Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Félag íslenzkra bífreiðaeigenda: Réttlætismál að bensínlækkun skili sér beint til neytenda MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá atjórn Félags íslenzkra bifreiðaeigenda: „í Morgunblaðinu 30. janúar birt- ist baksfðufregn þess efnis, „að hugmyndir hafí komið fram hjá stjómvöldum að hækka bensíngjald í þeim tilgangi að standa undir út- ,gjöldum við endurgreiðslu á uppsöfn- uðum söluskatti". Hér vill ríkið taka til sín þá verð- lækkun á bifreiðabensíni, sem koma átti til framkvæmda í lok janúar, og ætlar að nota þetta fé til þess að greiða skuld sína við tiltekna at- vinnugrein. Það er furðulegt sjónar- mið stjómvalda, að erlendar verðhækkanir, sem koma neytendum til góða, megi ekki skila sér í þeirri miklu álagaöldu, sem nú ríður yfir. Félag fslenskra bifreiðaeigenda telur þessa hugmynd um dulbúna skatt- lagningu yfirgengilega ósvífni og ekki samrýmast gildandi lögum og mótmælir henni því harðlega. Einnig er því mótmælt eindregið, að gerðar verði lagabreytingar til þess að leyfa valdníðslu gegn skatt- borgurum og þjóðfélagi í heild með þeim hætti, sem felst í ofangreindri hugmynd stjómvalda. Það er sjálf- sagt réttlætismál, að lækkun á innflutningsverði bensíns skili sér öll með eðlilegum hætti beint til neyt- enda. Þessa hugmynd hins opinbera, sem minnst er á f áðumefndri fregn Morgunblaðsins, er næstum óhugs- andi að Alþingi íslendinga muni samþykkja með breytingu á lögum. Slíkt mundi bijóta í bága við hug- myndir um eðlilegt fjármálasiðferði og skerða traust kjósenda á fulltrú- um sfnum á Alþingi." FÆAIAJlNDJt MÓTORAR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER _Dale . Carneaie þjálfun RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verdur haldinn í kvöld og annað kvöld kl. 20:30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni séu kom- in undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnustað. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævllangt. 82411 Innritun og upplýsingar í síma O STJORIMUIMARSKOLIIMIM % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin' Hæð nr 673 er unnin, til hvers? Ein hæð í Asíu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN: HAMBORGARAHÆÐ - HAM BURGER HILL ★ ★ ★ Leikstjóri: John Irvin. Hand- rit: Jim Carabatsos. Kvik- myndatökustjóri: Peter McDonald. Tónlist Philip Glass. Aðalleikendur: Anthony Barr- ile, Michael Boatman, Don Cheadale, Michael Dolan, Dyl- an McDermott, Courtney B. Vance, Tim Quill, Tommy Swerdlow, M.A. Nickles. Bandarísk. RKO/Paramount Pictures 1987. Sjálfsagt hefur engin þjóð kom- ið jafn hraksmánarlega fram við stríðsmenn sína og almenningur í Bandaríkjunum brást við her- mönnum sínum í Víetnam. Hann réðst á blóðvallarverkfærin, sem voru að gera skyldu sína, oftast tilneyddir, eða á flótta undan fá- tækt og allsleysi, höfuðpauramir í Pentagon gátu lengst af stjómað drápsmaskínunni í makindum. Þegar svo þessi áhöld hermála- ráðuneytisins komu heim, mismunandi mikið niðurbrotnir og bæklaðir menn, velflestir morð- ingjar, tóku á móti þeim ofstækis- full, síðhærð himpigimpi, rugluð af eituráti og umróti tímans. Þótt- ust allt elska og offruðu blómum á báðar hendur — nema banda- ríska hermanninum, hann fékk hundaskít. Þessi afstaða er viðruð vel í Hamborgarahæð, en hún er samt öðm fremur um tilgangs- leysi hemaðar, Árið er 1969 og fylgst er með blóðugri orrustu liðsdeildar, skip- aðri nýliðum og vönum hermönn- um, um eina hæð sem engu máli skiftir. En bardaginmer grimmur og óvæginn, mannfallið svo gífur- legt að þegar hún er loks unnin er hún blóðidrifið drullusvað og liðsdeildin telur aðeins örfáa menn. Þessir hermenn voru dæmi- gerðir fyrir hið óhugnanlega tiigangsleysi styrjaldar, þegar þessar fáu hræður voru upp komnar eftir tíu daga blóðbað í víti á jörðu lá leið þeirra bara eitt- hvert annað. Skyldi ekki hermað- urinn sem leit niður eftir hæðinni, þaktri blóði þeirra og andstæðing- anna, hugsað sem svo: „Til hvers?