Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Viðræður um niðurskurð hefðbundins herafla: Erfiðari málaflokkur en fækkun kjamorkuvopna - segir framkvæmdastj óri Atlantshafsbandalag’sins Kaupmannahöfn, Reuter. CARRINGTON lávarður, framkvœmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, sagði á fundi með blaðamönnum i Kaupmannahöfn í gær að samningaviðræður milli ríkja Varsjárbandalagsins og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um niðurskurð hins hefðbundna herafla myndu reynast mun erfiðari en viðræður um fækkun kjarnorku- vopna. í gær hófst í Vínarborg ný lota í MBFR-viðræðunum svo- nefndu um jafna og gagnkvæma fækkun heija sem staðið hafa í 14 ár og litlum sem engum árangri skilað. Embættismenn frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins binda vonir við að unnt verði að hefja nýjar viðræður um fækkun herafla allt frá Atl- antshafi til Úralfjalla. þeim 14 árum sem liðin eru frá því viðræður þessar hófust. Líklegt er talið að þetta verði síðasta lotan fari svo að viðræður um niðurskurð hefðbundins herafla frá Atlantshafi til Úralfjalla verði hafnar. Reuter Carrington lávarður lét í ljós þá von að unnt yrði að heija viðræður um niðurskurð hins hefðbundna herafla á nýjum vettvangi en MBFR-viðræðumar hafa eingöngu tekið til herafla í Mið-Evrópu. Bætti hann því við að sendinefndir á Ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE, CSCE) myndu ræða fyrirkomulag og dagskrá hinn nýju viðræðna, sem áformað er að 23 ríki taki þátt í. Hafa þessar fyrir- huguðu viðræður verið neftidar ísraelskur hermaður rekur flóttann eftir að unglingar í Asghar- flóttamannabúðunum köstuðu steinum að Hiam Bar-Lev innanríkis- ráðherra ísraels. ísrael: Herinn afléttir útgöngn- banni á Gaza-svæðinu Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELAR afléttu útgöngu- banni sem sett var fyrir tveimur vikum í Jabalya, stærstu flótta- mannabúðum Palestínumanna á Gaza-svæðinu, í gær. Samtfmis var sett útgöngubann í bænum Kabbatiyeh á vesturbakka Jórd- anár. Ólæti urðu víða á Vestur- bakkanum í gær. Óeirðimar á herteknu svæðunum í ísrael hófust í Jabalya-búðunum 9. desember þegar mótmælendur réðust að herbúðum ísraela eftir að Qórir palestínskir verkamenn voru skotnir til bana. Talsmaður ísraelska hersins sagði ástæðu þess Sunnanverð Afríka: Norðurlöndin stofna 32 milljóna dala sjóð Suður-Afríka verði beitt refsiaðgerðum Arusha, Reuter. Utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa samþykkt að stofna 32 millj- óna dala (1,18 mil(jarða íslenskra króna) sjóð til að fjármagna sameiginleg viðskipti norrænna fyrirtækja og fyrirtækja frá þeim rikjum i sunnanverðri Afríku, sem svartir menn stjóma. Ennfremur er ráðgert að Norðurlöndin hlutist til um að önnur Vesturlönd beiti Suður-Afríku efnahagslegum refsiaðgerðum. Þetta kemur fram í opinberri til- Danmerkur, Finnlands, og íslands kynningu sem gefín var út eftir og fulltrúa níu ríkja sem taka þátt að útgöngubanninu var aflétt vera að ró virtist komin á í búðunum. Hefur útgöngubanni nú verið aflétt í öllum flóttamannabúðum á Gaza- svæðinu. Útgöngubann er enn í gildi í þrem bæjum á vesturbakka Jórdan, eftir að útgöngubann var sett í bænum Kabbatiyeh. Ekkert sérstakt atvik var gefíð sem ástæða þess að út- göngubann var sett í Kabbatiyeh, það var aðeins sagt tilkomið vegna þess að ófriðlegt væri í bænum. Til óeirða kom víða á Vestur- bakkanum f gær. Unglingar köst- uðu steinum að lögreglu og í Asghar-flóttamannabúðunum í grennd við bæinn Nablus var kastað gijóti að Haim Bar-Lev innanríkis- ráðherra ísrael sem