Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1988 SigiiðurS. Ingibergs- dóttir - Minning Fædd 22.júní 1911 Dáin 20. janúar 1988 í dag föstudag, fer fram frá Háteigskirkju jarðarför Sigríðar Ingibergsdóttur, er lést í Landspít- alanum, miðvikudaginn 20. janúar sl. Hún hafði lifað við langvarandi vanheilsu, sérstaklega síðastliðið ár. Hún hafði þó ekki dvalið á sjúkrahúsum langan tíma í einu, þar til síðu tu ferðina, tæpan mán- uð áður en hún lést. Sigríður var fædd í Reykjavík 22. júní 1911. Foreldrar hennar voru, Sigurdís Jónsdóttir frá Galt- arvík í Borgarfirði — Reykhólaætt og Ingibergur trésmíðameistari Þorkelsson, Jónssonar í Smjördöl- um í Ámessýslu. Þau foreldrar Sigríðar bjuggu lengst af að Bjark- argötu 10 i Reykjavík og stundaði Ingibergur húsasmíðar mestan sinn starfsaldur og var mjög virtur mað- ur í sinni starfsgrein. Um tvítugsaldur kynntist Sigríð- ur hálfbróður mínum Skúla Sveins- syni, sem er fæddur 28. nóvember 1905, sem þá var nýlega orðinn lögregluþjónn í Reykjavík. Foreldr- ar Skúla, voru Sveinn Hjartarson bakarameistari í Reykjavík og Ágústa Jónsdóttir. Þau Sigríður og Skúli giftu sig 10. nóvember 1931 og hófu þá þegar að undirbúa bygg- ingu íbúðarhúss fyrir sig við Laugamesveg 49 og fluttu í það nálægt ári síðar. Var þá byggðin við Laugarnesveg einskonar útjað- arsbyggð Reykjavíkur í norðaustur- átt. Eftir nokkurra ára dvöl við Laug- amesveginn byggðu þeir Skúli og mágur hans Þorkell nýtt íbúðarhús að Egilsgötu 14, þar sem þessar tvær fjölskyldur bjuggu í tvíbýli allmörg ár. Síðast og lengst hafa þau Sigríður og Skúli búið að Flóka- götu 67. Börn þeirra eru þrjú: Elst er Sigurdís, bankaritari, fædd 13. maí 1932, giftist Jóhanni Sig- mundssyni prentara og eiga þau eina dóttur og tvö dótturböm. Næstur er Sveinn, lögfræðingur, fæddur 16. júlí 1951, giftur Ernu Valsdóttur, þau eiga tvö böm. Yngst er Sigríður Ágústa, fædd 22. desember 1955, gift Ara Kristjáni Sæmundsen, doktor í veirufræði, þau eiga tvö böm. Sigríður, sem nú er kvödd hinstu kveðju, var heitin eftir ömmu sinni Sigríðu Magnúsdóttur í Smjördöl- um, sem var orðlögð ágætiskona og mun nafna hennar hafa hlotið í arf þá eiginleika, svo kom hún mér fyrir, í allri langri viðkynningu. Ég og mitt fólk var, sakir skyld- leika tíðir gestir. í húsum þeirra Sigríðar og Skúla, í meira en hálfa öld, þar sem góðvild og gestrisni brást aldrei. Margan greiða þáði ég þama í fátækt kreppuáranna, fátækur sveitastrákur. Fýrir þetta ber að þakka af alhug. Böm Sigríðar sjá nú á bak góðri og traustri móður, sem aldrei brást hlutverki sínu. Ef tii vill kemur þeim í hug brot úr kvæði eftir fræg- an höfund: „Þú varst líknin, móðir min, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið." Um leið og ég sendi Skúla og öllum aðstandendum dýpstu samúð- arkveðjur okkar hjóna og skylduliðs bið ég Sigríði blessunar Guðs, hand- an móðunnar miklu. Gísli Bjarnason Tengdamóðir mín, Sigríður Ingi- bergsdóttir, er látin. Minningamar hrannast upp og það kemur kökkur í hálsinn. í hugann kemur mynd af blíðri og óeigingjamri konu, sem aldrei hallmælti nokkmm manni og aldrei skipti skaþi. Konu, sem þrátt fyrir erfíðan sjúkdóm bjó fjölskyldu sinni hlýlegt og tryggt heimili. Konu, sem ól upp böm sín í heiðar- leika og trú á hið góða í mannfólk- inu. Og þegar við, tengdabörnin og bamabörnin, bættumst í hópinn, var nóg aflögu handa okkur öllum af umhyggju hennar og alúð. Sigríður var einlæg og réttsýn. Hún var ákveðin en raunsæ. Hún var ákaflega trúuð og fór ekki leynt með trú sína. Og það var þetta raunsæi blandað eldheitum trúar- áhuga sem gerði það að verkum að hún gat tekist á við sjúkdóm sinn og þá erfíðleika, sem af honum hlutust, með slíkri yfirvegun og ró. Sigríður var glaðlynd og glettin og átti auðvelt með að sjá skondnu hliðamar á tilverunni. