Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 35 Að hengja bakarameist- ara fyrir stjórnvöld FÉLAGSFUNDUR Landssam- bands bakarameistara sendi í gær frá sér eftirfarandi ályktun og er fyrirsögnip bakarameist- ara. Félagsfundur Landssambands bakarameistara haldinn 28. janúar 1988 ítrekar fyrri mótmæli við álagningu söluskatts á matvæli og harmar þær afleiðingar, sem hann hefur á verðmyndun í landinu. Frjáls verðmyndun hefur ríkt í verð- lagningu brauð- og kökugerða samkvæmt ákvörðun verðlagsyfír- valda. Sérhvetju bakaríi er ætlað að ákveða verðið með hliðsjón af framleiðslukostnaði og markaðsað- stæðum, án beinna afskipta Verð- lagsstofnunar. Samkvæmt lögum er Verðlagsstofnun þannig ætlað að fylgjast með verðlagningu ein- stakra bakaría en ekki gefa út almennar tilskipanir um brauðverð. Ennfremur er henni ætlað að fylgj- ast með því að forsendur fijálsrar verðmyndunar séu til staðar. Stjómvöld hafa nú gripið inn í þessa atburðarás og í raun sett tímabundna verðstöðvun á brauð. Landssambandi bakarameistara er ljóst, að hækkun sú, sem varð á brauðum í janúarbyijun, kom á óheppilegum tíma. Fundurinn mót- mælir hinsvegar eindregið þeim fullyrðingum verðlagsstjóra og ein- stakra aðila í verðlagsráði að 50 tonn / / X • i roðn Sifflufjörður. VART hefur orðið við loðnu- göngur í kringum Kolbeinsey og bátar hafa fengið þar 50 tonn af þorski í tvær netalagnir. Símakerfíð fór úr sambandi hér í bæ í fyrradag og sambandslaust var frá því klukkan 10 um morgun- in til klukkan hálf tíu um kvöldið. Ástæðan mun vera sú að mastur fór niður á Húsavíkurfjalli og gætir mikillar óánægju hjá fólki með að ekki skuli vera til varakerfi að grípa til í tilfellum sem þessum. Þá varð sá atburður í vikunni að skip Dýpkunarfélags Siglufjarðar komust undir íslenskan fána. Dýpk- unarskipið heitir Grettir og dráttar- báturinn Bjöminn. Matthías verðhækkanir á brauðum almennt á síðasta ári hafí fram úr almennri verðlagsþróun. Ennfremur lýsir fundurinn furðu sinni á vinnubrögð- um við nýgerða verðkönnun Verð- lagsstofnunar, sem gefur engan veginn rétta mynd af verðþróun eða verðlagi brauða. Könnun þessi nær einungis til mjög fárra vörutegunda sem gefa engan veginn rétta mynd af meðal hækkunum viðkomandi fyrirtækja. Hún sýnir einungis hækkanir á mjög skömmum tíma en þar kemur ekki fram hvort rík ástæða hafí verið til þeirra eða hvort verðlag var hátt eða lágt á viðkomandi brauðum fyrir og eftir breytinguna. Þær kannanir sem Landssam- band bakarameistara hefur að undanfömu gert og kynnt fyrir Verðlagsstofnun sýna ótvírætt, að full ástæða var til verðhækkana á brauðum umfram það, sem breyt- ingar á tolla- og skattalögum gáfu tilefni til. Verðlagsstofnun hefur í reynd viðurkennt þetta með því að lýsa yfír, að þeir bakarameistarar sem sýnt geta fram á slíka verð- hækkunarþörf, geti hækkað í samráði við stofnunina. Til þess að koma til móts við verðlagsyfirvöld í þeirri óvenjulegu stöðu, sem at- burðir síðustu vikna hafa leitt þau inní, vill Landssamband bakara- meistara þó beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna að draga til baka verðbreytingar á brauðum umfram það, sem söluskattshækk- un gaf tilefni til, þar til mál þeirra hafa verið skoðuð sérstaklega. Það skal tekið fram að hér er einungis um tilmæli að ræða en landssam- bandið getur ekki bundið hendur einstakra félagsmanna í þessu máli, enda bryti það f bága við verðlags- lög. Yfirlýsing Þá sendi Sveinn