Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 „Bjórinn mun ekki bæta drykkjusiðina, heldur mun hann auka drykkjuskapinn og hafa í för með sér ný drykkjumunstur hér á landi sem annars stað- ar, svo sem vaxandi unglingadrykkju og drykkjuskap á vinnu- stöðum, sem við höfum verið tiltölulega laus við fram að þessu.“ vel þótt við verðum að reikna með, að talsverðu magni bjórs sé smygl- að ólöglega inn í landið, þá verður aldrei um að ræða nema brot af því magni, sem annars kæmi í umferð, verði bjórinn gefinn frjáls. í öðru íagi, eigum við að taka mið af litlum hóp manna, sem jafnvel kemst upp með að brjóta landslög í skjóli ófullnægjandi eftirlits og gera það að kröfugerð allrar þjóðar- innar. Væri ekki rökréttara að þrengja fremur eða jafnvel taka fyrr heim- ildir þeirra, sem nú mega kaupa áfengan bjór og draga þar með úr bjórstreymi inn í landið, heldur en opna allar flóðgáttir upp á gátt. Hefur þingmönnum aldrei dottið það í hug? Sá grunur læðist að menni, að bjórmenn vilji gjarnan notfæra sér heimildimar, sem fyrir hendi eru, til rökstuðnings fyrir frjálsri sölu sterks bjórs, til þess síðan að geta vitnað til vilja „yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar," eins og það er kallað, fyrir því að sala áfengs öls verði leyfð hér á landi. Vissulega get ég verið sammála bjórmönnum í því, að áfengislöggjöf þjóðarinnar sé gölluð, en við bætum hana ekki með því að auka við áfengismagn í umferð, því það er fyrst og fremst heildarmagnið í umferð, sem skiptir máli í sam- bandi við drykkjuskapinn en síður einstakar víntegundir, hvort þær eru veikar eða sterkar. Því meira áfengi í umferð og því auðveldara sem er að nálgast það, þeim mun meiri drykkjuskapur. Það er staðreynd, sem eigi verður hrakin. Hið versta við áfengislöggjöf okkar er líklega tvískinnungurinn. Hið opinbera bannar í öðru orðinu, en leyfir með hinu. Á aðra hlið er áfengisvamastarf á vegum hins opinbera, en á hinn bóginn reynir ríkið að selja þegnunum sem mest af áfengum drykkjum og með sem mestum hagnaði. Við þurfum að bæta áfengislöggjöfina, en fyrst og fremst þurfum við að bæta okkur sjálf. Það er mikið talað um drykkjuskap unglinga, en við hveiju er að búast. Þurfum við ekki að tala um vímuefnalausa foreldra al- Orgel í Hall- grímskírkju eftir Jakob Jónsson Kirkjuritið er að mörgu leyti eft- irtektarvert. Meðal efnis í síðasta hefti er grein um notkun stórra kirkna, þar sem gert er ráð fyrir hvom tveggja innan sömu veggja, fámennum guðsþjónustum og §öl- mennum athöfnum. Greinin er eftir þann ágæta mann séra Magnús Guðmundsson fyrrv. sóknarprest í Grundarfirði. Hann drepur hér á merkilegt vandamál, sem krefst úrlausnar. En ég hnaut um eina setningu. Höfundur segir um Hallgrímskirkju í Reykjavík: „Orgel þarf að vera nálægt — og ber enga nauðsyn til að fá eitthvert geysi- stórt orgel i kirkjuna." (Bls. 74. Leturbr. mín). Það er alveg laukrétt, að lftið orgel nægir við fjölmargar athafn- ir. En til þess að fullnýta þessa stóru kirkju, þarf margfalt stærra hljóð- færi, sem framleiðir öll þau blæ- brigði tónlistarinnar, sem felast í hinum veglegustu tónsmíðum. Það er full nauðsyn á „geysistóru org- eli“ til kirkjulegra hljómleika af þvf tagi, sem ekki hefir verið mögulegt að framkvæma fyrr en Hallgríms- kirkja varð til. En þá er lfka um leið orðið mögulegt að halda tónlist- arhátíðir, sem ættu að draga að áheyrendur og þátttakendur frá mörgum löndum. Mig minnir það vera Helgi heitinn Hjörvar, sem komst svo hnittilega að orði, að ísland væri „minnsta stórveldi heimsins". Og það er sannað mál, að þessi litla þjóð getur látið til sín taka á mörgum sviðum. Ég get hugsað mér hljómleika í Hallgríms- kirkju sótta af fólki bæði að austan og vestan, — frá Ameríku, Bret- landseyjum, Þýzkalandi og Norður- löndum. Við erum smám saman að eignast nógu stóran hóp af tónlist- arfólki, til þess að bera uppi slíka starfsemi. ísland er í þjóðbraut milli heimsálfa og auðugt fólk setur ekki