Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Öll heimilistækin í glæsilegu mjúku línunnl Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 2S. tÍMAR: (tl) 18895 OO 822800 - WAO tlLASTMPI Þrýstimælarí úrvali-gottverð G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 fl Perstorp V Ótrúlegt litaúrval | Líttu við í \ Smiðjubúðinni. Ww.mmm SÖLUDEILD g HÁTEIGSVEGI7. S: 21220 &TDK HUÓMAR BETUR Útgerð og aflabrögð Morgunblaðið/J6n G. Gunnarsson Freyr SF-20 landaði 21,7 tonni eftir finun sjóferðir. Höfn: Freyr landaði mestu Höfn, Hornafirði. HJÁ Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga, KASK, lönduðu 12 bátar í siðustu viku, alls 83,6 tonnum úr 26 sjóferðum. Þessir bátar veiða á línu, nema Hrísey er á trolli og Skinney á snurvoð. Mestu landaði Freyr SF-20 eða 21,7 tonnum i 5 sjóferðum. Frá áramótum hefur KASK tekið á móti 354,3 tonnum úr 71 sjóferð, en á sama tíma í fyrra var aflinn 493,5 tonn úr 100 sjóferðum. Þór- hallur Daníelsson SF-71 hefur landað 94,2 tonnum eftir 2 sjóferð- ir. Til viðbótar ofangreindum afla bárust til KASK 449,5 tonn af síld til frystingar af Akurey SF-31 (233,1 tonn) og Sigurði Ólafssyni SF-44 (216,4 tonn). Fiskimjölsverksmiðja Homa- fjarðar hf. fékk tvo loðnufarma í vikunni. Gísli Ámi landaði 581,3 tonnum og Húnaröst kom með 604,4 tonn. Skinney hf. tók á móti um 19 tonnum af langlúru af Skinney SF-30 og er aflinn þar orðinn um 50 tonn frá áramótum. 3 bátar hafa nú lagt net sín, Haukafell, Vísir og Þórir. Þá em fleiri að verða klárir í vikunni. - JGG FRAMl ÞJONUS Almenn skattframtalsþjónusta. Væntanleg gjöld reiknuð út. Álagning yfirfarin og kærð ef þörf gerist. Ráðgjöf vegna nýrra skattalaga. VERTU VISS UM RÉTT ÞINN! m Lögfræói þjónustan hf Verkfræöingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími: (91)-689940 Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson | Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnardóttir I Akranes: Frekar lítið um að vera við höfnina Akranesi. ÞAÐ VAR frekar lítið um að vera við höfnina á Akranesi i vikunni sem var að líða. Togar- arnir voru á veiðum og landa ekki fyrr en sfðar i þessari viku. Afli smábátanna var misjafn en þó að jafnaði góður. Tveim förm- um af loðnu var landað og Skímir fór þijá róðra með linu og aflaði þokkalega. Skímir, sem er eini stóri land- róðrabáturinn sem gerður er út frá Akranesi, landaði þrívegis í vikunni alls tæpum 24 tonnum af slægðum físki. Smábátamir hafa róið nær hvem dag í vikunni og er afli þeirra að jafnaði um 1,5 tonn eftir dag- inn. Þó em til undantekningar og besti afli þeirra á var á þriðjudaginn en þá fengu þrír bátar á fjórða tonn, Bresi 3,9 tonn, Hrólfur 3,4 tonn og Ebbi 3,3 tonn. Togarinn Sturlaugur H. Böðvars- son sem landaði í bytjun vikunnar 193 tonnum, kom inn á föstudaginn og hafði hann misst trollið í hafíð og við það höfðu orðið einhveijar skemmdir á togbúnaði. Talið er að hann hafí fest trollið í flaki á hafs- botni. Togarinn fór strax á veiðar að nýju þegar viðgerð var lokið og búið að kdfna fyrir nýju trolli. Tveir loðnubátar lönduðu í vik- unni Eldborg 1510 tonnum og Víkingur 1350 tonnum. Það vakti athygli margra á Akranesi að tvö af heimaskipunum sem stunda loðnuveiðar komu í höfn í lok vik- unnar til að gefa sjómönnum frí í nokkra daga. Bæði lönduðu í Bol- ungavík í stað þess að sigla með aflann til Akraness. Aðrar verk- Ólafsvík: smiðjur virðast