Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 43 „Kynbætur“ á námsefni eftir Árna Árnason Þroski eða mótun? Hjá þeim sem hafa sig í frammi á opinberum vettvangi um skóla- uppeldi og áhrif námsefnis virðist sú skoðun útbreidd að mótun upp- vaxandi einstaklinga stjórnist af flestu öðru en ásköpuðum eiginleik- um. Ef ekki komi til sérmenntaðir eða sérstaklega meðvitaðir upp- alendur og vandlega úthugsaðar kennslubækur virðist vera hægt að gera ráð fyrir því að einstaklingar mótist í besta falli líkt og klaufa- lega hnoðaður leir. Rannsóknir á kennslubók- um Þessi skilningur á þroska og uppvexti væri varla burðugur ef ekki hefðu komið til heldur tak- markaðar rannsóknir á afmörkuð- um þáttum móðurmálskennslubóka og lestrarbóka fyrir grunnskóla. Virðist mér sem nákvæm talning og kyngreining allra fallorða í málfræðiverkefnum gamalkunn- ugra kennslubóka fyrir unglinga hafi vakið mesta athygli af þessum rannsóknum. Þar hefur gjarnan verið vísað til Málfræði Björns Guðfmnssonar, námsefnis sem hef- ur verið í brúki í hálfa öld í ungl- inga- og framhaldsskólum. Að fenginni talningu fallorðanna hefur svo sú skoðun verið á flugi á vett- vangi jafnréttisumræðunnar að kynjunum sé gróflega mismunað, að stelpur og strákar séu ekki jafn- gildir einstaklingar í grunnskól- anum, að sömu fái ekki jafna möguleika í uppeldinu o.s.frv. Eldri sjónarmið Á árunum fyrir áðurnefndar rannsóknir einkenndist gagnrýnin á sömu bækumar einkum af því hvað bækumar væru að flestu leyti úreltar og vondar með hliðsjón af því þá nýútskýrða hlutverki kenn- arans að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun (sbr. 2. grein grunnskólalaga frá 1974). En nú hefur það bæst ofan á allt annað, að sömu bækurnar, sem sumar eru í mikilli almennri notkun enn þann dag í dag, em álitnar sterkir áhrifa- valdar á sjálfsmynd barna. Lærdómur af erlendum rannsóknum Kennslubókin er ekki allur vett- vangur mótunarstarfsins svo að rannsóknir á sviði hlutverka- og kynímyndamótunar hafa teygt sig inn á önnur svið skólastarfs. Þær rannsóknir fara fram erlendis þar sem peningar liggja á lausu. Þar hafa kennslustundir verið teknar upp á segulband, og hafa upptök- umar verið rannsakaðar með því að hlusta á þær og meta. Með þeim hætti hefur sú staðreynd afhjúpast á áheyrilegri hátt en áður að kenn- arar bregðast misjafnlega við nem- endum. I því sambandi virðist það skipta máli hvort kennarinn er karl eða kona þegar boðskipti eiga sér stað t.d. á milli kennara og stúlku. Sama máli gegnir þegar boðskiptin em á milli kennara og drengs. Til glöggvunar fyrir þá sem þess þurfa hafa valdar upptökur úr rannsókn- um þessum verið leiknar af segul- bandi á ráðstefnum, og hafa íslensk stjómvöld greitt fyrir því að sér- fræðingar okkar á sviði uppeldis- og kennslumála hafi komist á ráð- stefnur af þessu tagi í útlöndum til þess að njóta nýjasta fróðleiks í málinu. Erf ið reynsla Þegar ég heyrði fyrst um rann- sóknir á áðumefndu sviði var ég svo lánsamur að kenna smíðar, námsgrein sem aldrei hefur átt sína kennslubók í íslenskri skólasögu. Samviska mín var því hreinni en flestra samkennara minna sem all- ir vom á kafi í því að mgla sak- laus böm í ríminu með meira eða minna órakenndum kynímyndum í gömlum og úreltum kennslubókum. En .jafnréttisumræða" þess tima varð til þess að ég fór að líta í eig- in barm og alla tíð síðan hafa kvelj- andi spumingar um framkomu mína verið að tmfla mig, ekki bara hvað varðar þau börn sem ég hef kennt heldur líka mín eigin börn. Gat það t.d. verið að það skaðaði kurteisa stúlku þegar ég kallaði hana elskuna mína eða þegar ég ávarpaði háttprúðan pilt sem vininn minn? Er ég að skerða möguleika sonar míns þegar ég tala