Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 ttCGAAIin © 1985 Universal Press Syndicate „Vertn Sadl 09 jangi þ'er vel." > Þetta er ný gerð keðju- bréfa. Þú kyssir fyrstu 10 manneskjurnar sem þú hittir eftir að þú hefur les- ið bréfið. Það á svo að líða yfir þann 10! Með morgrmkaffínu Þú hefur rétt fyrir þér. Sófinn fer betur undir glugganum! HÖGNI HREKKVÍSI Eru íþróttaafrek kvenna ómerkari en karla? Til Velvakanda. A síðasta ári stakk ég niður penna og sendi þér línu. Astæðan þá var hversu lítinn gaum íþrótta- fréttamenn Morgunblaðsins gáfu stúlkum sem þátt tóku í Andrésar- Andar-leikunum á skíðum. Myndir frá mótinu voru sjö talsins og voru sex þeirra af drengjum. Og viti menn — á næstu vikum tóku þessir sömu blaðamenn sig vel á, þökk sé þeim, og varð áberandi betra jafnvægi á milli kynja í íþróttaumfjöllunum blaðsins. En nú ber svo við að þetta út- breiddasta dagblað landsmanna heiðrar þrettán íþróttamenn fyrir unnin afrek á síðasta ári, þrettán karlmenn. Nú eiga þessir ágætu drengir vissulega heiður skilinn fyr- ir frábæran árangur, og óska ég þeim hjartanlega til hamingju. En hvemig skyldi nú standa á því að Neikvæður frétta- flutningur gagnvart lýðræðisríkjum Til Velvakanda. Ég hlusta alla daga á rás 1 svo að síðasti fréttaþáttur Friðriks Páls Jónssonar fór ekki framhjá mér frem- ur en endranær. Hann var að skýra gang mála í Austurblokkinni. Byijað var auðvitað á undanlátsstefnu ein- valdsins í Sovétríkinu Rússlandi. Þar kom fram að alvaldurinn hefur h aft nærri þijú ár til þess að fram- kvæma stefnu sína og framkvæmd- imar eru nákvæmlega engar. Framleiðslan stóð í stað, því að vinnu- aðbúnaðurinn var orðinn þannig. Skoðanafrelsi var boðað og segja átti frá afrekum Stalíns, en útgáfunni er frestað. Rýmka átti verslunareinok- unina en þá kom í ljós enn meiri vöruskortur og hann á að laga með enn meira vinnuálagi. Og ekki er minnst á kauphækkanir fyrir meiri vinnu. Ferðafrelsi átti að veita en það er þá aðeins í önnur kommúnistaríki sem þjóðin fær að fara og lítill fróð- leikur er af slíkum ferðum. Alvaldurinn kvartar sáran yfir því að Bandaríkin eru sífellt að heimta mannréttindi handa fólkinu í komm- únistaríkjunum, en þau áttu ekki að vera í umbótunum, því einvaldurinn trúir á marxisma, enda eru Gulagið og geðveikrahælin enn við lýði í Rússlandi. Rússar geta ekki farið frá Afganistan fyrr en allri aðstoð við frelsissveitimar er hætt. Svo til að sýna Svíum hvar Davíð keypti ölið þá þurftu þeir að gefa Rússum stórt hafsvæði í þakklætisskyni fyrir kaf- bátinn sem hljóp á land þar ekki alls fyrir iöngu. Fréttaskýrandinn sagði frá því að umbótasteftian margumtalaða gerði ekki neina lukku í hinum marxist- aríkjunum og undrar það engan, nema skýrandann sjálfan. Pólska stjómin gat iagt skatt á allar lífsnauðsynjar, um 30—40%, og var almenningi sagt að ef að hann ætlaði upp á dekk, þá skyldi dregið af elds- neytinu. Og almenningur sagði ekkert af því að Pólveijar þekkja af eigin raun að hitinn er á við hálfa gröf.- Þessa frétt fékk alþýðan hér frá sjómanni sem var í Póllandi en ekki frá ríkisfjölmiðlunum. Eitt datt upp úr fréttaskýrandanum og það var það að nú heyrðust raddir í Rússl- andi sem segðu frá þvi þegar Stalín kom á samyrkjubúskapnum þar og hefði landbúnaðurinn aldrei borið sitt barr síðan. Sagt var að aðgerðir hefðu verið mjög hrottalegar en ekki orð um að þær kostuðu þijátíu milljónir bænda lífið. Þetta er dæmigert um fréttaflutninginn frá Austurblokk- inni. Þáttur Páls Heiðars ber þó af öðrum fréttaþáttum eins og gull af eiri. Þjóð sem vill vestrænt frelsi og mannréttindi á heimtingu á að ein- hveijir aðrir en fyrrum stalínistar eða marxistar skýd gang mála í kom- múnistaríkjunum. En allur frétta- flutningur er neikvæður gagnvart lýðræðisríkjum. Húsmóðir engin kona er til kvödd í þennan fríða hóp? Því spyr ég; Eru unnin íþróttaaf- rek kvenna árið 1987 svona miklu ómerkilegri en karla? Hvers eiga stúlkur eiginlega að gjalda? Það er ekki nóg með að forráða- menn íþróttafélaga séu yfirleitt mun rausnarlegri við drengi í æf- ingum og aðbúnaði öllum, heldur eru fjölmiðlamenn