Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 41 Markús Þórhallsson rafeindaverkfræð- ingur—Minning Sú harmafregn barst mér um hádegisbilið sl. mánudag, að skóla- bróðir minn og aldavinur, Markús Þórhallsson, deildarverkfræðingur hjá vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli, hefði orðið bráðkvaddur árla morguns þennan sama dag og var banamein hans hjartaslag. Fregnin var yfirþyrmandi og kom mér, eins og slík tíðindi jafnan eru, mjög á óvart. Samt gekk ég þess ekki dulinn, að vinur minn, Mark- ús, gekk ekki heill til skógar. Fyrir einum tveim árum trúði hann mér fyrir því, að hann væri haldinn sjúk- dómi, sem kynni að ráða sköpum fyrr en síðar. Þetta sagði hann mér óttalaust, eins og það væri sjálfgef- ið, en sagðist mundu berjast til hinstu stundar og aldrei láta deigan síga. Hugrekki hans var viðbrugðið, ekki aðeins í þessu efni, heldur í svo mörgu öðru, sem hann ásetti sér. Það samræmdist ekki lundar- fari Markúsar að bera áhyggjur sínar á torg og er mér til efs, að aðrir, en nánasta fjölskylda hans, hafi haft vitneskju um alvarleik sjúkdóms hans. Markús var fæddur í Reykjavík hinn 8. maí 1931 og því tæplega 57 ára, þegar hann lést. Foreldrar hans voru þau Þórhallur stýrimaður og skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkis- ins, fæddur 9. ágúst 1893, dáinn 9. maí 1955, Jónassonar trésmiðs frá Rútstöðum í Flóa, Jónassonar og Kristín, fædd 28. september 1901, daín 26. júní 1963, Jóhannes- dóttir skipstjóra og síðar kennara í Sjómannaskólanum í Reykjavík, Bjamasonar. Markús var yngstur bama þeirra Þórhallar og Kristínar og eru systkini hans þau Halla Þórhallsdóttir, fædd 1924 og gift Kára Halldórssyni, innkaupastjóra hjá Skipadeild Sambandsins, Þor- björg Guðrún, fædd 1925, dáin 1937 og Hörður Þórhallsson, fædd- ur 1927, hafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn, kvæntur Úllu Sigurðardóttur, Péturssonar bygg- ingafulltrúa í Reykjavík. Einn hálfbróður áttu þau systkini en það er Karl Þórhallsson, fæddur 1920, starfsmaður hjá Einari Guðfinns- syni hf., Bolungavik. í haust era rétt 40 ár frá því fundum okkar Markúsar bar fyrst saman. Við settumst í 3. bekk Menntaskólans i Reykjavík á haust- dögum 1948 en um vorið höfðum við gengið undir svokallað Lands- próf, hann í Ingimarsskóla og ég í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Þetta var á miklum umbrotatímum í þjóðlífí íslendinga, lýðveldið rétt á fímmta ári, seinna heimsstríðið og allar þess ógnir að baki og ný- sköpun atvinnulifsins í fullum gangi. Afkoma alls almennings var þá betri, en hún hafði nokkra sinni áður verið, sem leiddi m.a. það af sér, að fleiram var kleift en áður að láta böm sín ganga menntaveg- inn. Skólakerfið var hins vegar illa í stakk búið að taka við þessari skriðu ungmenna, og beindist Landsprófíð ekki síst að því, með sínum lágmarkseinkunnum, að spoma við of mikilli aðsókn í æðri skóla landsins. En hvað um það, við Markús náðum þessum áfanga og voram í sama bekk, oftast sessu- nautar, allt til stúdentsprófs vorið 1952. Námið gekk þokkalega fram- an af, ekkert til að hrópa húrra fyrir, en er á leið sóttist það nokk- uð vel. Þegar í 5. bekk stærðfræði- deildar var komið var eins og . Markús umbyltist, sérstaklega hvað stærðfræði og eðlisfræði áhrærði, og varð hann okkur fremstur í þeim fræðum á stúdentsprófí. Um þetta leyti lá það einnig klárt fyrir hjá Markusi, hvaða námsgrein hann myndi taka fyrir að afloknu stúd- entsprófí. Hausið 1952 innritaðist hann hjá Norges Tekniske Höjskole í Þrándheimi í rafeindaverkfræði, og lauk þaðan prófí 1957 með ágæt- um. Allar götur síðan 1957 hefur Markús unnið að verkfræðistörfum, fyrst eða til 1961 hjá Rafmagns- veitum ríkisins, m.a. við rafvæðingu Vestfjarðakjálkans í Iqolfar Mjólk- árvirkjunar og frá 1961 til dánar- dægurs hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann réðst sem verkfræðingur til þeirrar deildar, sem hefur með öll fjarskipti flugum- ferðar á Keflavíkurflugvelli að gera, bæði millilanda- og