við hann eins og „maður við mann“? Byijuðu hjúkmnarkonumar á Fæðingar- deildinni virkilega á því að móta kynímynd dætra minna þegar þær klæddu þær í bleika treyju? Getur það í alvöm verið að böm mótist eingöngu af töluðum og skrifuðum orðum uppalenda? Blákaldur raunveruleikinn? Ef besta mögulega uppeldi ætti að fara fram í skólum þyrftu víst bæði karl og kona að starfa samtímis að sama markmiði svo að annað kynið verði ekki sterkari áhrifavaldur en hitt. Núna em um 65% allra íslenskra gmnnskóla- kennara konur. Þeir fáu karlkenn- arar sem fyrirfínnast em víst flest- ir við stjómun skólanna þannig að konur hljóta þar með að vera í al- gjömm meirihluta þeirra kennara sem vinna mótunarstörfin í sjálfri kennslustofunni. Em þá konumar hinir sterku áhrifavaldar á sjálfsí- mynd bamanna á gmnnskólastigi? kynni einhver að spyija. Kann að vera að framkoma og viðmót þeirra hafi þau áhrif á íslenska gmnn- skólaæsku að stelpur og strákar sleppa ekki úr greipum þeirra sem jafngildir einstaklingaf! Og ef ástandið í uppeldismálum íslend- inga er jafn slæmt og sumir vilja vera láta, er þá ekki nærtækast annaðhvort að jafna vægi kynja við kennslu eða, ef það gengur ekki, að snúa sér í alvöru að því að finna hvað það er í fari konunn- ar sem gerir jafna möguleika pilta og stúlkna svona illmögulega. I því sambandi þarf kannski að spyija asnalegra spuminga eins og hvort það geti verið að konur séu al- mennt það hrifnari af strákunum að þær megi ekkert vera að því að sinna stelpunum? Koma stúlk- umar frá gmnnskólanum frum- kvæðislitlar og ósjálfstæðar þar sem þær njóta ekki móðurhlýju kennarans til jafns við strákana? o.s.frv. Leiðir til úrbóta Ekkert bendir tl annars en að hlutfall kvenna á meðal gmnn- skólakennara verði svipað næstu árin og verið hefur að undanfömu. Það væri því rangt að láta sig dreyma um að karlmenn sæki meira í kennarastarfíð á næstunni. Fyrst svo er kemur til álita sú leið til aukins jafnréttis, að gera kenn- ara meðvitaðri. En það er hreint ekki einfalt mál, því það þarf ekki bara að kenna kennumm nýja og betri siði heldur þarf líka að kenna þeim að lesa og túlka eða tala til bama á mótunarlausan hátt. Þeirri spumingu verður hins vegar áfram ósvarað hvaða viska og skynsemi er best til þess fallin að hafa í markmið handa þeim kennumm sem á að gera meðvitaðri. Kannski liggur eftir allt í gegn- um kennslubókina einfaldasta leið- in til að koma á framfæri við skóla- böm nútímalegum hugsunarhætti og nýjungum sem álitið er að ein- staklinginn varði mest í þjóðfélagi stöðugra breytinga og tækninýj- unga. Bókin er líka viðráðanlegri og kannski hagkvæmari en aðrir miðlar. Á hinn bóginn er það eðli íslensks íjárveitingarvalds að telja þær námsbækur göfugastar sem „Að fenginni talningn fallorðanna hefur svo sú skoðun verið á f lugi á vettvangi jafnréttis- umræðunnar að kynj- unum sé gróf lega mis- munað, að stelpur og strákar séu ekki jafn- gildir einstaklingar í grunnskólanum.“ ná hæstum aldri og það þrátt fyrir það að gmndvallareðli allra kennslubóka er að úreldast. Gamlar bækur og úreltar verða því alveg ömgglega eitthvað í notkun í gmnnskólum, a.m.k. næsta áratug- inn. Það þykir svo fráleitt að ímynda sér að fjárveitingar til námsgagnaútgáfu verði eitthvað auknar að í sumum tilvikum verður ekki um annað að ræða en að lappa upp á það gamla eins og kostur er en nota bene án þess þó að íjár- hagur íslenska ríkisins fari allur úr böndunum. Ódýru möguleikarnir Opinbemm útgefanda með naum §árráð er því margflókinn og stundum fremur leiður vandi á höndum þegar bráðvantar nýtt námsefni á flestum sviðum á sama tíma og það þarf líka að endur- prenta gott og gilt námsefni. í fé- vana lýðræðisþjóðfélagi