Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Af „vístim“ mönnum og stíl- ófreskjum á Bessastöðum Frumteikning Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts af Bessastaðastofu með viðbyggingum. Viðbygging Gunnlaugs við forsetasetrið er gott dæmi um að hægt er að taka tillit til útlits eldri byggingar án þess að apa hugsunarlaust eftir upprunalegri stílgerð hennar. eftir Jóhannes Þórðarson ogPétur H. Ármannsson Þann 19. desember síðastliðinn birtist i dagblaðinu Tímanum stutt viðtal við ritara forseta íslands, þar sem vikið var að framtíðarupp- byggingu forsetasetursins á Bessa- stöðum. í viðtalinu segir meðal annars: „Þetta er hugmynd sem vísir menn hafa varpað fram að byggja nýtt hús á Bessastöðum. ... Engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar af neinu tagi. En það er ekkert ólík- legt að einhvem tímann komi að því í framtíðinni að hugað verði að byggingum á Bessastöðum. Það hefur ekkert verið byggt þama í áratugi." Það þykir vanta móttökusal for- seta íslands og vísan gististað opinberra gesta. Þykir hlíta að til þess verði reist hús á Bessastöðum, en fomleifafræðingar sem þar vinna að uppgreftri um þessar mundir, segja nauðsynlegt að það verði byggt í þessum sama gamla danska stíl og hin hús forsetaset- ursins. „Það er nokkuð augljóst að þegar verður byggt á Bessastöðum hljóti menn að viija varðveita heildaiyfir- bragð staðarins, frekar en að byggja einhveija ófreskju, gamal- dags eða nýmóðins, sem ekki hentar stílnum," sagði forsetaritarinn. „Líklegast verður byggt í sama stfl og núverandi byggingar eru.“ Það vekur óneitanlega nokkra furðu að einn af starfsmönnum for- setaembættisins skuli gefa slíka yfírlýsingu á opinberum vettvangi. Ætla mætti að það væri fremur í verkahring forseta íslands eða for- sætisráðherra að upplýsa þjóðina um jafn mikiivægt mál og framtíð- aruppbygging forsetasetursins hlýtur að vera. Það sem þó er enn- þá undarlegra við viðtal þetta er það álit sem haft er eftir fomleifa- fræðingum staðarins, að framtíð- arbyggingar á Bessastöðum verði að vera í gömlum, dönskum stfl. Eins og flestum mun kunnugt á forsetasetrið á Bessastöðum langa og litríka sögu. Elsti hluti þess, Bessastaðastofan, var reist á árun- um 1761—1766 sem embættis- bústaður Magnúsar Gíslasonar amtmanns, fyrsta íslendingsins er gegndi því embætti. Arkitekt húss- ins er talinn vera Jakob Fortling, einn af færastu hirðhúsameisturam Danakonungs á þeim tíma. Veggir Bessastaðastofu, sem era um einn metri á þykkt, vora hlaðnir úr íslensku gijóti, múrað á milli og sléttað yfír. í tímans rás hefur Bessastaða- stofan tekið ýmsum breytingum. Skömmu eftir aldamótin lét Skúli Thoroddsen byggja breiða kvisti í klassískum stíl á fram- og bakhliðar hússins. Um svipað leyti var þaki hins gamla húss breytt og eitt helsta barokkstfleinkenni þess, gaflsneiðingamar, fjarlægðar. Þegar ákveðið var að ríkisstjóri íslands, og síðar forseti, skyldi setj- ast að á Bessastöðum var Gunn- laugi Halldórssyni arkitekt falin yfíramsjón með öllum þeim breyt- ingum sem gerðar vora á húsakynn- um staðarins. Þeirri meginstefnu var fylgt að færa gamla húsið sem næst upphaflegu útliti, jafnt að utan sem innan. Jafnframt var leitast við að fella nýjar viðbyggingar að útliti hins gamla húss, án þess að um bókstaflegar eftirapanir væri að ræða. Sneiðingamar sem upp- haflega vora á þakendunum vora settar á aftur og öll þök forsetaset- „Það var því íslenskur arkitekt á fimmta ára- tug þessarar aldar sem gaf Bessastöðum þann samræmda svip sem þjóðin þekkir í dag.