herflug, upp- setningu og viðhald flug- og veðurratsjáa og allt almennt eftirlit með fjarskiptatækjum vallarins. Frá árinu 1966 hefur Markús verið deildarverkfræðingur eða tæknileg- ur framkvæmdastjóri þessarar deildar og nú síðasat eða frá 1. nóvember sl. einnig haft með fjár- málalega stjóm deildarinnar að gera og er mér tjáð af samstarfs- mönnum hans, að það sé fátítt, að bandaríski sjóherinn feli slíkt ábyrgðarstarf þegni annarrar þjóð- ar. Víst er, að Markús var traustsins verður, því hann hafði til að bera mikla ábyrgðartilfinningu, vann sér létt, var nákvæmur, vel agaður og mátti ekki vamm sitt vita. Markús ólst upp á heimili for- eldra sinna að Holtsgötu 39, sem er „vestast í Vesturbænum“. Það gefur auga leið, að drengur, sem elst upp í þessum hluta bæjarins, gengur KR á hönd. Og svo fór með Markús. Hann gerði reyndar ekki garðinn frægan í fótbolta, heldur átti skíðaíþróttin og fimleikar allan hans hug og náði hann langt í báð- um þessum íþróttagreinum. Markús var meðalmaður á hæð, fríður sýnum, ljós yfirlitum, vörpu- legur og samsvaraði sér vel. Hann var dulur í skapi og var ekki allra en tryggur vinur vina sinna. Markús var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Hrand Hansdóttur, kvæntist hann 1954 og slitu þau samvistir. Arið 1962 kvæntist Markús öðra sinni og er kona hans Hjördís Sigur- jónsdóttir, fædd 20. maí 1933, dóttir Siguijóns Siguijónssonar, vélgæslumanns í Elliðaárstöðinni í Reykjavík og konu hans, Kristínar Guðnadóttur bónda í Skarði í Land- sveit, Rang., Jónssonar. Markúsi og Hjördísi varð 4 bama auðið. Elstur er Siguijón, fæddur 12. ágúst 1961, stýrimaður hjá Skipa- deild Sambandsins, en er nú í framhaldsnámi í skiparekstri við háskóla í London. Næstelstur er Egill Már, fæddur 25. október 1964, flugumferðarstjóri á Keflavíkur- flugvelli. Þriðja í röðinni er Kristín, fædd 19. nóvember 1968, ritari hjá Heildversluninni Heklu hf. og yngstur er Öm, fæddur 3. febrúar 1971 nemi í 3. bekk Menntaskólans í Reylq'avík. Öll era bömin hin mannvænlegustu og foreldram sínum til sóma í hvívetna. Markús og Hjördís bjuggu fyrstu hjúskaparárin að Holtsgötu 39, en hafa búið sl. 15 ár í einbylishúsi, sem þau byggðu alfarið sjálf, að Nesbala 17, Seltjamameskaupstað og ber það smekkvísi húsráðenda fagurt vitni, jafnt utan sem innan. Við hjónin ' höfum notið mikillar gestrisni í þessu húsi í gegnum tíðina, og eram við þakklát fyrir þær samverastundir. Jafnræði var með þeim hjónum, Hjördísi og Markúsi, í öllum þeirra búskap. Þau fóra aldrei hraðar í sakimar en efnin leyfðu, reistu sér aldrei hurðarás um öxl. Og einmitt nú, þegar. að því kom, að unnt væri að veita sér meira en áður, er Markús kvaddur á brott. Ahugamál Markúsar tengdust fyrst og fremst starfí hans og fjöl- skyldu, en hag hennar bar hann sérstaklega fyrir bijósti. Hann trúði á sjálfan sig, og það sem hann ein- setti sér, náði hann jafnan. Hann trúði einnig, og ekki síður, á þann, sem öllu ræður. Markús var virkur meðlimur í félagsskag, sem setur manngildið öllu ofar. í þessum fé- lagsskap ná þeir frama, sem sér- stökum mannkostum era búnir og hef ég það fyrir satt, að þar hafi Markús verið á hraðri braut til æðstu metorða. Kirkjan og þá.sér- staklega hagur Dómkirkjunnar í Reykjavík var Markúsi mikið áhugamál og vildi hann veg hennar sem mestan. f dag kl. 13.30 verður Markús Þórhallsson jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík og jarðsettur í Fossvogskirlqugarði. Ég og fjölskylda mín sendum þér Hjördís, bömunum og öðram skylduliði okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur öll í harmi ykkar. Blessuð sé minning Markúsar Þórhallsson- ar. Gylfi Guðmundsson Að Markúsi Þórhallssyni gengn- um viljum við samstarfsmenn hans minnast hans með nokkram orðum, en Markús hafði verið yfírmaður margra okkar í fast að 26 ár. Markús var fæddur þann 8. maí 1931 í Reykjavík. Foreldrar hans vora þau Þórhallur Jónasson stýri- maður og Kristín Jóhannesdóttir, en þau hjón bjuggu lengi við Holts- götuna