þar sem hlutirnir gerast hratt leyfist t.a.m. ekki að hraðað sé útgáfu nýrra lestrarbóka og verður því að gefa út þær gömlu og úreltu með þeim breytingum sem fjárráðin leyfa, því ekki má steypa skólunum í þá glöt- un að láta þá verða bókarlausa. Þegar farið verður t.d. að endur- prenta Hvíta kjólinn fær útgefandi að kljást við vandamálið í allri sinni dýrð strax á bls 9. Til að draga úr óæskilegum mótunaráhrifum kversins má láta ijúpuna leita sér að nefni í föt í staðinn fyrir kjól (hvít föt verða kannski ögn spjátrungsleg en það verður bara að hafa það því að náttúrulegum vetrarbúningi ijúp- unnar verður ekki breytt). Þetta eitt kynni að auka á jafnvægi kynja í kverinu og ef gert er ráð fyrir því að kverið verði í umferð næstu árin má prenta á síðurnar sagn- fræðilegar spássíuskýringar, en að sjálfsögðu án þess að arkafjöldi kversins fari uppúr öllu valdi. Við textann með myndinni mætti t.d. skýra hvers vegna ijúpan þarf miða til að kaupa sér efni í jólafatn- að og er skýringin sú að á kreppu- árunum þegar sagan var skrifuð þurftu ijúpur að borga álnavöru með skömmtunarseðlum eins og aðrir. (Fyrir þremur árum heyrði ég sagt frá bömum sem voru að furða sig á því í kennslustund hvers konar miði þetta gæti verið sem ijúpan þurfti og var börnunum sú skýring nærtækust að hér hlyti að vera átt við kreditkort.) Búast má við að flóknari álita- mál komi við sögu þegar endur- prenta þarf gamalt námsefni sem ekki hefur verið breytt um langan aldur. Tökum sem dæmi texta úr Málfr. BG, 72. æf. bls. 96: „Hann veik undireins úr sæti fyrir halta karlinum. Það sýndi að hann er góður drengur og nærgætinn. “ Þótt hér eigi aðeins að fara fram greining almennra málfræðiatriða [ a) nafnorð: kyn, tala, fall, beyg- ing, greinir (með eða án) b) lýsing- arorð: kyn, taia, fa.ll, beyging, stig, staða; c) fomafn og greinir lýsing- arorða: kyn, tala, fall; o.s.frv.], þá verður hér kannski þörf á að endur- skrifa texta verkefnisins. Það getur t.d. verið ímyndar- eða sjálfsmynd- armótandi að halda því að ungling- um að drengir geti verið bæði góð- ir og nærgætnir. Þarna er það þó alvarlegra að karlmenn eru í algjör- um meirihluta í þessu verkefni. Á móti má gera ráð fyrir því að ein- hver skoðanahópur héldi því fram að böm eigi jafnan rétt á sætum í strætisvögnum og annað fólk jafn- vel þótt fólkið sé bæði gamalt og halt. Og þó að einhveijir kynnu að halda því fram að það sé nokkurn veginn sama með hvaða raddstyrk, viðmóti eða tilfínningu kennari býð- ur nemendum sínum að fínna lýs- ingarorði í setningunni: „Sveini var aldrei sýnt um búskap en ýmislegt var honum þó betur gefíð en hinum bræðrunum.“ (Málfr. BG, 52. æf. bls. 46,) þá kann öðmm að sýnast hér vera stórhættulegt mál á ferð- inni með tilliti til hlutverkamótunar og fordóma gagnvart landbúnaði. Þangað til betur árar Þegar upp er staðið virðist því færasta leiðin til nútímalegra skólauppeldis vera sú að reyna að endursemja og „kynbæta" gamalt efni kennslubóka á ódýran en skyn- samlegan hátt. í þeim tilvikum sem ómeðvitaðir kennarar nota bæk- urnar mætti með vinsamlegri ábendingu minna karlmennina á að vera ekki áberandi karlmannleg- ir og að konumar leyni því kvenleg- asta í fari sínu. Höfundur er kennari og starfar við námsefnisgerð hjá Náms- gagnastofnun. MICRÖSOFT HUGBÚNAÐUR MAZDA Bestu kaupin eru hiá okkur! Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir MAZDA bíla á sérlega hagstæðu verði. Við veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi með festingum. Kaupið eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiðandinn mælir með - þau passa í bílinn! BILABORG HF FOSSHÁLSI 1, SÍMI 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.