Kristdórsson, bakarameistari, frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu i gær. Ástæður þess að fyrirtæki mitt, Sveinn bakari, hækkaði verðið á brauði og kökum umfram það, sem nam söluskattshækkuninni nú í jan- úarbyijun, er uppsafpaður vandi. Þótt hækkanir hafí orðið meiri en þau 10,4%, sem söluskatturinn hækkaði um, þá hefur verðhækkun- in verið innan þeirra marka sem kostnaðarhækkanir og almenn verðlagsþróun gefa tiíefni til, sbr. eftirfarandi: 1. Meðalhækkun smásöluverðs brauða á tímabilinu ágúst 1986 Námstefna um skjalastjóraun verður haldin í fyrsta sinn hér á landi dagana 29.- 31. janúar. Er hún haldin að tilhlutan Áhuga- hóps um skjalasfjóra og Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna i Menningarstofnun Banda- rfbjanna; Ameriska bókasafninu að Neshaga 16. Aðalfyrirlesari verður dr. James C. Bennett, prófessor f viðskipta- og hag- fræðideild ríkisháskóla Kali- foraíu, en hann er þekktur fræðimaður og fyrirlesari á sviði skjalastjórnar. Námstefnuna sækja fulltrúar nokkurra stærstu fyrirtækja lands- ins, kennarar og ráðgjafar í skjala- stjóm, segir í frétt frá Áhugahópi um skjalastjómun. Á námstefnunni verður fjallað um undirstöðuaðtriði í skjalastjóm, myndun skjala, frágang, notkun, til des. 1987 er 14,6%. Inni í þessari hækkun er 10% sölu- skattur sem kom á í ágúst 1987. Þetta þýðir að bakaríið hefur fengið 4,2% hækktm til sín á 17 mánuðum, á meðan al- mennt verðlag (skv. fram- færsluvfsitölunni) hækkaði um 30,22%. 2. Meðalhækkunin frá águst 1986 til janúar 1988 (þ.e.a.s. eftir hækkunina 8. janúar) á brauð- unum er 35,7% og er 25% söluskattur þar inní. Sé sölu- skattshækkunin tekin frá og lækkað um vörugjaldslækkunina sést að bakaríið fær 11,82% hækkun til sín. Á sama tíma- bili hækkaði verðlag (skv. framfærsluvísitölunni) um 35,05%. Sveinn Kristdórsson Loðnuveiðin: Þróarrými fyrir austan er á þrotum Loðnuskipin mokfiska enn út af Gerpi og er aflinn frá áramótum kominn upp f 204.000 tonn. Þróarrými af þessum sökum var aðeins á Seyðisfirði af Austfjarðahöfnunum. Skipin fóru þvi ýmist norður, suður eða til Færeyja með afla sinn. Aflinn á þriðjudag varð samtals 12.155 tonn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, fór Fífíll GK með 590 tonn til Reyðarfjarðar. Á miðvikudag varð aflinn 21.800 tonn af 28 skipum, sem flokkuð eru eftir löndunarstað: Til Siglufjarðar Þórður Jónasson EA með 700, Hilmir SU með 1.000, Súlan EA 790, Harpa RE 630, ísleifur VE Hafnarfjörður: Ráðstefna um umferðarmál Námstefna um skjalastjóm BANDALAG kvenna í Hafnar- firði gengst fyrir ráðstefnu um umferðarmál og umferðaröryggi á morgun, laugardaginn 30. jan- úar. Ráðstefnan er haldin f tilefni af þjóðarátaki f umferðarmálum og vegna þess að ný umferðarlög ganga f gildi 1. mars. í fréttatil- kynningu segir að bandalaginu þyki við hæfi að leggja sitt af mörkum tíl að leita leiða til úr- bóta í umferðarmálum með þvf að ræða ýmsa þætti þessara vandmeðförau mála. Ráðstefnan fer fram í félagsálmu íþrótta- hússins við Strandgötu og stendur frá klukkan 10-15. Erindi á ráðstefnunni flytja Salóme Þorkelsdóttir alþingismað- ur, Þengfíll Oddsson héraðslæknir, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Sólveig Biynja Grét- arsdóttir formaður Umferðamefnd- ar Hafnarfjarðar, Sigrún Ólafs- dóttir fulltrúi hjá Umferðarráði og Kristín Pálsdóttir hjúkrunarfor- stjóri. Ráðstefnan er opin öllum en mælst er til að þátttaka sé tilkynnt í síma 53510 eða 50919. 