þar var á ferð í embættiserindum. Ráðherrann var staddur við lögreglustöð bæjarins þegar steinn lenti nærri honum. Ongþveiti varð þegar kastað var í átt að ráðherranum og lögregla skaut skotum upp í loftið og stökkti óeirðaseggjunum á brott. „Viðræður um stöðugleika á sviði hefðbundins herafla". Carrington lávarður sagði engum blöðum um það að fletta að slíkar viðræður mjmdu reynast mun erfíð- ari heldur en viðræður risaveldanna um fækkun kjamorkuvopna. „Varðandi kjamorkuvopn þarf að- eins að telja eldflaugar og kjama- odda. . . viðræður um niðurskurð hefðbundins herafla allt frá Atl- antshafí til Úralfjalla taka ekki eingöngu til vopna heldur einnig mannafla, hinna ýmsu vopnakerfa og varaliðssveita." Sagði hann að í slíkum viðræðum myndu ríki Atlantshafsbandalags- ins leggja höfuðáherslu á að ná fram fækkun árásarvopna, sem unnt yrði að beita til skyndiárásar, eða gætu raskað vígbúnaðaijafn- væginu. Ny lota MBFR-viðræðnanna hófst í Vínarborg í gær er fulltrúar aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins og Varsjárbandalagsins komu saman til fundar. Þar með hófst 44. lota viðræðnanna og hafa sendi- mennimir fundað í 468 skipti á Noregur: Slæmar horf- ur í at- vinnumálum Ósló, Reuter. ATVINNULEYSI jókst tíl muna í Noregi í síðasta mánuði. Noreg- ur hefur til þessa verið meðal þeirra þjóða í heiminum þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað minnst. Hans Kure, félagsmálaráðherra Noregs, sagði í samtali við Reuter- fféttastofuna að atvinnuleysi hefði aukist um 25% í síðasta mánuði. í lok desember voru um 31.500 skráðir atvinnulausir í Noregi en seinni hluta janúarmánaðar var Qöldi atvinnulausra nálægt 42.600. Þetta svarar til að um 2% atvinnu- færra manna séu atvinnulausir. „Þetta veldur okkur miklum áhyggjum," sagði Erling Hansen talsmaður félagsmálaráðuneytisins í samtali við Reuter, „en það var við þessu að búast í kjölfar versn- andi efnahagsástands og aukinnar innanlandsneyslu." Skýrsla Mannréttindanefndar Kúbu: Pólitískir fang- ar teknir af lífi Ilavana. Reuter. Mannréttindanefnd á Kúbu hef- ur greint frá því að ekki færri en 8 menn hafl verið teknir af lifl i fangelsum landsins á siðasta ári, þar af voru fimm pólitískir fang- ar. Forystumaður nefndarinnar er andófsmaðurinn Ricardo Bofill. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefndin sendi vestrænum ríkisstjóm- um fyrir þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hefst þann 1. febrúar í Genf. Talsmaður kúbverska utanríkis- ráðuneytisins sagðist ekki geta dæmt um skýrsluna því hann hefði ekki séð hana. Hann fullyrti að ár og dagur væri síðan nokkur fangi hefði verið tekinn af lífí í fangelsum landsins fyrir glæpi gegn ríkinu. Juan Escal- ona dómsmálaráðherra sagði í síðasta mánuði að fjórir dæmdir morðingjar hefðu verið teknir af lífi árið 1986 en enginn á síðasta ári. fund sem ráðherra var Svíþjóðar, Noregs, Austur-Þýskaland: Klaus Fuchs látinn Austur-Beriín. Reuter. ÞÝSKI eðlisfræðingurinn og njósnarinn Klaus Fuchs lést i Aust- ur-Þýskalandi I gær 74 ára að aldri. Hann sat í fangelsi i Eng- landi frá árinu 1950-64 vegna njósna fyrir Sovétmeun. Fuchs flutti til Englands á flórða áratugnum vegna ofsókna nasista i Þýskalandi. Frá árinu 1941 vann hann að þróun kjamorkusprengjunn- ar við háskólann í Birmingham. Um svipað leyti gekk hann á mála hjá Sovétmönnum og sá þeim fyrir upp- lýsingum á meðan hann vann hjá kjamorkurannsóknastofnuninni í Harwell árin 1946-9. Árið 1964 var hann náðaður og honum leyft að flytja til Austur- Þýskalands. Þar naut hann mikillar virðingar og var um