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir, en reyndi ekki að troða þeim upp á aðra. Aldrei sá maður hana dapra eða kvíðafulla, og hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um velferð annarra. Þannig tók hún ríkan þátt í lífi okkar allra, vonum okkar og von- brigðum, gleði okkar og sorg. Hún var aldrei of upptekin til að hlusta og skilja. Aldrei vandaði hún um við bamabömin, heldur reyndi að leiðbeina og miðla af reynslu sinni og trú. Og þó líkaminn væri lítill og brothættur var sálin stór og sterk. En Sigríður var fyrir mér meira en umhyggjusöm tengdamóðir og amma. Hún var líka góður vinur, og það er fátt sárara en að sjá á eftir góðum vin. Skúli minn, missir þinn er mikill. Missir okkar allra er mikill. Það er erfítt fyrir Guðmund Kristján og Guðrúnu Sigríði að skilja að „amma á Flókó“ tekur ekki lerigur á móti þeim opnum örmum. Ég votta þér mína dýpstu samúð. En nú, er við syrgjum látna eiginkonu og móður, ömmu og tengdamóður, skulum við vera þakklát fyrir að þjáningunum er lokið. Hún er í góðum höndum. Ari Kr. Sæmundsen í dag, 29. janúar, verður amma okkar, Sigríður Sigurbjörg Ingi- bergsdóttir, jarðsungin frá Háteigs- kirkju. Minning: Jóna G. Eiríks- dóttir Kefla vík Fædd 9. nóvember 1908 Dáin 21. janúar 1988 Elskuleg mágkona mín, Jóna Guðrún Eiríksdóttir, andaðist á heimili sínu 21. janúar. Um nokk- urt skeið átti hún við vanheilsu að stríða en hafði þó jafnan fótavist. Andlátið bar að eins og á ljósi væri slökkt. Milli vina og vandamanna var hún ætíð kölluð Gulla og verður svo gert hér. Gulla fæddist á Stokkseyri 9. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, af kunnri og fjölmennri Reykjavíkurætt, og Eiríkur Eiríksson frá Djúpavogi. Eiríkur lærði bakaraiðn í Noregi og beið Margrét hans í festum á meðan. Við heimkomuna gengu þau í hjónaband og réðst hann síðar bakari til Kaupfélagsins Ingólfs á Stokkseyri 1905. Á Stokkseyri fæddust böm þeirra fjögur, en þau voru Eiríkur Karl, rafvélameistari, 1905, Gulla 1908, Ragnheiður 1915, og Ólöf 1918, en hún dó 1971. Búseta þeirra á Stokkseyri stóð til 1925 eða í 20 ár. Árið 1909 var Landsíminn lagður til Stokkseyrar og var Eiríkur bak- ari ráðinn fyrsti stöðvarstjóri en faðir hans, Eiríkur Eiríksson eldri, sá að mestu leyti um daglega þjón- ustu. Gulla, sem bæði var greind og bráðþroska, hljóp oft síðari árin þar í skarðið í forföllum afa síns við símaafgreiðsluna. Auk foreldra Eiríks fluttust tveir bræður hans til þeirra, Tryggvi, sjómaður sem drukknaði ungur er bátur hans _ fórst á Stokkseyrar- sundi, og Ásgeir, er varð kaup maður, póstafgreiðslumaður og sveitarstjóri á Stokkseyri um langt skeið eða þar til að hann féll frá. Frá Stokkseyri fluttu þau Mar- grét og Eiríkur til Keflavíkur 1925. Réðst hann til Eyjólfs Ásbergs bak- ara og kaupmanns og starfaði þar í nokkur ár en flutti síðan til Hafn- arfjarðar þar sem hann vann enn að iðn sinni, en þau hjónin tóku einnig við rekstri Góðtemplarahúss- ins, sem þau sáu um þar til Eiríkur varð bráðkvaddur í heimsókn á heimili Gullu og Guðna Guðleifsson- ar á Hafnargötu 63 í Keflavík — á sama stað og Gulla lést með svipuð- um hætti þann 21. janúar sl. Á Keflavíkurárunum réðust örlög og framtíð Gullu. Hún var lagleg stúlka, stór og glæsileg, einkum þegar hún bjó sig uppá og klæddist íslenskum búningi. Þá sópaði að henni, enda gáfu ungu sveinamir henni óspart gaum og brátt hafði Guðni Guðleifsson, einn af athyglis- verðustu ungu mönnum staðarins, fastnað