740 og Gísli Ámi RE með 650 tonn. Albert GK fór til Grindavíkur með 700 tonn. Á Seyðisfjörð fóm Hilm- ir II SU með 580, Dagfari ÞH 510 og Bergur VE með 530. Til Eski- fjarðar fóru Guðrún þorkelsdóttir SU með 710, Júpíter RE 1.340, Eskfírðingur SU 610 og Jón Kjart- ansson SU með 1.100 tonn. Guðmundur Ólafur ÓF fór til Ólafs- Qarðar með 600 tonn. Eldborg HF fór með 1.450 til Akraness, Magnús NK með 520 til Reyðarfjarðar og Helga II RE 530, Gullberg VE 620 og Galti ÞH til Þórshafnar með 510 tonn. Börkur NK fór með 1.300_til Neskaupstaðar, og Húnaröst ÁR 600 til Bolungarvíkur. Til Vest- mannaeyja fóm Sigurður RE 1.400, Sighvatur Bjamason VE 700 og Kap II VE með 700 tonn. Keflvík- ingur KE fór með 530 til Raufar- hafnar. Loks fóm Öm KE melF75Q*» og Grindvíkingur GK með 1.000 til Færeyja. Fá skip vom eftir á miðunum á fimmtudagsmorgun. Þá fóm Víkur- berg GK með 560 tonn og Svanur RE með 715 til Raufarhafnar. Beit- ir NK fór til Siglufjarðar með 1.220, Víkingur AK með 1.350 til Akra- ness og Hilmir II SU með 580 til Seyðisfjarðar. Hákon ÞH var með 1.000 tonn, en löndunarstaður var óákveðinn. varðveislu, eyðingu.geymsluáætl- un, upplýsingaleit og endurheimt, öryggismál, tölvuvæðingu og örfíl- munotkun. Ennfremur verður rætt um íslensk lög er varða geymsl- utima skjala. Skjalastjóm er kerfisbundin stjóm á skjólum frá því þau verða til í fyrirtæki eða stofnun eða ber- ast að, stjóm á merkingu þeirra , dreifíngu, vistum og endurheimt, allt þar til þeim er komið í endan- lega geymslu eða þeim eytt. Dr. Bennett mun flytja fyrirlestur um skjalastjóm í stofu 101 í Odda, húsi hugvísindadeildar Háskóla ís- lands, mánudaginn 1. febrúar kl. 17.15 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa. í tengslum við nám- stefnuna verður sýning á margs konar búnaði í tengslum við skjala- stjóm og verður hún opin almenn- ingi mánudag 1. febrúar frá kl. 14 til 17 í Ameríska Bókasafninu. Fyrirlestur um elli og sjúkdóma FYRIRLESTUR á vegum Félags áhugamanna um heimspeki og heimspekideildar Háskóla ís- lands verður haldinn sunnudag- inn 31. janúar nk. Fyrirlesarinn verður Millers Browns heim- spekiprófessor við Trinity Coll- ege í Connecticut. Erindi Miller Brown nefnist „Ageing and Disease" og fjallar um eðli sjúkdóma og hvort rétt sé að líta á elli sem einhvers konar sjúk- dóm. Miller Brown hlaut doktorsgráðu frá Harvard-háskóla árið 1970 og hefur kennt síðan við Trinity Coll- ege. Hann er að vinna að bók um eðli sjúkdóma, einkum og sér í lagi geðsjúkdóma, með sérstöku tilliti til félagslegrar stefnumótunar. Á undanfömum árum hefur hann birt ýmis rit um tengd efni. Fundurinn hefst kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar, og er öllum opinn. Leiðréttíng Kynning á Einari Emi Stefánssyni með grein hans í gær var röng. Hann er framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. bankamanna. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Námskeið í græðslu HARALD Thiis frá Noregi heldur byijendanámskeið fyrir græðara i Gerðubergi dagana laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. janúar. í fréttatilkynningu segir að námskeiðið sé hið fyrsta í röð fjögurra sem efnt verður til um græðslu. Námskeiðaröðin eigi að gefa fólki möguleika á að öðlast betri heilsu. Þátttökugjald er krónur 4800. Væntanlegir þátttakend- ur geta skráð sig hjá Nönnu Ólafsdóttur i og Guðríði Péturs- dóttur. Námskeiðið stendur frá klukkan 10-19 á laugardag og fráklukkan 10-17 ásunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.