Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 33 Stjömubíó: Fundur um bóka- vertíð liðins árs FÉLAG áhugamanna um bók- menntir gengst fyrir fundi í Norræna húsinu laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Yfirskrift fund- arins er „Eftir flóðið“ og verður eins konar uppgjör við bókavertíð liðins árs. Á fundinum verða flutt flögur framsöguerindi: Friðrika Benónýs- dóttir gagnrýnandi flytur erindi sem hún nefnir „Draumleikar", Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur talar um „Fjölmiðla og bókamark- að“, Þórarinn Eldjám skáld flytur erindi sem hann kallar „Gunnlöð Linker" og Þórður Helgason bók- menntafræðingur talar „Vítt og breitt um flóðið". Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður um fund- arefnið. Fundarstjóri er Torfí Tuli- nius. Sýningar á „Nadine“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á gaman- og spennumynd- inni „Nadine“ þar sem Jeff Bridges og Kim Basinger fara með aðalhlutverk. Leikstjóri og höfundur handrits er Robert Ben- ton. Myndin hefst í Austin í Texas árið 1954. Nadine Highthower (Kim Basinger) dreymir um betri daga og Vemon Higthower (Jeff Bridges) er eigandi hallærisstaðar sem enginn sækir. Það sem þessi tvö eiga sam- eiginlegt er eftimafnið og misheppn- að hjónaband. En ýmislegt undarlegt gerist áður en hjónaskilnaðurinn verður fullgildur. Nadine brýst inn á ljósmyndastofu til að endurheimta ósiðlegar myndir og verður þar vitni að morði. Hún biður Vemon um aðstoð. Löggan er á hælum hennar, morðingjar á hælum hans og saman Kim Basinger og Jeff Bridges reyna mikið til að flýja undan morðingjum í myndinni „Nadine" em þau á flótta, segir í fréttatilkynn- ingu. HofsjökuU í höfninni í Stykkishólmi. Flóabáturinn Baldur er við hliðina. Morgunbiaðia/Ámi Heigason Hofsjökull: Nær í skelfisk í Stykkishólmi Stykkishólmi. HOFSJÖKULL var hér fyrir skömmu að taka skelfisk til að koma honum á markað í Ameriku. Þetta er fyrsti farmur af sjávar- afurðum sem héðan fer á árinu á erlendan markað. Það er alltaf við- burður þegar þessi stóm skip koma hér að bryggju því yfírleitt þykir hentugra að senda bifreiðar eftir afurðunum heldur en að láta stór skip og dýr í rekstri sleikja hveija höfn. — Arni Úr umferðinni í Reykjavík 27. janúar 1988 Árekstrar bifreiða urðu samtals 22. Kl. 16.23 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Armúla. Hann var fluttur með sjúkrabifreið í slysadeild. Kl. 18.02 varð tveggja bíla árekstur á mótum Langholtsvegar og Kleppsvegar. Farþegi var fluttur í sjúkrabifreið í slysadeild og krana- bifi*eið fjarlægði bæði ökutæki af vettvangi vegna skemmda. Radarmæling: 9 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur.' Á Reykjanesbraut mældist hraði kærðra 105—122 km/klst og 90 km/klst í Ártúnsbrekku. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita og einn kærður fyrir stöðvunarskyldubrot. í miðvikudagsumferðinni fundust tveir réttindalausir ökumenn og einn var gmnaður um ölvun við akstur. Kranabifreið fjarlægði 11 ökutæki vegna slæmrar stöðu. Samtals 30 kærar fyrir umferðarlagabrot. (Frétt frá lögreglunni í Reykjavík) Úr umferðinni í Reykjavík 26. janúar 1988 Árekstrar: 27. Kl. 16.18 varð bam fyrir bfl á Rangárseli. Það var flutt með sjúkrabfl á Slysadeild. Radarmæling leiddi til þess að 6 ökumenn vom kærðir fyrir of hrað- an akstur á Sætúni, Kleppsvegi og Kringlumýrarbraut. Mestur hraði mældist 101 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 3 ökumenn kærðir. Kranabifreið flarlægði 6 bifreiðir fyrir slæma stöðu. Kært var fyrir vanrækslu á að fara til skoðunar, tilkjmna eigenda- skipti og fyrir ólöglegar bifreiðastöður. « í þriðjudagsumferðinni varð einn ökumaður að gangast undir blóðrann- sókn vegna gmns um ölvun við akstur. Samtals 30 kærar fyrir umferðarlagabrot. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.