“ ursins klædd rauðum brenndum steini. Það var því íslenskur arki- tekt á fímmta áratug þessarar aldar sem gaf Bessastöðum þann sam- ræmda svip sem þjóðin þekkir í dag. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt var í hópi þeirra framheija sem raddi nútímabyggingarlist braut hér á landi á 4. áratugnum. Ekkert var Gunnlaugi og samtíðarmönnum hans í faginu meir á móti skapi en hugsunarlausar eftirapanir á út- dauðum stflgerðum liðinna tíma. Eins og allur góður arkitektúr vora viðbyggingar Gunnlaugs við for- setasetrið hvort tveggja í senn: í samræmi við þær byggingar sem fyrir vora á staðnum og sannverð- ugt afsprengi aðstæðna og viðhorfa á þeim tíma er þær vora skapaðar. Til dæmis er bókhlaðan, er reist var um 1964, dæmi um íslenskan nútímaarkitektúr eins og hann gerðist bestur á 7. áratugnum. Bessastaðir eiga það sammerkt með mörgum af þekktustu höllum Evrópu að vera flókið samsafn við- bygginga í ýmsum stílgerðum og frá ýmsum tímabilum. Versalir vora í upphafí lítil veiðihöll í frönskum endurreisnarstfl, sem barokkhöll Lúðvíks XTV var síðan byggð utan um á þijá vegu samkvæmt upp- dráttum arkitektsins Louis Le Vau á áranum 1669—85. Eftir dauða Le Vau árið 1670 var annar arki- tekt, J.H. Mansard fenginn til að bæta við speglasalnum og hliðar- álmunum tveimur sín til hvorrar handar við aðalhöllina. Um miðja 18. öld hugðist Lúðvík XV, arftaki sólkonungsins, endurgera bakhlið hallarinnar í nýklassískum stfl og fékk til _ þess verks arkitektinn Gabriel. Úr viðbygginga- og breyt- ingasögu Versala má lesa í smáat- riðum þær breytingar á hirðsiðum, tísku og hugmyndafræði sem urðu á því einnar aldar tímabili sem Versalir vora höfuðborg Prakk- lands. Svipaða þróunarsögu má lesa út úr eldri konungshöllum Frakk- lands, Louvre-höllinni í París og Fountainbleau-höll. í tilvikum sem þessum er nær ómögulegt að segja að ein viðbygging sé annarri merki- legri, eitt tímabil sögunnar öðra mikilvægara, slíkt mat hlýtur ávallt að vera einstaklingsbundið og til- viljunum háð. Af ummælum þeim sem vitnað er til hér að ofan virðist mega ráða að fornleifafræðingar og aðrir „vísir" menn telji nauðsynlegt að allar byggingar á Bessastöðum séu f sama gamla danska stílnum, þ.e. þeim einfalda 18. aldar síð-barokk stfl sem einkenndi Bessastaðastofu. Þegar fomleifafræðingar tala um stílfræðilega endurgerð er ólíklegt að þeir eigi við yfírborðslega nálgun í ytra útliti, heldur hlýtur það að felast í orðum þeirra að framtíðar- byggingar á Bessastöðum verði f smáatriðum útfærðar samkvæmt hinni stílfræðilega „réttu“ fyrir- mynd. Þannig yrðu veggir hinna nýju bygginga væntanlega að vera úr hlöðnu gijóti, þar sem stíll og stærðarhlutföll gamla hússins era bein afleiðing þess að hér er um steinhleðsluhús að ræða en ekki steinsteypuhús. Það fer því ef til vill að verða tímabært verkefni fyr- ir starfsmenn forsetaembættisins og fomleifafræðingana að vekja