Alþýðusam- bands Vestfjarða hefur ekki enn gert opinber- lega upp hug sinn til samningsins." Þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason hafa verið á ferðalagi um landið að undanfömu f þeim yfir- lýsta tílgangi að sameina landið allt f kröfugerð vegna kjarasamning- anna. Þetta ferðalag hefur greinilega ekki borið mikinn árangur á Vestfjörðum úr þvf að Guðmundur J. snýst gegn samningum þar sem verkafólkið sam- þykkir og Karvel velur þann óveqjulega kost að liggja á skoðun sinni. Hlýtur það að vera fhug- unarefni fyrir þessa forystumenn f verkalýðs- hreyfingunni hveraig sambandi þeirra við um- bjóðenduma er háttað, þegar þeir fá fréttír af niðurstöðum funda . f verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum. Þegar kjarasamningar em á döfinni er eina og Framsóknarflokkurinn hættí að vera hlutí af fslenskum stjómmálum. Á hinn bóginn veltir Tfminn þvf fyrir sér f gær, hvort Verkamanna- sambandið sé að leita sér að nýjum pólitfskum far- vegi og til verði verka- mannaflokkur f kringum Guðmund J. Kannski er það sá boðskapur sem þeir Guðmundur J. og Karvel hafa verið að flytja á fundum sfnum? Tollalækkun - verðlækkun ASIMMETRIA matar- og kaffistell frá Rosenthal. Glös og hnífapör í sama stíl. Hönnun: Björn Wiinblad, Danmörk. (D % y studiohúsið A HORNI LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR SIMI 18400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.