sér hana. Þau gengu i hjónaband 7. júní 1930 og hafa því lifað í hamingjusömu og farsælu hjónabandi í nær 60 ár. Þegar Gulla var að alast upp var ekki almennt ráðist í langskólanám þó að hæfíleikar og geta væru fyr- ir hendi — einkum átti það þó við um stúlkur, þar sem atvinnutæki- færi þeirra vom þá ekki mörg. Það lá því fyrir Gullu að stunda fiskverk- un vor og sumur en fara í vist að vetrinum. Þannig liðu unglingsárin þar til að þau Guðni giftust og byggðu sér framtíðarheimili á Hafnargötu 63. Á þessum ámm var Guðni sjó- maður og bifreiðarstjóri og frammámaður í verkalýðsmálum, meðal annars fyrsti formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fyrstu árin eftir stofn- un heimilis hélt Gulla áfram að stunda fískverkunarstörf. Hún var mjög vel liðin af samverkafólki sínu, bæði vegna dugnaðar og einnig var hún glaðsinna og skemmtileg. Þau Guðni og Gulla eignuðust ekki böm, en eftir fárra ára sambúð tóku þau bam, er fæddist á heimili þeirra, af frændkonu hennar, í fóst- ur, sem ólst upp hjá þeim hjónum eins og eigið bam væri. Birna (Bidda) Guðmundsdóttir mat þau og virti sem ástkæra foreldra, og vissulega voru svo börn Biddu ömmuböm Gullu. Og ekki nóg með það, heldur eignaðist vinkona Biddu bam og fyrir hennar orð tók Gulla drenginn þriggja daga gamlan til viku vörslu. Sú vika er nú orðin að 33 árum. Það er öllum ljóst er til þekkja að Marteinn er sem elsku- legur og umhyggjusamur sonur þeirra hjóna. Bæði Birna og Mar- teinn fengu eðlilegt og gott uppeldi hjá þeim hjónum og eiga þeim mik- ið upp að inna, enda bæði ættleidd. Hjartalag og fómfysi við kjörbörnin var þeim einlæg og ósvikin. Þegar þau byggðu hús sitt á Hafnargötu 63 var það langt fyrir sunnan byggðakjarnann í Keflavík þó nú sé það næstum í miðjum bæ. Sú ákvörðun þeirra gefur nokkra mynd af hugarþeli þeirra. Þau voru bæði frekar hlédræg og hógvær en kröfðust ekki mikils af samfélaginu. En gestrisni þeirra og alúð var mikil við ættingja og vini. í raun Ijómaði andlit Gullu ávallt af mann- gæsku — hlýrri tilfinningu til allra er hún umgekkst, ekki síst barna og unglinga og annarra þeirra er leita þurftu trausts hennar. Þá segir það nokkra sögu að böm undirritaðs og bamabörn köll- uðu hana eina „Gullu frænku“, þó af mörgu væri að taka í því efni. Þau Gulla og Guðni vom samtaka í að búa sér og bömum sínum frið- sælt og gott heimili og gestum var þar ávallt tekið fagnandi, enda vom þau bæði vinföst, traustir og trygg- ir vinir vina sinna. Milli Gullu og systkina hennar vom alla tíð sterk vináttubönd, er ég naut vegna Ragnheiðar konu minnar. Fyrir þau og öll okkar kynni í hálfa öld þakka ég. Þau hafa verið okkur hjónum mikils virði. Guðna og fjölskyldu flyt ég inni- legar samúðarkveðjur. Jón Tómasson Kveðja frá systrabörnum Hún Gulla frænka var alltaf svo stór og heit, elskuleg, létt og skemmtileg. Frá því við fyrst mun- um eftir okkur var Hafnargata 63 í Keflavík nálægt miðpunkti tilvem okkar. Þar áttu heima Gulla frænka og Guðni. Það var svo einstaklega notaleg og hlýleg tilfinning að heimsækja þau. Húsið sjálft var svo fallegt. Það naut sín vel á homlóðinni við Hafnargötu og Heiðarveg. Grár skeljasandurinn glitraði eins og silf- ur á veggjum þess. Garðurinn var alltaf vel hirtur og snyrtur. I risastórum kartöflu- og grænmetisgarðinum var hægt að fela sig undir rabbarabarablöð- unum á stærð við fílseyru. Vel klipptir tijámnnar, páskaliljur og marglit blóm fóm vel við snöggsleg- ið dökkgrænt grasið. í innkeyrslunni að bílskúrnum stóð gamli Mosksvitsinn hans Guðna, fallegur í laginu, gljáandi grænn og svartur með stómm, kúptum hjólkoppum, sem gaman var að spegla