geta. greitt hærra loðnuverð en verksmiðjan á Akra- nesi og er það miður, því Akranes- skipin fjögur ráða yfír það miklum aflakvóta að það væri mikill fengur í því að þau gfætu landað í heima- höfíi. - JG Keflavík: Tregur afli Keflavfk. AFLI var fremur tregur og komust bátarinir ekki á sjó alla daga vikunnar sökum slæms tíðarfars. Þuríður Halldórsdóttir GK sem er á útilegu með net var með mestan afla, 25,8 tonn. Síðan kom dragnótabáturinn Farsæll KE með 25,4 tonn í 4 sjóferðum, en afli hans var að uppistöðu sandkoli. Amar KE sem einnig er á dragnót var með 17,6 tonn í 3 sjóferðum. Dragnótabátamir hafa stundað veiðar í Garðsjó og hefur afli þeirra verið þokkalegur. Netabáturinn Svanur KE var með 24 tonn, Stafnes KE 16,5 tonn og Happasæll KE var með 16 tonn. Búrfell KE var með bestu útkomuna hjá línubátun- um, 13,5 tonn, Eldeyjar-Boði var með 10,6 tonn og Jóhannes Jónsson KE var með 10,4 tonn. -BB Aflabrögð daufari en nokkru sinni ólafsvik. AFLABRÖGÐ hafa verið daufari í byijun þessarar vetrarvertíðar en nokkru sinni hin síðari ár. Helst hefur fiskast á línu en afli í net hefur verið svo lítiil að enn hafa ekki allir bátar byrjað veið- ar. Togskipin Már og Jökull hafa landað tvívegis hvort. Már 304 tonnum og Jökull 102 og eiga þvi nær helming heildaraflans frá áramótum en hann er 885 tonn á móti 958 á sama tima i fyrra. Stóru línubátamir hafa bætt afla sinn nokkuð síðari dagana með því að taka upp róðralag rifsara, þ.e. róa með tvo ganga í senn og fara lengra. Aflahæstur þeirra er Fróði með 74 tonn í 14 löndunum. Garðar n hefur 65 tonn í 12 löndunum og Gunnar Bjamason 61 tonn í 7 lönd- unum. Nokkrir bátar róa m'eð dragnót en hafa haft rýran afla. Mestan afla hefur Auðbjörg, 32 tonn í 10 sjóferðum. Afli netabát- anna er sem fyrr sagði afar rýr og enginn neisti hefur kviknað hjá þeim enn. Sveinbjöm Jakobsson hefur 18,5 tonn í 11 róðmm og Matthildur sama afla í 13 róðmm. Fleiri smábátar róa héðan en áður hefur verið. Þeir róa með línu og hafa fengið góðan afla á köflum. Þó er eins og vanti ýsu í afíann miðað við fyrri ár. Mestan afla smábátanna hefur Elís Bjamason 24 tonn í 12 róðmm og Úlfar Krist- jónsson hefur landað 18 tonnum eftir 11 sjóferðir. Gæftir hafa verið fremur stirðar hjá þessum litlu bát- um. Óvissa ríkir um fískverð hér og blikur em á lofti um afkomu vinnsl- unnar. Enginn bilbugur er þó á mönnum og er ekki heldur ástæða til þess að ætla að sá guli láti sig vanta hér í vetur frekar en fyrri ár. — Helgi Sandgerði: Agætur afli undanfaríð Keflavík. / AFLI Sandgerðisbáta hefur ver- ið ágætur að undanfömu, sér- staklega hjá minni bátunum sem róa með línu. Amey KE sem er á netum var með mestan afla eftir vikuna, 27,6 tonn í 4 sjóferð- um. Bátamir gátu ekki stundað sjó alla dagana vegna ótíðar. Máni var aflahæstur af minni línubátunum með 16,5 tonn í 4 sjó- ferðum, Ijaldanes var með 14,4 tonn í 4 sjóferðum og síðan komu Sæljómi með 12,2 tonn, Matti 10,6 tonn og Sóley 10,5 tonn í 3 sjóferð- um. Þessir bátar eru undir 12 tonnum. Af stærri línubátunum var Una í Garði aflahæst með 24 tonn í 2 sjóferðum, Mummi var með 22,5 tonn, Freyja 18,3 tonn, Víðir II 16,6 tonn og Jón Gunnlaugs 13,8 tonn. Tveir bátar eru á trolli, Geir Goði GK sem landaði 18 tonnum og Sólfari AK sem landaði 17,5 tonnum. Heildaraflinn hjá Sand- gerðisbátum í síðustu viku var 385 tonn. - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.