hirðhúsameistara konungs og stein- smiði Magnúsar Gíslasonar upp úr gröfínni. Sú hugnmynd að færa Bessa- staðastofu í uppranalegt horf er undarleg í ljósi þess að nú er langt komið viðgerðum á systurbygging- um hennar, Nesstofu og Viðeyjar- stofu, og hafa þær báðar verið færðar til uppranalegrar gerðar. I þeim ætti þjóðin að eiga fullkomnar heimildir um steinbyggingaskeið 18. aldar þó Bessastaðastofu sé ekki breytt í minjasafn líka. Varpa má fram þeirri spumingu, hvort þær viðbyggingar sem gerðar vora á Bessastöðum í tilefni stofnunar lýðveldisins verði ekki í tímans rás taldar mun merkari og einstæðari mannvirki í þjóðarsögunni en stofa Magnúsar amtmanns frá 18. öld. Það er með öðram orðum ekkert sjálfgefíð að hugverk danska hirð- húsameistarans hljóti að vera merkara en hugverk Gunnlaugs Halldórssonar frá þessari öld, ein- ungis vegna þess að það sé eldra. A gamlársdag birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra hefði skipað nefnd er gera skyldi tillögur um endurbætur og framtíð- arappbyggingu -forsetasetursins á Bessastöðum. Formaður nefndar- innar er Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra en auk hans eiga þar sæti: Kjartan Jóhannsson alþingismaður, Komelíus Sig- mundsson forsetaritari, Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður utanrík- isráðherra, Leifur Blumenstein byggingafræðingur og Guðmundur Jónsson húsasmíðameistari. Með fullri virðingu fyrir nefndarmönnum og sérþekkingu þeirra verður það að teljast undarleg ráðstöfun að í þessari nefnd skuli ekki sitja einn einasti arkitekt, en sú stétt manna á að baki margra ára sérmenntun í því að fást við flókin stílfræðileg og skipuiagsleg vandamál eins og við blasa á Bessastöðum. Eins og áður hefur komið fram er fyrir því tveggja alda hefð að leitað sé til færustu arkitekta hvers tíma þegar byggja skal á Bessastöðum. Fyrst ástæða þótti til að leita slíkrar ráð- gjafar á örbirgðartímum 18. aldar, hví er það þá ekki gert nú? Það að enginn arkitekt skuli sitja í umræddri nefnd er, að dómi undir- ritaðra, lítilsvirðing við minningu þess íslenska arkitekts er fyrr á öldinni gaf Bessastöðum það sam- ræmda héildaryfírbragð er ritari forseta vitnar til í viðtalinu. Skipun- in er ennfremur lítilsvirðing við húsameistara ríkisins er umsjón hefur haft með framkvæmdum á Bessastöðum nú síðustu árin. Ekki lýsir það heldur mikilli trú á hlut- verki upprennandi kynslóðar íslenskra arkitekta ef það á í fram- tfðinni að verða í verkahring „vísra“ embættismanna og fomleifafræð- inga að mæla fyrir um stflgerðir opinberra bygginga, einkum og sér ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR LYFTARA FRÁ 'A- 0- j'j. • i 8 • r» K ’l \ ii r y Við eigum jafnan fyrir- liggjandi fjölmargar stærðir og gerðir gas-( diesel- og raflyftara frá KOMATSU. Allar aðrar gerðir eru fáanlegar með örskömmum fyrirvara af Evrópulager KOMATSU Belgíu. Athugið að verð KOMATSU lyftara hefur aldrei verið hagstæðara en núna! Nú eru hátt á annaðhundrað KOMATSU lyftarar í daglegri notkun hérlendis og tryggir það fullkomna varahluta- og viðhaldsþjónustu. HAÞRYl Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÖNUSTA - LAGER <, co —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.