“ Þessi boðskapur kemst prýði- lega til skila i annars nokkuð einfaldaðri og bamalegri mynd. Á köflum minnir hún jafnvel á áróð- ursmyndir Bandaríkjamanna frá tímum síðari heimsstyijaldarinn- ar. En tæknivinna öll, einkum hljóðupptaka, er einsog hún best getur verið. Feigðin vofír yfír þessum unglingum sem skyndi- lega er varpað inní veröld ótta og haturs, ólýsanlegt drullusvað. Mannlegi þátturinn er einfaldaður en kemst vel til skila hjá lítt þekkt- um leikhóp, sem mann hættir til að ruglast á til að byija með. Hamborgarahæð, þrátt fyrir galla sína, er býsna áhrifarík og líður manni örugglega seint úr minni sakir nálægðar hennar við blóð- völlinn. GATASIGTI Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: HINN SKOTHELDI - BUL- LETPROOF ★ V2 Leikstjóri: Steve Carver. Aðalleikendur: Gary Busey, Darlanne Flugel, L.Q Jones, Henry Silva, William Smith. Bandarísk. Virgin Premiere 1987. Raunsæið er ekki skothelt í þessari undurfurðulegu B-mynd, nær væri að líkja því við gata- sigti. En Busey fer með hlutverk ódrepandi leyniþjónustumanns sem sendur er til Mexíkó til bjarg- ar bandarískum hermönnum ásamt leynivopni þeirra. Óvinur- inn er náttúrlega alvondir kommúnistar, Kúbumenn og ara- bar. Til að næla í Busey, sem brottrækur er úr þjónustunni, er egnt fyrir hann með gamalli kær- ustu. Ekki liggur þráðurinn ljóst fyr- ir. Til hvers allt þetta tilstand? Ef ætlunin var að Busey dræpi þennan óyndislega rumpulýð, því þá ekki að ljúga því að stúlkan væri í höndum hans? Annað eins hefur verið gert í mjmdum, og það í A-myndum. Annars á alls Busey hinn vígreifasti I Hinum skothelda. ekki að velta fyrir sér efnisþræði í myndum af þessari stærðargr- áðu. Láta þær bara renna hjá og það er ósköp auðvelt með Hinn skothelda. Inn á milli bólar nefni- lega á frumlegum efnistökum og spennan er sífelld þó efnið sé tóm tjara í anda Rambós og vina hans. Og ekki sakar að af og til skjóta upp kollinum gamlir kunningjar úr vestrum og glæpamyndum síðustu áratuga, margir sem mað- ur hélt jafnvel alla. Þannig má líta á Hinn útvalda einsog kunn- ingjaheimsókn á elliheimili. Af fríslenskum furðufugli Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: OTTÓ - NÝJA MYNDIN - OTTO 2 ★★ Leikstjórar: Xavier Schwarz- enberger og Otto Waalkes. Kvikmyndun: Schwarzenber- ger. Handrit: Bernd Liiert, Peter Knorr, Otto Waalkes. Tónlist: Thomas Kukuck. Aðal- leikendur: Otto Waalkes, Anja Jaenicke, Ute Sander, Georg Blumensaat, Dirk Dautzen- berg. Þýsk. Rialto Film og Tobis Film 1987. Kúnstugur fír, Ottó. E.k. léleg eftiröpun af honum Ladda okkar, (öfugt við það sem Þjóðveijar segja sjálfsagt). Hann er þó nokk- uð upplifelsi fyrir þá sem ekki hafa séð fyrirbrigðið áður; forljót- ur, hálfsköllóttur, (sem er reyndar aðalsmerki góðra skemmti- kraftai), 0g fíflagangurinn hreint með ólíkindum. Allt flokkast þetta undir ósvikin skrípalæti og það er fjandakomið ekki hægt að komast hjá því að hafa gaman að þeim svona af og til. Yfirgengilegur trúðsháttur hittir sjálfsagt best í mark hjá áhyggjulausu æskufólki, en þeir Fríslenski trúðurinn Otto Waalkes er sagður falla Þjóðveijum afskaplega vel í geð. sem „ráðsettari" eru ættu líka að geta haft gaman af meinlausum ærslunum. Efnið er afskaplega rýrt, Ottó leikur hrakfallabálk sem öllu klúðrar og verður ást- fanginn af fegurðardís í ofanálag. En öskubuska bíður. Otto tekst ' dável að gera grín að Rambóum og Görpum kvikmyndatjalda samtímans og eróbikktátumar fá sinn skammt líka. Svolítið geð- veikisleg en óskaðleg skemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.