fyrir sig að sækja góða tónlist um langa vegu, hvað þá ef ekki þarf annað en að stanza tvo daga á miðri leið yfir Atlantshafið. Ég er alveg nógu mikill efnis- hyggjumaður til að gera mér grein Dr. Jakob Jónsson fyrir því, að stórt orgel kostar pen- inga, — en ég ætlazt til að það borgi sig fjárhagslega. Við seljum ekki aðeins fisk, heldur hugvit úr landinu. Því ekki að selja músík? Það er hægt að túlka kristna trúarhugð með einföldum sálma- söng án nokkurs hljóðfæris — en við megum samt ekki fara á mis við fjölbreytt listaverk, sem þarfn- ast stórra tækja. Ég vil að lokum taka fram, að ég hripa ekki þessar línur af því, að ég haldi að séra Magnús sé á móti stóru orgeli, heldur af því, að orð hans gáfu mér tilefni til að leggja margfalda áherzlu á nauðsyn þess að kaupa stóra orgelið sem allra fyrst. Grein séra Magnúsar bar þess vitni, að höfundinum er það hjartans mál, að kirkjan verði nothæf sem helgidómur, hvort sem margir eða fáir eru viðstaddir hveiju sinni. Það er mikið talað um hraða nútímans. En mér finnst þvert á mót, að flest gangi svo grátlega seint og hægt. Láklega eiga gamal- mennin oftast nær eitthvað af 'óþolinmæði bamsins. En víst er um það, að orgelkaupin þola enga bið. Stattu þig nú, músíkalska þjóð! Höfundur er fyrrv. sóknarprest- ur. veg eins og vímuefnalausa æsku. Áfengisneyzla er sjaldnast einka- mál, hún er mál, sem snertir næstum hvem einasta landsmann með einum eða öðrum hætti, fjöl- skyldur og heimili, fólkið í umferð- inni, heilbrigðisþjónustuna, löggæzlu og dómskerfí og þannig mætti lengi telja. Hún er sjúk- dómur, sem þeir líða oft á tíðum hvað mest fyrir, sem ekki hafa sjúk- dóminn. Áfengisneyzla er samfélagslegt böl og sem slíkt ber löggjafanum að Ijalla um hana. Við íslendingar þurfum ekki á áfengum bjór að halda, hvorki vegna okkar sjálfra eða erlendra ferðamanna, eins og stundum er haft á orði, þeim höfum við nóg annað að bjóða svo sem bezta vatn í heimi og vonandi óspillta náttúru. Eftir henni eru þeir að leita, en af bjór hafa þeir nóg í sínu heimalandi. Flestar þjóðir reyna nú að draga úr áfengisneyzlu með ýmsum að- gerðum. Skyti það ekki skökku við ef við á sama tíma færum að auka hana. Þjóðin hefur kjörið ykkur þingmenn til að leysa vandamál, ekki til að skapa þau. Ábyrgð ykkar er mikil, skoðið því hug ykkar vel, áður en þið sam- þykkið það framvarp, sem nú liggur fyrir þinginu. Minnumst hinna fomu sanninda, að hveijum og einum ber að gæta bróður síns. Þjóðin mun fylgjast vel með störfum ykkar og hvemig atkvæði falla í þessu máli, eftir því verður tekið og munað. Megi störf ykkar verða til heilla fyrir land og lýð, en í Guðs bænum takið þennan kaleik frá okkur. Höfundur er sóknarprestur að Mælifelli í Skagafirði. Dregið í happ- drætti Aspar DREGIÐ hefur verið í happ- drætti íþróttafélagsins Aspar. Vinningar komu á eftirtalin núm- er: 2025, 992, 217, 5278, 1427, 1845, 2009, 4993, 5153, 3195, 3196, 3350, 5086, 5233, 5196, 5982. Vinningsnúmer em birt án ábyrgðar. TÖLVUPRENTARAR VERÐ- LÆKKUN ÁÐUR NÚ 6.900 NÝTT VÍSINDA AFREK Frönsk/ Svissnesk uppfinning vekur íimsathygli NEÍSTARÍNN RAFMAGNSMEÐFERÐ „Sjálfsmeðferð við verkjum, þrautum, harðsperrum, vöðvabólgu, krampa, sina- drætti, tognun, sinabólgu, taugabólgu, gigt, liðagigt, settaugabólgu (ískístaug), sliti, taugaverk, höfuðverk o.fl. Á sviði húðsjúkdóma dregur úr áhrifum ýmissa kvilla, s.s. exem og kláða.” (Dr. D. Dervieux, sérfræðingur í gigtarjúkdómum) 1 árs ábyrgð 20 daga skilafrestur n Kreditkortaþjónusta 611659 Póstkröfur 615853 s Útsölustaðir: Kristín innflutningsverslun. Skólabraut 1, Seltjarnarnesi. GLÓEY HF. Ármúla 19 Heilsuhúsið, Kringlunni. Heilsuhúsið, Skólavörðustíg 3. Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11. Heilsubúðin, ÁHALD FYRIR HVERT HEIMILI Reykjanesvegi 62, Hatnarf. 'i Einkaumboð á íslandi: KRISTIN, INNFLUTNINGSVERSLUN SKÓLABRAUT 1, SÍMI 91-611659, BOX 290, 172 SELTJARNARNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.