það líka í rituðu máli og myndum. Hvað verður stúlkum eiginlega til hvatningar þegar svona er haldið á málum ár eftir ár? Svari hver sem getur. Það er engin furða þó að oft efnilegar stúlkur snúi frá íþróttum mörgum árum áður en eðlilegt getur talist. Þær eru nefnilega hálfgerðar hom- rekur alveg frá byijun. Á meðan kýla strákamir á það, og slá svo bæði Norðurlandamet og heimsmet, samanber þá félaga Hauk Gunnarsson, Eðvarð Þór Eð- varðsson og Einar Vilhjálmsson. Þama vil ég kalla stjómendur íþróttafélaga og ekki síst fjölmiðla- menn til ábyrgðar. Hér er ein spuming svona í lokin: Ef ég í minni fáfræði hef mis- skilið þessa árvissu heiðursveitingu Morgunblaðsins og hún er eingöngu ætluð körlum, hvenær má ég þá eiga von á því að sjá heilsíðu í mínu ástkæra dagblaði, skreytta mynd- um af helstu íþróttakonúm okkar, undir fyrirsögninni: Morgunblaðið heiðrar þrettán íþróttakonur? Viðauki á eilítið léttari nótum: Ef umræddir menn láta þessa athugasemd mína sem vind um eyru þjóta og kjósa að þróa áfram hina gamalgrónu stefnu sína læt ég fljóta með fáein nýyrði til að auðvelda aðgreiningu kynjanna í blöðum, bókum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi: Kvenkyns íþróttamaður héti hér eftir sportdúlla. Kvenkyns íþrótta- afreksmaður hér eftir afrekslísa. Kvenkyns sundmaður hér eftir dúllubusla. Kvenkyns hestamaður hér eftir hossipía. Kvenkyns hand- boltamaður hér eftir tuðrulísa. Kvenkyns fótboltamaður hér eftir þrusugella. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una og kveðju til allra íþróttmanna og íjölmiðlamanna. Herdís Hallvarðsdóttir Víkverji skrifar Um fátt er meira talað þessa dagana en frammistöðu Jó- hanns Hjartarsonar í Kanada. Einn viðmælandi Víkveija sagði af þessu tilefni um helgina:,, Óskaplega hlýtur þetta að vera erfitt fyrir drenginn, að þjóðin skuli gera svona miklar kröfur til hans.“ Þessi orð minntu Víkveija á aðra utanferð íslenzks skákmanns fyrir rúmlega 30 árum. Friðrik Ólafsson hafði unnið mikla sigra erlendis í nokk- ur skipti en svo kom að því, að honum gekk ekki eins vel á einu móti. Víkveiji minnist þess, að hafa á æskuárum sínum hlustað á samtal, sem fréttamaður Ríkisútvarpsins átti við Friðrik í gegnum talstöð, þ'egar Gullfoss, var skammt undan Vestmanna- eyjum en Friðrik var á heimleið með skipinu. Hinn ungi skák- maður var spurður, hvers vegna honum hefði gengið svona illa. Hann svaraði eitthvað á þessa leið:„Þjóðin verður að skilja, að ég get ekki alltaf unnið“ Er ekki rétt að hafa þessi orð í huga. Það er mikið álag fyrir rúmlega tvítugan pilt að vita af heilli þjóð norður í Atlantshafí, sem er byijuð að gera til hans óhóflegar kröfur. XXX að hefur ekki verið rætt mikið um hin nýju húsa- kynni Listasafns íslands á undanfömum mánuðum eða árum. Þó gætti þess nokkuð síðustu vikumar áður en safnið opnaði á nýjum stað, að byijað var að ijalla um byggingarkostn- aðinn í blöðum. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt. Hitt fer ekki á milli mála, að nú þegar Lista- safnið hefur opnað í nýjum húsakynnum er fólk stolt af því, hversu vel hefur til tekizt. Á því leikur ekki nokkur vafi, að hið nýja Listasafn á eftir að verða myndlist í landinu mikil lyfti- stöng. Þar kom mikilL fjöldi fólks á sunnudag og sagt er að „allur bærinn" hafí verið við opnunina! XXX Nú er skíðatímabilið að hefj- ast. Skíðasvæðið í Bláfjöll- um hefur verið opið í nokkrar vikur. Snjórinn má að vísu ekki vera minni í brekkunum. Sums staðar er of mikið af gijóti, sem stendur upp úr snjónum. Það hefur tekizt vel til um uppbygg- inguna í Bláfjöllum. Þó er það svo á þessum árstíma, að sólar gætir ekki nema stutta stund í helztu skíðabrekkunum og er það heldur til ama. Skíðasvæðið í Skálafelli nýtur mikilla vinsælda þeirra, sem þangað koma á annað borð. Það hefur hins vegar ekki verið opnað enn vegna snjóleysis og raunar háði skortur á snjó starfseminni þar á sl. ári. Vonandi er, að úr rætist í vetur. Það er mikið fjár- hagslegt áfall fyrir KR, sem rekur þetta skíðasvæði, ef ekki snjóar myndarlega í Skálafelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.