tíma yfirmaður kjamorkurannsókna í landinu. í ráðstefnu um þróunarsamvinnu í sunnanverðri Afríku, SADCC. í til- kynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að undirbúningsvinnu verði lokið sem fyrst svo hægt verði að veita fé úr sjóðnum á síðari hluta þessa árs. Einnig var haft eftir Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, á miðvikudag, að ráð- herrar Norðurlanda ætli að knjýja á um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti efnahagsaðgerðum gegn stjóm Suður-Afríku. „Við ætlum einnig að auka aðstoðina við nágrannaríki Suður-Afríku og frels- ishreyfíngar sem beijast gegn Suður-Afríkumönnum," sagði Elle- mann-Jensen ennfremur. Norðurlöndin aðstoða ríki sunn- anverðrar Afríku við að draga úr efnahagslegum áhrifum Suður- Afríku og ráðherrar þeirra taka þátt í ráðstefiiu ríkja í sunnan- verðri Afríku, SADCC, sem hófst I gær. Þar verður leitað frekari leiða til að gera Afríkuríkin óháðari Suð- ur-Afríku efnahagslega. Ákveðið hefur verið að fulltrúar Norðurland- anna og Afríkuríkjanna ftindi annað hvert ár til að ræða ástandið í sunn- anverðri Afríku. Geimferðaáætlun Bandaríkjanna: •• Oryg'g’ið situr á hakanum TVÖ ár eru nú liðin síðan geimfeijan Challenger fórst með sjö manna áhöfn. í kyrrþey hefur verið unnið að rannsókn slyssins og hefur nú verið ákveðið að reyna aftur þann 4. ágúst næst komandi. Svo virðist sem á sínum tima hafi meira verið hugsað um að halda áætlun en sinna öryggismálum. Átta mann« nefnd sem NASA, bandariska geimferðástofnunin, skipaði til að fylgj- ast með öryggisráðstöfunum eftir slysið varar við þvi að skjóta nýrri geimfeiju á loft í ágúst og segir það enn ekki tímabært. í skýrslu nefndarinnar segir að áhyggjur starfsmanna NASA af öiyggi sem voru miklar skömmu eftir slysið fari minnkandi. Einnig séu deildaratjórar ekki valdir með það í huga hversu varkárir þeir séu. Það vekur einnig ugg að meira er hugsað um að geta haf- ist handa að nýju en að sinna öryggismálunum. í skýrslunni segir ennfremur að þeir starfs- menn NASA og verktaka hjá stofnuninni sem bent hafa á van- kanta á hönnun geimfeijunnar, tölvubúnaðar og framkvæmd geimferðaáætlunarinnar hafí oft þurft að gjalda fyrir með starfí sfnu. í vikuritinu Time er sagt frá Sylviu Robins fyrrverandi verk- fræðingi hjá Unisys undirverk- taka hjá NÁSA sem þróar stóran hluta hugbúnaðar í stjómstöðina í Houston þar sem fylgst er með hverri skrúfu í hreyfli geimfeij- unnar. Tveimur mánuðum eftir Challenger-slysið fékk hún það verkefni hjá Rockwell Intematio- nal sem Unisys starfaði fyrir að kanna hvort Unisys hefði nógu öflugt kerfi á boðstólnum til að fylgjast með hugbúnaði vara- stjómkerfís feijunnar. Varakerfíð var að sjálfsögðu lífsnauðsynlegt ef aðalkerfíð bilaði. Robins komst að því að svo var ekki. En þegar hún sagði yfirmönnum sínum frá því þá var henni sagt að gleyma öllu saman. Hún segist hafa verið álitinn vandræðagripur því áður hafði hún bent á að hugbúnaðar- ins sem ætlaður var til leynilegra verkefna á vegum vamarmála- ráðuneytisins væri ekki gætt nógu vel. Robins segist í kjölfar þessa hafa orðið fyrir ofsóknum yfír- manna sinna auk þess að vera lækkuð f tign. .George Rodney yfírmaður ör- yggismála hjá NASA segist hafa fjölgað starfsmönnum á sfnum snæmm um 30% auk þess sem nánara samstarf væri nú haft við geimfarana sjálfa en áður. Eigi að síður segja tveir geimfaranna sem taka eiga þátt í næstu ferð geimfeijunnar þann 4. ágúst að þeir hafí ekki einu sinni fengið áðumefnda skýrslu sérfræðinga- neftidarinnar f hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.