sig í. Útihurðin, með útskornum tré- listum og kringlóttum glugga með lituðu gleri var tignarleg eins og Amma fæddist 22. júlí 1911 en lést í Landspítalanum 20. janúar sl. Amma var gift afa okkar, Skúla Sveinssyni, og eignuðust þau þijú börn, elst er Sigurdís og á hún eina dóttur, Sigríði Jóhannsdóttur, sem gift er Haraldi Hermannssyni, og þau eiga tvær dætur, Sigurdísi og Svövu Jóhönnu, en þau em sem stendur búsett í Danmörku. Svein, föður okkar, kvæntan Emu Valsdóttur, og em böm þeirra tvö, Skúli og Ama. Yngst er Sigríð- ur Ágústa, gift Ara Kristjáni Sæmundsen, en börn þeirra em Guðmundur Kristján og Guðrún Sigríður. Bamabörnin em því fimm og bamabamabömin tvö. Þar sem við höfum mestan hluta ævinnar búið í sama húsi og amma og afí hefur varla liðið sá dagur að við höfum ekki notið elsku þeirra og gjafmildi því umhyggja þeirra fyrir okkur öllum hefur alltaf verið þeim efst í huga. Amma hefur í mörg ár átt við mikil veikindi að stríða og á hann afí heiður skilinn fyrir hvað hann hefur annast ömmu af miklum kærleik og fómfysi öll þessi ár, svo að einsdæmi má teljast. Nú þegar við kveðjum ömmu Siggu, aðeins tæpum fjómm mánuðum eftir að amma Lára dó, er okkur mikill söknuður í huga, en þakklát emm við fyrir þá miklu ást og umhyggju sem þær hafa veitt okkur, því þær hugsuðu meir um heilsu okkar og líðan en um sjálfar sig. Þá vill móðir okkar senda ömmu sérstaka kveðju með þökk og virð- ingu fyrir samfylgdina. Elsku afí, megi Guð styrkja þig við þennan mikla missi því harmur þinn er mikill, en við vitum að ömmu hefur verið tekið opnum örm- um á himnum hjá Guði, þar sem við munum hittast á ný. Skúli og Arna fallegustu kirkjuhurðir. Það var alltaf svo heitt og notalegt að koma þar inn. Stóru skáphurðirnar í for- stofunni voru líka með útskornum listum og listilega vel málaðar. Mjói, hái ofninn í forstofunni milli eldhús- hurðarinnar og stofuhurðarinnar var eins og húsvörður — maður varð að heilsa með því að snerta hann. Annað sem var svo sláandi var hvað gluggarnir voru allir stórir. Einn stór gluggi í hveiju herbergi, hár og breiður. Svo var líka risastór spegill innan á baðherbergishurð- inni. Hann náði yfír alla hurðina. Gulla tók alltaf á móti okkur opnum örmum. Hún var líka stór og heit. En hún var alltaf svo skemmtileg. Alltaf tilbúin að grínast. Hún var svolítið stríðin. Aldrei leiðinlega stríðin. Það var bara létti, íjörugi flöturinn sem sneri alltaf upp. Og í eldhúsinu hennar var ein stór og djúp skúffa, næst ísskápn- um, sem var alltaf full af góðu kexi. Það voru yndislégar stundir og sitja við eldhúsborðið hjá Gullu frænku, borða kex og drekka ískalda mjólk, spjalla og grínast með Gullu. Gulla átti líka alltaf góðar kökur, sem hún hafði bakað, súkkulaðikökur, döðlutertur, hjóna- bandssælu með rabbarbarasultu og allskonar kökur. Það var fleira gott að borða hjá Gullu frænku, því hún bjó til heimsins bestu fiskibollur með brúnni sósu og Guðni kom líka oft heim úr kaupfélaginu með lakkrísborða og lakkrískonfekt í brúnum poka og gaf okkurí Ljómi bernskuminninganna er ljúfur í faðmi fjölskyldunnar og vissulega voru Gulla og Guðni og heimili þeirra óijúfanlegur hluti af þeirri heild. Við stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir þá ást og um- hyggju og þær gleðistundir sem við sóttum til þeirra sem böm og ungl- ingar — og geram enn. Elsku Guðni, Bidda og Matti — megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar og söknuði og veita ykkur styrk. Við kveðjum góða og elsku- lega frænku með ólýsanlegum söknuði, þakklæti og hlýhug. Magga, Eiki, Tommi, Ómi og Úlli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.