Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 RITVINNSLUKERFIÐ WORD 143. SÉ RITVINNSLA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG, ÁTT ÞÚ ERINDI VIÐ WORD KERFIÐ, eitt hið öflugasta og mest notaða hérlendis. Word kerfið inniheldur m.a. sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðaskrá. I því má vinna samtímis á 7 mismunandi skrár. EFNI: • Skipanir kerfisins • Uppsetning skjala og bréfa. • Islenskir staðlar. • Æfingar. LEIÐBEINANDI: fíagna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUfí: 14.-17. mars kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSU NÁMSKEIÐI. Stjórnunarfélag Í5[ands A TÖLVUSKÓU Æk .1 Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 - GOODYEAR WRANGLER JEPPADEKK Þér eru allar leiðir færar á Wrangler jeppadekkjum. Dekk sem eru byggð til að endast. LEIÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNAR HJOLBARÐA GOODpÝEAR h-k HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Afrækt umferð- aröryggismál eftirBaldvin Þ. Kristjánsson Enn er, góðu heilli, blásið í lúðra til vakningar í umferðarmálum, nú sérstaklega í tilefni af nýjum um- ferðarlögum, auk þeirra óskapa, sem á dynja dag hvem í slysum og tjónum. Öllum hugsandi og ábyrgum mönnum rennur til rifja sú mikla blóðtaka, er þjóðin má þola af völdum umferðarslysanna. „Hver skýra kann frá prísund og plágum öilum þeim?“ Margt er óneitanlega reynt að segja og gera til að hamla á móti ógæfunni, en illa gengur að ná jákvæðum árangri. Undirstrika ber öll viturleg vamaðarorð úr munni og penna forystumanna þjóðarinn- ar í umferðarmálum, svo sem að læra og halda umferðarreglur og auðsýna dómgreind og tillitssemi; allt þetta, sem verið er að gnauða á seint og snemma, og öllum viti- bomum mönnum ætti raunar að liggja í augum uppi, en sýnist þó liggja svo fjarri sem raun ber vitni. En eitthvað virðist vanta í allan þennan þarfa umferðarboðskap; eitthvað sem mikilvægt er og margir hafa þó tilfinningu fyrir, þrátt fyrir allt, en veigra sér við að tala um, rétt, eins og um feimn- ismál sé að ræða. Alkunna er, að „feður lands á sætijám svámu sína lengstu tíð“, eins og Steingrímur Thorsteinsson orðar það í sínum hresssilega sjó- mannasöng. Þeir gerðu sér ljóst, að skelin var þunn, sem skildi á milli lífs og dauða. Því báðu þeir sína sjóferðabæn í hvert sinn, er þeir ýttu úr vör, allt fram á þessa öld og kannski enn; tóku ofan höf- uðföt sín og lyftu auðmjúkir huga í hæðir. Trú þeirra var: „Guð í hjarta, guð í stafni, gefur fararheill." Á síðari tímum og í æ vaxandi mæli, er engu farartæki jafnoft ýtt úr vör og bílunum. En hver og hvar er okkar „sjóferðabæn" frammi fyrir augljósri hættu „sigl- ingarinnar" gegnum brim og boða umferðarinnar? í þau 17 ár, sem ég hafði nokk- ur afskipti af þessum málum, leit- aðist ég við að færa í tal þennan þátt umferðarmálanna til um- hugsunar, og m.a. með því að kynna lítt þekkta umferðarbæn, sem ungur Akureyringur hafði gefið út á fallegum límmiðum og sent út um land til sölu og gjafar, þótt of lítið færi fýrir þeim. Ég útbýtti þessum miðum óspart á fundum mínum og trúði á virkilega gagnsemi þeirra. Mér er kunnugt um, að margir fundu þessum mið- um hentugan stað í ökutækjum sínum, til áminningar og uppörv- unar, en bænin er svona: „Drottinn Guð, veit mér vemd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar, er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni arnen." En hver velur að sjálfsögðu sín orð eða orðleysi. Á fundum kom fyrir, að menn tóku undir við þenn- an e.t.v. óvenjulega umferðarmál- flutning. Eftirminnilegastur er mér hinn hugljúfí söngvari, Jóhann rBKNNÉLAR TELEFAKT Æn m Baldvin Þ. Kristjánsson Konráðsson á Akureyri. Hann beinlínis vitnaði ófeiminn um að hann héldi aldrei að heiman á bif- reið sinni án þess að biðja sér og sínum fararheilla. Og hann gerði meira: gaf mér leyfi til þess að vitna til orða sinna í útvarpser- indi. Þar var ekkert feimnis- eða tæpitungumál á ferð, heldur ein- læg og opinská játning, sem ég vona að orðið hafi til blessunar. Þessu lífsviðhorfí Jóhanns gleymi ég aldrei. Á sjöunda fulltrúafundi lands- samtaka klúbbanna Öruggur akst- ur árið 1979, flutti biskupinn herra Sigurbjöm Einarsson — sá rómaði mælskumaður — eftirminnilega ræðu. Þar sagði hann meðal ann- ars:^ „í framhaldi af því sem ég sagði áðan, vil ég að síðustu minna á það, sem þið vitið allir, að hugarró er dýrmæt eign í öllum aðstæðum og eitt hið nauðsynlegasta í sam- bandi við öruggan akstur. Og það veit ég með vissu, að trú og bæn býr yfir skapandi orku, sem m.a. styrkir rósemi hugans, skerpir at- hygli og aðgæzlu. Það sagði einn sá sálfræðingur, sem ég veit hafa verið gegnastan — hann tók bæn og bænaráhrif til vísindalegrar meðferðar — að huglæg áhrif bæn- arinnar — áhrifín á biðjandann sjálfan, væru svo ótvíræð, marg- sönnuð og heilnæm, að jafnvel sá, sem trúir því ekki, að bæn nái eyrum nokkurs guðs, ætti samt að temja sér að biðja, ef hann gæti það, hafandi ekki trú á guð að forsendu, hann ætti samt að reyna vegna þess, hvernig bæn verkar á biðjandann sjálfan." Mun ekki hér um þarfa lexíu að ræða, sem sízt má gleymast þeim, er leitast við að veita öðrum forsjá og boða réttilega aðkallandi þörf fyrir „breyttan hugsunar- hátt“ í umferðaröryggismálum. Reynslan hefur sýnt, að við óstudd- ir ráðum ekki við þau, þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni. Á hvorugu má þó slaka. Við þörfnumst hjálp- ar æðri máttar. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Það er svo augljóst mál. Sumum þótti Grímur gamli Thomsen stundum óaðgengilegur, þurr á manninn og jafnvel „kald- ur“. En hann var samt auðmjúkur og einlægur frammi fyrir skapara sínum og spyr „andstreymisins í ölduróti, þegar allt er upp á móti, andinn bugaður“ o.s.frv: „Hvað hjálpar nema herrans náð? En hver er okkar spum og svar í umferðarmálaöngþveiti nútí- mans? Þiggjum við meðvitaðir her- rans náð? Biðjum við um hana? Leitum við hennar? Þráum við hana? Sé svarið jákvætt, því þá helzt aldrei að minnast á það við nokkum mann? Hvers vegna þá þessa eilífu þögn? Minnumst jafnan sannleiksorða séra Hallgríms: „Án Guús náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust." Höfundur er fyrrverandi for- stöðumaður klúbbanna Öruggur akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.