í Reykjavík. Eftir stúdentsprófí hélt Markús til Þrándheims í Noregi til náms í rafmagnsverkfræði og lauk hann verkfræðipróf árið 1957. Hóf Mark- ús þá fljótlega störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins sem rafmagnsverk- fræðingur. Vann hann mikið fyrstu árin á landsbyggðinni við upp- byggingu hinna ýmsu virkjana og spennuvirki tengd þejm. Árið 1962 hóf hann störf Jijá vamarliðinu sem verkfræðingur við rafeindadeild flugöryggisþjón- ustunnar á Keflavíkurflugvelli og síðar sem deildarverkfærðingur. Síðar varð hann jafnframt forstöðu- maður deildarinnar. Þó að Markús hafí fyrstu ánn aðallega fengist við verkefni tengd rafveitum landsins, enda menntun hans aðallega miðuð við störf á því sviði, þá tókst honum aðdáunarvel að aðlaga sig að nýjum verkefnum, sem hann fékkst við eftir að hann hóf störf hjá vamarliðinu. í starfí sínu þar sem verkfræðingur og síðar forstöðumaður deildar sem sérhæfði sig í viðhaldi, uppsetningu og eftirliti með flóknum rafeinda- tækjum sem notuð era við flugör- yggisþjónustu Keflavíkurflugvallar, var hann mjög fljótur að átta sig á hlutunum og lesa sér til í nýjum fræðum. Einnig var Markús af- bragðsgóður stærðfræðingur. Markús var mikill ákafamaður í starfí og gætti þess oft ekki að hlífa sér, en hann hafði lengi kennt þess sjúkdóms sem varð hans banamein. Þó að oft gustaði hressileg .um manninn var allur ágreiningur ávallt jafnaður að lokum. Við fyrr- um samstarfsmenn Markúsar vilj- um að leiðarlokum þakka samfylgdina og færam eftirlifandi eiginkonu hans, Hjördísi, og böm- um þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn Rafeindadeildar t" Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri, Lindargötu 22 a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Eyjólfsson, Guðrún Marta Eyjólfsdóttir, Sigrún Eyjólfsdóttir Söderin, Gunnlaugur Eyjólfsson, Magnús Eyjólfsson, Asgeir Eyjólfsson, Kristinn Eyjólfsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Óskar Guðlaugsson, Margrót Sigþórsdóttir, Sigrún Viglundsdóttir, Ólöf Sigfúsdóttir, Þórður R. Jónsson, Sveit Flugleiða Reykja- víkurmeistari í brids brlds___________ Arnór Ragnarsson Sveit Flugleiða vann yfir- burðasigur á sveit Pólaris í 64 spila úrslitaleik um Reykjavík- urmeistaratitilinn sem spilaður var á Hótel Loftleiðum um helgina. Lokatölur urðu 174 stig Flugleiða gegn 86 stigum Pól- aris. í sveit Flugleiða spiluðu Jón Baldursson, Valur Sigurðs- son, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen og Ragn- ar Magnússon. Urslitaleikurinn var spilaður í Qóram lotum og vann Flugleiðir fyrstu lotuna 24-17. Pólaris vann aðra lotuna 35-25 og benti fátt annað til en að stefndi í jafna lokaorrastu. Annað kom á daginn því Flugleiðir gerðu út um keppn- ina í þriðju lotu, fengu 60 stig gegn 11. Lokaumferðin var einnig þeirra en þá fengu þeir félagar 65 stig gegn 23. Leikurinn var sýndur á sýning- artöflu og sjónvarpsskjám. Keppnisstjóri var Agnar Jörgens- son. Á laugardag vora spiluð undan- úrslit og þá spiluðu Flugleiðir gegn Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans og Pólaris spilaði gegn Samvinnuferðum/Landsýn. Þess- ir leikir vora spilaðir í 12 spila lotum. Flugleiðir töpuðu fýrátu lotu 11-18 en unnu svo hinar lot- umar 27-24 — 32-19 og lokalot- una 50-8. Lokatölur 120 gegn 69. Pólaris tapaði fyrstu lotunni gegn Samvinnuferðum/Landsýn 13-21, vann aðra lotuna 22-18, tapaði þriðju lotu 26-35 og vann svo síðustu lotuna 51-8. Lokatöl- ur: Pólaris 120 — Samvinnuferð- ir/Landsýn 82, Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson spila gegn Sígurði Sverrissyni og Aðalsteini Jörgensen. Jakob Kristinsson lýsir leiknum. Morgunblaðifl Amór Ragnareson Jón Baldursson og Valur Sigurðsson spila gegn Guðmundi Páli Arnarsyni og Símoni Simonarsyni. Silfurlið Pólaris var skipað eft- irtöldum spiluram: Sævari Þor- bjömssyni, Þorláki Jónssyni, Karli Sigurhjartarsyni, Guðmundi Páli Amarsyni og Símoni Símonar- syni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.